Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.05.1985, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MAÍ1985 Móðursfki Marie Colbin sýnir afbragós leik sem móðirin í Eigi skal gráta. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Eigi skal gráta — Keine Zeit fiir Tránen -trtr'Aí Vestur-þýsk. Árgerð 1983. Handrit og leikstjórn: Hark Bohm. Aðal- hlutverk: Marie Colbin, Michael Gwisdek. Viðfangsefni þýska kvik- myndagerðarmannsins Hark Bohm í þessari mynd er eins vandmeðfarið og hugsast getur: Hið sannsögulega Bachmeier- mál um móðurina sem skaut morðingja og nauðgara dóttur sinnar til bana í réttarsal, aðeins einu ári áður en kvikmyndin var gerð. Þetta val á viðfangsefni býður í fyrsta lagi heim vanga- veltum um tilganginn: Er ekki verið að reyna að hagnast á ógæfu lifandi fólks? Er þetta ekki sorpkvikmyndagerð? Efn- ismeðferð Hark Bohm er með þeim hætti að um slíkar smekk- leysur verður hann ekki sakaður. Að öðru leyti sigrast hann að hluta til á þeim erfiðleikum sem viðfangsefnið felur í sér og að hluta til sigra þeir hann. Bohm þarf að taka tillit til a.m.k. þriggja þátta, — félags- legra aðstæðna fólksins sem málið snýst um, sammannlegra tilfinninga og viðbragða, og síð- ast en ekki síst persónulegs geðslags og upplags persónanna. Bohm undirbyggir mynd sína allvel með atriðum sem sýna los- aralegt samband foreldra stúlk- unnar, hins bælda en þolgóða föður og hinnar jafnvægislitlu, rótlausu móður, og umfram allt sakbitið samband hennar við dótturina. Hann dregur líka upp trúverðuga mynd af umhverfi þess og aðstæðum. En eftir að hið hörmulega morð á stúlkunni hefur verið framið verður mynd- in framlengd æfing í móðursýki, — og hér má nota þetta vand- meðfarna orð í bókstaflegri merkingu. Hin hádramatísku viðbrögð móðurinnar stappa nærri geðveiki; Bohm lætur hana ólmast í sorg sinni og sekt- arkennd eins og leikara í vondu melódrama. Kannski var per- sónuleiki þessarar konu einmitt svona, en á þessum punkti rofna að nokkru leyti hin tilfinninga- legu tengsl áhorfanda við efnið og persónurnar einangrast. Það eru samt nógu margar nærfærnislega hugsaðar senur með sterkum listrænum mynd- lausnum og ágætum leik til að gera Eigi skal gráta að athyglis- verðri mynd. Hark Bohm getur augljóslega gert fyrsta flokks mynd úr ívið þakklátara efni. Nú koma allir að skoða SKODAalbino sem sló svo rækilega í gegn á afmælissýningu Kópavogskaupstaðar á dögunum. Að sjálfsögðu verða einnig allar hinar gerðirnar á staðnum. Opið laugardag og sunnudag kl. 13.00—17.00. JÖFUR HF NYBYLAVEGI2 KÓPAVOGI SIMI 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.