Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 57

Morgunblaðið - 23.05.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 57 Þór vann öruggan ÞÓR Akureyri vann sannfærandi og öruggan sigur á liði Víkings í 1. deildinni í gærkvöldi á Akur- eyri, 2:1. i hálfleik var staöan 2:0. — Þetta var ágætur fyrri hálf- leikur hjá okkur og framan af síðari hálfleiknum líka. En þá gáfum viö eftir sem við máttum ekki gera. Viö áttum að vera búnir að gera þriöja markiö áöur en þeir skoruöu. Mér list vel á framhaldiö hjá okkur í Þór. Þaö er góö barátta í liöinu og þaö er alveg númer eitt, sagöi ný- liöinn Siguróli Kristjánsson. En hann var besti maöur vallarins í leiknum. Þaö skeöi fátt markvert í fyrri hálfleiknum fyrr en á 30. mínútu. Þá skora Víkingar sjálfsmark. Bjarni Sveinbjörnsson fékk bolt- ann inn í vítateig Víkinga og skaut að markínu. Jón Otti ver en hélt ekki knettinum. Þóröur Marelsson ætlaöi þá aö hreinsa frá en tókst ekki betur til en svo aö knötturinn fór inn í eigið mark. Átta mínútum síöar skorar Bjarni Sveinbjörnsson, hann fékk stungubolta inn fyrir vörn Víkings frá Siguróla og skoraöi örugglega meö góöu skoti frá vítateigslínu. í síöari hálfleik var mikill hugur í leikmönnum Þórs framan af, þeir áttu mörg góö marktækifæri. Bjarni Sveinbjörnsson átti þrumu- skalla rétt yfir þverslá á 56. mín- útu. Þegar líöa tók á siöari hálfleik- inn tókst leikmönnum Víkings aö komast meir inn í leikinn og náöu aö skora á 75. mínútu. Eftir hornsþyrnu frá hægri skor- aöi Atli Einarsson með fallegu skoti efst í horn marksins. Víkingar áttu ekki fleiri færi þaö sem eftir var leiksins. En Bjarni Svein- björnsson, Þór, átti tvö hörkufæri á 80. mín. Fyrst átti hann skot rétt framhjá stöng, og síöara færiö átti hann skot frá markteigshorni eftir fyrirgjöf Halldórs Áskelssonar og þaö sleikti stöngina utanveröa. Bestu leikmenn Þórs voru Sig- uróli Kristjánsson, Halldór Ás- Þór — Víkingur 2:1 kelsson og Nói Björnsson, sem baröist mjög vel. Lið Víkings virkaöi ekki sann- færandi. Jóhannes Báröarson og Atli Einarsson voru bestu menn liösins. Þórsvöllur, Akureyri, 1. deild: Þór — Víkingur 2—1 (2—0) MAÖrk Þón. Sjálfsmark, Þóröur Marelsson á 30. minútu og Bjarni Sveinbjörnsson á 38. mínútu. Mark Víkings: Atli Einarsson á 75. mínútu. Engin ipjðid. Áhorfendur 027. Dómari: Gísli Guómundsson og dœmdi hann ieikinn ágætlega Einkunnagjöfin: Þór Ðaldvin Guömundsson 2, Siguróli Kristjánsson 4, Sigurbjörn Viöarsson 2, Óskar Gunnarsson 3, Július Tryggvason 2, Nói Bjömsson 3, Jónas Róbertsson 3, Kristján Kristjánsson 2, Bjarni Sveinbjörnsson 3, Ami Stefánsson 2, Halldór Áskelsson 3. Vikingur Jón Otti Jónsson 2, Unnsteinn Kárason 1, Gyffi Pétursson 2, Þröstur Gunn- arsson 1, Jóhannes Ðáröarson 3, Atli Einars- son 3, Andri Marteinsson 2, Ámundi Sig- mundsson 2, Einar Einarsson 2, Þóröur Mar- elsson 1, Ólafur Ólafsson 2, varamaöur Krist- inn Helgason á 65. mín. 1, og Höröur Theó- dórsson lék of stutt til aö fá einkunn. A8/ÞR AP/Símamynd • Jari Rantanen, Finnlandi, skorar fyrata mark leikains í gær án þess að hinn frægi enski markvöröur Peter Shilton komi nokkrum vörnum viö. Óvænt úrslit í Finnlandi: Finnar gerðu jafntefli 1—1 við Englendinga MJÖG óvænt úrslit uróu í gær- kvöldi í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Landsliö Finna gerói jafn- tefli 1—1 viö Englendinga og var þeim úrslitum ákaft fagnaö af 36 þúsund finnskum áhorfendum á Ólympíuleikvanginum í Helsinki í gær. Finnar náöu forystunni