Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1985, Blaðsíða 6
t> B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1985 ÞETTA ER EKKERT VENJULEGT HÚS framan altarið í Strandarkirkju. Má hafa það til marks um vin- sældir séra Eiríks. Áheit og lækningar Áheit til Strandarkirkju berast ýmist til biskupsskrifstofu, til sóknarnefndarformanns, Rafns Bjarnasonar, til prófasts og vígslubiskups og f fleiri staði. Hæsta áheit sem Rafn vissi til að kirkjunni hefði borist var 60 þús- und krónur árið 1968 en sú upp- hæð er a.m.k. 120 þúsund krónur samkvæmt núgildandi verðlagi. Eftir að hafa skoðað ýmsa gripi kirkjunnar settumst við inn í kirkjuskipið aftarlega. Rafn kom með gestabók og þar mátti sjá að mikið er um heimsóknir útlend- inga til Strandarkirkju, enda segir Rafn að kirkjunni berist árlega mikið fé vegna áheita frá útlend- ingum, einkanlega frá Norður- löndum. Strandarkirkja mun enda vera ein mesta áheitakirkja Norð- urlanda og þó víðar væri leitað. Mörgum veröur aö trú sinni Rafn segir okkur einnig að það komi oft fyrir að fólk komi utan af landi og láti gifta sig í Strandar- kirkju, ekki síst sjómenn. „Þeir hafa oft kynnst kirkjunni ungir,“ segir Rafn, „það sagði mér eitt sinn skipstjóri að háseti hjá hon- um hefði heitið á kirkjuna ef það gerði þrjá landlegudaga. Það gekk eftir. Þetta urðu hans fyrstu kynni af Strandarkirkju, dóttir þessa skipstjóra var gift í kirkjunni. Það sagði mér merkur maður ekki fyrir löngu,“ heldur Rafn áfram, „að hann hafi verið að koma frá Vestmannaeyjum. Ætlunin var að skipið kæmi við á Eyrarbakka og skilaði þar af sér mönnum. Þegar komið er að sundinu við Eyrar- bakka sjá þeir að búið er að flagga frá, sundið var ófært. Þarna var einn maður um borð sem þurfti endilega inn á Bakkann og hann heitir á Strandarkirkju ef þeir komist inn. Þeir hinkra aðeins við utan við sundið, þá gerist það allt í einu að sundið lygnir og þeir keyra inn fyrir. Þegar þeir líta til baka þá brýtur yfir aftur. Þeir komust ekki til baka að sinni en maðurinn komst sinna erinda." Kristín hét kona Kristjánsen frá Skarðshömrum í Borgarfirði. Hún var lengi hjúkrunarkona í Ameríku. Hún var skyggn kona. Hún sagði Rafni svofellda sögu: „Ég hafði höggvið mig í fótinn og það kom dauði í fótinn á mér. Læknarnir sögðu að þeir gætu ekki bjargað mér nema taka fót- inn af en það gat ég ekki hugsað mér. Svo var það eitt sinn að ég sé í herberginu hjá mér altaristöflu Ljosakrona ur skornu gleri úr Strandarkirkju. Prédikunarstóll sem Siguröur Amórsson snikkari smíöaði árið 1887. með mynd af upprisunni og stend- ur gullnum stöfum „Strandar- kirkja" fyrir neðan. Mér fannst eins og hvíslað að mér að ég skuli heita á Strandarkirkju að ég fái að halda fætinum. Ég gerði það og uppúr því fór fóturinn á mér að smá hvítna. Læknarnir botnuðu ekkert í þessum bata en fætinum hélt ég.