Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 28

Morgunblaðið - 18.05.1985, Page 28
28 JflORGUNBLAÐIÐ,»LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. benti á hve hlutur skálda var miklu meiri í æsku hans en nú er og ummæla þessa lífsreynda menningarfrömuðar um mikil- vægi skáldskaparins í daglegu lífi fólksins. Vonandi eigum við eftir að upplifa aftur það and- rúm sem Kristján Albertsson lýsir svo eftirminnilega og var allsráðandi á æskuárum hans, þegar sígild tónlist og mikilvæg- ur skáldskapur settu mark sitt á daglegt líf gamalla menningar- þjóða. Einar Bragi skáld bendir á í athyglisverðri grein í Morgun- blaðinu í dag, Ekkert líf án ljóða, hve ánægjulegt það sé að fyrsta Dagur ljóðsins Fáar þjóðir eiga ljóðinu eins mikið að þakka og við ís- lendingar. Ljóðið var í fylgd með landnámsmönnum þegar þeir settust hér að. Fyrstu bók- menntir okkar eru ljóðin sem þeir fluttu með sér út hingað og þau sem öfluðu þeim frægðar við hirðir í nágrannalöndum. í ljóð- list hefur íslenzk menning risið hæst, enda er það samdóma álit allra sem til þekkja, að ljóðlist íslendinga sé í senn einstæð og sérstæð. íslendingar eru þekktir fyrir ljóðaáhuga og þeir útlend- ingar sem bezt þekkja til lands- ins hafa einatt á orði að engu sé líkara en íslendingar séu allir sí- yrkjandi. Sumir telja að ljóðlist- in hafi sett ofan á síðustu ára- tugum. Sú fullyrðing verður ekki studd með rökum. Sala ljóða- bóka er misjöfn, sumar ljóða- bækur seljast í stærri upplögum en gengur og gerist með ná- grannaþjóðum okkar. Enda þótt nútímaljóðlist eigi undir högg að sækja vegna skemmtiiðnaðar í ýmsum myndum verður ekki annað sagt en hún hafi enn miklu hlutverki að gegna á ís- landi og til hennar leiti almenn- ingur þegar mikið liggur við. Nútímaljóðið á íslandi hefur verið í stöðugri sókn og engum blöðum um það að fletta að þjóð- in hefur tekið formbyltinguna í sátt og þau skáld, sem áttu að henni hlut og báru hana fram til sigurs, eru í miklum metum. Ljóðið á sér vinsamlegra athvarf nú um stundir en fyrir hálfum öðrum eða tveimur ára- tugum. Það er sem betur fer í sókn meö þjóðinni eins og sjá má af gífurlegri sölu hins merka ljóðasafns Almenna bókafélags- ins, sem Kristján Karlsson skáld valdi og bjó til prentunar, og þá ekki síður af nýstofnuðum ljóða- klúbbi Almenna bókafélagsins en nú þegar skipta félagar hans nokkrum hundruðum. Er enginn vafi á því að klúbburinn á eftir að verða íslenzkri ljóðlist til framdráttar enda er fátt mikil- vægara nú á tímum alþjóðlegrar fjölmiðlunar og gervitungla en rækta íslenzka ljóðlist og gera hana helzt að hvers manns eign. Ljóðlist á ekki að vera til hátíða- brigða eingöngu, hún er hluti af lífi okkar og menningu og von- andi einnig í anda þeirra mark- miða sem við höfum sett okkur. Ljóðlistin er ræktandi afl. Engin önnur listgrein varðveitir jafn vel íslenzka tungu og hún. Sam- hengið í íslenzkri ljóðlist er ótrúlegt ævintýri og sem betur fer eru engin merki þess að það rofni, hvað sem utanaðkomandi áhrifum líður. Samt mættum við leggja enn meiri áherzlu á ljóð- list en gert hefur verið, ekki sízt í skólum. Fjölmiðlarnir — og þá ekki sízt ríkisfjölmiðlarnir — eiga að leggja fram sinn skerf ljóðinu til framdráttar, svo mik- ilvægt sem það er og hefur verið í daglegu lífi íslendinga. En ljóð- list þarf að rækta eins og annan akur. Eitt af hlutverkum ljóð- listar og skáldanna í landinu er að breyta lesendum í skáld því að ljóðlistaræð leynist með hverjum manni. Morgunblaðið hefur lagt ríka áherzlu á að birta ljóð í Lesbók. Hún er að verða einstætt tímarit fyrir þær sakir. Það er undan- tekning að erlend dagblöð rækti ljóðlist með þeim hætti sem gert er í Lesbók. Ritstjórn Morgun- blaðsins er stolt af þessari stað- reynd og þá ekki síður hinu hve mikið af ljóðum berst Lesbók árlega. Raunar hafa þeir sem taka við ljóðunum og meta þau til birtingar einatt undrast hve mikið berst af ljóðum. Það er ekki sízt athyglisvert hve höf- undarnir eru margir og á öllum