Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 60

Morgunblaðið - 23.05.1985, Page 60
KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 ffgntiINtafrtfr HIBCKURIHBMSKEDJU FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Morgunblaðið/Júlíus Heim til Eskifjarðar HJÓNIN Jóna Mekkín Jónsdóttir og Magnús Guðnason héldu heimleiðis til Eskifjarðar í gærmorg- un með þríburana sem fæddust á fæðingardeild Landspítalans 1. maí sl. Þríburarnir, tvær stúlkur og einn drengur, hafa braggast vel. Heimferðin gekk að óskum og var fjölskyldan komin til Eskifjarðar um hádegisbil. Hér má sjá fjölskylduna í flugvélinni rétt áður en lagt var af stað austur. Ahrif úrskurðar Kjaradóms: Laun háskólamanna hækkuðu um 9,3 % um- fram samninga BSRB KOMIÐ hefur í Ijós að borgar- eftir kjaradóminum og hefði KOMIÐ hefur í Ijós að borgar- starfsmenn í Bandalagi háskóla- manna fengu með úrskurði Kjara- dóms 9,3% meiri launahækkun að meðaltali en borgarstarfsmenn í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja fengu í kjarasamningi sínum í vetur. Gr þetta nokkuð meira en áður var talið. Munurinn mun vera svipaður hjá ríkisstarfs- mönnum. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við Mbl. í gær að starfskjaranefnd borgarinnar hefði nú lokið við að raða borg- arstarfsmönnum í launaflokka Freistingin var of mikil: Stal veski dómara síns MAÐUR nokkur, sem hafði koraist í kast við lögin og hlotið dóm, hugðist fyrir nokkru kynna sér stöðu sinna mála hjá dómara hjá embætti einu á Reykjavík- ursvæðinu. Hann bankaði upp hjá dómaranum en kom að mannlausu herberginu. Dómar- inn hafði brugðið sér frá rétt sem snöggvast. Fyrir augum mannsins blasti við jakki og það var meira en hann, breyskur maðurinn, stóðst. Hann vatt sér að jakkanum og hafði á brott með sér veski dómarans. En upp komast svik um síðir. Stuttu síðar var þjófurinn hand- tekinn í Hagkaup þegar hann hugðist framselja 6 þúsund króna ávísun. Veskið fannst á honum, en nokkur ávísanaeyðu- blöð voru horfin. Ekki er enn ljóst hve mörgum ávísunum þjófurinn framvísaði, en sjálfur ber hann að hafa aðeins náð að selja eina ávísun. MJöG líklegt er, skv. upplýsingum Mbl., að á fundi forystumanna Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins árdegis í dag muni VSÍ leggja fram samningstilboð, sem felur í sér launahækkan- ir er kæmu til framkvæmda áður en gildandi kjarasamningar renna út 1. september næstkomandi. Ekki er Ijóst um hversu miklar hækkanir getur orðið að ræða, það verður væntanlega ákveðið end- anlega á fundi samningaráðs VSÍ, sem hefst kl. hálfníu, en fundur- inn með forystumönnum ASÍ hefst kl. 10.30. Til fundarins er boðað að ósk framkvæmdastjórnar VSÍ. Á fundinum munu forystu- setar og formenn landssam- menn Alþýðusambandsins, for- banda þess gera atvinnurekend- um grein fyrir þeim viðhorfum, sem fram komu á formannaráð- stefnu ASÍ á mánudaginn. Eins og fram kom í Mbl. á þriðjudag var ágreiningur á fundinum um hvort freista ætti þess að ganga til samninga við VSÍ í vor eða bíða þar til samningar væru al- mennt lausir í haust. Fulltrúar Verkamannasambands íslands lögðust gegn hugmynd Ásmund- ar Stefánssonar forseta ASÍ um að þess yrði freistað að ná bráðabirgðasamningum fyrir miðjan júní. „Við munum gera grein fyrir hvaða viðhorf komu fram á formannaráðstefnu okkar en eins og ég hef sagt áður varð það niðurstaða þess fundar að það þarf að ræða þessi mál betur í okkar hópi,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ i samtali við blaðamann Mbl. eftir kjaradóminum og hefði að því loknu komið í ljós að úr- skurður Kjaradóms hefði meiri hækkun í för með sér en í fyrstu var talið, eða 9,3% umfram BSRB-samningana í stað um 7% sem áður var talið. Davíð sagði að ekkert hefði verið ákveðið um viðbrögð borgarinnar við þess- um niðurstöðum enda niður- stöðurnar nýfengnar en taldi aðspurður að borgin myndi ekki hafa frumkvæði að viðræðum við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar vegna þessa mis- munar. Fundur árdegis með forystumönnum ASÍ og VSÍ: VSÍ býður nýjan samn- ing og kaupnækkanir Þriðjungs lækkuná tómötum TOMATAR lækkuðu um þriAjung í vikunni og kosta nú 138 til 165 kr. kílóiA. í sólinni aA undanförnu hafa tómatarnir þroskast hratt, þannig aA mikiA berst af þeim á markaAinn. Er verAlækkunin af þeim sökum heldur fyrr á ferAinni en undanfarin ár. Gúrkurnar voru einnig lækkaAar niAur í sumar- verAiA fyrir nokkru. Sölufélag garAyrkjumanna selur einnig sveppi á kynningarverAi nú í nokkra daga. Níels Marteinsson, sölustjóri í Sölufélaginu, sagði í samtali við Mbl. að heildsöluverð tómat- anna hefði verið lækkað úr 175 kr. í 120 kr. kílóið, eða um þriðj- ung. Sagði hann að mikið bærist af tómötum og gúrkum eins og stendur og einnig sveppum og væru þeir því seldir með þriðj- ungsafslætti í nokkra daga. Smásöluverð tómatanna er nokkuð mismunandi eftir versl- unum. Mbl. kannaði verðið í nokkrum verslunum og reyndist það hæst 165 kr. og lægst 138,20 kr. Óli Valur Hansson garðyrkju- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands sagði að framleiðslan á tómötum og gúrkum væri mikil um þessan mundir, enda hefði sólin þau áhrif að afurðirnar þroskuðst hraðar en ella. Gúrk- urnar hefðu borist í fyrra lagi í vor og sérstaklega áberandi væri hvað tómatarnir hefðu far- ið að berast snemma að þessu sinni. Taldi hann að ræktunar- horfur væru almennt mjög góð- ar í gróðurhúsunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.