Morgunblaðið - 03.08.1985, Page 16

Morgunblaðið - 03.08.1985, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985 unum og ég spurði um síðustu fleygu tilsvörin. Það er líklega nú um daginn, sagði Kiddý. Það er búið að vera að klæða verslunina að utan. Þeir voru þar inni í búð- inni, Siggi Gúmm og Grétar Þór- arins, og ég hafði á orði, að það væri nú aldeilis búið að gera búð- ina fina að utan. Þá fóru strákarn- ir að tala um að það mætti nú fara að laga þetta innan dyra líka, það veitti nú ekki af, og þá svaraði Bogi um hæl: „Já,“ en já segir hann oft með misjafnlega löngum tóni. „Ég held að þetta sé alveg nógu fínt fyrir þessa hálfvita sem versla hér.“ Það er mikið spjallað í Eyjabúð um íþróttir og áhugamenn um þau mál líta oft inn i búðina og þannig er Eyjabúð eins konar miðstöð í íþróttaspjallinu, enda Friðfinnur gamalreyndur og snjall íþrótta- maður. Ég spurði Boga að því, hvort hann hefði einhverja reglu í sambandi við sölumennskuna. „Já, eiginlega,“ sagði Bogi. „Ég hrósa aldrei vöru. Frekar dreg úr því. En það virkar ekkert síður. Ég segi mönnum að þeir eigi ekki að kaupa þetta. En það virkar ekkert áþá.“ Afslöppuð búðar- stemmning „Jú, það er mikið um lán í svona verslun. Verst er að eiga við smá- lánin, en öll stærri lán til útgerða „Jú, jú, maður reynir að segja allt fagnandi eins og vera ber,“ sagði Bogi í Eyja- búð þegar við hittum hann að máli í tilefni verslunar- mannahclgarinnar. „Þetta er rétt og slétt búð, það eru eng- in umbrot í manni. Þessi búð, Eyjabúð, var stofnuö 1. nóvember 1953 af fóður mín- um, Friðfinni Finnbogasyni, og var þá strax rekin sem þjónustuverslun við sjó- menn, útgerðar- og iðnað- armenn, með ýmsa smærri hluti í kraminu. Ég starfaði með pabba frá upphafi, en hann hafði þá verið um ára- bil hjá Helga Benedikts- syni.“ Árið 1965 keyptu síðan Finnbogi Friðfinnsson og kona hans, Kristjana Þor- fínnsdóttir, verslunina og hafa rekið hana síðan. Eins konar ráðn- ingarstöö „Um árabil vann Guðbjartur Herjólfsson frá Einlandi í Eyja- búð og Friðfinnur sonur okkar byrjaði fljótlega að vinna á sumr- in í búðinni," sagði Bogi, sem allt- af í daglegu tali er kallaður Bogi í Eyjabúð. En að loknu verslun- arskólanámi Friðfinns árið 1970 hefur hann unnið samfleytt í búð- inni. Það er nú ekki hávaðinn á milli feðganna, sagði Kristjana, kölluð Kiddý í daglegu tali. Nei, það er aldrei ósætti, svaraði Bogi. Já, og ekki neitt sem heitir orðinu hærra, hélt Kristjana áfram. Og Bogi hnykkti á með því að leggja áherslu á að það væri sérstaklega gott að lynda við hann Friðfinn. Kemur það engum á óvart sem kemur í Eyjabúð. Þetta hefur alla Feðgarnir Bogi og Friö- fínnur fyrir utan Eyja- búð. tíð verið persónuleg verslun, sagði Bogi, mikil spjallverslun og stund- um er eins og Eyjabúð sé eins kon- ar áningarstaður og brot af sam- komustað. Hérna voru þeir tíðir gestir, Þorsteinn í Laufási, Guðjón á Oddsstöðum, Siggi i Nýjabæ, Púlli, Ameríku-Geiri og fleiri góð- ir menn. Oft tylltu menn sér niður á bekkinn sem var hér í búðinni, en hann fór nú í gosinu eins og margt fleira, en það kemur kannski að því að við fáum okkur annan bekk síðar. Jú, hér í Eyjabúð er að