Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1985 „Flokkspólitískur leikaraskapur“ — segir forseti ASI um yfirlýsingar fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins hag verkafólks, veríð væri að efla AlþýóubandalagiA en ekki kaup- máttinn. „Það er óvenjulegt að fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins komi fram með svo flokkspólitískar yfirlýsingar," sagði Ásmundur Stefánsson, for- seti ASÍ, er hann var spurður álits á ummælum Magnúsar. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart því það er vitaskuld ljóst, að á formanna- HAIT var eftir Magnúsi Gunnars- syni, framkvæmdastjóra VSÍ, í Mbl. í gær að ágreiningurinn á formanna- ráðstefnu Alþýðusambandsins sýndi að þar væru menn ekki að hugsa um Þokkaleg byrjun í laxveiði „ÉG ER búinn að fá 9 laxa, 5 í dag og 4 í gær, en aðrír hafa lítið fengið. Þetta er svipuð byrjun og oft áður néma hvað laxarnir eru smærri en venja er til á þessum tíma. Þetta eru 8—9 punda laxar, en meðalþunginn er yfirleitt 10—12 pund. Samt eru þetta fallegir og nýrunnir laxar, þeir mættu bara vera stærri,“ sagði Sig- urður Fjeldsted laxabóndi í Ferju- koti í Borgarfirði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en á mánudagsmorgun lögðu netaveiðimenn við Hvítá veiði- tól sín í ána. Sigurður kvaðst ekkert geta fullyrt um hvers vegna laxinn væri smærri nú en áður, „kenning- arnar eru svo margar," sagði hann. Annars er áin vatnslítil því lítill eða enginn snjór er í fjöllum og lítill jökullitur er á ánni. Flest- ir laxanna hafa veiðst frá suður- landinu og taldi Sigurður það vera Þverárlaxinn sem gengi upp með suðurlandinu og færði sig svo yfir er ofar drægi. Hvítasunnan: Unga fólkið stefnir í Borgarfjörð UM NÆSTU helgi er hvítasunn- an, fyrsta ferðahelgi sumarsins. Á mörgum stöðum er þó enn bannað að tjalda, s.s. í þjóðgörð- unum og í Þórsmörk. Áð sögn starfsmanna BSÍ er allt útlit fyrir að unga fólkið stefni upp í Borgarfjörð að þessu sinni. Þar er þó ekki um neina útihátíð að ræða, en sveitaböll verða að Logalandi. ráðstefnunni voru skiptar skoðan- ir á milli Alþýðubandalagsmanna. Hann hefði allt eins getað sagt að við hinir, það er til dæmis ég, Guð- jón Jónsson, Guðmundur Þ. Jóns- son og Benedikt Davíðsson, vær- um að ganga erinda Alþýðubanda- lagsins en ekki Guðmundur J. Guðmundsson. Vissulega er ágreiningur í okkar röðum en það þarf býsna stóran skammt af póli- tískri fanatík til að gera þann ágreining flokkspólitískan. Mér þykir miður að Magnús Gunnars- son skuli stilla sjálfum sér svona upp í flokkspólitískum leikara- skap.“ Forseti ASÍ sagði að fleira í yf- irlýsingum Magnúsar í blaðinu í gær væri af „sambærilegum flokkspólitískum toga. Hann er til dæmis að reyna að fría ríkis- stjórnina að mestu af kjaraskerð- ingu undanfarinna missera. Það er mjög erfitt að finna rök fyrir því, sýnist mér. Það þarf ekki miklar reikningskúnstir til að sjá að kaupmáttarskerðingin er að mestu afleiðing af lagasetningu núverandi ríkisstjórnar í maí 1983. Ég skil því ekki alveg hvað framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins er að fara. Ég er ekki að reyna að afsaka sfðustu ríkisstjórn, sem gerði ekki ýmis- legt sem hún hefði átt að gera og ýmislegt, sem hún hefði betur lát- ið ógert — en mér finnst fráleitt að reyna að sýkna þá stjórn, sem situr núna“, sagði Ásmundur Stef- ánsson. Samanburður Verðlagsstofnunar: Morgunblaöið/Bjarm Fíkniefnin sem fíkniefnadeild lögreghinnar hefur lagt hald á undan- farna daga. Hvíta duftið er kókaín, sem reynt var að smygla frá Brazilíu. ítalinn og brazilíska stúlkan: Úrskurðuð í þriggja vikna gæzluvarðhald KÓKAÍNIÐ, sem 32 ára gamall ít- alskur maður og tvítug brazilísk stúlka hafa játað að smygla til landsins, fannst í tveimur ábyrgð- arbréfum í Tollpóststofunni i Ar- múla og er jafnvel talin ástæða til að ætla að fleiri bréf kunni að vera á leiðinni, að sögn Arnars Jensson- ar, lögreglufulltrúa í fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn, sem fíkniefni finnast í ábyrgðarbréfum. Skötuhjúin komu til landsins á föstudag og höfðu fyrirhugað að dvelja hér á landi í hálfan mánuð. Þau eru búsett í Brazilíu. Þau voru í gær úrskurðuð i 21 dags gæzluvarðhald í Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum, en fíkniefnalögreglan hafði gert kröfu um 30 daga gæzluvarð- hald. ítalinn dvaldi um tíma hér á landi í