Morgunblaðið - 23.05.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.05.1985, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAI 1985 41 Því virtist svo eðlilegt, að hún hyrfi inn í ljósið eilífa einmitt þegar vorið sendi sína fyrstu ylj- andi geisla, sem allt vekja til nýs lífs eftir svefnhöfga vetrarins. Og lífið þekkti hún Jórunn vel. Hún hafði raunar verið því samstíga lengur en flestir aðrir. Oft leiddi það hana um bjarta, blómum skrýdda dali, stundum líka grýtt- ar götur, en alltaf var hún sátt við samfylgd þess. Jórunn Jónsdóttir var fædd að Smiðjuhóli í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 13. apríl 1891 og var því nýlega orðin 94 ára, er hún lést hinn 15. þ.m. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Pétursdóttir og Jón Hallsson bóndi og hreppstjóri á Smiðjuhóli. Jórunn var næst yngst fimm systra, er upp komust, en alls áttu hjónin átta börn. Bóndinn á Smiðjuhóli var forystu- maður í sveit sinni eins og hrepp- stjórar voru jafnan á þeim tímum. Staða hreppstjórans var virð- ingarstaða og hvíldu margar skyldur á hans herðum. Var því oft gestkvæmt á heimilinu, enda veitt af rausn, þótt efnin væru ekki alltaf mikil. Hjónin á Smiðju- hóli tóku á efri árum í fóstur ung- an svein, son látins sveitunga síns. Hann hét Þorsteinn Sveinsson, seinna lögmaður í Reykjavík. Þegar Jón Hallsson, faðir Jór- unnar, féll frá, varð ekkjan að bregða búi, þá farin að heilsu, og flytja til Reykjavíkur með dætr- um sínum og litla fóstursyninum. Dæturnar voru þá uppkomnar og leituðu sér þeirrar menntunar, sem völ var á. Ein þeirra tók kenn- arapróf og stundaði síðar barna- kennslu, en Jórunn settist í Kvennaskólann. Nám í Kvenna- skólanum þótti góð undirstaða fyrir líf ungrar stúlku í þá daga, enda var það allfjölbreytt, bæði verklega og bóklega séð. ólöf, móðir Jórunnar, bjó alla tíð með dætrum sínum fjórum, en sú yngsta hafði stofnað heimili á öðrum stað. Oft var þröngt í búi, þótt nægjusemi væri mikil og systurnar ynnu til skiptis að ein- hverju leyti utan heimilis. Jórunn vann t.d. lengst af við saumaskap á klæðskeraverkstæði Árna og Bjarna. Og hjá þessum konum ólst svo drengurinn Þorsteinn upp við mikið ástríki og umhyggju. Minnt- ist Þorsteinn æ síðar bernsku- heimilis síns með sérstakri hlýju og þakklæti og taldi árin sín þar mikið gæfutímabil í lífi sínu. Voru ávallt mjög ástúðleg tengsl milli systranna allra og fóstursonarins, svo óvenjulegt mátti teljast. Reyndust þær honum í senn sem mæður og systur. Ég kynntist Jórunni fyrst árið 1972. Var hún þá komin á níræðis- aldur og orðin ein eftir systranna. Mér varð fljótt ljóst, að þarna fór engin venjuleg gömul kona. Jú, reyndar var hún einstök á svo margan hátt. Mér fannst alltaf, að orðin „ljúflingur" eða „guðs barn“ ættu einmitt við hana, ef lýsa ætti henni með einu hugtaki. Stundum gat manni jafnvel fundist, að hún væri ein af þeim manneskjum, sem kalla mætti heilagar, slíkt var fas hennar allt og yfirbragð. Ekki var hún þó há í loftinu eða lét mikið yfir sér. Ekki krafðist hún athygli eða heimtaði umhyggju af öðrum. En hvar sem hún fór lýsti af slóð hennar. Sumt fóik er þann- ig, að návist þess gerir menn ör- yggislausa og einmana. En svó eru aðrir, sem með handtakinu einu saman eða hlýju brosi geta feykt brott dimmustu skýjum, fengið menn til þess að skynja, að þeir séu einhvers virði. Einmitt þannig var Jórunn. Þess vegna leið manni alltaf vel í návist hennar. Það er mikill lærdómur fólginn í því að kynnast slíku fólki, auðæfi sem ekki verða frá manni tekin. Alltaf átti Jórunn til hlýtt orð, nærgætni í athöfnum, birtu og bros sem ylj- aði, hvernig sem á stóð. Ef lundin var leið og