Morgunblaðið - 03.08.1985, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
Gamla indíánakonan
talaði íslensku
Viðtal við Ólaf B. Halldórsson, framkvæmdastjóra á ísafirði
ísafirói, 26. júlí.
Ólafur B. Halldórsson, framkvKmdastjóri hjá heildversluninni Sandfelli á
ísafirði. Ólafur er menntaður í framkvemdastjórn fyrirtækja hjá Manitoba
Institute of Technology í Winnipeg í Kanada. Eftir að hann lauk prófi 1967,
starfaði hann um tveggja ára skeið við innkaupadeild námureksturs Inter-
national Nickel Company Ltd. of Kanada. Þá var hann ráðinn framkvemda-
stjóri Sandfells hf., sem á þeim tíma eins og nú er aðallega í innflutningi og
dreifingu veiðarfera.
Það kom í ljós að störf hans hjá
Internationai Nickel komu honum
að góðu gagni því samskonar-
búnaður er notaður hvort sem
draga skai málma úr jörðu eða
fiskitroll úr sjó. „Mér fannst gott
að vera í Kanada," sagði ólafur.
„Það er margt líkt með okkur. Þótt
þeir séu tíu sinnum fjölmennari, er
landið líka tíu sinnum stærra.
Fyrir bragðið eru þeir ekki með þá
stórveldisvitund sem ríkir í Banda-
ríkjunum. Þetta gerir það m.a. að
verkum, að ég tel að fólk sem vill
mennta sig til starfa í atvinnulíf-
inu fái betri menntun þar en víðast
annarsstaðar. Þá tel ég að þeir
ásamt Bandaríkjamönnum, Japön-
um og Dðnum séu hvað þróaðastir í
heimsverslun. Það er eftirtektar-
vert, að á eftir Englendingum hafa
fslendingar og Gyðingar spjarað
sig hvað best af landnemunum
þarna vestra. Tunga og menning
Islendinga eru betur þekkt þarna
en nokkurs staðar annars staðar í
veröldinni og þótt Kanada sé oft
kallað bræðslupottur erlendra
þjóðerna, er menningarleifð þeirra
svo rík, að það er áberandi gott að
vera íslendingur í Kanada. Það er
alveg víst að þessi ár mín þar verða
mér ógleymanleg og ég mun búa að
þeirri þekkingu og reynslu sem ég
öðlaðist þar alla ævi.
Mér er minnisstætt eitt atvik frá
dvöl minni þar. Ég var á gangi i
Winnipeg og spurði þá gamla indí-
ánakonu til vegar. Hún spurði mig
hvaðan ég væri og þegar ég sagði
henni að ég væri frá íslandi ávarp-
aði hún mig á vel skiljanlegri ís-
lensku. Hún sagðist vera uppalin í
fslendingabyggðunum í Lundum i
Manitoba. Hún verslaði við íslensk-
an kaupmann sem þar var og af
honum og öðrum lærði hún að gera
sig skiljanlega á íslensku. Það hef-
ur alltaf verið mjög gott samband
milli fslendinganna og indíánanna
og reyndar Úkraínumannanna líka,
sem voru nábúar f slendinga á land-
námsárunum. Það var góð sagan
sem ég heyrði um daginn frá
Vestur-íslendingi sem hér var.
Menn nauðlentu á flugvél einhvers
staðar á Winnipeg-vatni. Fyrstu
menn sem þeir urðu varir við voru
indíánar. Flugmennirnir kölluðu til
þeirra og spurðu hvort engir hvítir
menn væru I nágrenninu. Nei,
sögðu indíánarnir, hér eru bara
indíánar og fslendingar.
Það er harðgert fólk sem þarna
býr; ég upplifði hitamun frá 50°C í
40°C hita. Þegar vetur eru harðir
hafa Kanadamenn orð á því að best
væri að láta indíánunum þetta land
eftir aftur.
