Morgunblaðið - 03.08.1985, Side 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B 13
ið með póstferðum
Guðlaugur Pálsson er bú-
inn að starfa að verslun í 69
ár. Hann er enn að og hjá
honum er því mikið vðru-
úrval og sérstætt að koma
og versla við hann. Við
röbbuðum saman og hann
dró fram úr pússi sínu
fyrstu bókhaldsbókina frá
1917 þar sem um var að
ræða innkaup og sölu á vör-
um. Ég varð að kaupa papp-
ír í þessa fyrstu bókhalds-
bók mína og láta binda
hana inn hér á Bakkanum,
sagði hann. Það var ekki
svo björgulegt þá, að það
væru til bækur til þess að
færa inn í. í tvö ár leigði ég
hús undir verslunina af Sig-
urði Guðmundssyni. Ég var
fyrst hjá honum í tvö ár,
leigði síðan í tvö ár og upp í
leiguna fór ég í póstferðir
til Selfoss og Stokkseyrar
tvisvar í mánuði á hvorn
stað á vetrum og fjórum
sinnum á sumrin. Þannig
greiddi ég húsaleiguna.
Hræddur við
gjaldþrot í
30—40 ár
Ég byrjaði strax á ný-
lenduvörum, keypti restina
frá Sigurði sem er afi Þor-
steins Pálssonar, faðir Páls.
Ég keypti aðra íbúð um leið
og þar var mikið af vörum
sem kostuðu alls 8500 kr.
Þær keypti ég af Bergsteini
Sveinssyni. Þegar Sigurður Guð-
mundsson hætti, þá bauð hann
mér að taka við. Ég lét flytja vör-
urnar 3. des. og það var svo mikil
ófærð að ég varð að fá menn úr
næstu húsum til þess að ýta á
sleðann og hjálpa hestinum yfir
mestu skaflana. Þá var enginn
vörubíll hér. Ég var strax með
margar vörutegundir á boðstólum,
vefnað, pappír, matvöru. Ég pant-
aði mikið inn beint að utan. Ég
man eftir því að einu sinni pantaði
ég frá firma í Þýskalandi rétt í
VE
ti Íiís
Myndina tók Haraldur Blðndal
Gudlaugur PUsaon kaupmaður fyrir utan rerslun sína í Sjónarbóli um 1920. Guðlaugur byrjaði að rersla sjálfur 1917. Fyrstu tvö írin rar hann f
leiguhúsnæði, en írið 1919 keypti hann Sjónarhól (Settubús), sem þí rar ekki nema ein hæð með lágu risi. Síðan hefur Guðlaugur stækkað húsið, en
innréttingar í rersluninni ern að stofni til þær sömu f dag og þegar hann byrjaði þar sro ekki hefur rerið tjaldað til einnar nætur. Til rinstri á myndinni
sér í Garðsbús (Jónasarhús) og til bægri er Garðbær (Völubær).
endann á fyrra stríðinu, J.G.
Dibbern hét fyrirtækið. Ég pant-
aði hjá þeim fyrir 5 millj. marka
en það gerði á 6. þúsund krónur.
Markið komst niður í hálfan eyri.
En þá var varan send í pósti frá
Þýskalandi til Reykjavíkur.
Ástæðan fyrir því að ég fór að
versla var einfaldlega sú að Sig-
urður hætti og bauð mér að taka
við. Ég hafði ekkert gaman af að
versla og ætli það hafi ekki verið
svona 30—40 ár sem maður var
alltaf hræddur við gjaldþrot.
Varð að rölta heim
með drauminn um
sjómennsku í
sjópokanum
En maður hafði bara ekkert
annað að gera þá, var búinn að
vera í erfiðisvinnu, í síld á Siglu-
firði 1914 þegar stríðið byrjaði en
þar vann ég við að kverka og salta.
