Morgunblaðið - 03.08.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B <f7
Þá var allt reiknað
íhuganum
Rætt við Óskar hjá Halla Þórarins á
Hverfisgötunni
Verslun Halb Þórarins í Hverfis-
gðtunni er ein af þeim elstu í Rcykja-
vík og þar er gamalreyndur verslunar-
maður við búðarborðið. Hann heitir
Öskar Ágústsson, Reykvíkingur að
uppruna. „Ég er búinn að vera lengi í
bransanum," sagði hann, „byrjaði árið
1927 hjá Jóni Hjartarsyni og Co. f
Hafnarstræti 4. Það var þá stór versl-
un í Reykjavík. Sú verslun hætti 1932
og þá var sett í gang verslunin Reykja-
foss á sama stað og ég var verslunar-
stjóri þar þangað til okkur var sagt
upp húsnæðinu. Þá fluttum við á Vest-
urgötu 17 og vorum þar til 1938, að við
settum upp verslunina hér og hérna
bef ég síðan verið verslunarstjóri.
1‘essi verslun hefur alltaf verið ný-
lendu- og hreinlætisvöruverslun fyrst
og fremsL
Jú, það hefur allt breyst mikið frá
þvi forðum daga. Nú hafa allir
mikla peninga, það er nú eitthvað
annað en var í kreppunni. Á hinn
bóginn er gamli bærinn búinn að
vera, a.m.k. um sinn, hvað varðar
mannlífið, fjölskyldulífið I miðborg-
inni. Heimilum hefur fækkað svo
hér og þannig hefur orðið mikil
breyting.
Viðskiptin hafa þvi minnkað hjá
okkur, eins og öðrum, sem erum í
þessu í gamla miðbænum. Áður fyrr
kom fólk víða að og verslaði við
okkur, meira að segja úr sveitinni.
Við vorum þá þrjú að afgreiða og
nokkrir að sendast stanslaust frá
morgni til kvölds, en nú er þetta
reytingur, gangandi sala. Þeim
fækkar kaupmönnunum á horninu.
Það er þó mikið um sömu viðskipta-
vinina, og alltaf er eitthvað af nýju
fólki. Hitt er ljóst að við töpum
verslun hér á því að það eru ekki
næg bílastæði í nágrenni við okkur.
> HPIIUL!)IJJIII
óskar hetur rerió hjí Halia
Þórarins srhan fyrir strfð.
Jú, ég er bráðum 74 ára.“ „Þú ert
táningslegur,“ sagði ég. „Já, það er
af því að maður er alltaf á hlaup-
um,“ svaraði Óskar, sem alla tíð hef-
ur verið verslunarmaður og aldrei
leiðst. „Mér finnst framkoma fólks
hafa breyst á undanförnum áratug-
um,“ sagði óskar. „Pólk er frjáls-
legra en fyrir 30—40 árum. Það má
segja í stuttu máli að fólk sé hátt-
víst og kurteist. Unglingarnir eru
svolítið frakkari, en það er rétt á
vissum aldri.
Ég byrjaði nú ungur I þessu
starfi, 16 ára 1927. Ég hef alltaf ver-
ið sáttur við mitt starf, a.m.k. hef ég
ekki verið að skipta um atvinnu. Þar
af leiðandi þekkir maður verslun-
arháttinn í gömlu Reykjavfk I gegn-
Ása Ricbardsdóttir og Sigriður Bachman
ræia milin rii Óskar.
Birgitta
bandfjatlar
bnetupoka.
um tíðina. Breytingarnar hafa orðið
margar. Áður þurfti ég t.d. að vigta
allt sem kom i verslunina, en nú er
allt tilbúið, nú kemur allt tilbúið. Þá
voru engar reiknivélar, heldur var
allt reiknað í huganum og þannig
mætti nefna æðimargt.“
Inn í búðina kom kona, sem auð-
heyrilega hafði ekki komið fyrr f
verslun Halla Þórarins og hún leit
yfir hillurnar og sagði svo: „Þessi
búð leynir aldeilis á sér.“ Og það má
með sanni segja, þarna kennir
margra grasa þótt plássið sé ekki
stórt. Og það er skemmtilegt að
heyra hvernig óskar spjallar við
viðskiptavinina í persónulegum stíl
kaupmannsins á horninu.
- á.j.
Dýnan þarf að laga sig
eftir iíkamanum
— segir Ingvar hjá Ingvari og Gylfa
Ingrar leggur kapp i að dfnan lagi sig eftir Ifkamanum og þai
er þrí sjilfsögð regla að prófa dýnurnar.
Ingvar & Gylfi við Grensásveg
í Reykjavík er ein af elstu versl-
unum landsins sem hefur sér-
hæft sig í rúmum og öllu er þar
að lýtur. Við tókum Ingvar tali í
versluninni, þar sem segja má
að sé stanslaus straumur fólks
daginn út og daginn inn.
-ÉK var að koma neðan af
Lindargötu frá þvf að hitta konu
sem var að koma af spitala og við
vorum að reyna að koma gamla
rúminu hennar í gott form. Þann-
iig fáum við oft ýmis verkefni og
allt miðast þetta við að láta fólk-
inu líða betur f rúminu sfnu.
Tónninn í fólki sem kemur til
okkar er yfirleitt mjög góður þeg-
ar það fer frá okkur. Það er
þakklátt og slíkt er alltaf jákvætt
og skemmtilegt," sagði Ingvar.
