Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 49

Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 49 Svo virtist hann hafa ein- lægan áhuga... Poppstjörnur hafa ýmislegt fleira fyrir stafni en að koma fram, flytja tónlist sína, farða sig og fleira. Nicholas Rhodes, hljóm- borðsleikari Duran Duran, féllst til dæmis á að vera ljósmynda- dómari í samkeppni sem breskt poppblað gekkst fyrir nú fyrir skömmu. Þátttaka var mikil, ekki síst er það fréttist hver væri dóm- arinn og þar með kominn mögu- leiki að hitta goðið sjálft. Sigur- vegari varð hin 21 árs gamla Ju- dith McCartney og sjást þau sam- aq á meðfylgjandi mynd. Judith sagði: „Þetta var algjört æði, ég var svo spennt að hitta Nick að ég gat ómögulega haldið almennilega upp á 21 árs afmælið, en mér bár- ust tíðindin á afmælisdaginn. Svo virtist hann í þokkabót hafa ein- lægan áhuga á myndunum!" Korktöfflur úr skinni meö innleggi TOPpJ| ——SEORISN VELTUSUNDI 1 21212 Teg: 40/558. Litur: hvítt. Staerö: 37—42. Verö kr. 528.-. -» BARBARA CARRERA Hætt að reykja og hlær Barbara Carrera, að flestra mati ein fallegasta leikkonan í kvikmyndum í dag, hætti að reykja fyrir fjórum árum og var aðferð hennar heldur sérkennileg. Ef einhver býður henni sígarettur í dag, segir hún: „Þakka þér fyrir, en nei takk, ég reyki ekki.“ Að því loknu þeytir hún höfðinu aftur og rekur upp skellihlátur. Þessi sérkenni- legu viðbrögð eiga rætur að rekja til dá- leiðslumeistara sem hjálpaði henni að hætta. Leyfum Barböru að lýsa því: „Þetta var allt svo einfalt. Ég reykti mik- ið, vel á annan pakka á dag, og reyndi ýmis- legt. Svo fór ég að lokum til dávalds og hann dáleiddi mig. Hann lagði á að í hvert sinn sem einhver byði mér sígarettur, myndi ég segja: „Þakka þér fyrir, en nei takk, ég reyki ekki og síðan myndi ég finna mig knúna til að skellihlæja. Jafnframt lagði hann á að ég myndi missa alla löngun í sígarettu. Þetta hefur staðið eins og stafur í bók, og síðan eru liðin fjögur ár.“ — Ég er f „diploma“-námi í þess- um skóla sem tekur tvö ár í viðbót og að því loknu veit ég ekki hvað við tekur. Hvenær byrjaðirðu að læra á fiðlu? — Fimm ára og hef síðan verið að læra. Gígja Jóhannsdóttir var fyrsti kennarinn minn, en þegar ég fór í Tónlistarskólann 11 ára byrjaði ég að læra hjá Rut Ingólfsdóttur. Guð- ný Guðmundsdóttir tók svo við og var lengst með mig þangað til að ég lauk einleikaraprófi með Sinfónf- unni í fyrra. Hún er alveg sérstök kona, frábær kennari og hefur hjálp- að mér mikið. Guðný hafði alltaf svo gott lag á því að láta manni finnast allt skemmtilegt og gera ótrúlegustu hluti áhugaverða. Ertu ekki nýkomin heim frá þvf að leika í Svíþjóð? — Jú, ég fór í lok apríl til Svfþjóð- ar þar sem ég dvaldi í viku og lék á móti sem hét „Ung Nordisk Solo- ists“. Þar lék ég Dvorák-fiðlukonsert í a-moll og það tókst held ég nokkuð vel. Verðurðu lengi heima núna? — Ég verð hérna til 20. júnf og ætla að reyna að nota tfmann vel til að slappa af, vera með fjölskyldunni og æfa mig. A næstunni leik ég Mendelssohn-oktett með Mark Reed- man og stúlkunum i strengjasveit Tónlistarskólans, en fyrir utan það er lítið á dagskrá. Þegar ég fer héðan liggur leiðin til Vermount f Bandaríkjunum þar sem ég tek þátt í kammermúsíkhátíð sem ber yfirskriftina „Marlboro School of Music". Það verður mjög spennandi að taka þátt f þessari hátfð, því það eru fáir sem komast að og margir merk- ir tónlistarmenn sem setja svip sinn á hátiðina, s.s. Rudolf Serkin sem kom þessum árlegu hátfðarhöldum á fót á sínum tíma, Felix Galimir, Al- exander Schneider og Pina Carmir- elli. Við vorum nálægt 300 fiðluleikar- ar sem þreyttum inntökupróf og ná- lægt tuttugu sem komust að og lfk- lega verð ég yngst, en það eru tveir aðrir úr skólanum mfnum sem taka þátt í þessu. COSPER iCCSRCR 2^\ íí $ """'•hH. SUUum Cm 1 VERNDAR VIÐINN OGGOÐA SKAPIÐ 5 ÁRA VEÐRUNARÞOL! Pinotex Extra meö meira þurrefnisinnihaldi tryggir húseigendum mjög náöug sumur í garöinum, því endingin er einstök. Pinotex Extra er rétta efnið fyrir íslenska veðráttu. Pinotex Örugg viöarvörn í mörg ár. Guð minn góður, við höfum gleymt að skrúfa fyrir gasið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.