Árið 1914 hafði ég reyndar ráðið
mig til sjós, því ég hafði einlægan
áhuga á að komast á sjóinn. Ég
hafði fengiö ráðningu á gufuskipið
Ingólf sem gekk milli Reykjavíkur
og Eyrarbakka og það var Sigur-
jón P. Jónsson skipstjóri sem réð
mig sem háseta. Þegar ég hins
vegar kom að skipshlið með sjó-
pokann minn í Engey var Sigurjón
þar fyrir og sagði að það gengi
ekki með ráðninguna, því skrif-
stofan hefði verið búin að ráða
mann. Ég átti því engra kosta völ,
en enn í dag er ég sannfærður um
að þarna var ekki allt sem sýndist.
pokann minn og rölta með draum-
inn minn um sjómennsku heim á
ný og í skósmiðina. Ég var i
skósmíðanámi í 3 vetur, en hafði
enga eirð í mér í skósmíðinni. En
hins vegar var ég lengi með skó-
fatnað í versluninni hjá mér frá
Lárusi G. Lúðvíkssyni. Nei, þetta
var erfitt oft og tíðum og maður
varð jafnvel að sniðganga ýmsar
götur i Reykjavik hjá heildsölun-
um svo að maður sæist ekki út um
gluggana. Svona var nú það, fá-
tæktin var svo mikil.
„Ekkert að hætta
þótt árín séu orðin 69
í versluninni“
— segir Guðlaugur Pálsson kaupmaður á Eyrarbakka
í bók Haraldar Blönd-
al, Ljósmyndarinn í
þorpinu, gömlum
myndum frá Eyrar-
bakka, er mynd af
Guðlaugi Pálssyni
kaupmanni. Myndin er
tekin fyrir utan verzl-
un hans árið 1920, en
Guðlaugur sem fædd-
ist 1896 hóf verslun á
Eyrarbakka 4. des-
ember 1917. Enn er
Guðlaugur Pálsson að
versla í sama húsinu
og hann verslaði í þeg-
ar myndin var tekin.
•:»........
Sigurjón var vel kunnugur mínu
fólki og þótt enginn hafi nokkurn
tíma viljað við það kannast þá er
ég sannfærður um að mitt fólk
hefur haft samband við Sigurjón
og haft á móti því að ég færi til
sjós og að það hafi ráðið úrslitum
hvernig fór. Ég varð því að axla
er sérlega falleg og raðað í billurnar á listrænan hátt
þá staögreiöi ég, ef þeir senda
hana til mín þá sendi ég alltaf
greiðslu sama daginn og varan
kemur. Ég fékk afslátt út á þetta
greiðslufyrirkomulag löngu áður
en það þekktist í raun og veru.
Enn skipti ég við suma sem ég
byrjaði að skipta við í byrjun fyrir
69 árum, Johnson & Kaaber og
Nathan & Olsen.
Hálf kolaskip, hálft
timburskip og allt
þar á milli
Stundum varð líka að leggja í
Morguoblaðið/Árni Johnaen
í kjallaranum undir búðinni er rúmgóð geymsla og
þar er elcki síður snyrtimennska en annarsstaðar í
fyrirtækinu, jafnrel gosdrykkjaflöskum stillt upp
eins og eltir lóðbretti.
Komið úr kjallaran-
um upp í búðina.
stór verkefni. Einu sinni fékk ég
hálft timburskip á móti kaup-
manninum á Stokkseyri. Það var
frá Danmörku, liklega 1928. Það
voru alveg ágæt viðskipti fyrir
mig. Sjötíu þúsund krónur þá
kostaði farmurinn og það var mik-
ið. Egill Thorarensen fékk sem
oftar kolaskip og gat ekki selt
nema helminginn vegna fátæktar
og ég keypti hinn helminginn. Það
var líka ágætt fyrir mig.
Sölumenn byrjuðu snemma að
koma hingað á Bakkann sem aðra
staði landsins. Mest var þetta
matvara sem seld var áður, en nú
koma stundum þrír sölumenn á
dag til þess að bjóða sælgæti. Á
sínum tíma var mikið um það að
menn væru í mánaðarreikningi.
Það var miðað við mánuðinn í
gamla daga. Það gekk misjafnlega
en Eyrbekkingar hafa yfirleitt
verið ákaflega skilsamt fólk. Nú er
vöruúrvalið langtum meira og
kröfurnar meiri um leið.
