Morgunblaðið - 23.05.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 23.05.1985, Qupperneq 43
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1985 Dalton Baldwin heldur námskeið FÖSTUDAGINN 24. maí heldur Dalton Baldwin píanóleikari nám- skeió í Norræna húsinu fyrir píanó- leikara og söngvara. Dalton Baldwin hefur verið tíð- ur gestur hér á landi og skemmst að minnast Sðnghátíðar ’83. Nám- skeiðið á föstudag stendur frá kl. 2—5 og eru áhugasamir áheyrend- ur velkomnir. Áheyrnargjald er kr. 300. (FrétUtilkyaBiag) Aðalfundur KÁ: Hagnaður af rekstrinum 4,1 milljón á síðasta ári AÐALFUNDUR Kaupfélags Árnes- inga var haldinn 7. maí sl. i Selfossi. Fundinn sóttu um 120 manns. í frétt frá KÁ kemur fram að reksturinn á árinu 1984 hafi geng- ið mjög vel. Heildarhagnaður á rekstursreikningi var um 4,1 millj., og höfðu þá verið færðar til afskrifta 14,2 milljónir. Fjárfest- ingar námu um 15,3 milljónum og tekin voru ný lán vegna þeirra að upphæð 7,9 milljónir. Heildarvelta var 599,3 millj. og er aukningin frá árinu áður 32,7%. Fjöldi tillagna kom fram á fundinum. Samþykkt var að kaup- félagið beiti sér fyrir uppbyggingu iðnaðar, fiskeldis og loðdýrarækt- ar á félagssvæðinu. Einnig voru samþykktar tillögur um skoðun á möguleikum til starfrækslu fóður- blöndunarstöðvar og að gera átak í þágu æskufólks í héraðinu á ári æskunnar. Að lokum var sam- þykkt að gefa út samvinnusögu Árnessýslu á 60 ára afmæli KÁ árið 1990. ,,Ef þú þarft að geyma 600 vörutegundir í 1—6 stærðum frá 30 framleiðendum ullar- vara er þér vandi á höndum nema þú getir treyst tölvunni þinni og starfsliði.“ „Hér hjá Hildu tölum við um „biblíuna okkar“. Hún er hjálpar- gagnið okkar við stýringu á framleiðslu og ein meginforsenda þess að framhald verði á vexti síðustu ára. Sjáðu til, hérna hjá Hildu not- um við ekki aðeins IBM tölvur við fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- bókhald, lagerbókhald og launabókhald (þetta er hvort eð er nokkuð sem sérhver tölva ætti að geta leyst nú á tímum). Nei, sem ég segi, mergur málsins er „biblían" sem við fáum frá S/36 og vinnum áfram í PC vinnustöðvunum okkar. Þannig fáum við fullkomna mynd af öll- um pöntunum fram á daginn í dag. Jafnframt veitir hún okkur ná- kvæmar upplýsingar um vörubirgðir og allt sem við eigum von á að fá afhent næstu þrjá mánuði.“ Ófeigur Baldurs- son — Minning Fæddur 31. janúar 1940 Dáinn 15. maí 1985 í dag verður til moldar borinn frá Akureyrarkirkju ófeigur Baldursson, lögreglufulltrúi, Klapparstíg 7, Akureyri. Hann var sonur Baldurs Bald- vinssonar, á ófeigsstöðum í Köldukinn, sem er látinn, og seinni konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur, en hún lifir háöldruð og dvelur á sjúkrahúsinu á Húsa- vík. Að ófeigi standa styrkir stofnar þingeysks atgervis og mennta í báðar ættir fram. Ungur nam hann gamlar hefðir í föðurgarði. Að loknu skyldunámi naut hann kennslu í alþýðuskólanum að Laugum í Reykjadal. Á sínum þroskaárum stundaði hann sveitavinnu. Er hann eltist og á manndómsárum fór hann til sjós og stundaði síðan mjólkur- bílaakstur í sveit sinni, Köldu- kinn, og í Bárðardal, snjóþyngstu sveitum Þingeyjarsýslna. Árið 1967 hóf hann