Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
B 29
félagið var stofnað árið 1934, og
tvær höfðu verið hvatamenn að
stofnun Kjólameistarasambands-
ins árið 1943, töldu kominn tíma
til að kjólasaumur væri viður-
kenndur sem iðngrein.
Ein stétt saumakvenna gekk þó
aldrei i neitt fagfélag, en það voru
þær sem gengu í hús og saumuðu,
þ.e. komu á heimili manna og
saumuðu þar. Það voru oft stúlk-
ur, er nýlokið höfðu námi og áttu
jafnvel ekki saumavél sjálfar, sem
stunduðu slík störf tímabundið.
Aðrar konur stunduðu slík störf
alla sína starfsævi, höfðu fasta
viðskiptavini, sem þær komu til
einu sinni eða oftar ár hvert,
saumuðu á alla fjölskylduna,
gerðu við, saumuðu upp úr gömlu
og „ventu" flíkum. Starfinu fylgdi
frítt fæði á meðan á dvölinni stóð
og jafnvel húsnæði líka ef vinnu-
staður var langt frá heimili.
Saumanámskeiö voru yfirleitt
með sama móti allt þar til
meistarasambandið var stofnað
árið 1943, en þá komust nemar á
námssamning, þriggja, fjögurra eða
sex mánaða námskeið. Einnig
voru starfrækt kvöldnámskeið
fyrir þær, sem voru í vinnu á dag-
inn.
Það var ekki óalgengt að stúlk-
ur, sem komu utan af landi réðu
sig í „formiddags“-vist, þar sem
þær höfðu fæði og húsnæði á með-
an að á saumanámi stóð. Það mun
hafa verið auðvelt að komast á
námskeið að sögn. Af viðmælend-
um mínum, „konunum mínum",
höfðu fimm lært karlmanna-
fatasaum, 18 kjólasaum, ein lér-
efta-saum (nærfata), en sex voru
„ólærðar", þ.e. fóru aldrei á nám-
skeið heldur byrjuðu strax að
vinna fyrir kaupi. En það var ekki
eins auðvelt að komast að á stofu
að námi loknu, margar stofur voru
reknar á þann veg að eigandinn
var eina útlærða saumakonan,
hitt voru nemar. Það mun ekki
hafa verið arðvænleg atvinna að
reka saumastofu að sögn þeirra er
það gerðu. Flestar konurnar höfðu
starfað á litlum málsaumastofum
(þ.e. þar sem saumað var eftir
máli), vinnutími var langur, 8—10
tímar á dag, 6 daga vikunnar, en
sums staðar unnið skemur á laug-
ardögum. Fyrir jól og aðrar stór-
rr
hátíðir var oft unnið fram til kl. 10
á kvöldin og það á dagvinnutaxta.
Tvær kvennanna hófu þó störf á
hraðsaumastofum þegar þær tóku
hér til starfa á fjórða áratugnum.
Það gefur augaleið að sauma-
störf hafa verið erfið, unnið var
með handsnúnum vélum, síðan
komu fótstignar vélar og síðar
fengnir mótorar við þær. Allur
frágangur var unninn í höndum,
enda ekki til zig-zag-vélar.
Aðbúnaður á saumastofum hef-
ur ekki verið eins og best verður á
kosið, frekar en á öðrum vinnu-
stöðum á fyrri hluta aldarinnar.
Það er athyglisvert að flestar
kvennanna virtust fremur líta á
saumastörfin sem tímabundin,
þar til þær giftust og stofnuðu
heimili. Margar þeirra saumuðu
þó alla tíð, og þá jafnhliða heimil-
ishaldi og barnauppeldi. Nokkrar
kvennanna hafa verið að sauma
allt fram á þennan dag, eða eru
jafnvel enn að í smáum stíl.
Saumakonur virðast hafa verið
tregar til að auglýsa starfsemi
sína og eru reyndar enn. Við-
skiptavini segjast þær hafa fengið
þannig að einn sagði öðrum og vís-
aði á þær.“
Nýtt verðmætamat
Þeirri spurningu hvort ekki hafi
verið áhugavert að líta um öxl til
liðinnar tíðar, svarar Ragnhildur
svo: „Vinnan við ritgerðina, sem
ég hafði í raun kviðið, reyndist
bæði lærdómsrík og skemmtileg.