Islandsmet
rúðuglerskurði
Frá upphafi í versluninni þessi
tæp sjötiu ár, hef ég verið með
allar tegundir af matvöru á boð-
stólum og líklega hef ég skorið
langflesta kílómetra af rúðugleri
sem nokkur íslendingur hefur
skorið, eða frá 1915—1975 þegar
tvöfalda glerið náði yfirhöndinni.
Lengdin í gleri sem ég hef skorið
er ugglaust mörgum sinnum milli
Reykjavíkur og Eyrarbakka. Sumt
er þó eins og forðum, t.d. er sírópið
í sams konar umbúðum og frá því
að ég man eftir. Hér voru nokkrir
kaupmenn á sínum tíma samskipa
mér, ólafur Helgason, Þorkell
Ólafsson og Sigurður Kristjáns-
son. Við vorum ákaflega lengi
saman fjórir hér og samkomulagið
og samstarfið var ágætt. Lengst af
hafði ég opið frá 8—8, en nú hef ég
opið frá 9.30—2 og 8—9.30 á kvöld-
in. Nei, nei, ég er ekkert að hætta,
þótt árin séu orðin 69 í verslun-
inni, ég gæti ekkert gert annað. Ég
dunda við þetta einsamall en hver
veit nema maður taki sig einhvern
tíma til og setjist að á Borginni.
Þar bjó ég oft áður og þar var
ljómandi gott fyrir mig að vera.
Eg á innkomu þar þegar ég vil.
Einu sinni kom ég seint um
kvöld á Borgina til gistingar.
Dyravörðurinn sagði að allt væri
fullskipað. Ég bað þá að útvega
mér pláss einhvers staöar annars
staðar þótt ég hefði alltaf gist hjá
þeim. Málið var athugað og það
kom í ljós að það voru til tvö her-
bergi samliggjandi. Mér bauðst
annað herbergið upp á það að lok-
að væri á milli en varð að borga
tíu krónur í stað 5,75, sem ég var
vanur að borga fyrir hehbergi á
Borginni. Ég varð að láta mér
þetta lynda til þess að fá húsa-
skjólið en dýrt þótti mér það.
Keypti stundum meira
af kartöflum en
skynsamlegt var
Áuðvitað lenti maöur oft i ýmsu
hér áður fyrr, smávegis karpi eins
og gengur út af einu og öðru, en
allt leystist það farsællega. Ég
þurfti oft að kaupa allar kartöflur
hér á svæðinu þótt það væri
kannski ekki mjög skynsamlegt að
gera það. En þetta hefur gengið
ljómandi í heildina. Hér er ágætis
fólk, kurteist fólk og opinskátt, al-
veg ágætis fólk.
Reykjavíkin hefur
oft verið metin dýrt
Jú það er rétt, ég lagði minn
hlut í bryggjuna hér þegar hún
var fyrst steypt, líklega í kringum
1926 eða 1928. Ég keypti 15 hluti
fyrir 1.500 kr. Þá var til saman-
burðar tímakaupið á klst. fyrir
Reykvíking í snjómokstri á Hellis-
heiði ein króna. Hins vegar hafði
Eyrbekkingur 90 aura á klst. fyrir
sömu vinnu. Svona var nú það.
Reykjavíkin hefur oft verið metin
dýrt. Ekki gat maður nú brunað á
milli í þá tíð eins og nú er hægt og
einu sinni man ég eftir því á leið-
inni til Reykjavíkur að vetrarlagi
að snjórinn var svo mikill aö á
miðju fjallinu þar sem við gáfum
hestunum hey — en við vorum ríð-
andi — þá gátum við sest hvor á
sinn símastaurinn. Svo mikill var
snjórinn og svo mikið var harð-
fennið að ríða mátti á svo djúpum
snjó.
Nei, ég hafði aldrei neitt út úr
bryggjunni þó það færu miklir
peningar í þetta frá mér. En hún
gerði sitt gagn og það varð að gera
ýmislegt fleira en gott þótti. Eitt
árið varð ég að kaupa um 700
hundrað punda kartöflupoka. Hjá
sumum dugði sú framleiðsla sem
þeir áttu i pokafjölda fyrir úttekt
fram eftir árinu. — En ég hef
aldrei haft skemmtun af að versla.