allt virtist dapurt og kalt, var óbrigðult ráð að heim- sækja Jórunni í litlu íbúðina hennar að Hverfisgötu 28, íbúðina, sem í hennar augum var sú falleg- asta í heimi. Eftir slíkar heim- sóknir fylltist maður nýjum þrótti, grámi hversdagsleikans hvarf og hlutirnir tóku á sig aðra og fegurri mynd, sporin urðu létt- ari. — Já, íbúðin hennar Jórunnar var raunar einskonar konungshöll, þar sem hún sjálf var drottningin, því að lund hennar var lund höfð- ingja. Þó var höllin sú ekki byggð á heimsins vísu úr dýrum viði, prýdd lostfögrum húsgögnum, hejdur var hún reist úr góðvilja, ástúð, gleði og jákvæðu hugarfari. Jórunn var nefnilega aldrei auðug í veraldlegum skilningi, átti ekki einu sinni „þak yfir höfuðið", sem þykir vist lágmarkskrafa í nútíma þjóðfélagi. Nei, hún átti í mesta lagi fáeina seðla í kistuhandrað- anum, sem gjarnan fóru þá í það að gleðja aðra. En samt var hún rík, ríkari en margur, sem skreytir sig með ytra prjáli. Auðæfin bjuggu í hennar eigin sál. Hún vildi vera en ekki sýnast. Fáir gáfu því meira en hún, jafnvel í sárustu kvöl gat hún verið veit- andi. Jórunn giftist aldrei og eignað- ist engin börn, en börn og barna- börn Þorsteins fóstursonar henn- ar áttu hug hennar allan, enda ríkti þar gagnkvæmur kærleikur og virðing. Sérstaklega var henni annt um yngstu kynslóðina hverju sinni og hét þá smáfólkið ef til vill „besti maður í heimi" á hennar máli. Og nú er Jórunn horfin. Hún hvarf með blessunaróskir og bæn á vörum því að allir voru svo góð- ir. Jafnvel þegar líkaminn var orð- inn að fjötrum, þá var í rauninni allt harla gott. Líf hennar varð eins og ljós í glugga á vegum sam- ferðamanna hennar. Þótt lífsljósið hennar sé nú slokknað, mun bjarminn frá því lýsa upp ógengin spor þeirra, sem þekktu hana. Við biðjum guð að leiða Jórunni á brautum eilifðarinnar og henni sjálfri sé þökk fyrir allt. Og við spyrjum: Hvað er dauði? Skáldið arabíska, Kahlil Gibran svarar þeirri spurningu á þessa leið: „Hvað er það að deyja annað en að standa nakinn i blænum og hverfa inn í sólskinið." Blessuð sé minning Jórunnar Jónsdóttur. Sigríður I. Þorgeirsdóttir Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hidegi i minudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn litni ekki ivarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn litna eru ekki birt i minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. V iðger ðarmennimir sjá þá aldrei auknBcht Fjárfesting í framtíðar öryggi í nútíma eldhús þarf nútíma búnað. Stílhreinan, hagkvæman, ódýran í rekstri og öruggan. Kaup á heimilistækjum er fjárfesting í framtíðar öryggi. Bauknecht kæliskápar eru háþróuð þýsk gæða- vara, þrautreynd á íslenskum markaði og rómaðir fyrir ótrúlega lága bilanatíðni. Þess vegna sjást Bauknecht kæliskápar sára sjaldan á verkstæði Rafbúðarinnar. Bauknecht leiðir rannsóknir og framfarir í fram- leiðslu heimilistækja, þess vegna eru Bauknecht kæliskápamir bæði öruggir í rekstri og ótrúlega ódýrir. Ef þú kaupir Bauknecht þarftu ekki að spyrja um sjálfsagða hluti eins og sjálvirka afþíðingu, eða gúmmílista með seguiþynnum því tækninýjungar eru sjálfsagður hlutur hjá Bauknecht Við höfum oft sagt að þú keyptir Bauknecht gæðanna vegna og getum hæglega bætt við að ekki sé það síður verðsins vegna. Verð frá kr. 21.149 Tæknilegar upplýsingar Gerð PD 2614 Gerð: SD 2304 I Gerð: PD 3014 Hæö 142 cm. Hæð 140 cm Hæð 160 cm Breidd: 55 cm. Breidd: 55 cm. ( Breidd 59,5 cm. Dýpt: 60 cm. Dýpt: 58,5 cm. | Dýpt: 60 cm. Verö: 23.145 krónur Verö 21149 krónur Vérð: 27.983 krónur Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 38 900-38903 3 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.