Morgunblaðið - 03.08.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.08.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST1985 B 5 „Harðfískurinn eins og heitar Iummur“ — segir Sif í Hverfiskjötbúðinni „Maturinn er eitt af því sem við leggjum sérstaka áherslu á. Öll þessi vara er til hér allt árið. Það má því segja að það sé Þorri allt árið hjá okkur,“ sagði Sif Ægisdóttir, verslunarstjóri í afleysingura í Hverfiskjötbúðinni við Hverfisgötu. „Ég er búin að vinna hér meira og til að kaupa sér eitthvað til að minna í 11 ár, er tvítug nú. Ég byrj- narta í í staðinn fyrir Prince Polo. aði 9 ára að setja í poka á föstudög- um, en pabbi á þessa búð,“ sagði Sif. „Ég hef eiginlega alist upp hér og það sem ég hef unnið hef ég mest- megnis unnið hér i búðinni. Þegar ég var lítil ætlaði ég að taka við búðinni, þegar ég yrði stór, en nú er það ekki lengur draumastarfið mitt. Það eru listir, skúlptúr; ég stefni á að fara í myndlistarnám. Óbarði harðfiskurinn er frá Hnífsdal, þurrkaður úti. Svo erum við með bitafisk, sem er talinn vera einn sá besti sem völ er á og barði harðfiskurinn er úr ýmsum áttum, Þorlákshöfn, Hornafirði og að vest- an. Hann er inniþurrkaður. Þá er- um við einnig með ýsu- og þorsk- hausa, en alls erum við með 11—12 tegundir af harðfiski, plús þorsk í bitum og hausana. Það má segja að það sé stöðug sala í harðfiski og ugglaust eru margir sem borða harðfisk daglega. Hann er einnig mikið keyptur til þess að senda til útlanda og svo slæðist alltaf eitthvað inn af fólki Það er töluvert um að fastir við- skiptavinir komi víða að úr borg- inni til að kaupa m.a. haröfisk, saltkjöt, hákarl og fleira af þessum rótgrónu vörum sem við höfum á boðstólum. Fólk kemur t.d. langt að til þess að fá þessar sérstöku vörur sem við erum kannski þekkt fyrir. Visst fólk kemur á ákveðnum dög- um til að kaupa sér harðfisk. Þetta er ákveðinn munaður sem sumir leyfa sér reglulega. Við höfum verslað með þennan barða harðfisk að vestan frá því ég man eftir mér. Líklega hefur pabbi verið heppinn með verkanda því þessi vara rennur alltaf út eins og heitar lummur og fæstir setja verðið fyrir sig, þótt þetta sé frekar dýr vara. - á.j. Ijógmyndir/Ánii Johnsen Sif rid harðfiskinn góða. Innfellda myndin: Fastur viðskipta- rinur í harðfiskinum, Gilbert Skarphéðinsson, kannar ýsuna, en hann krað harðfískinn rera eina sælgætið sem hann borð- aði. „Kaupféiagið heldur niðri iaunum í Borgarnesi“ — segir Inga Björk Halldórsdóttir í Nesbæ í verzlun Jóns og Stefáns Nesbæ í Borgarnesi, sem er stór og mikil kjörbúð, rekin af einkaaðilum, er Inga Björk Halldórsdóttir. „Ég hef starfað hér síðan árið 1976 og fylgdi með búðinni þegar núverandi eigendur keyptu hana. Það er mjög skemmtilegt að vinna hér. Maður kynnist mörgu fólki, bæði héðan úr Borgarnesi og svo úr sveitunum í kring. Á sumrin kemur líka talsvert af ferðamönnum og það hefur auk- izt til mikilla muna síðan við fengum brúna. Það hefur fjölgað mjög íbúum í Borgarnesi frá því að ég man fyrst eftir og það er ekki svo ýkja langt síðan maður þekkti svo að segja hvern mann sem kom í búðina, en svo er ekki lengur. „Nei, ég held ég mundi ekki kæra mig um að skipta um starf. Ég hef verið við afgreiðslu frá þvi að ég var unglingur og kann því aiveg ágætlega. Ég var í kaupfélaginu áður en ég fór að vinna hér í Nesbæ og það verður að segjast eins og er að hér er vinnuaðstaðan betri, auk þess sem launin eru betri. í þessu hlutastarfi kemst ég upp í 17—18 þúsund krónur á mánuði, sem er gott miðað við það sem borgað er í kaupfélaginu, en því miður verður það að segjast eins og er að kaupfélagið hefur haldið niðri launum hér í Borgarnesi. Það er ekki víst að utanaðkomandi geri sér grein fyrir því hversu mikil áhrif kaupfélagið hefur á svona stað. Það býr við allt aðra að- stöðu og getur haft þau áhrif sem það vill. Sem dæmi um aðstöðumun- inn má nefna að kaupfélagið hef- ur sína sveitaverzlun hvað sem á dynur en verzlun í eigu einkaað- ila á allt sitt. undir því að þjón- usta og verðlag laði viðskiptavin- ina aö. En