Morgunblaðið - 03.08.1985, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST1985
Áður var allt fólkið
fyrir vestan Snorrabraut
en nú fyrir austan
— segja Unnsteinn og Halldór í Lúllabúð
Lúllabúó á Hverfisgötu er söm vió
sig. Aó vísu hstti Lúlli fyrir liólega
VA ári, en nú leigja verslunina tveir
gamalgrónir starfsmenn Lúllabúðar,
Dnnsteinn Sigurjónsson og Halldór
G. Lúóvíksson, sem hafa starfaó í
versluninni síðan 1945.
„Þetta er mikið sama fólkið sem
verslar við okkur,” sögðu þeir, „en
samt fer salan minnkandi. Það
vantar fleira fólk i hverfið, á
svæðið og við viljum fá bygg-
ingarnar strax sem Reykjavíkur-
borg hyggst leyfa að verði byggðar
í nágrenninu. Þá fer að lifna yfir
og færast fjör í leikinn á ný, von-
andi. Þetta eru allt öðruvísi við-
skipti nú en áður,“ sögðu þeir,
„mest smotterí, en áður voru þetta
stórviðskipti, en því miður er það
liðin tíð. Stórmarkaðirnir eru al-
veg að drepa kaupmanninn á
horninu.
Það hefur margt breyst," sögðu
þeir. „Við hittum t.d. einn heild-
sala fyrir stuttu sem sagði, að
hann hefði verið að skoða plögg
hjá sér. Um 1950 voru það 100
kaupmenn sem versluðu við þenn-
an heildsala, en nú eru aðeins 3—4
eftir í viðskiptum. Hinir hafa allir
hætt eða fallið frá.“
Jú, þetta er mikið sama fólkið
sem kemur hér. En alltaf er
eitthvað nýtt fólk. Þetta kemur og
fer. Annars má segja að það sé
sérstaklega mikil deyfð nú f versl-
Guðmundur Haraldsaon
rithöíundur at Guðs nið,
leit inn í Lúllabúð meðan
við stöldruðum við.
uninni, enda er verslunin að flytj-
ast úr þessu hverfi og það má
segja að það séu alltof margar
búðir hér á litlu svæði, sem eru
með eins vörur fyrir of fáa við-
skiptavini.
Þegar við vorum að byrja hér i
þessari verslun var bærinn allur
fyrir vestan Snorrabraut, en nú
má segja að nær allur bærinn sé
fyrir austan Snorrabraut og sú
Björgvin Fredriksen, fastur
viðskiptavinur í meira en
hálfa öld.
hreyfing sem er í gamla miðbæn-
um er mikið með höppum og
glöppum í slíkri verslun sem við
erum með. Við erum að reyna að
hafa það helsta, alla almenna
vöru, á boðstólum, en okkur vant-
ar fleira fólk. Liklegt er að flestir
minni kaupmenn vilji nú losa sig
út úr versiuninni, a.m.k. þar sem
málið er að þróast eins og hér hjá
okkur, en geta ekki selt. Það getur
Spiðí mHin
enginn keypt búð í dag með því að
borga hana með þeim lánum sem
völ er á. Jú, við erum orðnir rót-
grónir hér I búðinni, byrjuðum að
sendast á gömlu hjólunum 10 ára
gamlir og höfum haldið okkur við
þetta fyrirtæki síðan. Oft var það
aðalvinnan áður fyrr að koma
heim sendingum fram á rauða-
nótt, en nú er ekkert sent lengur.
Þessi verslun okkar byggist í
rauninni á tiltölulega föstum
viðskiptahópi, einhvers staðar á'
bilinu 50—100 manns.“
- á.j.
Síminn, tékkheftíð, Jón í Túni
og sölumennirnir voru
föstu punktarnir í tiiverunni
Selfowi, 27. júlí.
„Blessuó vertu, þó skrifum við bara
afganginn," sagði Dagur Dagsson í
versluninni Ingólfi á Selfossi við eina
húsmóðurina úr nágrenninu. Þessi oró
eru dcmigerð fyrir kaupmanninn á
horninu, sem alltaf er tilbúinn að
leysa hvers manns vanda.
„Það er mjög gott að hjafa kaup-
manninn á horninu," sagði konan
um leið og hún gekk út úr búðinni.
Dagur hefur rekið verslunina Ing-
ólf síðan 1947. Fram til 1964 var
verslunin til húsa á Eyrarvegi 3 en
það ár flutti Dagur verslunina i nýtt
hús á Austurvegi 34, þar sem hún
hefur verið síðan.
