Morgunblaðið - 03.08.1985, Side 23
1 f.íJUA 8 »lK)Au«A«JAJ.ttHULJBtttfttSQaf
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 1985
B 23
Akureyrí
Morgunblaðið/Mats Wibe Lund
Ósanngjarnt
að hafa ekki
stórmarkaðs-
verð
— segir Baldvin
Ólafsson hjá KEA
Verzlunarstjóri í kjörbúð
KEA í Hoephners-húsi á Akur-
eyri er Baldvin Ólafsson. Hann
hefur verið hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga í 42 ár, þar af 41 ár á
sama stað.
„Hingað kemur yfirleitt sama
fólkið," sagði Baldvin, „og þótt
mikið sé farið að beina viðskipt-
um í stórmarkaðina þá er samt
þörf á þessari verzlun enda eru
viðskiptin jöfn og þétt. Þó er
varan ekki á stórmarkaðsverði
hér. Hér í innbænum eru marg-
ir sem hafa ekki tækifæri til að
komast í stórmarkað og hér eru
vörurnar því miður ekki á stór-
markaðsverði sem manni finnst
nú ósanngjarnt. Hingað kemur
yfirleitt sama fólkið og maður
þekkir flesta. Þó er nú töluvert
farið að fækka fólki hér í inn-
bænum miðað við það sem áður
var og flest er þetta fullorðið
fólk. En hér er líka mikil sveita-
verzlun. Ég gæti trúað að Ey-
firðingar væru um þriðjungur
þeirra sem verzla hér að stað-
aldri. Hvað kjörin varðar þá
verður það að segjast eins og er
að þau eru léleg og hafa yfirleitt
verið það í verzlunarstétt. Hvað
ég er með f laun eftir 42 ára
starf hjá kaupfélaginu? Ég hef
fasta eftirvinnu og fer upp í 37
þúsund krónur á mánuði með
íöngum vinnutíma," sagði Bald-
vin ólafsson.
Láglaunavinna
sem maöur
hefur ekki efni
á að vera í
— segir Unnur Þor-
steinsdóttir í Amaro
„Mér líkar þetta starf nokkuð
vel,“ sagði Unnur Þorsteins-
dóttir sem vinnur í gjafavöru-
deildinni í Amaro, „en þetta er
láglaunavinna sem maður hefur
í raun og veru ekki efni á að
vera í. Samt borga þeir betur
hér í Amaro en víða annars
staðar. Ég er með um 20 þúsund
á mánuði en áður en ég kom
hingað var ég ríkisstarfsmaður
á Suðurnesjum og hafði þá 26
þúsund á mánuði þannig að mér
bregður við. Ástæðan fyrir því
að ég réð mig þrátt fyrir þetta
lága kaup var sú að ég var að
flytjast hingað norður og tók
þessa vinnu á meðan ég væri að
svipast eftir öðru sem væri bet-
ur launað. Ef launin væru betri
hefði ég ekkert á móti því að
vera í þessu starfi. Ég hef áður
verið við afgreiðslu og Akureyr-
ingar eru fólk sem gaman er að
blanda geði við.“
Góöar vörur
augiýsa sig
sjálfar
— segir Þrúður Gísladóttir
í Vörusölunni á Akureyri
Vörusalan við Hafnarstræti á
Akureyri er snyrtivöruverzlun
sem rekin er í tengslum við Ak-
ureyrar apótek. Þar starfar
Þrúður Gísladóttir og þegar
spurt var um starfið í sérverzl-
un sagði hún:
„Ég er búin að vera hér í tvö
ár en er að hætta á næstunni af
því að mig langar til að afla mér
sérmenntunar á þessu sviði. Við
höfum gert okkur sérstakt far
um að kynna okkur vel þá vöru
sem við erum að selja en þó finn
ég að talsvert vantar á til þess
að ég geti veitt þá þjónustu sem
ég vil veita og finnst viðskipta-
vinurinn eiga rétt á. Maður
leggur sig fram um að fylgjast
með því hvernig varan líkar.
Viðskiptavinirnir eru fúsir að
láta í té slíkar upplýsingar og af
þeim tekur maður mið og ráð-
leggur fólki í samræmi við það.“
„Gerir fólk sér miklar vonir
um árangur af notkun snyrti-
vara?“
„Já, það held ég fari ekki á
milli mála. Það gerir sér far um
að kynna sér vel hvaða áhrif
vörurnar eiga að hafa og gagn-
rýnir þær síðan ef ástæða er til.
