Morgunblaðið - 18.08.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 18.08.1985, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚÍST1985 ást er ... ... að hringja í hana og senda henni aðeins koss. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—all rights reserved «1885 Los Angeles Times Syndicate Þetta var „innbrotakóngiirinn“. Hann tefst því hann getur ekki opnað ferðatöskuna sína. Þó standi helmings verðlækkun, segir það ekki alla söguna! HÖGNI HREKKVÍSI „ÖAPTU VE'L -E/NS OG V/EX\K. AP ÖUEVPA <SUí-LPi5KÍ " Sprengjum okk- ur sjálf í loft upp Ugla skrifar: Kæri Velvakandi Ég hef alla tið verið fyrir frið- inn eins og sagt er og þótt það verðugt og gott málefni til að berj- ast fyrir. Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi haft mig svo mikið í frammi, oft var maður of önnum kafinn til að geta tekið þátt þegar stríðsandstæðingar af öllum teg- undum stóðu fyrir einhverskonar mótmælum. Aldrei hef ég verið hrifin af NATO en þó hef ég í seinni tíð ekki almennilega vitað hvernig maður ætti að taka því félagi, svo hart sem nú er deilt um ágæti þess. Eiginlega hefur maður alltaf verið eins og milli steins og sleggju, þvi þó ég hafi mestu ímu- gust á hernum gæti ég alls ekki talist herstöðvaandstæðingur. Svona er nú það, manni reynist stundum erfitt að taka afstöðu. En það var ekki ætlunin með þessum skrifum að lýsa fyrir al- þjóð stefnuleysi mínu og reikul- leik. Þannig er mál með vexti að mér blöskrar svo allt þetta rifrildi um kjarnorkusprengjurnar. Þetta er mál sem greinilega er komið í blindgötu. Allir vita að ef byrjað verður að kasta sprengjum á ann- að borð er úti um okkur öll, en samt telur fólk hættuna fyrir okkur Vesturlandabúa vera meiri þegar NATO ræður færri slíkum vopnum en Sovétmenn eða öllu heldur Varsjárbandalagið svokall- aða. Þetta get ég ekki skilið til fullnustu. Ef fimm kjarnorku- sprengjur leggja heiminn í rúst þá hljóta þessar fimm að vera jafn- mikil ógnun og tíu því ekki er hægt að ímynda sér að hægt sé að sprengja jarðarkúluna oftar en einu sinni. Mér hefur því dottið í hug hvort ekki væri besta ráðið til þess að halda „óvininum" i skefjum, að hóta ekki að varpa sprengjum á hann, heldur öfugt, að við sprengdum okkur sjálf f loft upp, geri Varsjárbandalagið árás. Þannig væri hægt að dreifa um allt sprengjum, sem væru ein- faldlega staðbundnar. (Jr því allir deyja örugglega ef til kjarnorku- striðs kemur, skiptir engu máli hvort maður drepur sig sjálfur eða lætur einhvern annan gera það. Þaraðauki skilst mér að afleið- ingar nokkurra kjarnorkuspreng- inga séu svo víðtækar að ef til þess kæmi að við þyrftum að sprengja þessar sprengjur myndu austan- menn varla að kemba hærurnar heldur. Ugla heldur að sjálfsmorðsbótanir myndu draga úr stríðshættu. Þetta mætti því nota til að minnka stríðshættuna og kannski væri hægt að fá Varsjárbanda- lagsþjóðir til að feta f fótspor okkar, þannig að þessi leið væri nothæf sem hluti af alhliða af- vopnun. Enn um Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka skrifar: Velvakandi góður. Undanfarið hefur verið nokkuð um það að fólk hafi sent þér þulur og virðist svo sem sama þulan sé oft til í mismunandi útgáfum. Flestar voru þessar þulur þuldar í eyru mín þegar ég var að alast upp vestur i Miðdölum i Dalasýslu en sumar virðast