Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 39

Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 39
er Halldóra Magnúsdóttir. Þórður var yngstur fjögurra systkina. Elst er Halldóra f. 1954, þá Solveig f. 1958, d. 1982 og Lára f. 1960. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Vesturbæ og á Seltjarn- arnesi. Hann gekk kornungur í KR og knattspyrnan var hans líf og yndi fram á unglingsár, en þá tóku ný áhugamál við, tónlist, ljóðlist, bókmenntir og ótal margt fleira. Hann nam í Melaskóla, Hagaskóla og nú síðast í Menntaskólanum í Reykjavík, en neyddist til að hætta námi vegna þess sjúkdóms, er að lokum lagði hann að velli. Milli heimila okkar hefur ekki einungis verið rækt frændsemi heldur og vinátta. Nokkur ald- ursmunur var á okkur Þórði og var hann einn af litlu frændunum þar til fyrir fáeinum árum, en með aldrinum er eins og aldursmunur- inn minnki. Það var mjög gaman að spjalla við Þórð, það var hægt að tala um flest milli himins og jarðar, enda var hann vel lesinn og fróður og átti auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hann var góður hlustandi og virtist hafa óþrjótandi áhuga á öllu. Það var alltaf upplífgandi að hitta Þórð, því alla jafna var hann í góðu skapi og var stutt i húmorinn, sem gat verið nokkuð kaldhæðinn. Gerði maður sér þess vegna oft ekki grein fyrir því hve veikur hann var. Það er þyngra en tárum taki, þegar ungt fólk fellur frá á vori lífsins, og bágt að skilja þá staðreynd, hvað þá að taka henni. Ég og systkini mín vottum for- eldrum Þórðar og systrum hans samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau. Guðný Þórarinsdóttir Hvað getur maður sagt þegar maður fréttir að besti vinur manns sé dáinn? Ekkert. Þó fær maður ekki orða bundist. En flest orð missa marks þegar á að fara að minnast slíkra manna sem Þórðar. Það er helst í náttúr- unni sjálfri sem aðstoðar er að vænta. Þannig má líkja Þórði við tré. í sköpun sinni teygði hann greinar sínar upp til hæstu hæða, hugmyndaflugið ótakmarkað af öðru en yfirvegaðri smekkvísi og fegurðartilfinningu. Og veitti um leið skjól minni jurtum, sem erfið- ara áttu um vöxt. Eplin, lög og ljóð og annað það, sem Þórður fékkst við að skapa, liggja eftir, minnisvarði um stóran anda. Skap Þórðar, glatt og gleðjandi, setti svip sinn á hvern þann hóp sem nærveru hans naut. Líkt og greinar og lauf dansa glettið og syngja í senn fyrir áreitni vinds- ins í glampandi vorsól og jafnvel enn fjörugar í grenjandi haust- rigningu. En sem vinur var Þórður öðru fremur sem sterkur stofn. Stofn, sem ekki brast þó að ágjöf væri meiri en á aðrar plöntur og lauf- um fækkaði. Það er fyrst og fremst þessi stofn sem við vinir hans syrgjum. Fyrir hönd okkar vinanna votta ég fjölskyldu Þórðar og ástvinum öðrum innilega samúð. Eggert Benedikt Guðmundsson Nú er komið að kveðjustund. Þótt við þekktum Tóta aðeins í rúmt ár, hafði hann ólýsanleg áhrif á okkur allar, sem eflaust munu endast okkur allt lífið. Tóti var mjög vinmargur, og urðu hans vinir brátt okkar vinir og þróaðist þetta í mjög samheldinn vinahóp. Aðalbækistöð hópsins var kjall- arinn hjá Tóta, og þaðan eigum við margar okkar skemmtilegustu minningar um hann. Kjallarinn var skipaður hinum hefðbundnu húsgögnum en aðalatriðin voru gítarinn, píanóið, og plötusafnið. Tóti var nefnilega gæddur ein- stakri tónlistargáfu, sem allir í kringum hann nutu góðs af. Hann átti mjög auðvelt með að semja og útsetja lög, og fylgdu þá gjarnan frumsamdir textar með. Flestir geta því gert sér í hugarlund það andrúmsloft, sem ríkti jafnan í kjallaranum og í kringum Tóta, hvar sem hann kom. En Tóti var MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 39 ekki einungis hæfur á tónlistar- sviðinu h'eldur lét hann einnig til sín taka á öðrum sviðum. Hann hafði mikinn áhuga á leiklist og kvikmyndagerð, var víðlesinn, og vandfundið var það efni, sem hann hafði ekki kynnt sér. Það var því ekki á allra færi að standa í rök- ræðum við Tóta. Tóti