störf í lög- regluliði Akureyrar og árið 1975 valdist hann til þess að gegna starfi rannsóknarlögreglumanns. Árið 1981 var honum falið að veita forstöðu sérstakri deild innan lögreglunnar á sama sviði og því gegndi hann til hinstu stundar. Eftirlifandi kona hans er Þor- björg Snorradóttir, sem hann kvæntist árið 1965. Eignuöust þau eina dóttur, Valgerði Guðlaugu, 14 ára nú. Öll sín skyldustörf rækti Ófeig- ur af trúmennsku og alúð. Hann var mannasættir, að eðlisfari um- burðarlyndur og umfram allt réttsýnn. Hann var vinsæll og dáður af samstarfsmönnum. Virt- ur af þeim, sem hann þurfti að hafa afskipti af í meðferð mála, og hafðir voru fyrir meintri sök. Á yngri árum var Ófeigur virk- ur þátttakandi í íþróttum, enda vel íþróttum búinn. Allt til síðustu stundar var Ófeigur driffjöður í íþróttafélögum lögreglumanna. Fyrir nokkrum árum vann hann það afrek að bjarga drukknandi manni úr sjó. Synti hann úr landi í ísköidum sjó, langan spöl, og til lands með hinn drukknandi mann. Fyrir það hlaut hann viðurkenn- ingu. Heimili hans og eiginkonu var samastaður ættingja og fjölda vina, þar sem móttökur voru alúð- arfullar og innilegar. Fyrir háifum mánuði héldu þau hjón vandamönnum og vinafjöld fagnað á fertugsafmæli Þorbjarg- ar, sem verður öllum viðstöddum ógleymanlegur. Og því kom fregn- in um sviplegt fráfall Ófeigs hinn 15. þ.m. eins og reiðarslag yfir alla þarstadda og marga fleiri. Ófeigi kynntist ég, er við urðum svilar, en kona mín og Þorbjörg eru dætur Valgerðar Bjömsdóttur og Snorra Ólafssonar, síðast yfir- læknis á Kristnesi í Eyjafirði. Ófeigur reyndist tengdafólki sínu öllu sannur vinur og ráðgjafi og ólatur að veita hverjum þeim lið, sem á þurfti að halda. Ættingjum sínum í Þingeyjar- sýslu var hann ástsæll sonur, bróðir, mágur og frændi. Öllum, sem honum kynntust, er hann harmdauði, en sorgin er mest eiginkonu og dóttur. Hvíli hann í friði. Ásmundur S. Jóhannsson Það var að kvöldi dags þess 15. sl. sem við félagar í Lögreglufélagi Akureyrar fréttum að vinur okkar og starfsbróðir, ófeigur Baldurs- son lögreglufulltrúi í rannsóknar- lögreglunni á Akureyri, hefði beð- ið bana í umferðarslysi í Norður- árdal þann sama dag. Skyndilega var sem ský drægi fyrir sólu á þessum fagra vordegi og tilveran breytti um svip í einu vetfangi. Á stundum sem þessum spyrja menn gjarnan ýmissa spurninga. Af hverju hann? Hver er tilgangurinn með að kalla á brott menn í blóma lífsins, frá ástvinum sínum og félögum? En þó við spyrjum þá fást engin svör, í það minnsta ekki á meðan við dveljum hér á jörðu. Á einu og hálfu ári hafa þrír menn úr lögregluliði Akureyrar verið kallaðir yfir móðuna miklu, allir fyrir aldur fram. Það segir sig sjálft að í ekki stærri hópi hlýtur það að setja sín merki á þá sem eftir standa. Hér verður ekki rakinn æfiferill ófeigs, en kynni okkar hófust er hann gerðist lögreglumaður á Ak- ureyri árið 1967. Störf hans sem lögreglumaður einkenndust af gætni og skilningi á mannlegum brestum, enda svo oft er þörf á í því starfi. Þessir eiginleikar hafa eflaust ko'mið honum að góðu gagni er hann seinna varð rann- sóknarlögreglumaður, enda varð hann farsæll í starfi sínu. Ófeigur var góður