þó dálitið frá- brugðnar þvf sem ég lærði þar. Vil ég því bæta við þeirri gerðinni sem ég lærði, ef vera mætti að fleiri könnuðust við hana. Sat ég undir fiskihlaða föður míns. Menn komu að mér, ráku staf i hnakka mér, gerðu mér svo mikinn skaða, lögðu eld í bóndans hlaða. Hlaðinn tók að brenna, en ég að renna allt út undir lönd, allt út undir biskups lönd. Biskupinn átti valið bú, hann gaf mér bæði uxa og kú. Uxinn tók að vaxa og kýrin að mjólka. Sankti Maria gaf mér sauð, sá varð mér að miklum auð, annan gaf mér freyja, hann kunni ekki að deyja. Gott þótti mér út að líta í skinninu hvítu og skikkjunni grænni. Konan mín í kofanum býður mér til stofu aðgá. þulur Ekki vil ég til stofu gá heldur upp að Hóli að hitta konu bónda. Kona bónda gekk til brunns, hún vagaði og kjagaði. Lét hún ganga hettuna og smettuna. Dinga litla Dimmidó, nú er dauður Egill og Kegill í skógi. Hvað viðvíkur þeirri breytingu á umsögninni um Sankti Maríu í þeirri gerð þulunnar sem áður hefur birt verið, tel ég að verið geti að hún sé mjög gömul og gæti þulan hafa verið til fyrir 1550 í þeirri mynd sem ég lærði hana, en hafa verið breytt eftir það til sam- ræmis við þær kenningar sem haldið var að fólki hérlendis eftir þann tíma. Eftirfarandi þulu lærði ég einn- ig í nokkuð breyttri mynd frá þeirri sem Velvakandi hefur birt: Heyrði ég í hamrinum hátt var látið, sárt var grátið, búkonan dillaði börnunum átta, Ingunni, Kingunni, Jórunni, Þórunni, Aðalvarði, Ormagarði, Eiríki og Sveini. Ekki heiti ég Eiríkur, þó ég sé það kallaður. Ég er sonur Sylgju, sem bar mig undan bylgju. Bylgja og hún bára þær brutu mínar árar. Muna myndu það frændurnir þínir Hringur Hreyvarðsson, Hreyvarður Garð- arsson, Garðar Gunnvarðsson, Gunnvarður Refsson, Refur Ráðfinnsson, Ráðfmnur Kolsson, Kolur Kjörvarðsson, Kjörvarður Bjórsson, Bjór Brettingsson, Brettingur Hakason og Haki óðinsson Sá var mestur maðurinn og allra trölla faðirinn í helli á skógi. Enn er þula um kerlingu nokkra og kannast ég ekki við að hún hafi verið tengd þulunni um fiskihlað- ann, þó vera megi að svo sé, en ég lærði hana svona: Kom ég þar að kveldi sem kerling sat að eldi. Hún tók sinni binginn og hugði mig aö stinga. Ég tók þá lurkinn minn langa og lagði hann undir kerlingar vanga svo aldrei mætti hún gott orðið heyra með sínu bannsetta, biksvarta, kolsvarta, krókótta kerlingareyra. Ég bæti hér við enn einni þulu ef einhver kynni að kannast við hana og þá ef til vill aðra gerð hennar: Gekk ég upp á hólinn og horfði ég ofan í dalinn, sá ég hvar hún Langhala lék sér við sauðinn, kisa keifaði, kálfurinn baulaði, haninn gól fyrir miðja morgunsól. Ég skal dilla syni mínum sælum og ljúfum þangað til að kýr mínar koma ofan úr fjalli. Heim ganga þær Hyrna og Stjarna, ganga drynjandi Dröfn og hún Hringja, Yla og hún Ála ofan á skála, Flekka og hún Fræna þær fylla skjólur, Geit og hún Græna þær ganga í helli. Hvað er í helli, sem hornunum skellir? Hrímspýtandi hamramóðir? Ekki eru allar kýr kerlingar, vantar hana Sokku og hana Dokku og hana Trítilrokku. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hhit ekki eftir liggja hér í dálkunum. \ ísa vikunnar Húnvetningar hörku rífast og heitt er stóðinu. Deiluhvatar þarna þrífast — þeir eru í blóðinu. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.