aldri. Ef marka má ljóðastreym- ið til Lesbókar er ljóðlistin iðkuð af ótrúlegum fjölda fslendinga. Það er vel þó að gæðin séu mis- jöfn. Margir kallaðir en fáir út- valdir eins og gengur. Morgunblaðið minnist Dags ljóðsins með ýmsum hætti nú um helgina. Þó að sitt sýnist hverjum um stefnuna í íslenzkri ljóðlist, varðveizlu gamallar hefðar og fjölbreytni nútíma- skáldskapar má fullyrða að allir séu einhuga um mikilvægt hlut- verk ljóðlistar í menningu ís- lendinga og þjóðlífi. Það er ekki sízt athyglisvert að þeir skáld- sagnahöfundar, sem hafa rækt- að ljóðlistina með einhverjum hætti, eignast oft fegurri stíl og eftirminnilegri en þeir sem eru gersneyddir þessum þætti rit- listar. Við þurfum ekki að nefna nema Hamsun og Laxness, Ibsen og Jóhann Sigurjónsson til að rökstyðja þessa fullyrðingu. Þeir og þeirra líkar eru í rauninni ljóðskáld í prósa. í verkum slíkra höfunda hefur skáldsagnagerð risið hæst bæði hér á landi og annars staðar. Höfundur Njálu var án efa mikiivægt ljóðskáld, svo mikil áhrif sem ljóðlist hefur haft á andrúm og stíl þessa ein- stæða meistaraverks. Það er vel til fundið af Rithöf- undasambandi íslands að efna til Dags ljóðsins. Við skulum nota tækifærið og leggja áherzlu á mikilvægi þess. íslenzk þjóð án ljóðlistar er óhugsandi. Fáir gætu hugsað sér framtíð ís- lenzkrar þjóðar án ljóðsins. í dag höfum við ástæðu til að fagna þessum mikilvæga arfi okkar og leggja áherzlu á nauð- syn þess að rækta hann meir og betur en gert hefur verið. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Ljóðalaus sjónvarpsdagskrá er til að mynda heldur þunnur þrettándi eins og stundum hefur verið minnzt á í forystugreinum Morgunblaðsins. Þessari stað- reynd er enn einu sinni komið á framfæri við forráðamenn sjón- varpsins — og að gefnu tilefni. Hver veit nema útvarpsráð sem ábyrgðina ber rumski og taki nú til hendi. Margir kveða sér hljóðs í dag fyrir hönd Ijóðsins. Og mörgum Islendingum verður hugsað til þessarar merkilegu og ævafornu listgreinar. í dag falla fortíð og nútíð í einum farvegi. Samhengi íslenzkrar Ijóðlistar, reisn henn- ar og mikilvægi er gleðiefni. Hitt yrði enn meiri gleðiauki ef ljóð- listaráhugi ykist á þeim tíma- mótum sem við nú stöndum á vegna örtölvubyltingarinnar. Við eigum að minnast orða Kristjáns Albertssonar í sjón- varpssamtali nýlega þegar hann dag ljóðsins beri upp á afmæli Gunnars skálds Gunnarssonar, 18. maí. Og Einar Bragi bætir við: „... og meira enn: hinn 18. maí 1906 dagsetur hann inn- gangsljóð Móðurminningar, svo segja má að þann dag hafi fyrstu sporin verið stigin á einum lengsta og glæstasta skáldferli sem. saga íslenzkra bókmennta kann frá að greina. Hefði ein- hvern tíma verið sagt að holl- vættir væru hér með í spilinu og hefðu bent mönnum einmitt á þennan vordag, að enn mætti hann verða íslenzkri skáldlist til heilla." Undir lok greinar sinnar segir Einar Bragi — og er ástæða til að taka undir athyglisverða hugmynd hans: „í dag gegna skáldin kalli: láta til sín heyra og vonast til að vekja í leiðinni skáldið í brjósti þér. í haust verður haldin norræn ljóðlist- arhátíð í Reykjavík með alþjóð- legu ívafi. Næsta skrefið mætti verða stofnun Ljóðlistarfélags íslands með deildum víða um land, er gegndi líku hlutverki og tónlistarfélög hafa rækt með prýði um áratugi." Vonandi verður Dagur ljóðsins árlegur viðburður á Islandi. Ljóðið er að vísu ekki í tízku með sama hætti og þegar hirðskáldin sóttu frama sinn til útlanda, það er ekki tæki í sjálfstæðisbaráttu með sama hætti og á 19. öld og fyrstu árum þessarar aldar. En það er því mikilvægara í þeim löndum sem enn eru kúguð. Og það hefur miklu hlutverki að gegna með íslendingum, ekki síður en á 13. öld þegar Snorri Sturluson notaði það í baráttu við erlenda tízku og skemmti- iðnað síns tíma, dansana. íslend- ingar hafa ávallt breytt erlend- um menningarstraumum í mik- ilvæga innlenda reynslu. Þannig hafa dansarnir einnig orðið hluti af sögu íslenzkrar ljóðlistar. Á Degi ljóðsins