Morgunblaðið - 18.05.1985, Síða 32
J32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. MAl 1985
Vinsunleg ábending.
Morgunblaðið/Júlíus
„Er
„veggjaklór“
vondur siöur?
TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR
GrafTiti, eða veggjaklór eins og kalla mi það i íslensku, er Kvagömnl tiltekt
mannsins. Það var algengt meðal Forn-Egjpta í formi óbeflaðra skopmjnda,
kosningaslagorða og kvcðabrota. FnegasU veggjaklór beimsins er að mati
sérfróðra rissmynd af Kristi i krossinum sem fannst i vegg Domns Gelotiana
í Róm irið 1857. Veggjaklórið hefur orðið milfræðingum drjúgt til rannsókna,
því það er oft n*r hinn talaða mili i hverjnm tima en annað ritmil og einnig
varpar það oft Ijósi i hið daglega líf eins og það gerðist. En þó fornleifafræð-
ingnm síðari tíma finnist mikill fengnr í veggjaklórinn voru eigendur veggj-
anna oft i tíðum ekki sama sinnis, f Róm Ld., nilægt Porta Portese, hafa
menn fundið ævagamb iletrun þar sem menn ern vinsamlegast beðnir að lita
af veggjaklóri.
J
^Ké
rr/úú-1/1
\CNhirR
HCK
Mönnum getnr nú sárnað.
Hér á landi hefur veggjaklórið
varla tíðkast fyrr en á þessari öld
svo nokkru nemi vegna þess bygg-
inga’-máta sem hér var algengast-
ur. Ekki hefur verið auðvelt að
krota á gömlu torfbæina og báru-
járnið er heldur ekki vel fallið til
þess arna. Steinsteyptir veggir fóru
ekki að tíðkast fyrr en á þessari
öld. Vera kann að einstaka menn
hafi fengið útrás fyrir þessar til-
hneigingar með því að krota á Við-
eyjarstofu, Bessastaðastofu, Nes-
stofu, stjórnarráðshúsið, mennta-
skólann eða alþingishúsið, en al-
tént hefur það ekki komist í há-
mæli. Þessi gömlu og sögufrægu
hús hafa þó sum hver mátt þola
AíTot, skyrslettur og jafnvel rauða
málningu á síðari árum.
Kannski að ferskeytlan okkar ís-
lendinga hafi verið að einhverju
leyti af svipuðum toga spunnin og
veggjaklórið, veitt svipuðum til-
hneigingum útrás á stundum.
Graffíti er fleirtölumynd ítalska
orðsins sgraffito eða graffito sem
er notað um ákveðna listgrein, svo
og þá tækni sem beitt er við iðkun
hennar. Flötur er þakinn litlagi,
síðan er teiknuð mynd á flötinn
með því að skafa litlagið i burtu,
*þannig að upprunalegi litur flatar-
ins kemur í ljós.
Fornleifafræðingar hafa tekið
orðið graffito upp á sína arma og
notað það yfir hvers konar veggja-
kJór, sem ekki er hægt að flokka
undir áletrun eða vísvitandi list-
ræna tjáningu. Merking orðsins
graffíto er því býsna nálæg nú-
timamerkingu orðsins graffíti.
Að vissu leyti má lita á graffíti
eins og þjóðlist enda hafa áhrif
þess endurspeglast f verkum ým-
issa listamanna. Veggjaklórið er
ekki bundið við veggi, þó þeir séu
vinsælasti vettvangurinn. Það
fínnst á gólfum, hurðum, speglum
gluggum og yfirleitt allstaðar sem
mögulegt er að draga upp mynd. Sá
siður að skera upphafsstafi og
myndir i tré er angi af veggjaklóri
og afar vinsæl iðja hjá elskendum.
Veggir i hellum eru að fornu og
nýju oft rikulega myndskreyttir.
Þeir sem koma i Laugardalshelli á
Lyngdalsheiði geta séö aragrúa
mynda og áletrana sem ristar hafa
verið f gljúpa veggi hellisins svo
varla er lófastór blettur auður. Ef
ekið er austur á bóginn frá Reykja-
vik blasa við áletranir sem gerðar
hafa verið í mosavaxna fjallshlíð í
grennd við litla kaffivagninn f
Svínahrauni. Ekki þarf að arka
langa leið um götur höfuðstaðarins
til að koma auga á allskyns veggja-
klór. Lengi blasti við á girðingu við
Arnarhól áletrunin „Burt með
mammonskirkjur" og vitnaði um
deilur sem á sínum tima urðu um
staðsetningu nýja seðlabankahúss-
ins.
Það er oft talað um að menn
kenni til í stormum sinnar tiðar.
