Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1986 23 Best er að gróðursetja í jarðveg, sem er mildur og frjór, f allt að 60 sm dýpt. Við gróðursetningu er æskilegt að setja vel af húsdýraáburði og blanda honum vei saman við moldina. Trjágróðurinn býr lengi að slíku. Þegar fram líða stundir, nægir að gefa tilbúinn áburð um leið og borið er á grasflötina. Svar II.: í svörum mínum, er birtust sl. laugardag, voru gefin ráð við grasi, sem sótti í matjurtagarð. Þau ráð koma einnig að notum í trjábeðum. Að sjálfsögðu má bæta mold eða sandi yfir beðin, þegar sýnilegt er, að illgresiseyðirinn hefur haft tilætluð áhrif. En til er annað gott og hand- hægt ráð til að gera útaf við gras í trjábeðum. Það er að leggja svart- an plastdúk fyrir allt beðið og hylja dúkinn síðan með sandi. Þar með er búið að loka yfir illgresið. Ef hinsvegar er útlit fyrir að trén fái ekki nógan raka, þá má bæta úr þvi með stungukvísl á fá- einum stöðum milli stofnanna. Afleggjari af ribsberjarunna Sesselja Asmundsdóttir, Mela- braut 65, spyr: Er hægt að fá afleggjara af rifs- berjatré með því að skera sprota af því og setja í vatn? Svar: Mjög auðvelt er að fjölga rifs- berjarunnum með græðlingum. Það má gera með þeim hætti, að klippa um 10—15 sm sprota af grein og stinga beint í mold. Þarf ekki að setja þá í vatn áður. Best er að nota í græðlingana sprota, sem vaxið hefur á sl. sumri eða sumrinu þar áður. Sæmilegt verður að teljast, ef annarhver græðlingur nær að skjóta rót. Mikill áhugi er fyrir dúfnarækt á Húsavík Björk, MývatnasveiL Siðastliðinn laugardag, kl. 9 árdegis, slepptu áhugamenn í dúfnarækt á Húsavík 27 tömdum dúfum á loft hjá Reykjahlíð hér í sveit. Þetta var liður í keppni hús- vískra dúfna. Verður þessi keppni síðan endurtekin að viku liðinni á sama stað. Síðan er áformuð Norðurlandskeppni dúfna á laug- ardaginn 8 júni, þá verður þeim sleppt í loftið austur í Möðrudal. Eftir að dúfunum var sleppt í loftið í Reykjahlíð sl. laugardag svifu þær marga hringi yfir þeim stað og hækkuðu flugið við hvern hring og voru þá allar í einum hóp. Siðan tóku 20 þeirra sig útúr og stefndu til norðvesturs, sýnilega búnar að ná réttum áttum og hurfu fljótlega augum þeirra er viðstaddir voru. Hinar sjö virtust eiga erfiðara með að átta sig og héldu áfram að fljúga yfir sleppi- staðnum allmarga hringi og voru þá einnig komnar mjög hátt, þar til þær hurfu einnig. Hringur er settur um háls þessara tömdu dúfna og þegar þær komu á áfangastað á Húsavík var hring- urinn tekinn af þeim og settur í tölvu og kemur þá í ljós tími hverrar dúfu. 17 þessara dúfna skiluðu sér til Húsavíkur á ágæt- um tíma eða um 1000 m á mínútu, meðalhraði 60—70 km á klukku- stund. Talið er þó að dúfur hafi ná 80—100 m hraða á klst. Mikill áhugi er á dúfnarækt á Húsavik og þeir sem að henni standa telja þetta skemmtilegt og jafnframt áhugavert tómstundagaman þó nokkurt fjármagn þurfi. Kristján Reyðarfjörður: Togarinn hætti við að selja erlendis Keydarflrdi, 20. maí. TOGARINN Snæfugl kom af veið- um 15. maí með 157 tonn af karfa og grálúðu. Ætlunin var að togar- inn færi sölutúr til Þýskalands með aflann en þar sem fiskmark- aður féll niður í sama og ekkert, var hætt við og landað hér heima. Fór Snæfuglinn með 45 tonn af grálúðu til Borgarfjarðar eystra en karfanum, 112 tonnum, var landað hér heima. Á laugardagskvöld, 18. maí, lagði togarinn aftur á miðin og enn á að veiða í söluferð til Þýska- lands, hvernig sem það gengur. Hér hefur verið 15 til 17 stiga hiti og margir notuðu góða veðrið og unnu í garðinum eða lágu í sól- baði. Vegafram- kvæmdum miðar vel ReyóarHrdi, 20. maí. HALDIÐ verður áfram vega- framkvæmdum milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar í sumar og nú þegar er hafin gerð vegar innst í Reyðarfirði milli Grænafells og Melshorns. Þar var nokkrum vélaeigendum og verktökum gefinn kostur á að bjóða í efnisflutninga á 29 þúsund rúmmetrum af möl í 1,4 km lang- an kafla. Lægsta tilboð kom frá Steypustöðinni hf. á Neskaupstað, 886.764. Er það 55% af kostnað- aráætlun vegagerðarinnar, sem var 1.613.405. Þá verður lögð klæðning á þann hluta Norðfjarð- arvegar sem næstur er Egilsstöð- um þannig að samfellt bundið slitlag um Fagradal verður um 20 km að lengd. Ennfremur standa vonir til að ljúka megi i sumar uppbyggingu á stórum hluta þess vegarkafla í Fagradal sem eftir er. Þess má geta í lokin að af 45 km löngum þjóðvegi milli Egilsstaða og Eskifjarðar verða í sumar um 11 km, sem eftir er að leggja á bundið slitlag. — Gréta Ný . sending a' n _ _ Reidhjólaverslunin -- ORNINN Spitalastig 8 við Oðinstorg 1925 — Sérverzlun í 60 ár — 1985 Æöisleg BMX-hjól, krómuö og úr króm- stáli! Meö fót- bremsum. Bretti fáanleg meö. Topp- hjól á ótrúlega lágu veröi miöaö viö meiriháttar gæöi. Kr. 7.975.- fltatplllMllfetfe Metsölublad á hverjum degi! MJÚKfS Mjúkís frá Kjörís er frábær ábætir. Eigið ætíð Mjúkís í frystinum. Tilbúinn, handhægur og vinsæll við öll tækifæri. Ailir kunna að meta Mjúkís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.