mætti vel hafa í huga þessa vísu Braga Bodda- sonar, sem uppi var á fyrri hluta 9. aldar, elzta meiriháttar skálds, norræns, en hann segir um hlutskipti skáldsins: Skáld kalla mig: skipsmið Viðurs, Gauts gjafrötuð, grepp óhneppan, Yggs ölbera, óðs skap — Móða, hagsmið bragar. Hvat’s skáld nema það? Skáldin voru fulltrúar óðins á dögum Braga gamla. Og um það segir Schiller í Skáldmanna-hlut þar sem hann lýsir því hvernig stéttirnar bjuggu um sig á jörð- inni í árdaga að þau hafi ekki tekið þátt í þessu kapphlaupi því að þau hefðu verið í guðlegu draumalandi sínu. Guð segir við skáldið að himnarnir standi því opnir, en staður skáldsins er að sjálfsögðu á jörðinni. Það er hún sem það vill breyta í guðlegt land, í guðlega jörð drauma og ævintýra. Það var engin tilviljun að Sveinbjörn Egilsson snaraði þessu ljóði þýzka snillingsins á íslenzku. Hann vildi minna á hvert ljóðið sækir afl sitt og inn- blástur. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Oft hefur í þessum þáttum verið amast við svonefndum staglstíl. Er þá átt við endur- tekningu sömu eða svipaðra orða. Ýkt dæmi: Útvarps- dagskrá útvarpsins hefur verið útvarpað í allan dag handa út- varpshlustendum. Annað dæmi: Hvalveiðiskipið Hvalur I kom með hval til hvalstöðv- arinnar í Hvalfirði! En vandlifað er í veröldinni. Endurtekningu orða má koma þann veg fyrir, að kitli eyru áheyrenda eða gleðji augu les- enda, og verða áhrif þess, sem sagt er eða skrifað, meiri en ella. Er þá stundum talað um listræna klifun. Nærri má geta að mörkin milli listrænnar klifunar og kauðalegs stagls séu ekki öllum skýr hverju sinni. Og auðvitað er þetta smekksatriði. Fyrir löngu höfðu grísku- mælandi menn ýmis orð um þetta fyrirbæri, svo sem ana- fóra, epifóra eða epizeuxis, allt eftir því hvernig endurtekn- ingunni var komið fyrir. Hér verður reynt að nefna þetta forklifun, bak-klifun (ekki bakk-lifun!) og hliðklifun, og skal sýna með dæmum úr bókmenntunum hvað við er átt. Þessi stílbragðadæmi eru svo sem í framhaldi af 280. þætti. ★ Fyrst er þá forklifun (ana- fóra). Endurtekningar fremst. Dæmi I: Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, Jesú minn. Son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs einn eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. (Hallgr. Pétursson: Passíusálmur 25(14).) Dæmi II: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. (Hávamál 176.) Dæmi III: Sælir eru fátækir f anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. (Heilög ritning, Mattheus 5,1—9.) Þá er bakklifun (epifóra). Endurtekningar aftast (allt endarím má raunar flokka undir bakklifun). Dæmi I: Nýtt leiguflug í flugstjóra að 1 Briissel, 16. mu. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritua Mbl. BOING 707-þota, sem íslensku flug- stjórarnir Arngrímur Jóhannsson, frv. yfírflugstjóri hjá Arnarflugi og Einar Frederiksen hjá Flugtaki hafa tekið á leigu, stendur nú fullskreytt og bíður lokaskoðunar á Zaventem- flugvelli í Briissel. Flugstjórarnir hafa stofnað með sér leiguflugfélag- ið Air Arctic og vonast til að hefja Einar fVederiksen, flugstjóri. Boing 707-þota nýja flugfé- lagsins Air Arctic stendur skreytt íslenska fánamim á Zaventenpflugvelli í BriisseL Myndir ab. vöruflutninga á alþjóðamarkaði inn- an skamms. Þeir tóku vélina á leigu skömmu fyrir áramót og leigðu hana áfram til Trans European Airways, belg- íska flugfélagsins, fram í febrúar. Unnið hefur verið að því að breyta þotunni í flutningavél síðan þá og er verkið nú komið á lokastig. Hún getur flutt 41 tonn af vöru. í sumar er meiningin að Air Arctic hefji leigufarþegaflug, einnig á alþjóðamarkaði og verið er að ganga frá samningum í sam- bandi við það. Einar og Arngrímur hafa dvalið mikið erlendis í vetur við að und- irbúa starf nýja flugfélagsins. Þeir búast við að ráða eitthvað af íslenskum flugmönnum til sín en Björn Vignir Jónsson, vélstjóri, er þeirra fyrstu fastráðni starfsmað- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.