Morgunblaðið - 03.08.1985, Side 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGUST 1985
„Kanntu ekki aö
stela bensíni, hel-
vítis ormurinn þinn?“
Innlit hjá Kidda
í Aratungusjoppunni
Kristínn Sigurðsson i Brautarhóli
Kristinn Sigurðsson á Braut-
arhóli, hann er eins og
ókleifur hamar við fyrstu
kynni en þegar að er gáð
fínnur maður leiðina upp
bergið. Smátt og smátt
kviknar bergið í öllum sínum
fjölbreytileik með mýkt og
snerpu og þannig er þessi
sérstæði maður sem um ára-
tugaskeið hefur séð um
rekstur sjoppunnar í Ara-
tungu og er þekktur fyrir
snaggaralegt tungutak og
gamansamt.
Hann er 83ja ára gamall og hann
afgreiðir gesti og gangandi þegar
þörf er á, hvort sem er á nóttu eða
degi og heldur eigin takti hvað sem
á dynur.
Bensín- og mjólkurverðið
hafa loðað saman
„Ég er búinn aö vera meö bens-
ínsölu síðan lítrinn var á 7,50, það
var fyrir stríð, byrjaði 1937,“ sagði
Kiddi. „Það er svo langt síðan, að
ég meira að segja var að afgreiða
þegar það var skammtað, bensínið.
Ég held að ég sé einn sá elsti i
þessu, sá sem lengst er búinn að
vera með bensínsölu. Lengi fylgdi
bensfnverðið mjólkurverðinu.
Fyrst þegar við létum mjólkina í
mjókurbúið var Iftrinn á 12—14
aura og þá var bensfnið það sama
eða þar um bil. Og það er reyndar
ekki langt frá vegi núna. Ég byrj-
aði hjá OLÍS 1937, var lengi aðeins
með bensin og olfur en með smá-
verslun hef ég verið f um það bil 20
ár, alltaf hér.“
Afgreiði á nóttu og
degi, ef með þarf
„Jú, það er umferð og sala alla
daga, eitthvað smávegis. En það er
lítið um það núorðið að stórir
ferðabílar stansi. Aðallega eru
þetta viðskipti við sveitina og
sumarbústaðafólk. Nokkuö eru
viðskiptin tengd sundlauginni. Ég
reyni alltaf að afgreiða þegar menn
vantar eitthvað, eiginlega hvort
sem er á nóttu eða degi ef með þarf.
Það er nú ekki alltaf gott að leggja
sig á daginn, a.m.k. ekki stundum.
Stundum hef ég aðstoð frá Bjarna
syni mfnum og tengdadóttur minni.
Ég er nú orðinn 83ja ára og vel það.
Síðustu 10 til 12 árin hef ég verið
nær eingöngu við þetta starf en var
áður með bú. Ég kom í Tungurnar
úr Holtunum, byrjaði að búa hér
1932. Þá hafði ég verið austur f
Holtum, f Hreiðri. Ég hafði einnig
verið kaupamaður hjá Skúla á Mó-
heiðarhvoli.
Já, tímarnir eru breyttir. I þá
daga byrjaði maður um miðjan júlf
með orf og ljá f kargaþýfi og það
var ekki hægt að heyja á útjörðinni
nema að slá annað hvert sumar,
helmingurinn var sina. Hér byrjaði
ég með tvær kýr og 38 kindur,
keypti Va úr Stóra-Fljóti á 6.000
krónur og var talinn forrfkur þegar
ég flutti úr Holtunum."
Þú ættir að vita það,
skepnan þín
Nú renndi í hlað hjá kaupmann-
inum ung stúlka og spurði hvað
Royale-sígaretturnar kostuðu. —
Þú ættir að vita það, skepnan þín,
sagði Kiddi um hæl, þú ert búin að
reykja það mikið af þessu; 63 krón-
ur pakkinn.
„Já, mikil skelfing eru umskiptin
orðin mikil. Nú er heyskapurinn
búinn hér í sveitinni eða svo gott
sem. En þannig var þetta nú forð-
um að þegar við vorum rétt byrjuð
að búa, þrátt fyrir allt ríkidæmið
sem menn héldu, þá átti maður
ekki einu sinni að éta. Þá þekktist
reyndar ekki á sumrin nema að éta
tros eitt, ket þekktist ekki þá. Það
var allt verðlaust, lömbin á 7 krón-
ur stykkiö á haustin. Þetta var
1932.
