Morgunblaðið - 03.08.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B 21
Stsrfsfólk Tangans fyrir framan kjörmarkadinn, en gamla rerslunarhúsid er tíl hægri. Lengst til bægri í þessum
raska hópi er Gísli Guðlaugsson framkræmdastjóri.
i
Morgunblaðift/Guðmundur Sigfússon
Tangasræðið 1985, en gamla Sjóbúðin er i miðri mynd. Þar eru allir innriðir upphaflegir í efri hluta hússins.
gekk fram, skiptu þeir upp fyrir-
tækinu. Gunnar rak Gunnar
Ólafsson og Co og Jóhann tók við
Drífandahúsinu og rak þar versl-
unina Drífanda. Gunnar ólafsson
hélt eftir Eimskipafélagsumboð-
inu og versluninni í Tangahúsinu.
Þegar ég byrjaði aftur hjá Gunn-
ari Ólafssyni í desember 1978 var
búið að steypa upp hluta af nýja
húsinu og var þar haldinn úti-
markaður um jólin. í ársbyrjun
1979 hófum við framkvæmdir við
að koma nýju versluninni í gagn-
ið. Var hún opnuð í desember
sama ár, 550 fermetra verslun-
arpláss, og þá tókum við upp
Tanganafnið að nýju á húsnæð-
inu við Strandveg 48.
f sambandi við Eimskipafé-
lagsumboð fyrirtækisins má geta
að Vestmanneyingar tóku veru-
legan þátt í stofnun Eimskips og
mikill fjöldi Eyjamanna átti
hlutabréf og á ennþá, margt eldra
fólk. Stofnun Eimskips var mikil
samgöngubót á sínum tíma fyrir
Vestmannaeyjar, og Eyjar voru
fyrsta og síðasta höfn Eimskipa-
félagsskipanna, bæði við komu
þeirra til landsins og þegar farið
var frá landinu.
Gunnar Ólafsson
og Co hf. 75 ára
í desember
Þegar nýja verslunin var tekin
í notkun, 1979, hafði verslunin
verið í sama húsinu frá því í byrj-
un þessarar aldar. 1983 var síðan
byrjað að byggja tveggja hæða
hús norðan við nýja húsið. Er
hvor hæð 400 fermetrar þannig
að verslunarhúsnæðið í dag er
um það bil 1300 fermetrar. Og við
fluttum inn í nýjasta húsnæðið í
febrúar 1985. En Tangaverslunin
í þeirri mynd sem við rekum
hana í dag, þ.e. undir Gunnars
ólafssonar-nafninu, verður 75
ára á þessu ári, í desember.
Verslunin er nú rekin sem stór-
markaður með matvörum, hrein-
lætisvörum, búsáhöldum, leik-
föngum og fínni gjafavörum. Þá
er kjötvinnsla, þar er heitur mat-
ur í hádeginu og segja má að allt
húsnæðið sé komið í gagnið eins
og það á að vera. Á föstum laun-
um hjá fyrirtækinu eru 25
manns, en hluti af þeim starfs-
mönnum er hálfs dags fólk. Við
höfum verið með mikið af lausa-
fólki í kringum reksturinn á Eim-
skipsumboðinu og má marka það
af því að við erum með 300 launa-
miða á ári, margs konar íhlaup í
útskipun og slíkt.
Eimskip vikulega
til Eyja
í vetur hóf Eimskip fasta.áætl-
un á Bretland með gámafisk frá
Vestmannaeyjum hálfsmánaðar-
lega, en segja má að það komi
skip hingað frá Eimskip vikulega,
eða um 50 skip á ári. Einnig er
Eimskip með flutninga f gegnum
Herjólf vikulega á flutningavögn-
um. Við fluttum hingað um
800—1000 tonn á sl. ári, en héðan
með Eimskip fluttum við 10—12
þús. tonn af freðfiski auk gáma
og þar að auki saltsíld, saltfisk og
loðnumjöl. Lóð Tangans og Gunn-
ars Ólafssonar er um það bil 9000
fermetrar að stærð og er það eina
erfðafestueignarlóðin sem eftir
er f Vestmannaeyjum fyrir utan
ríkislóðir. Tanginn er lang-
stærsta verslunin í bænum í um-
-setningu í dag, bæði í húsrými og
veltu. Hún er næst í röð skatt-
greiðenda á eftir fiskvinnslunni
og segir það sína sögu. Veltan
tólffaldaðist á Tanganum þegar
við fluttum inn í nýja húsið 1979
og viðskiptin hafa aukist stöðugt
síðan. Við höfðum alltaf náð tölu-
vert fram yfir verðbólguþróunina
í veltu og oft verið 50% hærri á
ári en verðbólguþróunin. Rekstur
fyrirtækisins hefur þannig geng-
ið vel, enda hefur verslunin borg-
að tekjuskatt öll síðustu ár, en
það heyrir frekar til undantekn-
inga að verslanir borgi tekju-
skatt, sagði Gísli Guðlaugsson að
lokum.
Grein:
Árni Johnsen
Frjáls sem
Himinn
ugimn
fluaoabíl
i
FERÐUMSTMB
FEWAMmÖÐINNI
15.736
Flug og bíll verð kr. 15.736 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför laugardag.
15.736
Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.736.
barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför föstudaga.
STOKKHÓLMUR19309
Flug og bíll verð kr. 19.309 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 8.800. Brottför föstudaga.
Flug og bíll verð kr. 14.861 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför laugardaga.
14.861
13.251
Flug og bíll verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga.
LUXEMBOURG 14.524
Flug og bíll verð kr. 14.524 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför alla föstudaga
og laugardaga.
15.443
Flug og bíll verk kr. 15.443 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga.
KAUPMHÖFN 16.578
Flug og bíll verð kr. 16.578 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 7.600. Brottför laugardaga.
FRANKFURT 14.467
Flug og bíll verð kr. 14.467 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför sunnudaga.
SALZBURG
12.244
1
ÞYSKU SUMARHUSINa. A..
í OBERALLGÁU 14.045
Flug og bíll verð kr. 12.244 miðað við 4 í bíl,
barnaafsláttur kr. 5.200. Brottför miðvikudaga.
Oberallgáu tilheyrir Bæjaralandi, sem af mörgum er talið eitt
fegursta hérað Þýskalands. Bæjaraland er skógi vaxið, með
djúpa dali, tignarleg fjöll og gömul fögur þorp. Flug/bíll/íbúð:
Hjón með tvö börn 1 viku kr. 14.045.- per mann. Ma. er innifalið
söluskattur og kaskótrygging v/bfls.
HSFERDA..
l!Si MIÐSTODIIM
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133