Dagur, eða Daddi eins og hann er
nefndur í daglegu tali, er þekktur
fyrir að taka vel á móti viðskipta-
vinum sem koma inn úr dyrunum og
alltaf tilbúinn i rabb um daginn og
veginn og þá jafnt um vandamál
dagsins sem heimsmálin. „Já, mað-
ur hefur rabbað við marga,“ sagði
Daddi. „1 gamla Ingólfi var mikið
skrafað og skeggrætt, sérstaklega á
föstudögum þegar nemarnir af
verkstæðunum komu og fengu sér
gos og sælgæti með. Nú eru þetta
meira skólakrakkar sem koma, en
þessir gömlu koma margir enn og fá
sér öl og gott, svona til að rifja upp
gamlar minningar." Og ennþá er
það venja gos-gestanna hjá Dadda
að setjast í stólinn sem hann hefur i
einu horninu og margir kannast við
sem aldir eru upp á Selfossi.
„Ég kann vel við unga fólkið og
hef alltaf gert,“ sagði Daddi þegar
talið barst aö þvi aö ungt fólk kæmi
mikið til hans. „Maður er svo hepp-
inn að krakkarnir eru góðir og þægi-
legir og við reynum að vera lipur við
þau og tölum við þau eins og jafn-
ingja."
.Krakkarnir eru miklu sjálfstæð-
ari nú en áður,“ skaut Ingibjörg
systir Dadda inn f. „Kynslóðabilið er
miklu minna nú en áður. Nú geta
krakkarnir jafnt það sem fullorðnir
gera,“ bætti Ingibjörg við, kölluð
Imba af innfæddum Selfyssingum,
en hún hefur aðstoðað Dadda við
búðarreksturinn frá því hún hætti
sem varðstjóri hjá Pósti og síma.
„Þetta hefur gengið afskaplega
vel. Þegar við fluttum hingað aust-
ureftir sögðu menn að þetta færi nú
örugglega á hausinn hjá manni
þarna austur í mýrinni eins og
menn orðuðu það við mig. En reynd-
in varð sú að hálft þorpið kom á
eftir og byggðist hér fyrir austan.
Þetta hefur alltaf verið smátt í snið-
um hjá mér, ég hef lftinn lager og
kaupi oft inn, þannig strandar þetta
ekki.
Það er meiri ys og þys núna en
áður var,“ sagði Daddi þegar talið
barst að breyttum verslunarháttum
bæjarbúa. „Menn kaupa meira og
eru alltaf að kaupa eitthvað núna.
Heimavinna er orðin allt öðruvísi
bæði í mat og fatnaöi og þetta setur
sitt mark á innkaupin. Nú er meiri
hraði á öllu. Hér áður pakkaði mað-
ur vörunum vandlega inn en núna er
þeim bara skellt í poka og búið mál.“
Á unga aldri gekk Daddi i gegnum
berklaveikina og er með staurfót
siðan. Þrátt fyrir það hefur hann
haldið sfnu striki og rekiö verslun-
ina þessi 36 ár.
Vegna bæklunar sinnar hefur
hann farið sinar leiðir við rekstur-
inn: „Hjá mér hafa föstu punktarnir
í tilverunni verið sfminn, tékkheftið,
Jón í Túni og sölumennirnir. Mér
finnst heildsalar vera besta stétt
manna. Eg hef aldrei farið sjálfur f
innkaupaferð, hef ekki haft orkuna i
það að gramsa í heildverslunum.
Heilu árin liðu milli þess að ég fór í
bæinn og svo er enn. Jón i Túni fór
með miða til heildsalanna frá mér
sem þeir völdu vörurnar eftir. Ég
þarf ekki nema eitt litið simtal til að
fá þaö sem ég þarf. Oft hef ég fengið
margt skemmtilegt frá heildsölun-
um sem þeir hafa valið handa mér
og það hefur aldrei komið til neinna
árekstra útaf nokkrum sköpuðum
hlut vegna vörusendinga. Heildsal-
arnir eru afskaplega liðlegir og hafa
alltaf sent mér og lánað þó ég hafi
ekki séð fjölda þess fólks sem vinnur
þar. Svo koma sölumennirnir sem
maður pantar hjá.“
— Hvað kemur þér í hug þegar
þú lítur til baka?
„Já, það er nú með þetta lffsverk
manns, það er eins og korkur sem
flýtur á læk. Maður lendir einhvern
veginn hérna en ekki þarna og mér
finnst eins og þetta hafi allt verið
ein tilviljun hjá manni að hafa lent
í þessu. Auðvitað var maður með
I margt annað i kollinum sem ungur
maður en heilsutjónið olli þvi að
þetta varð úr og allt hefur þetta
gengið vel.“
— Og svo er verslunarmanna-
helgin framundan.
„Já, við vonum að verslunarstétt-
inni liði vel og hennar hagur blómg-
ist,“ sagði Imba, og Daddi tók undir
þau orð. Búðarspjalli í Daddabúð
var lokið, inn kom viðskiptavinur
sem leit f hillurnar, tók þaðan hlut
og sagði: „Hvaað, þetta kostar bara
ekki neitt,“ sem sýnir að hjá kaup-
manninum á horninu kennir margra
grasa og þar gerast ævintýr.
Sig. Jóns.
Dagur Og Ingibjörg Uorgunblaðid/Sig. Una.