Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 19
kjarnorkustríð ok hann hélt því
fram að Rússar yrðu að fylgjast
með tækninýjungum á sviðum
venjulegra vopna.
Brottvikning Ogarkovs var
dæmi um vaxandi spennu i sam-
búð heraflans og flokksins, sem
vill halda áfram að móta stefnuna
i hermálum.
Ýmsir telja að Ogarkov hafi
fyrst og fremst haft Kínverja í
huga þegar hann setti fram kenn-
ingar sinar um aukna áherzlu á
venjulegan hernað. Vitað er að
sovézkir hermenn vilja að miklu
meiri áherzla verði lögð á ógnun-
ina frá Kínverjum, sem þeir telja
hina raunverulegu óvini Rússa.
Þó hefur Ogarkov oft komið
fram með háværar kvartanir og
ógnanir í garð Bandaríkjamanna
og sagt að þeir og hermáiastefna
þeirra séu aðaiógnunin við friðinn.
Ogarkov var fluttur til Minsk
eftir brottvikninguna og að því er
bezt er vitað var hann skipaður
„yfirmaður aðalstöðva allra vest-
urvígstöðvanna", sem eru gegnt
miðherliði NATO. Þessar aðal-
stöðvar starfa aðeins á friðartím-
um og eru yfirstjórn nokkurs kon-
ar „vofuhers".
Talið er að Ogarkov hafi sjálfur
fundið upp þetta herstjórnarkerfi
þegar hann var herráðsforseti til
að gera Rússum kleift að stunda
svokallaðan hátæknihernað, ef
stríð brýzt út.
Þetta er mikilvægt embætti, svo
að Ogarkov virðist ekki hafa fallið
í algera ónáð og staða hans var
tvíræð. Þetta virtist benda til þess
að deilurnar um kenningar hans
væru óútkljáðar.
í nóvember birtist grein eftir
Ogarkov í fræðilegu hermálariti,
Þar sem hann útskýrði lærdóma
þá sem mætti draga af síðari
heimsstyrjöldinni og lýsti til-
gangsleysi fleiri kjarnorkuflauga.
Hann undirritaði ásamt öðrum
leiðtogum frétt um lát Ustinovs
skömmu fyrir jól og nafn hans var
birt næst á eftir nafni varaland-
varnaráðherrans, en á undan
nöfnum yfirmanna herstjórnar-
umdæma.
Annars birtist nafn Ogarkovs
ekki á prenti fyrr en í vor, þegar
landvarnaráðuneytið gaf út bók
hans „Sagan kennir okkur ár-
vekni".
Þessi bók Ogarkovs virtist
bergmála helztu kenningar úr
fyrri bók, sem hann sendi frá sér
1982. Þar hvatti hann til aukins
hernaðarviðbúnaðar, ekki aðeins
heraflans og hergagnaiðnaðarins,
heldur allra atvinnugreina.
Bækur og greinar Ogarkovs
bera með sér að hann hefur reynt
að koma fram í hlutverki helzta
herfræðings Rússa á þessum ára-
tug, en á Vesturlöndum er hann
frægastur fyrir það að hann var
talsmaður Rússa þegar sovézk
orrustuflugvél skaut niður flugvél
suður-kóreska flugfélagsins í
Austur-Asíu haustið 1983.
Síðari bókar Ogarkovs var lof-
samlega getið í sovézkum blöðum í
vor og skömmu síðar virðist Gorb-
achev hafa tekið hann í sátt þegar
þær fréttir bárust að hann hefði
verið skipaður yfirmaður herliðs
Varsjárbandalagsins. Þar með er
hann orðinn þriðji valdamesti
maður sovézka heraflans.
MORGUNBLAÐIP, SUNNUDApUR 1. SEPTKMBER^ 1985
I
Kulikov, Ogarkov og Ustinov. Einn er látinn, annar féll í ónáð og var tekinn í sátt og sá þriðji befur verið settur af.
inn og fær herfræðingur. Árið
1977 var hann aðalhernaðarráðu-
nautur Eþíópíumanna og átti þátt
í ósigri Sómalíumanna í stríðinu í
Ogaden-auðninni. Núverandi
starfi hefur hann gegnt frá 1980
og hann var einn þeirra sem komu
til greina í stöðu Kulikovs.
