Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 22

Morgunblaðið - 18.08.1985, Side 22
22S B4 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR18, ÁGÚST 1985 félk í fréttum Ja hérna Það er ekki hægt annað en birta svona óborganlega mynd af tveimur félögum sem flestir þekkja og ótöldum hafa komið til að hlæja um dagana. En hvað Jerry Lewis er að sleikja af nefinu á vini sín- um Sammy Davis jr., skal ósagt lát- ið. ÞORGEIR GUÐNI GUÐMUNDSSON Seldi fyrsta tölublað Morgunblaðsins árið 1913 að var í þá tíð er fólk lagði leið sína í berjamó upp í Öskjuhlíð og fór í ferðalag til Hafnarfjarðar. A þessum tíma var Morgunblað- ið að líta dagsins ljós og stíga fyrstu skrefin. Einn af þeim mönnum sem þekkt hefur blaðið frá upphafi þess og fylgst með því þroskast og vaxa er árin tóku að líða, er Þorgeir Guðni Guð- mundsson. Hann mætti ásamt vini sínum 2. nóvember árið 1913 og tók 25 eintök af fyrsta tölublaði Moggans til að selja. „Við strákarnir tókum slatta af blöðum, reyndar varð það vani að taka 25 blöð og við fórum vissar götur eða í ákveðin hús, því þá var bærinn ekki það stór að fólk sæist á rölti í miðbænum. Ég tileinkaði mér Grettisgötu, Njálsgötu og svæðið þar í kring. Við vorum milli 15 og 20 strák- arnir sem vorum að selja og einn okkar, Guðjón nokkur bókbindari, þótti afburða sölumaður og stund- um lét hann sig hafa það að hlaupa í Hafnarfjörð með nokkur blöð. Ef við seldum 25 blöð þá voru okkur veitt verðlaun sem voru póstkort af konungskomunni árið 1907. Mér tókst iðulega að selja öll mín eintök og eignaðist fyrir vikið nokkurn fjölda af þessum kortum sem ég á að eiga einhvers staðar ennþá í fórum mínum. Að því er mig best minnir fékk ég 2 aura fyrir hvert Morgunblað sem ég seldi á meðan ég fékk 1 eyri fyrir hin en auðvitað seldi ég önnur blöð með Moggasölunni. Eitt sumarið var ég afskaplega duglegur og lagði hvern einasta eyri fyrir, á meðan vinur minn gæddi sér á góðgæti fyrir sinn hluta. Þegar upp var staðið og móðir mín fór með mig í Veltuna, en það var verslun er seldi fatnað á þeim tíma, keyptum við ferm- ingarfötin, en ég hafði getað safn- að mér u.þ.b. 45 krónum um sumarið og þegar til kom reyndist það vera upp í föt líka handa bróð- ur mínum Eggerti (Guðmundssyni listmálara). Ég hætti svo að selja blöð eftir fermingu því þá tók alvara lífsins við og mín beið vinna á eyrinni. Ég hafði þó komið nálægt annarri vinnu en blaðsölunni, því um 9 ára aldur fór ég fyrir klukkan sjö á morgnana ef þurrkur var til að breiða fisk. Þá setti maður það ekki fyrir sig að vinna og gekk ánægður um á sauðskinnsskónum sínum." Það er ekki laust við að blaða- maður bregði lit og skammist sín við þessi orð Þorgeirs því hann er af þeirri kynslóð þar sem smáfólk- ið hefur haft það ögn léttara og ungu piltarnir una tæpast glaðir við sitt nema fá nýja Adidas-skó án þess að puða fyrir þeim. Til að forðast þessar þenkingar er sækja á hugann er strax vikið að því hvort Þorgeir hafi lesið Morgunblaðið frá byrjun. „Já ég er nú hræddur um það. Þegar ég var drengur las ég iðu- lega blaðið því pabbi minn var mikill Morgunblaðsmaður. Þegar ég svo gifti mig 1928 byrjaði ég að kaupa blaðið og hef gert allar göt- ur síðan. Bangsinn leggur börnum lið Undanfarna mánuði hefur hreyfing sú í Englandi sem heitir „Bjargið börnunum“ notið aðstoðar bjarnar við að safna peningum. Þetta hefur gefist vel, enda fæstir sem standast það er bangsi réttir út hramminn eftir framlagi. Ódýr hótelherbergi Einhverjum kann að detta í hug mauraþúfa eða dýrabúr, þegar þessa mynd ber fyrir augu. En Japanir kunna þá list að nýta rými og notfæra sér tæknina. Herbergin í „Hylkjahótelinu“ í Osaka leyfa gestinum takmörkuð um- svif, svo ekki sé meira sagt, en líklega er unnt að lækka ferðakostnaðinn til muna ef gist er í t.d. 7009 í svona „þúfu“. Joan Collins farin að auglýsa ilmvatn Joan Collins fær rúmlega eina milljón dollara fyrir samning sem hún hefur gert við snyrtivöru- fyrirtækið Revlon um að kynna nýjasta ilmvatnið frá Revlon, Scoundrel. Samkvæmt samningn- um fær hún einnig afnot af einka- þotu fyrirtækisins, hún fær fatnað sem er sérhannaður fyrir hana, afnot af lúxusbifreiðum og hótel- íbúðum, og aðstoð fjölda þjónustu- fólks. Og allt þetta fær hún fyrir að vera með svo sem tvo dropa af Scoundrel á bak við eyrun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.