Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 30

Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 30
30 Bl MOKtUlNBLAÐii), SUNNUDAG.UR L SEPTEMBEB 1985, Minning: Oskar J. Sandholt Faeddur 22. aprfl 1922 Diinn 22. igúst 1985 Þegar mér var tilkynnt andlát óskars Sandholt settist kökkur í hálsinn og á augabragði rifjuðust upp allar þær ánægjulegu stundir sem ég hef átt með þeim hjónum óskari og Dísu og börnum þeirra. óskar þurfti eins og svo allt of margir að stríða við hinn banvæna sjúkdóm krabbamein en bar höf- uðið hátt og æðraðist ekki. Hann var stöðugt undir læknishendi en komst hjá löngum sjúkrahúsleg- um. Hafði hann verið síðast tæpa viku á Landspítalanum þegar kall- ið kom. Óskar var mjög dulur maður og ekki allra en þeim mun meiri vinur vina sinna. Ég kynntist óskari og Dísu fyrir rúmlega 30 árum er ég tók að mér að gæta þriggja elskulegra dætra þeirra eitt sumar og siðan margar kvöldstundir. Það tókst með okkur órjúfanleg vinátta sem aldrei bar skugga á. Þau hjón eignuðust síðan þrjá syni en börnin eru öll upp- komin og farin að heiman nema sá yngsti sem enn er í föðurhúsum. öskar var fæddur í Danmörku, nánar tiltekið á Bornholm, en móðir hans var dönsk og fluttist hann ungur með foreldrum sínum til Islands. Þegar ég kynntist óskari og Dísu bjuggu þau á Hóls- veginum en með takmarkalausum dugnaði tókst þeim að eignast glæsilega hæð í Sólheimum þar sem þau bjuggu lengst af sinn búskap. Eftir að ég gifti mig áttum við hjónin margar ánægjustundir þar. Ökkur eru líka minnisstæðar allar fermingar- og brúðkaup- sveislur barna þeirra sem voru með einstökum glæsibrag. Óskar var rennismiður að mennt og vann lengi í Landssmiðjunni en síðustu árin starfaði hann í Straumsvík. Þegar börn þeirra Jóhanna Halldórs- dóttir — Minning Þann 30. júní sl. lést í Reykjavík Jóhanna Halldórsdóttir Hrísateig 21. Jóhanna fæddist 29. desember 1898 í Ásmúla í Holtum, dóttir hjónanna Halldórs Magnússonar bónda og síðar sjómanns á Stokks- eyri, d. 1942, og konu hans Jónínu S. Sigurðardóttur, d. 1938. Jóhanna var af stórum systkina- hópi, og sem oft vildi verða á árum þessum, var ekki setið auðum höndum, það einkenndi Jóhönnu alla tíð, enda eftirsótt til allra starfa, en saumaskap stundaði hún mikið, og oft eftir langan vinnudag utan heimilis. Jóhanna var glæsileg kona og hvar sem hún fór var eftir henni tekið, ekki aðeins vegna yfir- bragðsins heldur var hjartahiýja þessarar góðu konu engu lík. Áf innri sýn fann hún leið að kjarna málsins, hvort sem fullorðnir, börn, eða blessuð dýrin voru í ná- lægð hennar. Heimilisverk léku í höndum Jó- hönnu á hljóðlátan og léttan hátt enda snyrtimennska í fyrirrúmi á því heimili. Sonum mínum, sem nú sjá á eftir elskulegri langömmu, þótti gott að koma í eldhúsið til Jóu, og það þótti fleirum, þaö tók engan tíma að framkalla, pönnukökur, kleinur eða hvað sem það var, stórsteikur eða fiskréttir, þar var matseðillinn stór, bara bera fram óskir og þær urðu að veruleika, hún var annáluð matreiðslukona og sá um mörg hin stærri mötu- neyti í gegnum árin. Jóhanna gift- ist 3. júní 1927 Þorgrími Þorsteins- syni sjómanni, miklum ágætis- manni með höfðingjalund, svo vel fór þetta saman. Þorgrimur lést 1978. Fæddust þeim tvíburar, dreng- urinn lést nokkurra mánaða en dóttirin Hulda óx úr grasi í dálæti foreldranna. íslenska sjómannskonan hefur löngum þurft að gegna störfum bónda síns í landi í löngum fjar- vistum hans, þarna brást Jóhanna ekki frekar en í öðru sem þessi stórbrotna kona tók sér fyrir hendur. Það var ætíð göfgandi að ræða við Jóhönnu um lífið og til- veruna, hún var alltaf að gefa í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, það var hennar umhyggja og ástúð fyrir öllu, því allt átti að vera gott, þó oft bryti á í lífsins ólgusjó, Jó- hanna var heilsteypt og sönn. Jóhanna hélt sitt heimili þar til á síðasta ári, er hún flutti á Esju- grund