íþróttamaður, og hafði mikinn áhuga á íþrótta- iðkun lögreglumanna. Sérstaklega er okkur félögum hans sem æfðum með honum og kepptum í knatt- spyrnu minnisstæður áhugi hans og dugnaður. Engum sem með honum voru á fslandsmóti lög- reglumanna í innanhússknatt- spyrnu nú fyrir skömmu mun hafa dottið í hug að hann mundi ekki keppa með okkur framar, og erfitt er að sætta sig við að hafa hann ekki lengur við hlið í starfi og leik. Ófeigur starfaði einnig að fé- lagsmálum lögreglumanna. Hann var í stjórn Lögreglufélags Akur- eyrar og nefndum innan þess og vann þar mikið starf og óeigin- gjarnt sem seint verður fullþakk- að, og þaö skarð sem hann lætur eftir sig er stórt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við félagar ófeigs þakka honum samferðina á þessari allt of stuttu vegferð og biðjum Guð að blessa minningu hans um alla framtíð. Eiginkonu, dóttur og öðr- um vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. LSL 55- ,ÞAÐ ERIBM S/36 OG PC AÐ ÞAKKA AÐ VÖRUBIRGÐIR OKKAR ERU ÁKJÓSANLEGAR“ Kristinn Jörundsson, Hildu hf. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 43 Kveðja frá London Með sviplegu fráfalli Ófeigs föð- urbróður míns hefur einum traustasta og besta hlekknum í fjölskyldu okkar verið burtu svipt. Það skarð verður seint fyllt enda þótt við reyndum af fremsta megni að þjappa okkur saman og treysta böndin. En þó hann sé frá okkur tekinn um stund, sem í raun er aðeins eitt augnabíik í eilífð- inni, þá hefur hann samt ekki skil- ið við okkur. Minningarnar eigum við, og þó þær séu óendanlega sár- ar þessa dagana megum við vita að þær munu verma okkur og styrkja um ókomin ár, svo bjartar og glaðar sem þær eru. Eg minnist með sérstöku þakk- læti og gleði uppvaxtarára okkar Ófeigs á tvíbýlinu ófeigsstöðum og Rangá. Aðeins 6 árum eldri var hann mér náinn sem bróðir. Naut ég þá eins og alla tíð síðan í ríkum mæli eðliskosta hans sem ein- kenndust af geðprýði, góðvild og glaðværð. Hygg ég að þeir kostir hafi ráðið mestu um gæfu hans og gengi á lífsbrautinni. Það var sama að hverju hann gekk — alls staðar naut hann trausts og hylli. Ég var mjög ungur þegar ég skynjaði þetta og upp frá því leit ég til hans sem fyrirmyndar, bæði í starfi og leik. Ég minnist leikbróðurins og íþróttamannsins drenglundaða sem aldrei neytti aflsmunar í viðskiptum sínum við okkur sem minna máttum okkar. ófeigur var um skeið meðal fremstu frjáls- íþróttamanna Þingeyinga og vann til margra verðlauna m.a. á lands- mótum. Ungmennafélagi var hann í bestu merkingu þess orðs. Ég minnist hans að störfum — heima við búskapinn sem átti ekki sérlega við hann þó hann ynni að búi foreldra sinna meira og minna til fullorðinsára. Hinsvegar áttu vélár og bílar hug hans og léku í höndum hans enda varð bifreiða- akstur höfuðverkefni hans framan af starfsævinni. Seinna og lengst varð lögreglan starfsvettvangur- inn. Var hann þar án efa réttur maður á réttum stað. Þar var hon- um enda sýndur mikill trúnaður en hann var yfirmaður rannsókn- ardeildar lögreglunnar á Akureyri mörg síðustu árin. Að hverju sem hann gekk — hvort sem honum líkaði betur eða verr — leitaðist hann alltaf við að sjá björtu hliðarnar á tilverunni og var