Ef varan hefur líkað vel er hún
keypt á ný.“
„Hafðir þú verið í búð áður en
þú fórst að vinna hér?“
„Nei, ég hafði unnið á elli-
heimili, í þvottahúsi og víðar,
en þegar mér bauðst þetta starf
tók ég því fegins hendi. Mér
fannst þetta æðislega spenn-
andi og lifði eiginlega og hrærð-
ist i þessu fyrsta árið. Eg hafði
þá þegar áhuga á snyrtingu og
snyrtivörum og ég hef svo sann-
arlega ekki orðið fyrir von-
brigðum. Á þessu sviði er alltaf
eitthvað nýtt að gerast, nýjar
vörur að koma á markað og ég
held að fólki sé líka alveg sér-
staklega annt um útlit sitt,
a.m.k. þvi sem hingað kemur til
að verzla. Ég hef gaman af að
selja, þ.e.a.s. ef ég er viss um að
það er gæðavara sem um er að
ræða.“
„Heldurðu þá að eitthvað sé
að marka þau fyrirheit sem
framleiðendur gefa í auglýsing-
um?“
„Ég tek öllu slíku með mikl-
um fyrirvara og það held ég að
viðskiptavinirnir geri yfirleitt
líka. Én i sumum tilvikum held
ég að það standist fyllilega og
þá er verðið á vörunni alls eng-
inn mælikvarði. Til eru ódýrar
snyrtivörur sem eru mjög góðar
og það eru líka dæmi um rán-
dýrar vörur af þessu tagi. En
góðar snyrtivörur auglýsa sig
reyndar sjálfar. Það sýnir sal-
an.“
„Hvað ætlastu fyrir að loknu
námi?“
„Ég hef engar ákveðnar áætl-
anir um það, en það er einkum
tvennt sem kemur til greina, —
að setja upp snyrtistofu eða
fara út í sölumennsku. Hvort
tveggja gæti ég hugsað mér.“
Launin léleg
miðað við
Hagkaup
— segir Kristín Aðal-
steinsdóttir hjá KEA
„Áður var ég hér í föstu starfi
en nú í sumar er ég í afleysing-
um,“ sagði Kristín Aðalsteins-
dóttir í kjörbúð KEA í
Hoephners-húsi. „Samanlagt
hef ég verið í tíu ár hjá kaupfé-
laginu þannig að ég er komin á
hæsta taxta, en þrátt fyrir það
eru launin léleg, t.d. miðað við
það sem Hagkaup borgar. Þar
er fólkið með 111 krónur á tím-
ann en ég hef 101,35 á tímann.
Reyndar kemur timakaupið bet-
ur út fyrir mig þar sem ég er
lausráðin. Vinnutíminn er kl. 9
til 6 og með tímakaupinu fer ég
yfir 20 þúsund á mánuði, en
væri ég fastráðin fengi ég
17.229 á mánuði. Ég er húsmóð-
ir og vinnutíminn í búð heldur
leiðinlegur, en burtséð frá hon-
um og lélegum launum kann ég
vel við þetta starf," sagði Krist-
ín Aðalsteinsdóttir.
Skemmtilegt
að gera fólki
til hæfís
— segir Erna Bára
Magnúsdóttir í Amaro
Erna Bára Magnúsdóttir
starfar í búsáhaldadeildinni í
verzluninni Amaro á Akureyri.
„Ég byrjaði hér i april og
ætla að vera hér fyrst um sinn,
en áður var ég í Kjörbúð KEA í
Hrísalundi. Ég hef verið við af-
greiðslu i þrjú ár og er ekkert
orðin leið á því. Það var gaman
að breyta til og fara hingað en
ég er ekki ákveðin í því að gera
verzlunarstörf að framtíðar-
vinnu. Það er skemmtilegt að
gera fólki til hæfis og aðstoða
það við að finna það sem það
vanhagar um, þannig að af-
greiðslustörf eru ekki bara ein-
hver vinna sem maður vinnur
til þess að fá kaupið. Reyndar er
það mjög lélegt. Hér er ég í
hálfsdagsstarfi og fæ tímakaup
þess vegna. Það eru 94 krónur á
tímann og það dugar skammt,“
sagði Erna Bára Magnúsdóttir. „•
" A.íl.