fyrra, en stúlkan er hér í fyrsta sinn. Tveir fslendingar voru yfirheyrðir vegna grun- semda um aðild að málinu. Þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi. Verðlag í matvöruverslunum 0,1—5% hærra úti á landi í Verðkynningu, blaði Verðlagsstofnunar, sem kom- ið er út, er kynntur saman- buröur á verðlagi í matvöru- verslunum víðs vegar á land- inu eins og það var um mán- aðamótin mars/aprfl. Sam- kvæmt könnuninni er verð- lag í matvöruverslunum á landsbyggðinni 0,1 til 5% hærra en á höfuðborgarsvæð- inu, en það er að sögn Georgs Ólafssonar verðlags- stjóra minni munur en oft hefur verið haldið fram. Verðlag í matvöruverslunum á Reykjanesi var 0,1% hærra en á höfuðborgarsvæðinu, 0,7% á Vesturlandi, 1,9% á Suðurlandi, 2% á Norðurlandi, 2,7% á Aust- urlandi og 5% hærra á Vest- fjörðum. Ef matvaran er tekin Dr. María Regina Kula prófessor í ensímefnafræði: Hægt að auka nýtingu ensíma í matvælaiðnaði hér á landi í gær kom hingað til lands dr. Maria Regina Kula prófessor í Iff- tækni í Braunschweig í V-Þýska- landi. Hún heldur tvo fyrirlestra hér á vegum Alexander von Hum- boldt-félagsins á íslandi og Há- skóla íslands. Líftækniiðnaður hefur verið í örum vexti á undanförnum árum og standa Þjóðverjar m.a. fram- arlega í sambandi við notkun ens- íma í iðnaði. í dag eru ensím talsvert notuð i matvælaiðnaði, svo sem í sykur og sætiefna- vinnslu úr mjölva, við gerð osta, ávaxtasafa og við framleiðslu ýmissa tilbúinna rétta. Ensím eru jafnframt notuð við rauðvíns- gerð og í sælgætisgerð svo sem við framleiðslu á konfekti. Þar að auki eru þau i mörgum tegundum þvottaefna, notuð við lyfjafram- Dr. Maria Regina Kula leiðslu, svo sem við pensilfngerð, við gerð pappírs, vefnaðar o.fl. I samtali við Mbl. í gær sagði dr. Kula að stöðugar rannsóknir fari fram í Þýskalandi á fram- leiðslu ensíma, reynt sé að finna ódýrari og áhrifaríkari aðferðir við framleiðslu þeirra og aukna notkunarmöguleika svo sem i matvælaiðnaði. „Ensím hafa ver- ið notuð í matvælaframleiðslu I þúsundir ára án þess að fólk hafi gert sér grein fyrir því og al- menningur gerir sér oft litla grein fyrir hve mikið þau eru not- uð við framleiðslu algengustu hluta f umhverfi nútímamanna." Hún var spurð hvort við íslend- ingar gætum ekki nýtt okkur ens- ím í ríkari mæli í matvælaiðnaði hér á landi. Dr. Kula sagði að hægt væri að vinna mörg ensfm úr fiskúrgangi og einnig væri hægt að nota ensím meira í fisk- iðnaði en nú er gert. Hér á landi fara ensímrann- sóknir fram i Háskóla íslands, Rannsóknastofnun Fiskiðnaðar- ins og Raunvísindastofnun. Fyrri fyrirlestur dr. Kula verður hald- inn á ensku i dag ( Lögbergi og fjallar hann um framleiðslu ens- íma og notkun þeirrra f iðnaði. Sfðari fyrirlesturinn verður hald- inn á þýsku f Odda, hugvísinda- húsi Háskóla íslands, og fjallar hann um nýjustu ensímrann- sóknir í Þýskalandi. Rannsóknastofnunin f Neðra- Ási í Hveragerði hefur stutt dr. Kula til heimsóknarinnar til minningar um prófessor Rein- hold Tiixen, en hann var mikill fslandsvinur og veitti fslenskum vísindamönnum hér og erlendis mikinn stuðning. út úr kemur í ljós að á Vestur- landi og á Reykjanesi eru mat- vörur ódýrari en á höfuðborgar- svæðinu og munar þar 0,4%. Dýrastar eru matvörurnar hins vegar á Vestfjörðum, 3,8% dýr- ari en á höfuðborgarsvæðinu. Mesti verðmunur í matvöru- verslunum eftir landshlutum er á snyrtivörum o.fl. en sá vöru- flokkur er 11,2% dýrari á Vest- fjörðum en á höfuðborgarsvæð- inu. Georg ólafsson taldi að sá munur sem fram kemur á verði i matvöruverslunum í þessari könnun væri að mörgu leyti eðli- legur með tilliti til flutnings- kostnaðar og fleiri þátta. Hann vakti athygli á því að í þeim landshlutum sem næst væru Reykjavík, það er Reykjanesi og Vesturlandi, væri munurinn minnstur sem hann taldi að rekja mætti til samkeppnis- áhrifa frá Reykjavfk. Hins veg- ar væru einangraðri staðirnir yfirleitt dýrari en þéttbýlisstað- irnir. Undantekning frá þessu siðastnefnda væri þó ísafjörður sem væri yfir meðaltalinu fyrir Vestfirði. Verðlagsstofnun gerði samanburðarkönnun í byrjun ársins og kom í ljós við könnun- ina nú að á þessum þremur mánuðum hefur verðlag f mat- vöruverslunum hækkað um 10,1% sem er svipað og hækkun framfærsluvísitölu á sama tíma. Sjá nánar um verðkönnun Verðlagsstofnunar á bls. 32.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.