til Huldu dóttur sinnar og Gunnars tengdasonar, þar dvaldi Jóhanna í ró og næði, með alla sína hluti, og var hún þakklát fyrir alla þá umhyggju, sem hún fékk hjá dóttur sinni og tengdasyni. LEG MO Hamarshc ^STEIN AR I.F. li 81960 SAIK H >fða 4 — Sírr LegsMnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. I S.HELGASOH HF í STEINSMHUA 1 SKÉKMJVEGI 4« SM 76677 hjóna fóru að tínast að heiman eitt af öðru fannst þeim full rúmt um sig á hæðinni í Sólheimum og minnkuðu við sig og voru síðast til heimilis í Garðarbæ. Ég vil að síðustu biðja vini mínum Óskari guðs blessunar. Við hjónin og börn okkar vottum kærri vinkonu okkar Dísu, börnum Þarna gat Jóhanna horft út á hafið, og veit ég að á þeim tíma var hún sátt við að takast á við sjúkdóm þann, er svo lagði hana að velli. Jóhanna var trúuð kona og sterk, og starfaði hún áratugi í kvenfélagi Laugarnessóknar, vil ég færa sérstaklega Margréti Hró- bjartsdóttur, þeirri trúuðu og bænheitu konu, þakkir fyrir henn- ar samverustundir, og kærleik sem hún bar fyrir Jóhönnu. Að leiðarlokum er mér efst í huga, þakklæti og virðing, fyrir að hafa hitt og þekkt Jóhönnu í næstum tvo áratugi, konu sem lifði mestu umbreytingatíma sem yfir land og þjóð hafa gengið. Elskuleg öldruð kona er kvödd, þegar náttúra landsins skartar sínu fegursta, ástvinir munu fagna henni á framandi strönd. Hve ljúft og gott að sofna í sælli trú á sigur þess er firrir lifið grandi. Ég veit að einmitt þannig kvaddir þú - þín þrá var eins og morgunn yfir landi. Ogég sé best í húmi haustsins nú hve heiðríkur og fagur var þinn andi. (Jóhannes úr Kötlum.) Blessuð sé minning Jóhönnu Halldórsdóttur. Friðrik Björgvinsson. þeirra, tengdabörnum og barna- börnum hjartanlega samúð. í guðs friði. Kagnheiður Óskarsdóttir Þér sé Guð, þökkin tjáð, þín miskunn staðföst er, um himin, lögogláð lífið streymir frá þér, svo langt sem augað eygir, um vísdóm þinn gjörvallt vitni ber. (H. Jónsson frá Bólu) Þó vitað sé um langvarandi og alvarleg veikindi manna, og að hverju stefnir, þá kemur andlát samt alltaf á óvart. Svo var einnig, þegar við fengum þær fréttir föstudaginn 23. ágúst að vinur okkar, óskar Sandholt, hefði látist kvöldið áður. óskar var þá búinn að berjast lengi og hetjulega við þann sjúkdóm sem þó sigraði að lokum. Við kynntumst óskari Sandholt fyrir þrjátíu og fimm árum, og fengum æ síðan að njóta þess hversu gott var að eiga hann að góðum vini, svo og eiginkonu hans, Þórdísi Jónsdóttur Sandholt. Á þá vináttu bar aldrei skugga. Eins og nærri má geta er margs að minnast frá þessu allt of stutta vináttutímabili, sem ekki verður talið upp hér. Besta minningin er hin trausta vinátta óskars, ein- lægni hans og jákvæð afstaða til lífsins og tilverunnar. óskar var fæddur f Danmörku, og kom hingað til lands þegar hann var um tvítugt. Hann bar með sér kátínu og gott skap, einkenni sem við teljum okkur oft finna í frænd- um vorum Dönum. Þessi lifsgleði óskars smitaði hvarvetna út frá sér, og þær voru óteljandi margar ánægjustundirnar sem við áttum saman, og við minnumst með sökn- uði. Þau óskar og Dísa voru einstak- lega samhent hjón, og áttu alltaf fallegt og smekklegt heimili. Þau giftust í apríl árið 1950, og eignuð- ust sex börn. Þau eru: Þórunn, Gerður, Guðbjörg, Jens, Jón Guðni og Óskar Jörgen. óskar var mikill og áhugasamur heimili^faðir. Hann var sífellt vakandi yfir velferð fjölskyldu sinnar, og ekkert var honum kær- ara en börnin sem hann seint og snemma var vakandi yfir. Lítil mynd kemur upp í huga okkar, sem Aldarminning: Ingibjörg Björnsdóttir og Þorgeir Jónasson Þann 28. ágúst eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Ingibjargar Björnsdóttur fyrrum húsfreyju að Helgafelli. Hún fæddist á Þing- völlum f Helgafellssveit 28. ágúst 1885, dóttir hjónanna Ingibjargar Bjömsdóttur og Björns Steinþórs- sonar. Ársgömul flyst hún með foreldrum sínum til Stykkishólms, höfðu