Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 44
44 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
M tg Finn tk.k.i fe-to^eyms/urriiáönn..
Ldttu m\g WoJcl c»nn snobran blda.r\."
HÖGNI HREKKVÍSI
„ pu GBTOR. BTiP PB6AR PlG l'lSTifí!
■ E'PA t?U QETUR HRINQTÁ t?JÓKJIMM."
„Á þeim stundum vildi maður helst vera orðinn ein af öndunum á tjðrninni,” aegir unglingur
Vonandi verða sem fæstir
fyrirmyndarborgarar
Unglingur skrifar:
Mér blöskraði nú þegar ég las
bréf sem einhver Níní skrifaði um
daginn og birtist í Velvakanda til
að svara fyrir hönd unglinga,
vegna skrifa konu sem hafði verið
áreitt á leið sinni niður Hverfis-
götuna. Það er svo sem hægt að
skilja það að miðaldra kona verði
nokkuð hrædd þegar einhverjir
vígalegir strákar gera hróp að
henni seint um kvöld. En þá dettur
mér nú í hug málsháttur sem ég
lærði í sveitinni þegar ég var lítill
og ku vera þýddur úr ensku:
Hundar sem gelta bíta ekki.
En það er nú ekki málið. Það sem
mér fannst hallærislegast í þessu
Níníar bréfi var þessi setning:
„Við eigum eftir að verða fyrir-
myndar borgarar einn góðan veð-
urdag alveg eins og þið hin.“ Skilur
Níni virkilega ekki að þetta er
hættan sem allir unglingar standa
frammi fyrir, að eiga ekki séns á
neinu nema að verða eins og þetta
ömurlega svokallaða fullorðna fólk
sem hugsar ekki um neitt nema
belginn á sér og að eiga sem mest?
Eg ætla bara að vona að sem
fæstir þeirra sem nú eru á mínu
reki eigi eftir að verða fyrirmynd-
ar borgarar en því miður geri ég
mér alltof vel ljóst að þetta eru
örlög f lestra.
Maður verður hreint og beint
þunglyndur að hugsa til þess að
flestir jafnaldrarnir skuli horfa
með aðdáun á fullorðna heimsk-
ingja algerlega gagnrýnislaust. Á
þeim stundum vildi maður helst
vera orðinn ein af öndunum á
Tjörninni.
Velvakandi er tilgangslaus þáttur
A.T. skrifar:
Kæri Velvakandi.
Yfirleitt hef ég haft gaman af
að lesa það sem stendur í dálkum
þínum án þess að velta því sér-
staklega fyrir mér. Allskyns raus
og rekistefnur hafa enda birst
þar, margt bráðfyndið. En upp á
síðkastið hefur þessi velmerkta
opna, með skrítlunum og Velvak-
anda, farið að fara meir og meir
í taugarnar á mér. Ég verð bein-
línis pirruð þegar ég les bréf konu
sem kvartar yfir framferði ungl-
inga, eða húsmóður sem er fyllt
hryllingi yfir kommúnisma á
Kúbu. Bréf og hringingar um
sjónvarpsþætti, hljómsveitir,
skemmtistaði og fleira í þeim dúr:
Ég þoli það ekki.
Tapaði þrennum gler-
augum og fleira dóti
Gleðimaður hringdi:
Ég hef séð upp á síðkastið að
margir hafa beðið Velvakanda að
koma á framfæri fyrir sig tilkynn-
ingum um hluti sem hafa tapast.
Því datt mér í hug að hann gæti
liðsinnt mér í þessu máli.
Þannig er að um síðustu helgi
fór ég á skemmtistað, Glæsibæ
minnir mig frekar en Þórskaffi.
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Þegar tók að líða á kvöldið gleymdi
ég mér við dans og söng eins og
gengur og veit ég ekki fyrr til en
ég ranka við mér upp á Ártúns-
höfða innan um allskyns óárenni-
legar byggingar. Það var nú útaf
fyrir sig gott og blessað, hefði ég
ekki verið búinn að tapa öðrum
skónum, og öllu lauslegu úr
jakkavösum mínum. Meðal þess
sem tapaðist var veski með öllum
mínum skilríkjum og talsverðum
peningum, lyklar og tvenn gler-
augu. Þriðju gleraugun hafði ég
verið með á nefinu og voru þau
horfin líka. Einnig tapaði ég þarna
úrinu mínu og bók með kvæðum
eftir Kristján Eldjárn.
Ég er nú enginn aurasál og má
hver sem vill hafa alla þá peninga
sem í veskinu voru. En um bókina,
gleraugun og skilríkin er mér sárt.
Það kemur sér til dæmis afar illa
fyrir mig að sjá ekkert. Ef einhver
kynni að hafa þetta í fórum sínum
sem ég hef nefnt, gæti hann þá
ekki verið svo vænn að hringja í
síma 22448.
Ástæðan fyrir því að ég sest
nú niður í fyrsta sinn og skrifa
þér sjálf er sú að mér ofbýður
og ég veit að þetta má bæta. Það
er vel hægt að haga skrifum í
Velvakanda þannig að þau hafi
einhvern tilgang og einhver taki
mark á því sem þar stendur. En
til þess þarf að hvetja lesendur
til að skrifa um það sem ein-
hverju máli skiptir og hafa þenn-
an dálk í huga þegar eitthvað er
að gerast í þjóðfélaginu sem það
vill segja álit sitt á. Eins ættu
lesendur blaðsins að gera miklu
meira af því að segja álit sitt á
blaðinu og því sem stendur í því.
í útlöndum virðist vera tals-
vert um að fólk skrifi blöðum og
segi álit sitt á greinum og fréttum
sem birtast. Þar eru líka sjaldan
birt heil bréf, oftast eru stuttir
útdrættir látnir nægja.
Fáir taka mark á Velvakanda
eða lesendadálkum annarra
blaða. Forstöðumenn stofnana
sem gagnrýndar eru virðast
sjaldan finna hjá sér einhverja
hvöt til að svara þeim skrifum.
Og lesendur líta yfir dálkinn
einsog framhald af skrítlunum
sem eru vinstra megin við hann
á opnunni. Það er synd, því þarna
ætti einmitt að vera hægt að fá
einhverskonar þverskurðarmynd
af þeim skoðunum sem raun-
verulega eru algengar meðal al-
þýðu manna.
Ég skora því á Morgunblaðið
að gera eitthvað í þessum málum.
Þó Velvakandi geti verið fyndinn
og skemmtilegur er hann næstum
því alveg tilgangslaus í þeirri
mynd sem hann er nú og mætti
eins leggja hann niður.