Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 13

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 B 13 Barið á Brössum Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: Tvíburarnir (Double Trouble) ☆'/2 Leikstjóri: E.B. Clutcher. Aðalhlutverk Bud Spencer, Terence Hill. ítölsk, frá 1984. Dreifing Columbia. Þá eru þeir aftur komn- ir í slagtog saman, Bud Spencer og Terence Hill, sem nutu talsverðra vin- sælda í „Trinity“-mynd- unum á síðasta áratug. í millitíðinni hafa þessir „abbott og costello-trúð- ar“ gert allnokkrar til- raunir til að halda vin- sældum sínum, einir á báti, en þær hafa lang- flestar mislukkast. Hill fékk m.a. tvö tækifæri í bandarískum myndum, Mr. Million og March or Die, en af einhverjum ástæðum hlaut sá blá- eygði enga náð fyrir aug- um kvikmyndahúsagesta vestan hafs. Spencer hélt fast við sinn gamalkunna, einhliða leikmáta, að berja saman hausum andskota sinna. Hann var víst orðinn þunnskipaður, aðdáendahópurinn hans. Þeim vegnar því sjálfsagt best með því að halda hópinn, enda kúnstugir saman. í Tvíförunum taka þeir félagar upp þráðinn að nýju og bregða sér nú, í tvöföldum hlutverkum, suður til Rio. Þar eiga þeir tvífara sem ráða þá til að skipta um hlutverk við þá í vikutíma, fyrir dávæna fjárfúlgu. Enda kemur á daginn að Brass- arnir eiga, þrátt fyrir auð og allsnægtir, við hin flóknustu vandamál að stríða, m.a. er heill bófa- flokkur sífellt á hælum þeirra. Það þarf að sjálfsögðu ekki að spyrja að endalok- um, fyrrverandi Trinity— bræður útkljá öll vanda- mál sinna glæstu tvífara uppá gamla mátann, með hausaskellum Spencers og akróbatík Hills. Þeir eru í sömu sporun- um, Spencer og Hill, leik- stíllinn og taktarnir allir í anda þess er stjarna þeirra skein skærast, á tímum Trinity-mynd- anna. Nú berja þeir aðeins brassa í stað bófa vesturs- ins og reiðskjótarnir eru Rollsar. Efniviður og efni- stök öll af Trinity-skólan- um. Fyndnin er ekki há- fleyg, frekar en í fyrri myndum félaganna. Hún byggist aðallega á gamal- kunnum ærslaleiknum sem einkum felst í litrík- um, yfirgengilegum slags- málum og skopi sem bygg- ist á andstæðum í fari þeirra. Þegar haustið er að ganga í garð norður í Dumbshafi er vel til fund- in tilbreyting að slæpast um sólbakaðar götur Rio um stundarbil í hressum félagsskap. HÚSGAGNASÝNING KL. 2 — 5 í DAG Nýjar gerðir af leðursófasettum VALHÚSGÖGN Ármúla 4, s: 685375 Stúdentaleikhúsiö á hringferö meö rokk-söng- leikinn: EKKÓ- guðirnir ungu Efftir Claes Andersen, þýðing: Ólfur Haukur Símonarson, tónlist: Ragnhildur Gísladóttir, leikstjórn: Andrés Sigurvinsson Patreksfjörður ....... 2. sept. kl. 21.00 Þingeyri ............. 3. sept. kl. 21.00 Bolungarvík .......... 4. sept. kl. 21.00 Hnífsdalur ........... 5. sept. kl. 21.00 Hvammstangi .......... 6. sept. kl. 21.00 Blönduós ............. 8. sept. kl. 21.00 Sauðárkrókur ......... 9. sept. kl. 21.00 STÚDENTA LEWHÚSn interttoro Btómum viðaverokl Dæmi um verð: áður nú 210.- Burknar (venjui.) Burknar(stærri) Aspas springeri mmni) ■ Aspas springen (stæm)^. . ,.3S&r- 270.- 145.- 195.- Ýmsar aðrar vörur seldar SSXSSS,".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.