“ Rafn kvað Kristínu hafa komið að Strandarkirkju fjögur sumur í röð og ævinlega gekk hún óhölt. Rafn heldur áfram að segja sög- ur af Strandarkirkju: „Hann sagði mér, Sigurður Nordal, sem var svo merkur maður, gáfaðasti maður landsins á sinni tíð, að hann hafi haldið mikið upp á Strandar- kirkju, hann hét oft á hana. Hann var einu sinni á leið til Danmerk- ur og kunningjar hans fleiri. Þeg- ar þeir koma inn á ytri höfnina í Kaupmannahöfn þá setur yfir svarta þoku. Þá lagðist skipið við akkeri. Þegar svo var komið segir FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFÉLAGS skriðjökli. Einnig getur skrið- hraðinn breyst með búskap meg- injökulsins. Margir úrkomusam- ir vetur og köld sumur á megin- jöklinum skila „hreyfibylgju" niður eftir skriðjöklum hans. Hraði íssins i þeim eykst þá um hríð. Auðveldast er að bera saman mismunandi skriðhraða með því að athuga ólíka jökla. LítiII jök- ull í fjallshlíð hreyfist e.t.v. 20—30 metra á ári. Hann getur samt styst ef bráðnun er svo mikil að framrás íssins dugar ekki til að bæta fyrir leysinguna. ís í stórum, allbröttum skriðjökli getur færst fram um mörg hundruð metra á ári. Þetta má sýna fram á með því að setja röð af stikum þvert yfir jökul og miða endastikurnar við föst merki utan jökulsins. Allmargir skriðjöklar á íslandi eru þekktir af svonefndum fram- hlaupum. Með því er átt við stutt tímabil, mánuði eða fáein ár, þegar jökullinn brotnar fram á kafla og margfaldar venjulegan skriðhraða sinn. Vitað er um skriðhraða sem nam tugum metra á dag og framhlaup allt að 5—10 km vegalengd (Brúarjökull í Vatnajökli 1890). Meira en 15 framhlaup hafa orðið svo vitað sé á síðustu 40—50 árum á ís- landi, flest í Vatnajökli. Framhlaupsjöklar Vatnajök- uls ná frá Tungnaár- og Skaft- árjöklum í vestri, norður um Dyngjujökul og Brúarjökul til Eyjabakkajökuls í austri. í skrið- jökla Hofsjökuls koma fram- hlaup og svo er einnig um Lang- jökul. Síðast hljóp Hagafellsjök- ull (eystri og vestari) í sunnan- SKRIÐ — eftir Ara Trausta Guðmundsson HIÐ íslenska náttúrufræöifélag og áhugahópur um náttúrufræðisafn báðu ýmsa menn að skrifa stutta og aðgöngugóða fræðsluþætti um náttúru landsins. Þeir munu birtast í Morgunblaðinu á sunnudögum. í sumum greinum er getið um nýj- ungar en í öðrum er fjallað um árs- tímabundna atburði í ríki náttúr- unnar. Tilgangurinn er að auka þekkingu og áhuga fólks á náttúru- fræðum. Jökulskrið Jöklar á íslandi þekja a.m.k. 10% af flatarmáli landsins. Þeir eru víða mörg hundruð metra þykkir. ísinn í jöklunum er myndaður úr snjó við mynd- breytingu og lætur undan spennu. Hann getur því hreyfst. Þyngdarkrafturinn mjakar hon- um undan halla og svo sígur ís- inn undan eigin þunga. Þykkur ís á láréttum fleti myndi síga og ryðjast fram til jaðranna, rétt eins og stór deighleifur, uns jafn- vægi væri náð. í jöklum er skriðið tvíþætt. Einn þáttur þess er afmyndun íssins, sem aftur á móti er fjöl- þætt. Isinn hnoðast áfram, svo að afmarkaður teningur inni í jöklinum gjörbreytir lögun með tímanum. Hinn þáttur jökul- skriðsins er hreyfing alls ísmass- ans yfir undirlagið: Jökullinn rennur og skriplar ofan á jörð- inni. Skriðhraði íslenskra jökla er breytilegur. Til dæmis er hrað- inn mismunandi mikill eftir halla landsins undir endilöngum Skömmu eftir blaup í Teigadalsjökli þann 28. maí 1971. 'msson) (Loósm. Helgi Hallgru JÖKUL-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.