Nú eru Kanadamenn að verða
okkar skæðustu keppninautar á
sjávarútvegssviðinu. Þar reka þeir
mál sín með aðferðum, sem við er-
um alls ekki sammála og bitna á
okkur, búandi við hliðina á mikil-
vægasta útflutningsmarkaði okkar.
Mér finnst að þjóðirnar við Norð-
ur-Atlantshaf, Kanadamenn,
Grænlendingar, Færeyingar, Norð-
menn og Danir, ættu að hafa náið
samstarf um markaðssetningu
sjávarafurða." Ólafur Halldórsson
hefur um margra ára skeið selt
skreið til Nígeríu og hefur oft farið
þangað í söluferðir, bæði einn og
með stærri sendinefndum. Hann á
margar sögur að segja frá þeim
ferðum, enda segir hann að fátt
vaxi honum í augum i viðskiptum
eftir að hafa ferðast á eigin spýtur
um þetta stóra og margbrotna
land.
„Ég var eitt sinn staddur i Kanó
í NorðurNígeríu einn míns liðs og
átti pantað flug til Lagos kl. 10 að
morgni. Eftir að hafa setið einn í
steikjandi sólarhitanum i sex
klukkutíma innan um innfædda og
beðið flugvélarinnar birtist hvítur
maður og settist hjá mér. Við tók-
um tal saman. Hann var frá Birm-
ingham í Englandi, en hafði starf-
að um tveggja ára skeið hjá
frönsku fyrirtæki í Nígeríu. Ég
spurði hann hvernig honum líkaði
svo löng dvöl í landinu. Hann sagði
að dvölin þarna skildi svo sannar-
lega mennina frá drengjunum, þeir
veikari gæfust strax upp, hinir
hörðnuðu við hverja raun. Við bið-
um þarna saman í aðra 6 tlma, þá
kom fyrsta flugvélin, en samkvæmt
áætlun áttu að fljúga fjórum sinn-
Ólafúr B. Halldórason
um á milli staðanna þennan dag.
Ég ætlaði að taka töskuna mína og
fara t biðröðina, en Bretinn sagði
mér að taka til fótanna og elta sig.
Við hlupum sem fætur toguðu að
flugvélinni og tróðum okkur inn I
flugvélardruslu frá Capo Air.
Þarna gilda engin brottfararkort
eða önnur formsatriði, bara gamli
málshátturinn sveltur sitjandi
kráka en fljúgandi fær.
Bretinn spurði mig hvert ég ætl-
aði í Lagos. Ég sagði honum að ég
ætlað bara að leita mér uppi hótel
og gista þar. Hann sagði að enginn
hvítur maður vogaði sér að vera
einn á ferli eftir að dimma tæki og
sagðist taka mig með sér heim, því
bílstjórinn hans biði á flugvellin-
um. Ég lét nú í ljós vafa yfir að
bílstjórinn biði enn 6 timum eftir
að flugvélin átti að koma. En hann
sagði bara: „Þeir eru vanir að bíða
hér,“ og reyndist það sannmæli.
Þarna er öll venjuleg þjónusta
menningarþjoða í molum.
Síminn er sjaldan í Iagi, raf-
magnið fer og kemur oft ekki fyrr
en eftir marga klukkutíma og sama
er að segja með vatnið. Ég lenti
aldeilis í því daginn eftir. Indversk
hjón höfðu boðið mér f mat og ég
ætlaði að drífa mig í bað eftir
vinnudaginn. Þegar ég var búinn að
sápa mig fór vatnið af og þegar það
var ekki komið aftur eftir korter,
fór ég í ísskápinn og sótti þangað
tveggjalítra flösku af drykkjar-
vatni og notaði til að skola af mér
sápuna. Það er sagt þarna að það
mætti leysa verulega úr umferðar-
öngþveitinu með því að koma síma-
kerfinu í lag, því fólk er orðið vant
þvi að betra sé að keyra 20—30 km
til að hafa samband við mann, en
að reyna að hringja.