varðandi Nesbæ er ekki ástæða til annars en bjart- sýni. Verzlun hefur aukizt mjög hér á siðari árum og búðin hefur stækkað um helming síðan ég fór að starfa hér,“ sagði Inga Björk Halldórsdóttir. Á.R. Hafdís Þorsteinsdóttir Betra en einangrunin á Borðeyri — segir Hafdís Þorsteinsdóttir á Brú „Ég er búsett á Borðeyri og er húsmóðir. Auk þess að annast heimilið var ég með tvö börn í pössun í vetur og það er því kærkomin tilbreyting að komast frá heimilinu og vera innan um fólk hér á Brú í sumar," sagði Hafdís Þorsteinsdóttir. „En kaupið er lágt. Með mikilli vinnu á ég að geta náð hér 23 þúsund krónum á mánuði. Samt er það meira en ég hafði fyrir barna- gæzluna og þótt hér sé mikið aö gera og vinnan sé stundum þreytandi þá kann ég betur við þetta starf en það að vera heima yfir börnum á Borðeyri. Þar er ekkert um að vera. Þar eru örfá hús og eftir því fátt fólk sem maður sér. Einangrunin á illa við mig og því er ég fegin að vera hér í sumar. Ég var smátíma í fyrrasumar en er hér í fullu starfi núna,“ sagði Hafdís Þor- steinsdóttir. Á.R. „Útlendingarnir eru prúðir en ísiendingar segja sína meiningu“ — segir Birna Vilhjálmsdóttir verzlunarstjóri á Brú VEITINGASKÁLINN Brú í HrúU- firði rekur Kaupfélag Hrútfiróinga en skálinn er einungis opinn að sumarlagi. Þar er seldur matur, auk sælgætis, tóbaks og benzíns, en verzlunarstjóri er Birna Vil- hjálmsdóttir. „Þetta er annað sumarið sem ég er verzlunarstjóri hér, en áð- ur hafði ég verið hér sem starfsstúlka í nokkur sumur. Við erum fimmtán sem hér störfum, allt stúlkur nema einn karlmað- ur en hann sér um að fjarlægja það rusl sem til fellur. Þetta er sumarstarf sem ég kann ágæt- lega við en á vetrum er ég í há- skólanum og er að lesa uppeldis- fræði. Ég er héðan úr byggðar- laginu, frá Kollsá, og það er ágætt að vera í sínum heimahög- um hluta ársins." „Hvernig fólk er það sem hingað kemur?“ „Áð langmestu leyti eru það ferðamenn, þ.e. fólk sem á íeið hér um og heldur síðan ferð sinni áfram, svo maður kynnist því nú lítið. Hingað koma líka bílstjórar á flutningabílum og það er frekar að maður kynnist þeim því þeir koma við nokkrum sinnum í viku hverri. Flestir ferðamenn eru fjölskyldufólk en þó gizka ég á að um þriðjungur- inn séu útlendingar. Þetta eru yfirleitt náttúruunnendur sem hafa mestan áhuga á að skoða landið og sjá sem mest af því. Þetta er yfirleitt mjög viðkur.n- anlegt fólk og þakklátt og það fer ekki eftir þjóðerninu hvernig það kemur fram. Ég hef ekki orðið þess vör að fólk frá ákveðnum löndum sé frekt eða ágengt eins og stundum heyrist. Það held ég sé á misskilningi byggt, en auðvitað eru einstakí- ingarnir misjafnir. Útlendingar eru að heita má undantekn- ingarlaust prúðir og elskulegir viðskiptavinir, en fslendingarnir eru öðruvísi. Þeir fara ekki í launkofa með vilja sinn og segja sína meiningu." „Hvað gerir fólkið sem hér starfar á veturna?" „Flest starfsfólkið er skólafólk sem vinnur bara á sumrin en í hópnum eru líka fimm húsmæð- ur héðan úr nágrenninu og þær eru þá mest heima við á vet- urna.“ „Hvað um laun og kjör?“ „Hér er unnið á vöktum og það er mikil vinna, sérstaklega þegar umferðin er sem mest. Hún eykst til mikilla muna þegar kemur fram yfir miðjan júní en síðan dregur úr henni strax eftir verzlunarmannahelgina. Stúlk- urnar sem vinna á vöktum fá greitt eftir þeim taxta sem í gildi er en mitt starf er með öðrum hætti. Ég hef ekki ákveðinn vinnutíma en er hér samfellt og hef umsjón með því sem fram fer. Þetta er mikið og erilssamt starf en fyrir það eru greidd föst laun, rúmar 37 þúsund á mán- uði,“ sagði Birna Vilhjálmsdótt- ir. Atvinnuhúsnæði Til leigu viö Bygggaröa á Seltjarnarnesi 410 fm salur meö 2 goðum bunings- og snyrtiherbergjum, og 210 fm kjallari meö 2 snyrtiherbergjum. Stórt bílastæði — ræktuö lóö. Höfum í huga rannsoknarstofur, skrifstofur, verkfræði- eöa arkitekta- stofur, tölvu-eöa hönnunarfyrírtæki o.s.frv. Nanari uppl gefur: Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., sími 82622.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.