Mynd þeirrar samtfðar kemur oft
fram í spéspegli veggjaklórsins,
þar endurspeglast ekki aðeins hita-
mál á pólitiskum og tilfinninga-
legum sviðum heldur má lita þar
djúpa visku nafnlausra heimspek-
inga, kannski er þetta ekki verri
aðferð til að ávarpa samtiðarmenn
sína en að tala á torgum eða skrifa
í blöð. Þessi hæverska aðferð, sem
ekki ætlast til frægðar eða frama
höfundi sínum til handa á þó
marga ákafa andstöðumenn. Það
eru annars vegar þeir sem hafa
umsjón með viðkomandi veggjum
og sjá um viðhald þeirra og hins
vegar fólk sem amast við hvers-
kyns sóðaskap og telur veggjaklór-
ið til þess. Vissulega er veggjaklór-
ið oft til lýta en stundum verður
vegfarandi nokkurs vísari um
samferðafólk sitt þegar veggjaklór-
ið er skoðað. Vilji menn skoða
veggjaklór má benda áveggi gufu-
baðklefans i Laugardal. Þeir bera
vott um mikla eljusemi á þessu
sviði. Þó yfirleitt sé þar svo heitt að
mjög dragi úr hreyfiorku alls þorra
fólks og flestir séu naktir í heim-
sóknum sínum i klefann, eru þar
veggir þaktir áletrunum og mynd-
um sem ristar hafa verið í tréið
með oddhvössum verkfærum. Ef til
vill nota menn lyklana að fataklef-
unum til þess arna.
Þó mörgum þyki nóg um og telji
veggjaklórið setja subbulegan svip
á umhverfið eru aðrir þeirrar skoð-
unar aö það sé nauðsynlegur „ör-
yggisventill". Fróðir menn telja
affarasælast fyrir einstaklinginn
að tilfinningar hans leiti út en ekki
inn, kannski að hið sama gildi um
þjóðfélagið sem heild.
Útivist:
Gengið yfir
Reykjanes-
skagann
UM HELGINA gefst tækifæri hjá
Útivist að kynnast mikilli misgeng-
issprungu er gengur þvert yfir
Reykjanesskagann og nefnist
Hrafnagjá.
Á laugardeginum verður byrjað
við Stóru-Vatnsleysu og gengið
með Hrafnagjá að Seltjörn. Á
sunnudeginum verður haldið
áfram frá Seltjörn og gengið út á
Reykjanes. Ferðirnar hefjast báða
dagana kl. 10.30. Á sunnudeginum
verður einnig ferð kl. 13 þar sem
skoðuð verður gígaröðin Eldvörp
og einnig verða útilegumannakof-
arnir i Eldvarpahrauni skoðaðir
en það eru fornminjar einstakar í
sinni röð. Brottför í ferðirnar er
frá BSÍ, bensínsölu.
(FrétUtilkynmng)
400 tillögur
í samkeppni
Ingólfs
SLYSAV ARNADEILD Ingólfs í
Reykjavík stóð í síðasta mánuði fyrir
samkeppni um nöfn á ný björgunar-
tæki sveitarinnar, snjóbfl og björg-
unarhát. Um tvö hundruð tillögur
bárust á hvort tækið. Dómnefnd
valdi bátnum nafnið „Jón E. Berg-
sveinsson", en 22 tillögur bárust um
það, og snjóbflnum nafnið „lsak“,
tvær tillögur bárust
Jón E. Bergsveinsson var einn
af frumkvöðlum að stofnun Slysa-
varnafélags íslands, segir í frétt
frá slysavarnadeildinni. Dregið
var úr tillögunum, og hlaut ólafur
Valur Sigurðsson, Skólabraut 39,
Seltjarnarnesi, verðlaun fyrir
nafn bátsins. Fyrir nafið „ísak“
hlaut verðlaun Jón Hafsteinsson,
Laugateig 38, Reykjavík.
BYGGÐASAFN I Ð
Byggðasafnið í
Görðum 25 ára
Afmælisrit
BYGGÐASAFN Akraness í Görðum
beldur um þessar mundir upp á 25
ára afmæli sitt. Af því tilefni hefur
safnið sent frá sér veglegt afmælis-
rit. Ritið er 48 bls. að stærð, prýtt
fjölda mynda.
Meðal þeirra sem eiga efni í rit-
inu eru Þór Magnússon þjóð-
minjavörður, Ragnar Jóhannesson
og Gunnlaugur Haraldsson.
Leiðrétting
MISRITUN varð í minningar-
grein um Adolf J.E. Petersen,
sem birtist í Mbl. miðvikudaginn
15. þ.m., og sagt að hann hafi
setið í stjórn Verkamannasam-
bands íslands, en átti að vera
Verkstjórasambands íslands,
eins og fram kemur annars stað-
ar í minningargreininni.