hluta eins konar ráðningarstöð. Það eru oft hengdar hér upp auglýsingar ef vantar menn á báta og það er mikið hringt hingað utan af landi, spurt um það hvort það séu laus Ljósm. Guðmundur Sigfússon. Fri afgreiðsiu f Eyjabúð. „Hefur alla tíð verið persónuleg rerslun, mikil spjallverslun Kiddí, Kristjana Þorfínnsdóttir, skrifar út reikningana upp í gamla móðinn. Nokkrar góðar af Boga í Eyjabúð Tilsvör og innskot Boga í Eyjabúð eru víðfræg, smella inn í umræðuna eins og af sjálfu sér, án þess þó að nokkuð sé verið að mylja moðið, enda stundum látið sjóða á keipum í orðfari bryggjuspjallsins. pláss. Áður var þetta einnig í Tótaturni, en nú erum við með þetta einir. Svo má segja, að Hafnarfréttirnar renni hér í gegn- um búðina. Það flýgur fiskisagan manna á milli eins og gengur. Það var hins vegar mikil breyting við gosið. Margir eldri mennirnir sem settu svip á bæinn urðu eftir uppi á landi, en það hlýtur nú að stytt- ast í að það fari að koma nýir gamlingjar fram á sjónarsviðið. Jú, margt hefur verið spjallað hér. Ég man t.d. að Þorsteinn í Lauf- ási hafði miklar áhyggjur af þorskinum á sínum tíma, spáði að þess væri stutt að bíða að hann yrði upp urinn. En ekki hefur það nú gengið fram að allur þorskur- inn næðist úr sjónum. Sem betur fer hefur sú spá nú ekki gengið fram, þótt talað hafi verið um ofveiði einnig fyrir nokkrum ára- tugum. Þetta voru hörkukarlar, þessir harðskeyttu Eyjamenn. Þorsteinn og Guðjón voru allir í lýsinu. Oft sá maður þá með þriggja pela flösku á leið í Lifrar- samlagið og ég man að Þorsteinn taldi lýsi sérlega gott fyrir augun. Ási blessaður í Bæ kom alltaf hingað í Eyjabúð, ef hann var þyrstur, að fá sér pilla eða eitt- hvað. Ég hafði sagt honum fyrir löngu að hann skyldi lfta inn og fá sér að drekka ef hann þyrsti og það var alltaf gott að fá Ása. Eg hrósa aldrei vöru Nú er Bogi þekktur fyrir hnytt- in tilsvör og gamansemi. Orð- rómaður sem slíkur í þægilegheit- Fyrir skömmu var Kúti að versla í Eyjabúð, hafði unnið að skveringu trillunnar sinnar, en Kúti er einhentur, missti hand- legg fyrir mörgum árum í slysi. Hann hafði keypt sökkur, öngla og sitthvað fleira, svo orðinn var nokkur þungi. „Þú berð þetta bara með ann- arri hendinni Kúti minn,“ laumaði Bogi út úr sér. „Já, mig munar ekkert um það,“ svaraði Kúti um hæl. ★ Haukur heitir einn ágætis maður í Eyjum, dugnaðarmaður og samviskusamur, en eins og margir í sjávarplássum hefur hann fengið viðurnefni, vin- samlega meint, en ekki sérlega skemmtilegt. Hann þykir hafa nokkuð þreytulegt göngulag og er kailaður fótafúni þegar sá gállinn er á mönnum og tekur því létt sjálfur. Hann kom í Eyjabúð til Boga að kaupa fúa- lög. Um leið og Bogi slengir brúsanum á borðið segir hann: „Á nú að fara að þvo sér um fæturna, Haukur minn?“ ★ Stundum gantast menn og hringja í Boga í misjöfnum er- indum. Einu sinni hringdi einn og spurði Boga hvort hann ætti kústsköft. „Já,“ svaraði Bogi. „Stingdu því þá upp í óæðri end- ann á þér,“ var sagt í símann. „Lengri eða styttri gerðinni?" svaraði Bogi um hæl. ★ Púlli blessaður setti svip á bæinn á sínum tíma en hann er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.