Morgunblaðið - 23.05.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.1985, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23..MAÍ 1985 j 22 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekiö er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- blaðsins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánu- daga til fóstudaga. Glerbrot út um allt Sjaldan brýtur gæfumaður gler, segir gamalt spakmæli. Eflaust er það ekki sársauka- laust, þegar þaö hendir á góðu heimili, að glas fellur á gólf og brotnar og skiljanlega er það til- finnanlegur skaði, þótt ekki sé nema að brestur komi í einn disk eða bolla, úr fína postulinsstell- inu. Þegar þetta er haft í huga, er það með ólíkindum hvað jafnvel fólk, sem grætur skaða i heima- húsum, ef ílát brotnar, getur látið sér það í léttu rúmi liggja, og ef til vil sjálft haft nautn af, að brjóta gler á almannfæri. Allt umhverfi okkar ber þessa órækt vitni. Tæpast verður þver- fótað um götur og útivistarsvæði í þessu landi, án þess að eiga á hættu að ganga eða aka yfir glerbrotamylsnu. Það kostar skattborgarana drjúgan pening að launa menn og tæki til að bjástra við að hreinsa þessi óþrif og fjar- lægja. Gler fýkur ekki á brott eins og plastið og pappirssnifsin, sem einnig er fleygt fyrir fætur sam- borgaranna, en sjaidnast valda þó slysum á sama hátt og glerbrotin. Það er margra skoðun að sú árátta, sem felst í þvi að brjóta gler, sé viss tegund af geðveiki og eflaust er nokkuð til í þeirri skoð- un. Sé svo, þá er það ekki lítill hópur íslendinga, sem þyrfti á meðferð sálfræðinga að halda. Hér er um slíkt ófremdarástand í glerbrota-ástríðu fólks að ræða, að fyllsta ástæða væri til að kanna, hvað þessum ósköpum veldur. Hyggilegast væri að láta það ekki dragast, þar til við bætist meira gier að brjóta. Dísarrunnar og lyklar Hildur Karlsdóttir, Ásvallagötu 71, spyr: 1. Hvernig get ég varið dísar- runna fyrir ágangi katta sem sækja mjög í runnana og klóra m.a. upp stofninn? 2. Einhver bjöllutegund sækir mjög á lykla (prímúlur) um þetta leyti árs. Hvað er til ráða gegn þessum skaðvaldi? Svar I.: Fljótvirkasta ráðið er að bera litilsháttar lýsól á neðsta hluta stofngreinanna. Svar II.: Trúlega er um ranabjöllu að ræða, þótt hún sé óvenju fljótt á ferðinni. Ef þetta er alvarlegt mál, þá þarf að hafa samband við garð- yrkjumann, sem getur meðhöndl- að varnarefni, er hugsanlega gæti dugað. Gegnblaut gróðurmold Jóhann Hólm, Brekkubyggð 63, Garðabæ, spyn Ég var að kaupa mér gróður- mold um daginn og er hún mjög blaut. Hvað þarf ég að bíða lengi áður en hægt er að fara að sá í hana eða tyrfa? Svar: Hætt er nú við, að sú mold, sem máske kemur djúpt úr húsgrunni eða hefur skamma hríð staðið frá því að henni var mokaö upp, geti tæpast kallast gróðurmold, en vel má hinsvegar bæta hana og gera að gróðurmold. Það tekur oft lang- an tíma. Fljótlegast er að bæta í moldina sandi og húsdýraáburði og herfa vel saman við hana. Þá þornar hún fyrr með því, að það kemur loft og hlýja í moldina. Metra hátt kartöflugras Margrét tiísladóttir, Hamrahlíð 2, Egilsstöðum, spyr: 1. Ég hef sáð í kartöflugarðinn minn í um 12 ár og alltaf vaxið vel í honum. Hin síðari ár hefur kartöflugrasið þó viljað vera óhemju mikið. I fyrra var það t.d. u.þ.b. einn metri. Getur ver- ið að búið sé að bera of mikinn áburð í garðinn? Sama er upp á teningnum í blómabeðum hjá mér þar sem ég hef oft plantað sumarblóm- um. Þar vaxa blöð mun meira en blóm. Getur orsökin verið of mikil áburöargjöf? 2. Hvað er besta ráðið gegn því að hindber leggi heilan garð undir sig? Svar I.: Vissulega getur það skeð, að jarðvegurinn sé orðinn það frjór, að með öllu sé óþarft að bera á eitt eða tvö vaxtartimabil. Einkum kemur þetta fyrir ef vetur er með lítilli úrkomu og áburður skolast þar af leiðandi ekki úr jarðvegin- um. Svar II.: Ef um það er að ræða, að hind- berin séu farin að vaxa sem ill- gresi innan um annan gróður, þá verður ekki komið öðrum vörnum við, en að uppræta þau t.d. með því að klippa stöðugt alla sprota, sem skjóta upp kollinum. Nái lauf- sprotar aldrei að afla loftnær- ingar, þá verður þess ekki langt að bíða, að ræturnar veslist upp, ein- kum ef þær fá heldur engan frið fyrir skærum eða skóflu. Að færa til víði Margrét Árnadóttir, Eskihlíð 10A, spyr: 1. Er orðið of seint að færa til al- askavíði? Ef ekki, hvernig er þá best að undirbúa beðið? Hvort er betra að nota tilbúinn áburð eða húsdýraáburð. 2. Mikil grasrót er í einu trjábeð- anna. Er best að nota svokall- aðan graseyði til að losna við grasrótina? Er þá rétt að bæta mold ofan á grasið, strá síðan graseyðinum ofan á og setja svo sand yfir allt beðið í haust, til að kæfa grasið algerlega? Svar I.: Ennþá er öllu óhætt með til- færslu á víði. til félaga í Verkfræðingafélagi Föstudaginn 24. maí lýkur atkvæða- greiðslu um þá tillögu að VFÍ segi sig úr Bandalagi háskólamanna. Við undirritaðirskorum á allafélaga okkaríVFÍ að taka þátt í atkvæða- greiðslunni og fella tillöauna. T Jerkjræðingafélagið hejur Jrá upp- V haji tekið virkan þátt í störfum BHM og átt ríkan þátt í mótun þess. Fjórír aj níu Jormönnum BHM haja komið úr okkar röðum. Sjaldan hejur veríð meírí þöijjyrír samstöðu íslenskra háskólamanna, en þeim er ætlað að skapa grundvöll Jyrír nýsköpun í atvinnulífi lands- manna með menntun sinni og þekkingu. Við teljum það mjög miður, ej VFÍ Jærí úr BHM, enda engin íslands sjáanleg ástæðaJyrír svo ajdríjaríkrí ákvörðun. Launamál ríkisstajsmanna innan BHM eru Jyrír löngu skilin Jrá annarrí staijsemi bandalagsins og aljaríð i höndum sérstakrar deildar, BHMR. Óánægja með laun ríkis- starfsmanna má því ekki haja áhrij á kosninguna. Ragnarlngimarsson FinnurJónsson ValurGuðmundsson PéturGuðmundsson Aðalsteinn Guðjohnsen Jónas Bjarnason Vífill Oddsson GunnarH. Gunnarsson GuðmundurBjörnsson Egill Skúli Ingibergsson Jóhannes Guðmundsson ValdimarK. Jónsson Sigmundur Guðbjarnason Steján Hermannsson Helgi Hallgrímsson Oddur B. Björnsson Karl Ragnars Sigrún Pálsdóttir JúlíusSólnes Elías Gunnarsson Einar B. Pálsson Sveinn Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.