Morgunblaðið - 03.08.1985, Side 22
22 B
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
Ég hef aldrei getaö
tekið mér frí um
verslunarmannahelgina
Morgunblaðid/Olafur
Gunnar Gunnarsson, kaup-
maður í Gaggabúð.
aukana og að lokum varð ekki aft-
ur snúið.
— Er það rétt sem ég hef heyrt
að fáist varahluturinn ekki hjá
Gagga sé hann að öllum líkindum
ófáanlegur?
Ætli þetta sé nú ekki tilkomið
af því að ég hafði það lengi vel
fyrir nokkurs konar tómstunda-
gaman að verða mér úti um vara-
hluti í Willys-jeppana góðu, gömlu
— enda voru flestir ferðalangar á
fyrstu árum mínum hér á slíkum
farkostum.
— Áttu enn slíka varahluti?
Ja, jú, hvað skal segja. Ætli ég
eigi ekki sitthvað í árgerð 1946.
— En hafa ekki orðið miklar
breytingar í varahlutaversluninni
á undanförnum árum?
Jú, miklar. í fyrsta lagi hefur
bifreiðategundum fjölgað um all-
an helming og svo hafa bensín-
stöðvarnar í æ ríkari mæli tekið
upp sölu ákveðinna varahluta sem
hefur komið verulega við rekstur
hinna hefðbundnu varahlutaversl-
ana. En hvað um það. Eins dauði
er annars brauð — er ekki svo?
— Eru varahlutaverslanir
þungar í rekstri?
Já, því ber ekki að neita. Fyrst
og fremst vegna þess að við verð-
um að sitja uppi með dýran lager
lengur en flestar aðrar verslaiiir
— og nú eru smávörurnar eins og
kerti og platínur horfnar inn á
bensínstöðvarnar og jafnvel keðj-
urnar líka — þannig að lagerinn
íþyngir okkur meira en áður.
— En hvernig veistu hvaða
varahluti þarf helst að hafa á
boðstólum?
Maður verður að hafa spurnir
um hverja og eina bíltegund og
afla vitneskju um hvað bilar helst
í hverri þeirra.
— Og þú átt viðskiptavini víða?
Já, ég býst við að sala skiptist
nokkuð jafnt milli póstkröfusend-
inga og sölu yfir búðarborðið.
Annars hefi ég haft þann háttinn
á að senda Austfirðingum vöruna
án kröfu — en síðan sent bréfa-
kröfu eftir á — enda liggur
mönnum yfirleitt á svona vöru. Og
Austfirðingar eru einstaklega
skilvísir og heiðarlegir. Ég hefi
nær aldrei orðið fyrir minnstu
skakkaföllum vegna þessara
viðskiptahátta. Menn hér kunna
að meta snögga þjónustu og að
þeim sé treyst. Já — og svo á ég
viðskiptavini nánast úti um allt
land og auk þess hefi ég selt nokk-
uð til Færeyja.
— Þú ert þekktur fyrir frjáls-
legan opnunartíma verslunarinn-
ar.
Já, ég reyni að hafa opið fram
eftir kvöldi og einnig um helgar —
a.m.k. yfir ferðamannatímann.
Það er eins gott. Annars er maður
bara sóttur heim — ef eitthvað
vantar.
— En tekurðu þér ekki frí um
verslunarmannahelgina?
Nei, ég hefi aldrei getað tekið
mér frí um verslunarmannahelg-
ina. Þá er yfirleitt mest að gera og
brýnust þörf fyrir þjónustu svona
verslunar — segir Gunnar Gunn-
arsson, kaupmaður i Gaggabúð.
- Ólafur
Pétur Pétursson kaupmaður. MorgunblaOia/Sig. Jóna.
Fólk ætti aö eiga
úr til skiptanna
engu síður en skó
Rætt við Gunnar Gunnarsson í Gaggabúð
til komin — segir Gaggi — að
fyrstu ár mín hér á Egilsstöðum
var ég kostgangari í mötuneyti
Kaupfélags Héraðsbúa í Tehúsinu
svonefnda. Þá voru Sovétmenn
nýbúnir að senda fyrsta mannaöa
geimfarið á loft — og eins og allir
vita hét geimfarinn Gagarín. Mér
þótti mikið til þessa koma og varð
sjálfsagt nokkuð tíðrætt um þetta
á matmáls- og kaffitímum — þar
til einn félagi minn segir sem svo
að ég sé nú bara einn helvítis Gag-
arín — og eftir það hefi ég sjálf-
sagt oftar verið kenndur við
Gagarínsnafnið en mitt eigið.