Þetta var og er fyrst og fremst
starf, en allt er hægara nú en áð-
ur, þegar t.d. þurfti að treysta á
sleða og hesta. Það voru lika upp-
ákomur. Einu sinni varð ég að
geyma vörur frá Reykjavík i viku
úti á ísnum á Fljótinu um miðjan
vetur og láta standa vakt við sleð-
ana, því pest sem gekk í Reykjavík
varð þess valdandi aö læknar
stöðvuðu vöruflutningana inn í
þorpið. Vagnarnir og sleðarnir
voru geymdir úti á ísnum og það
var dýrt að láta vakt vera yfir vör-
unni en svona gekk það nú samt
fyrir sig. Þannig hefur margt
komið til á langri leið en þetta
hefur gengið frekar snurðulaust
og farsællega.
Verslun Guðlaugs
Héðan sópuðust
allir verkfærir
þegar herinn kom
Ég reyndi fljótlega að ná í allar
íslenskar vörur sem hægt var að
ná í hér í nágrenninu og mestöll
mín verslun var vöruskipti. Ég
keypti af fólki kartöflur, gærur,
garnir og sundmaga og margt
fleira, rófur og gulrætur. Ég seldi
héðan fyrstu kartöflurnar til
Reykjavíkur og hafði þá sölu á
höndum í 40 ár. En ég lagöi alltaf
kapp á að reyna að ná í íslenskar
vörur hér á svæðinu og koma þeim
í verð. Það er nú meiri munurinn
nú eða fyrstu 20 árin. Þá voru
þetta hrein vandræði í verslun-
inni. Flestallar búðir hættu og það
fór ekkert að lifna við hér fyrr en
herinn kom í Kaldaðarnes. Þá fóru
menn að sjá peninga og þetta
breyttist á lifandi augabragði.
Fram að þeim tíma og langt eftir
1940 voru mikil vöruskipti hjá
mér. En þetta var nú meiri breyt-
ingin með tilkomu hersins, þegar
menn fengu allt i einu greiddar
5,75 kr. á tímann og borgað út
Guðlaugur Pálsson kaupmaður fyrir
utan Sjónarhól árið 1985 í júlímánuði.
vikulega. Hér voru feiknarlega
margir sem unnu fyrir herinn og
héðan sópuðust allir sem voru
verkfærir. Það var furðanlegt
hvað gekk þegar hervinnan
minnkaði en þá kom frystihúsið til
sögunnar og þetta gekk áfram og
hefur verið siðan. En það er margt
sem hefur breyst í þessu, það má
segja að nú sé ekkert staðið við í
búðunum. Oft voru búðirnar
sneisafullar í gamla daga og það
var mikið spjallað. Ég hygg að
slíkt hafi verið hvarvetna á land-
inu, búðin var eins konar sam-
komustaður. En nú staldrar fólk
stutt við.
„Eg staðgreiði alla
vöru sem ég fæ“
Margir menn skiptu hér alla tíð
við mig, en nú er ekkert orðið eftir
af þessu fólki, allt saman farið,
allt þetta gamla fólk. Ég hætti að
panta inn beint frá útlöndum þeg-
ar heildsalarnir yfirtóku umboðin
um stríðsárin. Eg pantaði mikið
beint á milli stríða, en frá 1919 hef
ég verið í þessu húsi, keypti það þá
og lét innrétta fyrir búðina. Þetta
var erfiðast þegar ég byrjaöi. Þá
kom líka spánska veikin til sög-
unnar og það var lokað hjá mér í
þrjár vikur, því stúlkan sem vann
hjá mér lagðist um leið og ég. En
ég hef reynt að halda mínu striki
og í mörg ár hef ég t.d. alltaf stað-
greitt alla vöru sem kemur, en ég
fæ líka afslátt hjá öllum vegna
þess. Ef menn koma með vöruna
Greiddi fyrir
verslunarhúsnæð-
Guðlaugur á skrifstofu sinnL Á borðinu er mynd af konu bans, Ingibjörgu Jónasdóttur listakonu,
sem lést á síðasta ári. Reiknivélarnar á borðinu sem enn eru ínotkun eru yfir 50 ára gamlar.