Svo gekk þetta betur og betur
með mikilli vinnu og ég fékk alltaf
mikla og góða aðstoð frá konu
minni, Kristrúnu Sæmundsdóttur
frá Eiríksbakka í Tungunum. Hún
liggur lömuð, blessunin, á spítala,
hefur verið þar f fimm ár. Ég
missti óskaplega mikið þegar ég
missti konuna frá mér. Það er vist
að maður veit ekki hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Það er nú svo.“
Verslunarstarfíð heldur
lífinu í mér
„Jú, það er allt i lagi með versl-
unarstarfið. Veðrið hefur a.m.k.
ekkert að segja f sambandi við
verslunarstarfið. Já mér líkar það,
það heldur lffinu í mér með hreyf-
ingunni. Að liggja hreyfingarlaus
uppi i bæli er engin meining. Ég
hitti fólk hérna og stundum er
sprellað og ýmislegt kemur fyrir
svo það er hlegið og gert að gamni
sfnu, og það styttir daginn.
Það var hollensk kona sem var
hér með fleira fólki fslensku. Það
var hlegið einhver skelfing. Hún
vissi ekkert af hverju var hlegið, en
það lengir lífið að hlæja og hún hló
einhver lifandis ósköp með okkur.
Hún skildi ekkert hvað verið var að
segja.
Jú, mér hefur gengið heldur vel
að afgreiða útlendinga þó svo ég
tali ekkert erlent mál. Ég veit ekki
— ég var kannski svolftill prakkari
f mér áður fyrr, en þetta er allt
farið. Ég kannske segi þér skrýtlur
á eftir sem þú mátt ekki skrifa.“
Nú bar að garði ungan mann sem
snaraði sér inn f sjoppuna með
tóma, stóra flösku, kókflösku.
— Ert það þú skrattinn þinn,
sagði Kiddi. Ertu ekki með spfra á
henni? Strákurinn svaraði neitandi
en spurði hvort hann ætti að út-
vega eitthvað slíkt, það hlyti að
vera auðvelt. — Það verður þá að
vera eitthvað sérstakt, svaraði
Kiddi um hæ), alveg hrútsterkt.
Svo lauk strákurinn viðskiptum.
Nú er vissara að skrifa ekki
„Ja-á, nú er vissara að skrifa
ekki. Það var einu sinni þrennt sem
Egilsstaðir:
Allt til hann-
• •
yrða hjá Oglu
Agla er ein þeirra mörgu sérverslana sem skotið hafa upp kollinum hér á
Kgilsstöðum hin sfðari ár. Hjá Öglu fæst allt til hannyrða, fondurvörur
hvers konar auk ýmiss konar gjafavöru. Tíðindmaður Mbl. hitti eigendur
Öglu, Helgu Aðalstcinsdóttur og Sigrúnu Einarsdóttur, sem snöggvast að
máli í tilefni frídags verslunarmanna.
Við opnuðum þessa verslun hér
í Selási 13 fyrir réttu ári og við-
skiptin hafa aukist jafnt og þétt
síðan. Fjarðamenn versla mikið
við okkur ekki sfður en Héraðs-
menn auk þess sem ferðamenn
eru drjúgur hluti viðskiptavin-
anna á sumrin — sögðu þær
Helga og Sigrún.
Jú, það er rétt, meirihluti
viðskiptavinanna eru konur — en
einn og einn karl kemur nú hér
inn. Sumir eru að sendast fyrir
konuna — aðrir eru handavinnu-
menn og eru að kaupa fyrir sjálfa
sig.
Og hvernig hannyrðir stunda
karlarnir?
Það viröist aðallega vera út-
saumur — en sumir smyrna.
En hvers konar handavinnu-
efni kaupa ferðamennirnir?
Morgvnblaðið/ólafur
Helga Adalsteinsdóttír og Sigrún Einarsdóttír, eigendur hann-
yrða rerslunarinnar öglu.
Það er allur gangur á því.
Flestir ferðamennirnir sem
hingað koma búa f orlofshúsun-
um á Eiðum eða Einarsstöðum —
og það virðist nokkuð algild regla
að konurnar koma hingað á
þriðja degi til að kaupa eitthvað
til hannyrða.
Þið eruð bjartsýnar á hag sér-
verslunarinnar?
Já, já, a.m.k. hvað okkar svið
áhrærir. Við eigum nú orðið
traustan hóp viðskiptavina — og
meðan við leggjum áherslu á
vöruvöndun og hagstætt vöruverð
trúum við ekki öðru en viðskipta-
mannahópurinn stækki frekar en
hitt — sögðu þær Helga Aðal-
steinsdóttir og Sigrún Einars-
dóttir.
— Ólafur
kom hérna inn f búðina til mfn,
karlmaður og tvær konur, og önnur
var allgild og búsældarleg.
— Nú vil ég fá hjá þér stóran
vindil, sagði hún hress f bragði,
verulega stóran og fínan vindil.