í leiknum strax á fimmtu mínútu. Jari Rant- anen skoraöi þá meö þrumuskoti af stuttu færí beint upp í þaknetiö á markinu. Þaö var ekki fyrr en á sjöttu mínútu síöari hálfleiksins sem Englendingum tókst aö jafna metin í leiknum. Milano-leikmaöur- inn Mark Hateley skoraöi þá fyrir England. Finnar áttu góöan leik í gær og áttu mörg góö marktækifæri. Mjög litlu munaöi aö þeim tækist aö bæta ööru marki viö mínútu eftir aö þeir tóku forystuna í leiknum. Ensku leikmennirnir náöu sér ekki á strik fyrr en í síðari hálfleiknum en þá tókst þeim aö ná miöju vall- arins alveg á sitt vald og geröu oft haröa hríö aö finnska markinu. En Finnum tóks aö halda jöfnu og eiga þeir nú góöa möguleika á aö hreppa annaö sætiö í riölinum. Staöan í riölinum er þessi: Enaland: 5—3—1—1 15—1 7 N-lrland: 5—3—0—2 7—5 6 Finnland: 5—2—1—2 5—8 4 Rúmenía: 3—1—1—1 5—3 3 Tyrkland: 4—0 0 4 1—15 0 Markiö sem Finnar skoruðu í gær var eina markiö sem Peter Shilt- on hefur fengiö á aig í keppninni. Liöin í gærkvöldi voru þannig skipuó: Knfrland: Peter Shillon, Vir Anderson. Terry Fenwick, Terrj Buteber, Kenny Sansom, Treror Sleren (Chria Woods), Brjan Robnon, Ray Wilk- ins, John Rarnes. Mark Hateky, Treior Franeis. Finnland: Olli Huttunen, AU Lahtinen (Erkka Petaja), Panno Kvnalainen, Jukka Tumnen, Jyrki Nieminen, Hnnna Turunen, Leo Houtsow en, Pasi Kautianen, Knri Ukkonen (Knri Hjelm) Mika Lipponen. Jnri Rantanen. Bikarkeppni KSÍ: Völsungar ÍK SIGRAÐI Víkvorja, 3:2, í bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi á Kópavogsvelli. Eftir venju- legan leiktíma var staóan jöfn, 2:2. En ÍK tryggöi sér sigur í framlengingunni eftir mikla baráttu. Völsungar sóttu Leiftur heim og uröu aö sætta sig viö tap, 0:1. Leikmenn Leifturs voru mun betri allan leikinn og veröskulduöu sigurinn. En hann haföist þó ekki fyrr en á 109. mínútu, eða í síöari hluta framlengingarinnar þar sem jafnt var, 0:0, eftir venjulegan leiktíma. Þaö var Helgi Jó- hannsson sem skoraöi eina mark leiksins. A Sauöárkróki sigraöi Tindastóll liö Vasks, 2:1. Á ísafiröi sigruöu heimamenn liö Fyikis meó miklum yfir- buröum, 4:0. Reynir, Sand- geröi, sigraöi Hafnir 2:1. Þá sigraöi Huginn liö Vals á Reyöarfiröi, 2:1. Hrafnkell tapaöi fyrir Austra, 1:3, í Breiödalnum. Þróttur, Neskaupstaö, sigr- aöi Hött, 3:0. Keilu og veggbolta- félagjð ÍISI ÞAR SEM iðkun þriggja nýrra íþróttagreina, keilu og veggbolta (spaöa- og snar- bolti) hefur verió tekin upp hér á landi og stofnaö hefur veriö íþróttafélag um þessar íþróttir, sem sótt hefur um inngöngu í íþróttabandalag Reykjavíkur, samþykkti sambandsstjórnarfundur (sf, haidinn 4. maí 1985, aó vió- urkenna þessar nýju íþrótta- greinar hlutgengar innan Iþróttasambands islands og þær teljist eftirleiöis á meöal þeirra íþróttagreina sem eru á stefnuskrá ISÍ: Keilu- og veggboltafélag Reykjavíkur er þvi oróiö meölimur í fsf og veröur fyrata islandsmótiö i byrjun júní. Firma- keppni IR FIRMAKEPPNI ÍR í utan- hússknattspyrnu veröur haldin helgarnar 1.—2. júnf og 8.—9. júní nk. á ÍR-vellin- um, Suður-mjódd, Breið- hotti. Leikiö veröur í 7 manna liö- um, þar af einn markvöröur. Frjálsar innáskiptingar, þó eigi fleiri en 10 leikmenn í hverjum leik. Leiktími veröur 2x15 mín. Þátttaka tilkynnist fyrir 22. maí í síma 74996, Ntels, og 74248, Hlynur. Leiktími verður 2x15 mín. og leikiö verður þvert á völl. Rangstööuregian er ekki í gildi, en annars veröur fariö eftir reglum KSÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.