Yfirmaður loftvarnaliðsaflans,
sem er skipað 630.000 mönnum, er
Alexander Koldunov, sem er 61
árs. Hann var orrustuflugmaður í
heimsstyrjöldinni og mun hafa
skotið niður 46 flugvélar. Hann
gegndi ýmsum yfirmannsstöðum
eftir stríðið og varð yfirmaður
loftvarna í Moskvu 1970. Núver-
andi starfi hefur hann gegnt síðan
1978.
Pavel Kutakhov er >-firmaður
flughersins, sem er skipaður
475.000 flugliðum og 6.780 bar-
dagaflugvélum og brynvörðum
þyrlum. Hann fór 367 árásarferðir
í stríðinu og skaut niður 14 óvina-
flugvélar. Kutakhov, sem er sjö-
tugur, hefur verið >*firmaður flug-
hersins síðaq 1969.
Sergei Gorshkov, sem er 73 ára,
hefur verið >-firmaður sjóhersins í
28 ár og breytt honum úr litlum
strandgæzlufíota í alhliða sjóher,
sem siglir um öll heimsins höf.
Hann er einn kunnasti yfirmaður
sovézka heraflans, en þó ekki sá
valdamesti, og varð yngsti aðmír-
áll í sögu Sovétríkjanna 31 árs
gamall. Gorshkov hefur gegnt úr-
slitahlutverki í röskun hernaðar-
jafnvægis risaveldanna.
Nýtt tækifæri
Valdataka Gorbachevs hefur
greinilega veitt Ogarkov nýtt
tækifæri. Báðir virðast gagnteknir
þeim ótta að Rússar dragist aftur
úr á tæknisviðinu. Skoðanir Ogar-
kovs hafa ekkert breytzt síðan
honum var vikið úr stöðu her-
ráðsforseta, þegar hann var talinn
mikill „haukur“. Endurreisn hans
nú virðist sýna að Gorbachev sé
sammála því að efla beri herinn og
gera hann nýtízkulegri.
Vestrænir fulltrúar telja einnig
að Gorbachev geri nú sömu kröfu
um starfshæfni í heraflanum og á
öðrum sviðum þjóðlífsins. Þeir
telja einnig ljóst að Gorbachev
muni reyna að tryggja að herút-
gjöld verði ekki of mikil.
Ogarkov nýtur mikils álits inn-
an hersins, einkum meðal yngri
herforingja, þótt margir hafi haft
horn í síðu hans. Verið getur að
Gorbachev hafi viljað koma sér í
mjúkinn hjá þessum öflum með
endurreisn Ogarkovs.
Talið er að Ogarkov láti það
verða sitt fyrsta verk að stuðla að
því að herlið Varsjárbandalagsins
taki ný vopn í notkun og tileinki
sér nýjar baráttuaðferðir.
Mannabreytingarnar að undan-
förnu geta verið enn ein tilraun
flokksforystunnar til að hafa
taumhald á herforingjastéttinni
með því að ala á sundrungu and-
stæðra valdahópa í heraflanum.
Þessum deilum er ekki lokið. En
ljóst er að hleypa verður að nýrri
kynslóð og þótt herforingi eins og
Ogarkov geti ekki talizt ungur er
hann þróttmikill.
GH skv. Poliliken 0.(1.
Fundur í Minsk
Mikilvægt er talið að Gorbachev
kaus að ræða við æðstu yfirmenn
hersins í Minsk áður en hann fór í
sumarleyfi um miðjan júlí.
Hann hélt ræðu, sem ekki var
greint frá í málgagni hersins,
anovs, sem fór með málefni her-
gagnaiðnaðarins í miðstjórninni
og keppti við hann um völdin, og
notaði tækifærið til að kynna eft-
irmann hans, Tsaitsev.
