Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
28. þing
Sambands ungra
sjálfstæðismanna
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir GUÐMUND MAGNÚSSON
í stjórnmálailyktun 28. þings
Sambands ungra sjálfsUeðismanna,
sem haldið var á Akureyri um síð-
ustu helgi, eru ráðherrar Sjálfstjeðis-
flokksins hvattir til að beita sér fyrir
kerfisbreytingum í mennta-, heil-
brigðis- og tryggingamálum. iafn-
framt er beint til þeirra tilmslum
um, að fylgja eftir samþykktum síð-
asta landsfundar flokksins um efna-
hagsmál og lagðar fram ýtarlegar til-
lögur um nýsköpun atvinnumála. Þá
eru hefðbundin stefnumál flokksins
áréttuð og ýmsum ávinningum
stjórnarsamstarfsins fagnað. Sér-
staka athygli vekur, að í stjórnmáia-
ályktuninni eru ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins gagnrýndir fyrir að bera
ágreiningsefni sín um of á torg.
„Karp einstakra ráðherra er með
öllu óþolandi og hefur grafið stór-
lega undan trausti manna á þessari
ríkisstjórn," segir þar.
Ályktanir SUS-þingsins um
svonefnd „velferðarmál“ eiga
væntanlega eftir að vekja mikla
athygli. I hugmyndalegu tilliti
marka þær nokkur þáttaskil fyrir
Samband ungra sjálfstæðis-
manna. Sjónarmið frjálslyndra
manna hafa líklega ekki áður átt
jafn miklu fylgi að fagna þar og
óhjákvæmilegt að það hafi áhrif á
þingmenn og ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins. Vafalaust eru þó ýms-
ar ályktanir SUS of stór biti fyrir
suma ráðherra og þingmenn
flokksins að kyngja, en forvitni-
legt verður að fylgjast með því
hvernig þeir bregðast við.
Tillögur SUS eru hins vegar
ekkert einkamál ráðherra og þing-
manna Sjálfstæðisflokksins og
það verður ekki síður athyglisvert
að sjá hvernig aðrir trúnaðar-
menn flokksins og óbreyttir félag-
ar og kjósendur taka þeim. Sama
er að segja um andstæðinga
flokksins.
Það kom blaðamanni Morgun-
blaðsins, sem fylgdist með þingi
SUS, á óvart, að enginn kvaddi sér
hljóðs til að andmæla frjálshyggj-
unni. Viðhorf „miðju-moðsins“,
sem svo hefur verið nefnt (og er
heldur óvirðulegt nafn á þeirri
stefnu, sem gert hefur Sjálfstæð-
iflokkinn að fjöldahreyfingu)
heyrðist ekki. Á því eru hins vegar
skýringar, sem vikið verður að hér
á eftir. Það er hins vegar ljóst, að
ýmsir áhrifamenn í Sjálfstæðis-
flokknum munu beita sér gegn því
að hinar róttæku tillögur SUS nái
fram að ganga. Ekki hefur t.d.
tekist að sannfæra verkalýðsfor-
ystu flokksins um að launþegar
hafi meiri hag af frjálsum mark-
aðsbúskap, en haftastefnu og
ríkisforsjá. Þetta birtist t.d. í
viðbrögðum sjálfstæðismannsins
Björns Þórhallssonar, varaforseta
ASÍ, við þeim ummælum Þor-
steins Pálssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins, við setningu
SUS-þingsins, að peningakerfi
okkar sé vanþróað og staðnað. „Ég
tel að þegar hafi verið gengið nógu
langt á braut ómengaðrar pen-
ingahyggju. Mér sýnist Þorsteinn
vera að boða enn lengri göngu á
þessari braut, og ég tel okkur vera
komna of langt á henni," var haft
eftir Birni hér í blaðinu.