sífellt með spaugsyrði á vörum. Því var alltaf gott og gam- an að vera í návist hans og ganga með honum í verk. Síðast en ekki síst minnist ég hans sem fjölskylduföðurins trausta og hlýja. Ófeigur átti því láni að fagna að eignast góða og kærleiksríka konu, Þorbjörgu Snorradóttur. Var heimili þeirra ætíð einn helsti griðastaður okkar fjölskyldu á Akureyri og var þang- að oft og mikið leitað. Segir það sína sögu um andrúmsloftið sem þar ríkti og hjartalag þeirra sem húsum réðu. Eina dóttur eignuð- ust þau hjónin, Valgerði, sem fermd var um síðustu páska. Var það mikil og gleðileg fjölskyldu- hátíð sem verða mun einn af mörgum ljósgeislum í minning- unni. Fleira verður hér ekki tínt til úr þeim dýrmæta sjóði sem ég geymi innra með mér. Ófeigur var þeirr- ar gerðar að honum hefðu ekki hugnast langar lofræður um sjálf- an sig, svo hógvær sem hann var og laus við tildur og prjál. Orð eru líka alls ónýt til þess að tjá það sem í huga mínum býr. Ég kveð kæran frænda minn þakklátur og stoltur yfir því að hafa átt hann að. Megi minningin um hann verða okkur öllum sem nutum hans hvati til dáða. Henni höldum við best á lofti með því að rækta með okkur þá kosti sem prýddu hann. Frændur og vinir heima, í sorg okkar erum við öll á sama báti. Það er sárt að sjá á bak hraustum og tápmiklum vini í blóma lífsins. En svona er tilveran fallvölt og við vitum aldrei hvenær kallið kemur. f rauninni er jarðlífið sem örstutt skref á eilífðarbrautinni og þegar á heildina er litið skiptir það ekki öllu máli hvort það er stigið skemmra eða lengra. Kristur sagðist fara á undan okkur að búa okkur stað. Ég efast ekki um það að hann hefur búið vini okkar góðan stað og að við munum þar sameinast honum að nýju í eilífu ríki Guðs þegar skref- ið okkar er fullnað. Megi þessi bjartsýni boðskapur lifsins lýsa upp myrkur sorgarinnar sem nú grúfir yfir sál okkar allra. Megi huggarinn, Andinn heilagi, sem hvítasunnan vitnar um, leggja líknarhönd sína yfir okkur öll og þá sérstakiega mæðgurnar Þor- björgu og Valgerði, svo mikill sem missir þeirra er, og ömmu mína blessaða, Sigurbjörgu, sem nú syrgir son sinn og dvelur í sjúkra- húsinu á Húsavík. Megi Hann sefa sorg þeirra, styrkja þær og blessa. Jón A. Baldvinsson Stundum finnst okkur að lífið hreinlega leiki við okkur. Allt • virðist vera með þeim hætti að það vekur gleði og ánægju. Veðurblíð- an á ekki hvað minnstan þátt í þessu. Það er eins og allt fas og viðmót manna verði með meiri einlægni og tillitssemi. Enginn vill verða til þess að gera striðan óm í þeirri hljómkviðu skaparans, sem blíðast leikur við hug og hönd. Þegar horft er út í fagran vor- daginn er ekki margt sem okkur finnst að gæti sett skugga þar á. Allt virðist vera að vaxa, dafna og lifna. Samt hvílir þungur dómur skap- arans yfir öllu þessu og innst inni reynum við að bæla þá hugsun, að þetta sé jú allt í hans hendi og hann einn viti hve lengi þetta allt er okkar. Og lífið gengur áfram, hver dagur fylgir öðrum. Verund gærdagsins verður að minningu morgundagsins og við leyfum okkur að leggja á ráðin með það hvaða viðfangsefni skal glímt við með komandi degi. Það er manninum eiginlegt að stefna sífellt fram á