„Við erum þeir einu sem höfum
snúið okkur eingöngu að rúmum
og öllu í sambandi við þau. Við
höfum verið í þessu f 28 ár, en þar
áður var ég verkstjóri hjá Guð-
mundi H. í 8 ár hjá Húsgagna-
verslun Reykjavíkur. Þar stðrf-
uðum við Gylfi saman. Hann kom
að austan en ég er úr Reykjavík."
í rúminu á líkaminn
ad fá ad hvflast
„Jú, það hafa orðið stór stökk í
kröfum, sérstaklega varðandi
rúmdýnur, og svo að smíðin sé
góð og rúmin sterk. Fólk fylgist
vel með öllum nýjungum og það
tekur eftir því sem er verið að
gera nýtt. Sérstök bylting hefur
orðið í dýnum. Í dag á ég t.d. dýn-
ur fyrir hjartveika og þindar-
slitna. Þeir þurfa að liggja svolít-
ið uppréttir. Þá hefur tvöfalda
dýnukerfið mikið rutt sér til
rúms. Sá sem er alltaf að kuðla
koddann sinn f rúminu á við
dýnuvandamál að glfma, en það
eru ekki allir sem gera sér grein
fyrir því. Svo er hægt að hjálpa
fólki með of háan blóðþrýsting og
bjúg í fótum og einnig þeim
astmaveiku, svo að eitthvað sé
nefnt. Fólk er farið að kynna sér
hlutina miklu meira nú en áður.
Það er farið að velta því meira
fyrir sér að það skiptir miklu
máli að likaminn fái tækifæri til
að hvílast á réttan hátt. Ég hef
tekið þá afstöðu að auglýsa ekki
sérstaklega sjúkradýnur sem ein-
hverja allsherjar lausn þvf hver
dýna þarf að vera gerð eftir
þyngd og líkamsbyggingu þess
sem á að nota hana og svo hvað
að er ef eitthvað þjáir manninn.
Margir hafa fengið bót
í betra rúmi
Þá höfum við sérhæft okkur í
að búa til hærri rúm. Við höfum
búið til dýnukerfi þannig að við
getum sett tvöfalt kerfi f hvaða
rúm sem er. Svo höfum við lagt
áherslu á að fólk geti fengið allt i
stíl inn í herbergið, skápa, spegla,
liti og hvaðeina. Efnið í okkar
dýnum er sænskt stál f gormum
og þær dýnur hafa reynst mjög
vel auk þeirra bandarisku. Allt
stopp og efni í bólstrun er inn-
flutt, valið úr þvi besta fáanlega
en sett saman hér á landi þannig
að við teljum okkur standa fylli-
lega á sporði þeim innfluttu dýn-
um, sem eru á markaði hér. Fólk
getur beðið um hvaða efni sem er
í dýnur hjá okkur. Það er hægt að
stoppa upp eftir óskum fólks og
við höfum lagt mikla vinnu f það
að sinna þeim, sem eru í vand-
ræðum vegna bakveiki. Það er
ánægjulegt hve margir hafa
fengið bót í rúmunum frá okkur.
Mest tel ég vera um það að fólk
sé með of harðar dýnur í rúmum
sínum. Dýnan þarf að ríma við
líkamann, laga sig eftir likaman-
um en ekki lfkaminn eftir dýn-
unni. Líklega er það um helming-
ur viðskiptavina okkar sem veltir
því strax fyrir sér hvernig dýnan
er gerð, hvaða möguleika hún
hefur. En við vekjum athygli
allra viðskiptavina okkar á því að
þetta er grundvallaratriði og það
má segja að það sé alger undan-
tekning ef fólk leggst ekki og
prófar rúmin hjá okkur áður en
það kaupir ...
Framleiða 2000 rúm á ári
Ég hef oft orðið var við það að
fólk sem kemur erlendis frá, sér-
staklega frá Bandarikjunum og
er vant góðum rúmum, biður um
þannig rúm. Og það er einmitt
það sem við erum að útvega við-
skiptavinunum. Gamla fólkið
fyrrum var oft að minu mati f
betri rúmum en margur nú til
dags, þ.e. það fólk sem var á
mörgum sængum. Þær voru barð-
ar upp á hverju kvöldi og þetta
voru náttúruleg og góð efni. Við
erum með 30 tegundir af rúmum
á boðstólum og alltaf eitthvað
nýtt. Það eru t.d. 3 ný rúm á
teikniborðinu um þessar mundir,
en á þessu timabili sem við höf-
um starfað höfum við selt á milli
30 og 40 þúsund rúm. Það má
segja að nú sé það fast, að það séu
um 2000 rúm sem við seljum á
hverju ári og framleiðum. Við
höfum lagt áherslu á að fylgjast
vel með. Við förum helst einu
sinni á ári á vélasýningar erlend-
is og efnasýningar og við höfum
fylgst með á vörusýningum er-
lendis og tekið þátt f þeim og ég
held að það sé ekkert ofsagt, að
við séum fyllilega samkeppnis-
hæfir, en það má segja að þá
vanti kraftinn i markaðsmálin,
sölumennskuna á alþjóðavett-
vangi. Þetta er, þó að segja megi
að það gangi ágætlega, slikur
barningur, að menn hafa eigin-
lega ekki þrek i neina umfram
sölumennsku utan við innlenda
markaðinn.“
— á.j.