Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÖ, SUNNUDAÓUR 18. ÁGÚST 1^85' B 3 Leitað að lásbogum í tvígirtu borginni Carcassonne. ir sólin brennheitum geislum sin- um af miklu örlæti yfir hópinn og skuggsælustu staðirnir á leiðinni verða vinsaelastir þann daginn. Hið sama er upp á teningnum dag- inn sem við fáum okkur bíla- leigubíl og förum í safarídýragarð þarna í nágrenninu. Hitinn er áreiðanlega milli 30 og 40 gráður á Celsíus og hækkar talsvert er við neyðumst til að loka öllum glugg- um um leið og við ökum inn í garð ljóna og skógarbjarna. Það verður nánast ólíft I bílnum, og ljón og birnir, sem undir venjulegum kringumstæðum geta eflaust verið stórhættuleg, sína lítil merki lífs, liggja í hitakófi þarna á brenn- heitri jörðinni og skipta sér greinilega ekkert af því hvort gluggar séu opnir eða lokaðir á bílunum í kring. Á stundum sem þessum kemst fátt annað að en óskin um íslenska vindhviðu, sam- anber „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Við komumst klakklaust í gegnum þetta hita- ævintýr, Jóhanna litla, 6 mánaða, yngsti farþeginn í hópnum, ræður þó ekki við þennan hita og daginn eftir þarf að sækja lækni til henn- ar, hún er þá komin með rúmlega fjörutíu stiga hita, læknirinn segir hana vera með hitasting og lækn- isráðið felst I þvl að kæla hana niður í 37 stiga heitu vatni. Árekstur þurrrkaður af með naglalakkseyði Frakkar eru elskuleg þjóð heim að sækja, þeir eru afslappaðir og virðast kunna þá list að lifa í augnablikinu. Þeir virðast lítið stressaðir, a.m.k. bar umferðin vott um það, sumir segja reyndar að lesa megi þjóðarsálina úr um- ferðarmenningunni. Ef menn lenda i árekstri leysa þeir það sin í millum nema einhver slasist, þá er kallað á lögreglu. Við fengum smá forsmekk að slíkum samn- ingum, stöðvuðum bílinn við gangstétt smá stund meðan hlaup- ið var inn i næstu búð til að fá upplýsingar um hvort við værum á réttri leið. Allt i einu kemur bíll nokkur aðvífandi og keyrir aftan á bílinn okkar. Bílstjórinn var þó ekki einn þessara tillitssömu frönsku bílstjóra þvf hann steytir hnefann út um gluggann og talar eitthvað um rangstæða bíla og þeim sé nú bara nær að vera á réttum stöðum, heldur ferð sinni áfram og hverfur fyrir næsta horn eins og ekkert hefði f skorist. Við fáum auðvitað næstum taugaáfall við þetta, reynum eftir bestu getu að ná númerinu á bflnum, en það tekst ekki. Þegar skemmdirnar á bílnum eru skoðaðar kemur þó f ljós að þær eru lftið annað en gul- ar lakkslettur á stuðaranum og af kvenlegri útsjónarsemi eru þær þurrkaðar af með naglalakkseyði við fyrsta tækifæri. Þrjár vikur í Frakklandi eru fljótar að líða og áður en varir er pakkaferðin á enda. Við skellum bókmenntunum, Agötu Christie og Frönsku f vasann niður f ferða- töskuna, og undirbúum ferðina noröur á bóginn til landsins þar sem menn lifa til þess að vinna en ekki öfugt, þar sem bjór er bann- aður en bjórlfki drýpur af hverju strái, þar sem bilstjórar virðast vera að slá bónusmet á hverjum degi, þar sem landsmenn eiga heimsmet miðað við höfðatölu f flest öllu, þar sem lífshamingjan felst i sódastrimum eða fóta- nuddstækjum. Háskólar á þýska málsvæðinu Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson llniversitiiten und Hochschulen in Deutschiand, Österreich und der Schwciz. Herausgegeben von Laet- itia Boehm und Rainer A. Miiller. Hermes Han Lexikon. Econ Tascb- enbuch Verlag 1983. Höfundarnir eru háskólakenn- arar við háskóla á þýska málsvæð- inu. Inngangurinn er skrifaður af Laetitia Boehm. Saga þýskra há- skóla er lykilþáttur þýskrar menningarsögu allt frá miðöldum og fram á vora daga. Hér er fjall- að um allar þessar stofnanir og saga hverrar um sig rakin að nokkru. Einnig er hér að finna upplýsingar um kunna fræðimenn og vísindamenn, sem starfað hafa við háskólana, um vísindalegar uppgötvanir og rannsóknir f bókmenntum og sagnfræði, sem hafa valdið þáttaskilum f þeim fræðigreinum og ekki síst um heimspekikenningar, sem voru oft kveikja að nýjum skilningi á mennsku samfélagi. Sama er að segja um guðfræði og sálfræði. Sjálfstæði þessara stofnana tryggði tjáningarfrelsi þeirra sem við þær störfuðu. Fyrstu háskólarnir gengu í fyrstu undir heitinu „studia gen- eralia", þeir kunnustu og elstu voru f París — Svartiskóli — í guðfræði, Bologna, í lögum og Sal- erno, í læknisfræði. Fyrsti háskóli stofnaður norðan Alpafjalla var háskólinn í Prag, stofnaður 1348 síðan koma upp háskólar f Vínar- borg 1365, Heidelberg 1386 og Köln 1388. Háskólinn í Rostock var stofnaður snemma á 15. öld og sá skóli var um tima sóttur af fs- tenskum námsmönnum á 15. og 16. öld. Höfundarnir rekja sögu hvers háskóla og þær breytingar sem hafa orðið i aldanna rás á þessum stofnunum, sem f upphafi voru á vissan hátt ríki í ríkinu, þegar nemendur og kennarar mynduðu með sér félagsskap lærðra manna til þess að stunda sínar greinar, þó einkum guðfræði. Háskólar voru síðan einkum sóttir af þeim, sem töldust til efri laga samfélaganna, sem voru að höfðatölu brot þessa fjölda sem byggði riki og lönd. Fyrr á öldum var svo að í rauninni bjuggu tvær þjóðir í hverju ríki. Breytingin hefst með vaxandi frjálsræðishugmyndum fyrst meðal vaxandi borgarastéttar og síðar um öll lög samfélaganna. Með vaxandi tæknivæðingu breyt- ast háskólarnir, svonefndar raungreinar eru stundaðar af æ fleirum og skólarnir breytast með breyttum samfélagsháttum og þörfinni fyrir staðgóða starfs- fræðslu sérhannaðra starfskrafta. Þar með hefur hin gamla hug- mynd um „Alma mater“, húman- íska menntun og þau mennsku viðhorf sem einkenndu evrópska menningu allt frá hámiðöldum og endurreisn, orðið að láta í minni pokann fyrir því sem oft er nefnt „samfélagsleg nauðsyn". Það er oft talað um að heppilegt sé að „fjárfesta í menntun", en þá er orðið menntun annarrar merk- ingar en hugtakið þýddi og þýðir að réttu lagi. Það verður aldrei fjárfest í „menntun", aftur á móti er einkar auðvelt að fjárfesta i vissum tegundum „starfsfræðslu" og tæknilegri sérþekkingu. Höfundarnir fjalla nokkuð um stjórnunarbreytingar sem urðu víða í háskólum eftir byltinguna ’68 og afleiðingar þeirra sem mörgum varð lausn undan íheldni og „úreltum hugmyndum“, og leið til frjálsari samfélagshátta og bjartari framtíðar. Aðrir sáu í þessari ’68-byltingu rutlkenndar frjálsræðishugmyndir og sjálfs- dekur, agaleysi og upplausn. Síðan hafa öll vötn kyrrst og þeir, sem héldu fram hugsjónum byltingar- innar hvað ákafast, sviku hana allir, eins og tíðkast og lögðu flest- ir þær greinar fyrir sig sem hag- kvæmastar þóttu sem „góð fjár- festing". Þetta rit telur 144 greinar og því fylgja 400 myndir bæði í litum og svar/hvítar. Ágætt uppsláttarrit um þýska, austurríska og svissn- eska háskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.