veginn, læra af hinu liðna og láta reynslu og tilfinningar verða sem millispil í hljómkviðunni miklu. Ef til vill finnst okkur að við, hvert og eitt, skiptum ekki sköpum mitt í tilver- unni en bresti einn hlekkur í þessu samspili, þá finnst okkur sem allt hafi hrunið. Vorið og angan þess verður ekki söm og áður og öll okkar hugsun verður bundin þeim eina hlekk sem brostinn er. Okkur starfsfélögunum á Lög- reglustöðinni á Akureyri fannst sem nístingskulda setti að þegar við fréttum lát vinar okkar og starfsbróður, Ófeigs Baldursson- ar. Vorið, sem við höfðum horft saman á að morgni, verður aldrei hið sama og áður. Öll gleðin og fegurðin, sem Ófeigur talaði síðast um þegar hann kvaddi um morg- uninn verður í minningu okkar starfsbræðra hans, sem rammi um sorgarfregn sem erfitt er að sætta sig við. Hvað gerist og hvað veldur þegar svo þungur dómur er felldur? Skýringar eigum við eng- ar en við eigum þá trú að hans hafi verið beðið á hærri stöðum og að þar sé nú hans vettvangur. I ríki því sem eilíft er er sífellt vor og þar nær aldrei nístingskuldi hins ósættanlega að blása. Enda þótt tilveran virðist stöðv- ast við slíka harmafregn, þá finnst okkur að hinn síðasti sólardagur sem hann var okkar á meðal hafi í raun verið eins og umgjörð um allt hans líf. ófeigur bar sól og gleði með sér hvert sem hann fór. Gleði hans og glettni var geislandi og einlæg og það var orðið dapurt ástand hjá þeim sem ekki fann fyrir þeim mannkostum sem hann gaf af sér í öllum kynnum og sam- skiptum við aðra. Það traust og virðing sem hann naut í starfi sínu sem yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri segir meira en mörg orð um það hvern mann hann hafði að geyma. 1 festu og ákveðni gleymdi bann aldrei að viðfangsefni hans, hverju sinni, var fólk sem hafði sterkar tilfinningar, þó svo því hefði skrikað fótur. Ófeigur bar virðingu fyrir lífinu og trúði á hið góða sem hverjum og einum er gefið í vöggugjöf. Það var sama hvað henti og hvernig aðstæður gátu verið, að með bjartsýni sinni og uppörvun lagði hann oft grunn að þeim skrefum, sem lágu upp úr öldudalnum. Ófeigur Baldursson var fæddur á Ófeigsstöðum í Kinn 31. janúar 1940, sonur hjónanna Baldvins Baldurssonar bónda þar, sem nú er látinn, og konu hans, Sigur- bjargar Jónsdóttur, sem lifir mann sinn. ófeigur var gæfumað- ur i einkalifi sínu og reisti ásamt konu sinni, Þorbjörgu Snorradótt- ur, fallegt heimili að Klapparstfg 7 hér í bæ, þar sem þau bjuggu í sambýli við foreldra Þorbjargar. Þau Þorbjörg og ófeigur voru samhent og samstillt um að prýöa og fegra heimili sitt og þar áttu þau þann augastein, sem þau þökkuðu meir en allt annað, dótt- urina Valgerði Guðlaugu, sem fermd var nú í vor. Með ófeigi Baldurssyni er geng- inn góður drengur, sem skilur eft- ir sig bjarta og góða minningu i hugum allra þeirra, sem hann þekktu. Hann var sterklegur á velli, prúðmenni með mikla íþrótta- og keppnislund. Enda þótt okkur vinum hans finnist að vorið hafi vikið af leið við fráfall hans, þá skulum við muna að hann óttaðist ekki þenn- an aðskilnað því hann bar þá trú i brjósti sinu, að sá skapari, sem allt gefur og öllu ræður, leiði vini aftur saman. Megi góður Guð blessa og styrkja alla þá sem líf hans var tengt ástúðar- og vináttuböndum. Ófeigi Baldurssyni fylgja þakklát- ar minningar, hans bros og hvatn- ingarorð gleymast ekki. „Hér þótt lífið endi, rís það upp Jrottins dýrðarhendi." Matthías Einarsson ,,Vöxtur fyrirtækisins hefur verið skjótur síðustu árin. . .