Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 24
24 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
Tækniþróun hf.:
Að nýta góða hugmynd
STOFNFUNDUR Tækniþróunar hf.
var haldinn í vikunni en hluthafar
eru Háskóli íslands, Hf. Eimskipa-
félag íslands, Félag íslenskra idn-
rekenda, Idnlánasjóóur, B.M. Vallá,
Smjörlíki hf. og Plastprent hf.
Hlutafé er 9,9 milljónir og
skiptist þannig að Háskólinn legg-
ur fram þriðjung fjárins, Eim-
skipafélagið einn þriðja og Félag
íslenskra iðnrekenda þriðjung.
Iðnlánasjóður og aðrir hlutahafar
eru innan vébanda félags ís-
lenskra iðnrekenda og leggja fram
sinn skerf í nafni þess.
Að gera góða
hugmynd nýtilega
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var í tilefni stofnunarinnar
kom fram að hér er ekki um að
ræða framleiðslufyrirtæki heldur
þróunar- og rannsóknafélag. Að
sögn Guðmundar Magnússonar
háskólarektors er tilgangur fé-
lagsins að sinna hátækniverkefn-
um á sviði tölvu- og hugbúnaðar,
þróa rafeindaiðnað og hanna upp-
lýsinga- og stýrikerfi hvers konar.
„í megindráttum fer starfsemin
þannig fram að aðilar innan Há-
skólans eða úti í atvinnulífinu
geta leitað til fyrirtækisins með
hugmyndir eða niðurstöður rann-
sókna sem unnið hefur verið að.
Fyrirtækið hefur síðan milligöngu
um að kanna hvort hægt sé að
nýta þær í þágu atvinnulífsins,"
sagði Guðmundur meðal annars.
„I sem stystu máli er Tækniþróun
hf. ætlað að gera góðar hugmyndir
að nýtilegri framleiðslu sé þess
nokkur kostur og ég legg áherslu á
að þær ásamt upplýsingum geta
bæði komið frá aðilum innan Hl
og frá atvinnulfinu."
Nauðsyn að koma þjónustu
HÍ við atvinnulífíð
í fastar skorður
Undirbúning að stofnun félags-
ins sagði Guðmundur að mætti
rekja til fundar sem haldinn var í
Skólabæ fyrir tveimur árum. „En
forsenda fyrir stofnuninni er að
sjálfsögðu lagaheimildin er sam-
þykkt var á Alþingi 13. april síð-
astliðinn þar sem kveðið er á um
að háskólanum skuli heimil eign-
araðild að rannsóknar- og þróun-
— Fyrsta skrefíð til
aukinna tengsla HÍ og
atvinnulífsins, segir
Guðmundur Magnús-
son háskólarektor
arfyrirtækjum í því skyni að þróa
hugmyndir og hagnýta niðurstöð-
ur rannsókna og þjónustuverkefna
sem skólinn vinnur að hverju
sinni. Þessum verkefnum hefur
fjölgað mjög á síðustu árum og
nauðsynlegt að koma þjónustu
þessari í fastar skorður.
Einstaka íslensk fyrir-
tæki geta ekki staðist
erlent vísindastarf
Að undanförnu hefur mikið ver-
ið rætt um aukin tengsl skóla og
atvinnulífs og aukna þátttöku þess
í nýsköpun atvinnugreina. For-
senda nýsköpunarinnar eru rann-
sóknir en íslensk fyrirtæki hafa
enn sem komið er ekki lagt mikið
fé til þeirra, né vöruþróunar. Slíkt
er enda afar kostnaðarsamt og
krefst mikils mannafla.
Einstaka íslensk fyrirtæki eru
of smá til að geta keppt við rann-
sóknir erlendra risafyrirtækja
sem mörg hafa fleiri vísindamenn
í sinni þjónustu en starfa hér á
landi. Jafnframt gæti sá kostnað-
ur sem hlýst af misheppnaðri til-
raun til nýsköpunar riðið innlend-
um félögum að fullu.
Með stofnun Tækniþróunar hf.
eru sameinaðir kraftar islenskra
vísindamanna og fyrirtækja i
landinu þannig að streymi upplýs-
inga sé gagnkvæmt milli þessara
aðila. Einnig geta þeir nú keppt
við erlenda samkeppni og nýtt
sína þekkingu í þágu íslensks at-
vinnulífs. Félagið er af þeirri
stærð að það þolir jafnvel að ein-
ungis fimmta til tíunda hver
hugmynd reynist framkvæmanleg.
100 kennarar með doktors-
gráðu frá 42 háskólum
Sem fyrr segir mun Tækniþróun
einungis starfa fyrir hátækniiðn-
að og hugbúnað enda er þekking
íslenskra vísindamanna vísinda-
.
Atvinnulífið og Háskólinn takast í henc
or, Guðmundur Magnússon háskólareki
íslenskra iðnrekenda og Þorkell Sigurli
ar Eimskips.
manna á því sviði sótt viða að.
Guðmundur nefndi sem dæmi að
við HÍ störfuðu um 100 prófessor-
ar, dósentar og lektorar sem hefðu
hlotið doktorsnafnbót frá 42 há-
skólum erlendis. „Það er íslensku
visindastarfi mikill styrkur
Betðuáborð
ARÐARBERJAGRAUTUR
SVESKJUGRAUTUR
Það er aldeilis ekki „sami grautur í sömu skál“
þegar gæðagrautarnír frá MS eru annars vegar.
Smekkur heimilisfólksíns er að sjálfsögðu
mísmunandí og því höfum víð nú bætt við tveím
nýjum tegundum.
Þannig geturðu nú, íyrirhafnarlaust, gert öllum
til hæfis og valið úr 4 tegundum af þykkum og
gómsætum gæðagrautum.
Þeír fást bæði í eíns lítra og hálfs lítra
umbúðum.