— Þú hefur þá ekki tekið þessu
illa?
Síður en svo. Ég hafði gaman af
þessu. Krakkarnir hér voru fljótir
að grípa þetta og hafa aldrei kall-
að mig annað. Lengi vel, meðan
þorpið var minna, sendi ég öllum
fermingarbörnum heillaóska-
skeyti frá Gagga. Einu sinni var
hringt hingað í varahlutaverslun-
ina og spurt hver þetta væri.
Gunnar — svaraði ég. Er Gaggi
við? — var þá spurt. Ég skal at-
huga það — sagði ég — og svaraði
svo sem Gaggi. Þetta var utanbæj-
arsimtal og ég gat ómögulega ver-
ið að hrella manninn með því að
Gunnar og Gaggi væri sami mað-
urinn. Já, þessi nafngift virðist
hafa borist víða.
— En hver voru tildrög þess að
þú hófst rekstur varahlutaversl-
unar hér?
Fyrstu ár mín hér á Egilsstöð-
um vann ég á Vélaverkstæði
Steinþórs Eiríkssonar. Þá voru
2—3 flugferðir á viku hingað til
Egilsstaða og aðrar áætlunarferð-
ir til höfuðborgarsvæðisins enn
stopulli — og biluðu farkostir
ferðalanga hér — sem var alls
ekki fátitt í þá daga — voru þeir
oft illa settir. Svo ég fór að eiga
algengustu varahluti í verkfæra-
skápnum mínum á verkstæðinu.
Og smám saman færðist þetta í
Kinn eisti og rótgrónasti kaup-
maðurinn hér í Kgilsstöðum er
Gunnar Gunnarsson eða Gaggi eins
og hann er oftast nefndur í daglegu
tali. Hann hefur rekið varahluta-
verslun hér síðan 1%2 — Varahluta-
verslun Gunnars Gunnarssonar —
sem raunar hefur gengið manna á
meðai undir nafninu Gagarín-mag-
asín eða Gaggabúð.
Þessi nafngift — sem ég vil
leyfa mér að kalla svo — er þannig
Velta fjármunanna
innan héraðs
skiptir öllu máli
Sdfoori, 27. júlí.
„Ætli vandamálið hérna sé ekki það að fólkið noUr peningana alla í
maUrkaup og það á lítið í afgang til að kaupa annað,“ sagði Pétur Pétursson
í Radíó- og sjónvarpsstofunni við Austurveg á Selfossi. „Annars hef ég grun
um,“ hélt hann áfram, „að breytingar í peningamálum, tilkoma verðbréfa og
hávaxUreikninga hafa valdið ákveðnum breytingum. Fólk fer frekar með
peningana í banka og geymir þá en að eyða þeim strax, eins og það gerði í
mestu verðbólgunni. Verslun í vörum sem ég er með er mun minni en áður.
Hljómplötusala er nánast dottin uppfyrir eftir að Rás 2 kom til sögunnar.
Fólk á yfirleitt góð hljómflutningstæki og tekur óspart þessa dægurtónlist
upp í stereó."
fyrst að hlutunum hér fyrir aust-
an áður en það fer til Reykjavik-
ur.“
Á meðan staldrað var við hjá
Pétri hafði hann í ýmsu að snúast,
stúlka keypti ryksugupoka, kona
fann álitlegt krullujárn, tveir
herramenn á ferðalagi keyptu út-
varp í bílinn til að geta hlustað á
rás 2 og piltur keypti hljómplötu.
Þegar Pétur leit upp var hann
spurður um þjónustuhlutverk
kaupmannsins.
„Tilsögnin hjá manni er helst
fólgin í því að útskýra möguleik-
ana sem hlutirnir bjóða upp á og
maður reynir að gefa þær upplýs-
ingar sem gera fólkinu kleift að
ákveða hug sinn.“
Þegar jólaörtröðin nálgast má
heyra auglýsingar I útvarpi þar
sem Pétur hvetur fólk til að spara
sér Heiðina og stytta leiðina í
verslanirnar og versla á Selfossi.
Pétur var spurður um þetta atriði.