Mér finnst oft vera talað um
framleiðslustéttir og þjónustu-
stéttir hér hjá okkur og þá um
þjónustustéttirnar sem afætur. Ég
lærði það í versló í gamla daga að
öll sú starfsemi, sem miðar að því
að koma vöru til neitenda, sé fram-
leiðsla. Ég vil meina að verslun-
armenn séu ekki siður mikilvægir
en margar aðrar stéttir sem að
framleiðslu vinna. Góðir verslun-
armenn skapa þjóðinni gífurleg
verðmæti með hagstæðum inn-
kaupum og góðum árangri í sölu-
málum. Því má þjóðin aldrei
gleyma," sagði Ólafur Halldórsson
að lokum.
Úlfar
Svissað á nótu í Sportbæ
ef veskið er tómt
Helfossi 28. júli.
„Svo á ég hérna myndarlega regnhlíf handa þér,“ sagði Ársell Árselsson
í Sportbe við golfara sem var að versla. „Skelltu þér bara á hana, þetta er sú
síðasta. Þú svissar bara á nótu ef þú átt ekki fyrir henni og svo er líka að
koma helgi,“ hélt Ársell áfram þegar maðurinn hikaði.
„Það er búið að vera nóg að
gera,“ sagði Ársæll, „tlðin hefur
skapað traffík. öll vikan er í sjálfu
sér búin að vera eins og föstudagur.
Maður heldur alltaf að verði lítið
að gera þegar gott er veður en þá er
ailtaf mikið að gera, fólk slappar af
og kemur til að skoða," sagði Guð-
rún Kjartansdóttir, kona Ársæls,
sem einnig var við afgreiðsiu.
í Sportbæ hjá Ársæli er margt
að skoða. Þar eru allar helstu
sportvörur og sérvörur fyrir ýmsar
greinar íþrótta. Leikföng og við-
legubúnaður fylla margar hillur
ásamt sportlegum fatnaði.
„Til að þetta gangi er um að gera
að hafa umsetninguna passlega,
kaupa lítið inn en oftar,“ sagði Ar-
sæll þegar talið barst að því hvern-
ig verslunarrekstrinum gengi þetta
árið, og hvort ekki séu átakasprett-
ir í þessari starfsgrein eins og svo
mörgum.
„Sem betur fer ólst maður upp
við útgerð og verslun og fjölbreytta
starfshætti í Eyjum. Maður vann
þar og býr að þvi núna. Það er nú
komið á þriðja ár frá þvi maður
hefur tekið almennilegt fri. Ekki
víst að maður fari neitt sérstakt
um verslunarmannahelgina en i
haust fer maður í frí,“ sagði Ár-
sæll.
Fólk streymdi inn og út úr búð-
inni og lítill tími var til skrafs þó
þau hjónin gæfu sér tíma til að líta
upp öðru hvoru.
„Það er mjög gaman að vinna
hérna á sumrin, það er svo fjöl-
breytilegt fólk sem kemur hér inn,“
sagði Guðrún, „og það er beðið um
ótrúlegustu hluti, jafnvel um
saumnálar hérna í sportvörubúð.“
Sig. Jóns.
MorgunbladiA/Sig. Jóna.
Ársæll Ársælsson og Guðrún Kjartansdóttir fyrir utan rershin
sína.
Vfikuferðir til Færeyja í ágúst
Ferðaskrifstofa ríkisins og Austfar h/f Seyðisfirði vekja athygli á hagstæðum Færeyjaferðum í ágúst.
Flogið frá Reykjavík, siglt með Norrænu frá Seyðisfirði. Dvalið á Hótel Borg í Færeyjum, morgunverður innifalinn.
Brottför alla fimmtudaga. Hagstætt verð.
Ferðaskrifstofa Rikisins, s. 91-25855 og Austfar h/f Seyðisfirði, s. 97-2111.
>Tf7 ■ » ■ ■ r 1 ■ ar~‘ y “___Jyfr
•••tiHiiiiiiiiiiiniiiia 11111111111111111111 111111111111111
.......... iiiia • •1,1 ■ *' 1 * * '
SMYRIL—LINE •