þau fest þar kaup á húsi sem í daglegu tali var nefnt Björnshús. Björn var ættaður úr Haukadal en Ingibjörg úr Eyrasveit, þaðan lá leiðin innf Helgafellssveit. Ingi- björg var vinnukona í Hrisum í sjö ár. Þegar hún var í Hrfsum lenti hún f lífsháska, var hún á leið úr Stykkishólmi en á milli Hrfsa og Svelgsár er áin Svelgsá, ætlaði Ingibjörg að stökkva milli skerja en náði ekki og féll í ána og vissi ekkert af sér fyrr en hún raknaði við á sandeyri neðarlega f ánni. Þarna hefur verið skammt milli lifs og dauða. Ingibjörg Björns- dóttir ólst upp með foreldrum sfnum og þegar hún hafði aldur til gekk hún f alla vinnu sem til féll, var það aðallega fiskvinna.Á sumrin var hún við heyskap með föður sfnum. Ekki var um neina menntun að ræða f þá daga, aðeins nokkrar vikur á vetri í barnaskóla. Þegar Ingibjörg var í Hólmin- um, var þar starfrækt leikfélag sem hún tók mikinn þátt f og lék mörg stór hlutverk. Þorgeir Jónasson fæddist f Hraunsfirði f Helgafellssveit 1. apríl 1881, sonur hjónanna Ástríð- ar Þorsteinsdóttur og Jónasar Sigurðssonar, þau höfðu kynnst f minnir ætíð á þetta. Eitt sinn sem oftar komum við f heimsókn, og þá sat Óskar f stól, með dæturnar þrjár, ungar að aldri, i kring um sig, og þýddi fyrir þær upp úr dönsku teiknimyndablaði. Hann hló hæst allra að danska húmorn- um, og lagði sig allan fram til að koma merkingunni til skila, svo dæturnar mættu njóta þess sama. Snyrtimennska var áberandi þáttur f fari óskars. Hann lagði sig allan fram í þvf efni, hvort sem hann var heima, f vinnu eða bara úti í bílskúr að dytta að því sem bilaði. Óskar gaf sér alltaf góðan tíma til að sinna vinum sínum og frænd- um, og hann hafði sterka réttlætis- tilfinningu. Þegar fór að draga af óskari vegna veikinda þeirra sem að lok- um reyndust lífinu sterkari, þá reyndist eiginkona hans, Þórdís, stoð hans og stytta, sem endranær. Dísa lagði sig alla fram til að létta undir með Óskari í veikindunum, og hann var henni ákaflega þakk- látur fyrir. Óskar Sandholt lést langt fyrir aldur fram, aðeins 63 ára að aldri. Við kveðjum þennan góða vin með miklum söknuði, og vottum Dísu, börnunum og öðru skyldfólki ein- læga samúð okkar. Ólöf og Haukur. Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Slmi 31099 Oplðöllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. Rauðseyjum er þau voru þar f vinnumennsku. Eftir að þau stofn- uðu heimili flytjast þau til Stykk- ishólms og voru þar í eitt ár, síðan liggur leiðin upp f Helgafellssveit og bjuggu bæði í Hraunsfirði og á Hofstöðum. Árið 1887 flytjast þau að Helgafelli f sömu sveit og bjuggu þar allan sinn búskap. Þegar Ástríður og Jónas komu að Helgafelli var jörðin í eyði og allt f niðurnfðslu. En Jónas var dugleg- ur bóndi og búnaðist vel á Helga- felli. Þar hefur sama ættin búið æ sfðan. Ingibjörg og Þorgeir giftust árið 1907, voru fyrst í Stykkishólmi en vorið 1911 flytjast þau að Helga- felli. Þá hættir Jónas búskap en þeir bræður Þorgeir og Þorsteinn taka við, bjuggu þeir í tvíbýli til 1922. Flyst þá Þorsteinn á aðra jörð í sveitinni en Þorgeir kaupir hans part. Eins og flestir vita er Helgafell frægur sögustaður frá Landnáms- öld. Á þessum stað var Ingibjörg Björnsdóttir húsfreyja í þrjátfu og þrjú ár, elskuð og virt af öllum sem hún átti samskipti við. Þorgeir var léttlyndur og gamansamur enda hrókur alls fagnaðar f góðum vina- hóp. Þau hjón voru ákaflega sam- hent í hvívetna. Þeim varð sjö barna auðið, sex eru á lífi: Ragnheiður búsett á Helgafelli, Sigurður býr í Reykja- vík, Bergþóra býr f Stykkishólmi, Björn býr f Reykjavík, Snorri og Njáll báðir búsettir í Stykkis- hólmi. Þorgeir lést árið 1961, höfðu þau þá búið í ástrfku hjónabandi í 54 ár. Ingibjörg andaðist árið 1972. Þau hvfla nú hlið við hlið f kirkjugarðinum á Helgafelli. Blessuð sé minning þeirra. Ragnheiður Þorgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.