„Við tókum okkur einu sinni
saman nokkrir kaupmenn og aug-
lýstum þannig að fólk færi síður
til Reykjavíkur I verslunarerind-
um og ég hef haldið því áfram.
Það er nú einu sinni þannig að
velta fjármunanna innan héraðs
skiptir öllu máli. Fólk gerir sér
ekki næga grein fyrir þessu og því
að það skiptir máli þó upphæðin
sé lág. Það er mikil samkeppni í
verslun með rafmagnstæki og það
er nauðsvnleet fvrir fólk að leita
— segir Birta Einarsdóttir úrsmiður
Mér finnst sjálfsagt að fólk eigi
úr til skiptanna. Öllum finnst
sjálfsagt að taka fram spariskóna
þegar þeir búa sig upp á og engum
dettur í hug að fara á þeim í vinn-
una. Hins vegar ganga flestir með
sama úrið hvort heldur þeir eru í
vinnugallanum eða uppáklæddir
— sagði Birta Kinarsdóttir er tíð-
indamaður Morgunblaðsins leit
inn í nýja úra- og skartgripaversl-
un hennar að Lyngási 1 á Kgils-
stöðum í tilefni verslunarmanna-
helgarinnar.
En þetta á sjálfsagt eftir að
breytast — hélt hún áfram. Mér
þykir líklegt að innan tíðar þyki
sjálfsgt að hver og einn eigi úr
til skiptanna — enda hefur verð
á úrum hlutfallslega lækkað hin
síðari ár — og úrið er í æ ríkari
mæli að verða tískuvara.
— Eru íslendingar vandfýsnir
á úr?
Nei, ég held að þeir geri al-
mennt ekki miklar gæðakröfur
til úra. Flestir kaupa ódýr úr —
sem ganga tiltölulega fljótt úr
sér — en auðvitað er þetta mis-
jafnt eins og gengur.
— Eru gömlu handtrekktu úr-
in að hverfa af sjónarsviðinu?
Já, þau eru nær alveg horfin
af hinum almenna markaði. Þó
eru nokkur heimsfræg merki
þeirrar gerðar enn framleidd,
s.s. Rolex, handunnin svissnesk
gæðaúr — sem kosta líka sitt.
Það er stöðutákn að eiga Rolex.
MorgunblaðiS/Ólafur
Úra- og skartgripakaup-
maðurinn Birta Einarsdótt-
ir.
— Hvað kosta úrin hjá þér?
Þú getur fengið úr hérna á
600.- kr. og allt upp í rúmlega
3.000.- kr.
-i Áttu Rolex-úr?
Nei, það er of dýr vara til að
liggja með hérna — en ég er með
ágæt úr handa þér, t.d. Tissot —
sem eru handunnin að verulegu
leyti — og svo Edox og Belinda.
— Er að vænta breytinga á
úrum á næstunni?
Já, það eru ákveðnar breyt-
ingar að ganga yfir núna. Tölvu-
úrin með „digital“-skífunni eru
að hverfa, eru á útsölu um allan
heim, en gamla skifan með tölu-
stöfunum og vísunum að koma
aftur — þótt gangverkið sé það
sama.
— En þú selur líka skart-
gripi?
Já, þð er alltaf talverð sala I
skartgripum hérna, einkum til
hvers konar tækifærisgjafa —
og svo er ég með úrsmíðavinnu-
stofu hér inn af. Margs konar
viðgerðir taka verulegan hluta
af vinnutímanum.
— Og þú hefur nóg að gera?
Já, ég get ekki sagt annað.
Þetta er eina sérverslun sinnar
tegundar á Áusturlandi svo að
viðskiptavinirnir eru víðs vegar
úr fjórðungnum. Ég hóf þennan
rekstur fyrir tæpum þremur ár-
um og til þessa hefur aðstaðan
e.t.v. ekki verið nógu góð en ég
bind miklar vonir við þessa nýju
aðstöðu að Lyngási 1. Hér eru
tvær verslanir undir sama þaki
— og þær eiga áreiðanlega eftir
að styrkja hvor aðra. Verslun-
armiðstöð er líklega það sem
sérverslanir hér á Egilsstöðum
þyrftu að sameinast um til að
tryggja framtíð sína — sagði
Birta Einarsdóttir að lokum.
— Ólafur
Sig. Jóns.