„Konurnar mínar" voru upp til
hópa bæði lífsglaðar og skemmti-
legar og ég mætti miklum velvilja
alls staðar, þar sem ég leitaði
fanga. Sem dæmi um velvild get
ég nefnt, að ein kvennanna,
Ragnheiður Guðjónsdóttir, saum-
aði á mig eftir máli mjög fallegan
kjól, þann fyrsta slikan sem ég
eignast, önnur, Ragnheiður Brynj-
ólfsdóttir, saumaði á mig forláta
peysuföt, og sú þriðja, Helga
Finnsdóttir, vildi endilega sauma
á mig brúðarkjól, svo ég hefði
hann tilbúinn ef ég hitti þann eina
rétta. Það boð þekktist ég að vísu
ekki að sinni.
Ég hef setið heimboð og afmæl-
isveislur viðmælenda minna og
hef samband við þær margar. Það
er margt minnisstætt frá samtöl-
um við konurnar og ættingja
þeirra, þær sem saumuðu heima
virðast ekki hafa haft neitt ákveð-
ið vinnupláss, t.d. sagði mér dóttir
einnar saumakonu að hún hefði
sofnað út frá suðinu í saumavél-
inni á kvöldin og fundist það nota-
legt. Saumavélin var því tekin
fram á kvöldin þegar börnin voru
komin í rúmið.
Af kynnum við þessar konur get
ég með sanni sagt, að ég fékk inn-
sýn í nýtni og nægjusemi fyrri
tíma. Getum við margt af því lært
og mér finnst sem ég hafi að
nokkru öðlast nýtt verðmætamat
við þá viðkynningu.
Ég fór að kveðja eina af „konun-
um mínum“, Súsönnu Guðjóns-
dóttur (f. 1891), á Droplaugarstöð-
um núna því ég er að fara af landi
brott. Hún kvaddi mig með þeim
orðum að hún myndi sjá mig í vor,
„því mér dettur ekki í hug að fara
að deyja fyrr en ég er búin að
heyra hvernig þetta er þarna úti
hjá þér“, eins og hún orðaði það.
Já, þetta var skemmtilegur tími
á meðan ég vann að ritgerðinni.
Síðar get ég ef til vill snúið mér að
því að athuga hvað varð um ís-
lensku konurnar, sem fóru til
Danmerkur í saumanám eða
-vinnu og komu ekki aftur heim til
íslands. En það verður að bíða
betri tíma,“ sagði Ragnhildur að
lokum.
Ragnhildur Sigfúsdóttir er farin
til framhaldsnáms í Bandaríkjun-
um og mun leggja stund á safn-
fræði við New York University
næstu ár. Foreldrar hennar eru
hjónin Fanney Reykdal, starfs-
maður Kvennaframboðs, og Vig-
fús Magnússon læknir, en hann
var lengi héraðslæknir í Vík í
Mýrdal.
BERGUÓT INGÓLFSDÓTTIR
SKRÁÐI
%
„Gullkarfan“
Til sölu er matar- og kaffistell ásamt fylgihlut-
um frá Konunglegu dönsku postulínsverk-
smiöjunni.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast leggi inn
nafn og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt:
„G — 3585“.
Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurbætur
sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu.
Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum.
Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar
bílsins sem mest mæðir á. Með því að...
... taka upp símtólið og
panta tíma í síma 21246, eða
renna við á smurstöð Heklu hf.
Laugavegi 172. Þar sem...
... þú slappar af í nýrri
vistlegri móttöku, færð þér
kaffi oa lítur í blöðin.
A meðan ...
^9
&
... við framkvæmum öll
atriði hefðbundinnar smumingar,
auk ýmissa smáatriða t.d.
smumingar á hurðalömum og
læsingum. Auk þess...
... athugum við ástand viftu-
reima, bremsuvökva, ryðvamar og
pústkerfis og látum þig vita
ef eitthvert þessara atriða
þarfnast lagfæringa. Allt...
5MUR«STÖÐ
... þetta tekur aðeins 15-20
mínútur og þú ekur á brott með
góða samvisku á vel smurðum bíl.
HF
Laugavegi 170-172 Simi 21240