Gorbachev átti ekki formlegan
fund með æðstu mönnum hersins
þegar hann tók völdunum fyrr á
skipun Zaitsevs í nýtt embætti að
aðeins austur-þýzk blöð hafa
greint frá henni. „Der Spiegel“
hermir að það hafi gerzt eftir að
sovézkur vörubíll ók á bíl Banda-
ríkjahers skammt frá Potsdam 13.
júní.
Æðsti yfirmaður sovézka hers-
ins í Ungverjalandi, Kotshetov
hershöfðingi, hefur einnig verið
skipaður í nýtt embætti nýlega.
Nokkrar mannabreytingar hafa
einnig orðið í sjóhernum.
Enn hefur ekkert verið hróflað
við tveimur æðstu mönnum hers-
ins, Sokolov landvarnaráðherra og
Akhromeyev herráðsforseta, eftir-
manni Ogarkovs, sem hefur verið
varkárari en hann og látið lítið á
sér bera.
En athyglisvert er að Sokolov
hefur ekki verið skipaður í stjórn-
málaráðið og það styður þá kenn-
Yepishev (til hægri) í Tékkóslóvakiu
1968: hvatti til innrásar.
„Krasnaja Zvezda". Hins vegar
lagði blaðið á það áherzlu í for-
ystugrein að það væri skylda sér-
hvers kommúnista að hlusta á
„samstjórnina". Þetta var túlkað
sem hvatning til Gorbachevs um
að hlusta meira á liðsforingja-
stéttina.
Hvernig sem á því stóð var aðal-
ritstjóri „Krasnaja Zvezda",
Makweyev hershöfðingi, þegar i
stað rekinn. Tveimur dögum síðar
svaraði flokksmálgagnið „Pravda"
málgagni hersins og sagði: „agi og
regla“ eru skylda allra hermanna,
„allt frá óbreyttum til mar-
skálka“.
Þegar nýr ritstjóri tók við
stjórn „Krasnaja Zvezda" baðst
blaðið þegar í stað afsökunar.
Blöð á Vesturlöndum hafa ekki
verið á einu máli um fund Gorb-
achevs með herforingjunum í
Minsk 10. júlí. Brezka tímaritið
„Economist" hefur kallað Orgakov
„Rommel Gorbachevs“, en vestur-
þýzka tímaritið „Der Spiegel“ seg-
ir að sett hafi verið ofan í við hann
i Minsk.
Gorbachev ræddi við herfor-
ingjana í Minsk nokkrum dögum
eftir brottvikningu Grigori Rom-
T-72-skriðdrekar á æfingu einhvers staðar I Austur-Evrópu.
þessu ári, líklega vegna þess að
hann hefði þá neyðzt til að mæta
ásamt Romanov. Ástæðan til þess
að Minsk var valinn fundarstaður
var líklega sú að þar með kom
hann í veg fyrir að ýmsir valda-
menn hersins í Moskvu gætu
mætt.
Fleiri tilfærslur
Margt er á huldu um valdabar-
áttuna í Rauða hernum, en þó má
vera ljóst að Kulikov hefur verið
fengið hreint virðingarembætti í
Moskvu og að Zaitzev hefur verið
fluttur frá Austur-Þýzkalandi.
Einkennilegt er í sambandi við
ingu að hann muni ekki gegna
starfinu lengi. Hár aldur Sokolovs
styður einnig þá skoðun. Ef til vill
er Ogarkov ætlað þetta embætti í
framtíðinni. Því geta verið í aðsigi
harðnandi deilur um mótun her-
málastefnunnar.
Engin breyting hefur heldur
orðið á stöðum yfirmanna land-
hers, flughers, sjóhers og loft-
varnaliðsins.
Petrov marskálkur, sem áður
var nefndur, er enn yfirmaður
landhersins. Hann er 68 ára gam-
all og hefur undir sinni stjóm 1,8
milljónir hermanna og 50.000
skriðdreka. Hann er talinn ákveð-
GOKSHKOV
ZAIZKV: SETTUR AF.
SOKtlLOV
OGARKOV