tók lífinu létt og kom manni sífellt á óvart með hinum ýmsu uppátækjum sínum. Hann hafði ótrúlega kímnigáfu og hafði einstakt lag á að koma fólki til að hlæja. — Þess vegna, þegar við setjumst núna niður og hugsum til þess tíma, sem við áttum með Tóta vini okkar, minnust við hans með brosi á vör. Þrátt fyrir allt of stutt kynni af Tóta erum við þakklátar fyrir þann tíma, en söknuðurinn er meiri en nokkur orð fá lýst. Hansa, Ragnheiður, Hlíf, Ásdís. Jafnan hef ég haldið því fram að flest þau skref sem ég hef stigið til þessa hafi verið hin mestu gæfu- spor. Ekkert þeirra jafnast þó á við það, er ég fyrst fór á fund Láru Magnúsdóttur, sem ég síðar gekk að eiga. Stór hluti þessarar gæfu voru kynni mín af Þórði. Þau Lára voru skemmtilega samrýmd systk- ini, og eins og hún sagði sjálf var Þórður henni bróðir og besti vin- ur. Þau hittust nær daglega og ræddu saman um allt milli himins og jarðar. Músík og listir bar oft á góma. Og húfur, enda bar Þórður manna mest skynbragð á húfur og ósjaldan hafði hann pottlok á höfði. Reyndar var Þórði fátt óvið- komandi. Hann var vakandi fyrir því sem gerðist í kring um hann og hafði gjarnan einkaskoðanir á hverju máli. Rökstuddi hann þær gjarnan á óvenjulegan og hnytt- inn hátt, enda orðheppinn maður, húmoristi og ákaflega skynsamur. Fáa menn hef ég hitt sem hafa húmor sem fellur eins vel að skapi mínu og Þórð. Húmor hans var fólginn í djúpum tilsvörum, hár- fínum og oft jafnvel æði beittum. Engar langar sögur þar sem bíða þarf eftir brandaranum. Þegar að tónlistinni kom var hann hins veg- ar á köflum allt að því melankól- ískur en þó léttur. Sennilega skýr- ir það smekk hans best, að Bítl- arnir voru í aðaluppáhaldi hjá honum, en jafnaldrar hans setja þá gjarnan { flokk með Bach og Beethoven. Sjálfur var Þórður gítaristi góður, píanisti og tón- skáld. Eiginlegt tónlistarnám stundaði hann aldrei en var þeim mun iðnari við æfingar undir eigin stjórn. Skemmtilegt var að fylgj- ast með honum handleika hljóð- færi. Einhvern veginn hafði mað- ur á tilfinningunni að það væri gjörsamlega fyrirhafnarlaus iþrótt að spila á gitar. Hann lék nærri hvað sem var. En nú leikur Þórður ekki meira fyrir okkur. Hann hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir þungri sókn sem staðið hefur í fimm ár og enginn skilur í hvaða tilgangi var hrundið af stað. Ég þakka fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast Þórði. Kalli Hann Þórður er dáinn. Eftir harða baráttu við mikinn óvin. Samt var það óvænt og áfall fyrir þá sem stóðu hjá í fjarska. Og á meðan máttvana sársauk- inn nístir hjartað hugsar maður um alla milljarðana sem eytt er { kjarnorkuvísindin — vopnin — í staðinn fyrir læknavísindin. Ég kynntist Þórði þegar litli bróðir byrjaði í menntaskóla, hann rann þá strax saman við hóp stráka úr Hagaskólanum. Og mað- ur komst ekki hjá því að kynnast þeim aðeins — þetta var geysi hresst lið og hávaðasamt á stund- um. En sá hávaði gat oft verið ansi ljúfur, því þegar þessir strák- ar hittust var spilað og sungið. Og Þórður þá ósjálfrátt fremstur í flokki — eins og tónlistin væri honum í blóð borin. Nú er hljótt og hnípnir vinir sem eftir sitja. En minningin lifir með okkur. Ég votta foreldrum Þórðar, systrum og vinum samúð mína. Sonja B. Jónsdóttir Svört- og grá-fínröndótt sófasett meö leöur- bótum. Nýtízkuleg og þægileg © Vorumarkaðurinn hf. J Húsgagnadeild Ármúla 1a, 2. hæö, s. 686112. STÓRGLÆSILEG SUNDFÖT TTVDTD AT T A Nýjastalínan frá ARENA r livllv i\LLlA sundfatatískan ’85 %VÖNDUÐ VARA 41 GLÆSILEG HÖNNUN I^GOTTVERÐ SPORTVORUyERSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Á HORNI KLAPtmTÍGS 0G GRETTISGðTU S:i17S3 oronov orenav’ Verð frá Sundbolir kr. 663.- Sundskýlur kr. 320.- Sundgleraugu, sundhettur o.íl. ARENA er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu sundfatnaðar. Sundföt frá Arena voru notuð af fjölmörgum þjóðum á Ólympíuleikunum s.l. sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.