“ Kristinn: „Og það væri ógerlegt að reka fyrirtækið án tölvunnar mið- að við núverandi umsvif. Tökum útflutninginn sem dæmi. Allur út- flutningurinn fer í gegnum tölvuna. Við notum IBM PC sem skjástöð og einnig notum við Lotus 1,2,3 töflureikni. Hámarksskilvirkni náum við með fjarvinnsluskjástöð og símasambandi, fasttengdri línu. Nú erum við að skoða þess háttar samband við útlönd.“ ,,Eins og margir aðrir útflytjendur eigum við allt okkar undir þvi að veita góða þjón- ustu.“ „Réttar vörur á réttum tíma eru lykilorðin,“ segir Kristinn og heldur áfram: „Það er geysilega mikilvægt að geta séð fyrir að þetta sé unnt, geta síðan fylgt þessu eftir og séð hvort hægt sé að standa við þetta. IBM PC tölvurnar okkar eru notaðar til að fylgjast með tölfræðileg- um upplýsingum um sölu erlendis þ.e. hvaða vörur seljast best (gerðir, litir, stærðir) á hvaða tíma selst best, hvernig breytast hlutföll á stærð- arskiptingu eftir svæðum og milli ára. Þessar upplýsingar eru sífellt sendar fram og til baka, milli verslana erlendis og aðalskrifstofunnar okkar. Og þessar nákvæmu upplýsingar, sem IBM tölvukerfið flytur og vinnur úr, tengjast beint framtíðarsölu okkar.“ Helmingur starfsliðs Hildu vinnur nú við IBM tölvurnar. Svo er IBM skólanum fyrir að þakka. Hilda hefur sent flest starfsfólkið á námskeið og IBM skólinn hefur borgað sig vel í vinnu. Þetta var bráðnauðsynlegt til að flýta því að tölvan kæmist í gagnið. Flestir fóru á almenna námskeiðið, á tölvu- kynningu. Þeir sem vinna við tölvuna sjálfa fóru á námskeið í stjórn- kerfum, vélstjórn og notkun á tölvuverkefnum. Kemur þú auga á fimm meginástæður þess að Hilda hf valdi IBM? A) Reynslan af IBM var góð almennt. B) IBM er þekkt fyrir að veita góða viðhaldsþjónustu. C) Hilda hf. hafði keypt 4 skjástöðvar og 3 prentara frá IBM. D)IBM tölvur voru þekktar fyrir að hafa hátt endursölugildi ef nauðsvn krefði. E) Hilda leitaði eftir sam- vinnu við þekkt og traust fyrirtæki. F) Hilda hf. hafði ágæta reynslu af S/34 og S/38 úr fjarvinnslunni. G) Öll fjarvinnsla með IBM hafði gengið vel. H) Hilda hf. gat reitt sig á tölvuuppbyggingu með IBM í framtíðinni. I) IBM vörur eru ávallt í hæsta gæðaflokki. J)Upp- lýsingastreymi frá IBM hafði gefið góða raun — allt frá sviði hugbún- aðar til vélbúnaðar. K)Allar framleiðsluvörur IBM eru aðhæfðar notandanum — vinnuhollar og auðveldar í notkun jafnvel þótt unnið sé lengí í einu. Velkomin: Já takk. Mig langar til að vita meira um IBM leiðina til að betur vinnist með líðan starfsfólks að leiðarljósi. Vinsamlegast __ hafið samband við mig vegna sýnikennslu -- sendið mér upplýsingar um: — IBM PC __ IBM S/36 ___ IBM S/38 __ IBM PC AT ____ IBM 4300 ___ IBM skólann I Nafn og starfsheiti: Fyrirtæki:____________ Heimilisfang:_________ Sími:. ISLENSK ÞEKKING - ALÞJÓÐLEG TÆKNI L&"*' “L"— S±_l

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.