— Æ, svaraði ég um hæl, ég á bara
þennan gamla stóra, en hann er
orðinn hálflinur, greyið! Og mikið
var hlegið — mikið var hlegið.
— Kauptu bara gúrku, sagði
maðurinn sem var með konunum,
og benti á gúrkukassann f hillunni
og þá skall nú f lærunum við
hlátrasköllin.
Einu sinni komu hér inn tvær
hálfberar. Það var ekki nokkur lif-
andi mynd á þessum flíkum sem
þær voru í. önnur bauðst til þess
að losa bandið, þetta litilræði. Ég
sagði það nú óþarfa, ég hefði nú séð
annað eins. Jú, það hefur oft verið
glatt á hjalla hjá mér f skúrnum.
En það besta á svæðinu er nú
jarðhitinn, það er það besta af
jörðinni. Ég var lengi búinn að vera
langt frá veginum en nú er ég við
veginn og það eru mikil hlunnindi
að vera í þjóðbraut. Hér skipti um
á svæðinu þegar farið var að setja
gróðrarstöðvarnar upp, þá skapað-
ist vinna. En umskiptin voru ógur-
leg þegar hætt var að vinna fðtin á
heimilunum, þá breyttist margt.
En lengi höfðu synir bændanna
verið þrælar, lengst af þrælar. Þótt
þeir ynnu fyrir árskaupi við sjóinn
á vetrarvertfð þá unnu þeir allt hitt
fyrir ekki neitt heima við, fátæktin
var svo mikil.“
Allt til bóta sem
verið er að gera
„Jú, ég held að þetta sé nú í raun-
inni allt til bóta sem verið er að
gera, allt til bóta. Og hér lifir mað-
ur sínu lífi og reynir að taka þátt i
þessu á sinn hátt — á minn hátt.
Stundum er ég nú ugglaust ekki
með sérlega heflað orðbragð en yf-
irleitt held ég að ég sé nú vel lát-
inn. Þeir hafa verið alveg prýði-
legir hjá Olfufélaginu, það mætti
koma fram. Þeir hafa verið mér
mjög góðir. Og fólk tekur mann
eins og maður er og það er nú víst
það skynsamlegasta til lengdar að
taka hlutunum eins og þeir eru. —
Já, það er svolftil trafík f kvöld. Nú
er sundlaugin opin og þá er hreyf-
ing á fólkinu."
Nú renndi skellinaðra f hlað að
gamla bensfntanknum og strákur-
inn á skellinöðrunni baksaði
eitthvað við tankinn.
— Er hann læstur? Kanntu ekki
á hann? kallaði Kiddi f gegnum
gluggana. — Kanntu ekki að stela
bensíni, helvftis ormurinn þinn?
Bensindælan hrökk f gang og
stuttu seinna kom stráksi inn,
kurteis og þægilegur drengur. —
Geturðu verið þekktur fyrir að
taka svona helvfti lftið bensfn,
sagði Kiddi. — 84 krónur, það er
ekki neitt. Það er svona þegar mað-
ur er blankur, sagði ungi maður-
inn, þá verður maður að láta sér
nægja lítið. — Já, já, þetta kemur
allt, sagði Kiddi. Það er um að gera
að hafa einhvern titring í þessu.
Annar kom að bensíndælunni á
bíl sínum, Jón f Friðheimum. Hann
dældi bensíni á bflinn og kom inn.
— Hvað er þetta? Að hugsa sér allt
þetta bensín — tólf hundruð krón-
ur, sagði Kiddi og dæsti f hálfum
hljóðum. — Helvítis ormurinn
þinn, sagði hann við Jón í Frið-
heimum með fullum þunga, þú tek-
ur alla tómatsöluna frá mér. — Er
það ekki gott hjá mér, svaraði Jón,
annars gæti ég ekki verslað við þig.
Æ, nú er ég ekki með tékkheftið. —
Komdu þá bara á morgun, svaraði
Kiddi.
— Er þetta svona dýrt, sagði
Jón, sem var búinn að ná sér i ein-
hvern varning á borðið. Hann ætl-
aði að borga Kidda með seðlum og
klinki. — Ég er hættur að nota
þessa helvítis peninga, sagði Kiddi.
— En líttu bara í skrána hérna ef
þú vilt bera einhverja andskotans
lygi á mig. — Þeir hlógu báðir.
Þannig var brugðið á leik. Menn
göntuðust og höfðu gaman af lffinu
og tilverunni. Og þannig er það yf-
irleitt f sjoppunni hjá honum
Kidda á Brautarhóli. Hann kemur
til dyranna eins og hann er klædd-
ur og ætiast til þess að aðrir geri
hið sama. Þá gengur þetta stór-
slysalaust undir hinu gamla og
góða kjörorði: Maður er manns
gaman.
Grein:
Árni Johnsen