Stuðningur við „ávísana-
hugmyndina“
Ályktanir SUS-þingsins um
nauðsyn kerfisbreytinga á sviði
mennta-, heilbrigðis- og trygg-
ingamála eru í senn ferskar og
róttækar. í menntamálum er lýst
fylgi við stofnun nýs einkaskóla og
hvatt til þess að einkarekstri í
skólakerfinu verði veitt aukið
svigrúm. Lagt er til, að skólastofn-
unum verði veitt aukið fjárhags-
legt og stjórnunarlegt sjálfstæði
og hafnar verði tilraunir með að
Frá setningu 28. þings Sambands ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Geir Haarde, fyrrverandi formaður SUS, f
ræðustól. Við hlið hans eru f.v. Halldór Rafnsson, þingforseti, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
Davíð Stefánsson, formaður félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, og Sigrún Traustadóttir, ritari þingsins.
menn andæfa þeim af íhaldsemi
einni saman eða vegna þess að
þeir hafa ekki trú á að þær skili
árangri, en líka vegna vanþekk-
ingar og hleypidóma og ekki síst
vegna þess að þær beinast gegn
sérhagsmunum einstaklinga og
hópa. Mér virðist að ungir sjálf-
stæðismenn geri sér fulla grein
fyrir því, að tiílögur þeirra ná ekki
fram að ganga nema þeim takist
að sannfæra kjósendur um að þær
séu í þeirra hag. Líklega má hafa
kjör Vilhjálms Egilssonar til
marks um þá áherslu sem ungir
sjálfstæðismenn leggja á hug-
myndabaráttuna. Vilhjálmur er
sannarlega ekki einn af hinum
dæmigerðu framagosum, sem
áberandi eru í öllum stjórnmála-
flokkum, heldur fyrst og fremst
maður hugmynda og rökræðna
(slíkir menn eru stundum kallaðir
„hugmyndafræðingar", en það er
vanhugsað orðskrípi). Hann er
„heilinn" á bak við margar hinar
róttæku tillögur SUS (ásamt Auð-
Grundyallarbreytingar
á velferðarkerfinu
Þingfulltrúar og gestir við setningu SUS-þings á Akureyri. Á myndinni má
greina Sigurbjörn Magnússon, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, Hrein Loftsson, aðstoðarmann viðskiptaráðherra, Eyjólf Konráð
Jónsson, alþingismann, Auðunn Svavar Sigurðsson, lækni, og Vilhjálm Egils-
son, hagfræðing, nýkjörinn formann SUS.
greiða skólakostnað með föstu
framlagi á hvern nemanda. Þetta
er hin svonefnda „ávísanahug-
mynd“, sem áður hefur verið
kynnt hér í blaðinu. Hún felur í
sér að ríkið kostar skólahald og
sér um að allir nemendur fái góða
menntun, en nemendur (og for-
eldrar þeirra) geti valið um skóla
(og þá tekið mið af þeirri þjónustu
sem þeir veita), og jafnvel greitt
skólunum aukagjald úr eigin vasa
fyrir sérþjónustu og aðstoð af
ýmsu tagi.
f ályktun SUS um menntamál
er ennfremur að finna mjög
óvægna gagnrýni á þá kennslu-
stefnu sem fylgt hefur verið í skól-
um landsins á undanförnum ár-
um. Þar hefur gætt tilhneigingar
„í þá átt, að steypa alla einstakl-
inga í sama mót og miða kröfur
við meðalmennsku," segir í álykt-
uninni. Á þinginu var að auki gerð
sérstök samþykkt þar sem skorað
var á Ragnhildi Helgadóttur,
menntamálaráðherra, að beita sér
fyrir því að hraðað yrði þeirri
endurskoðun á námsefni í samfé-
lagsfræði i grunnskólum, sem nú
stendur yfir. Þá var ein aðalræða
þingsins, sem Guðmundur Heiðar
Frímannsson, menntaskólakenn-
ari, flutti, helguð skólamálum.
Guðmundur Heiðar deildi mjög á
það sem hann kallaði „skólaspeki
samtímans“, viðhorf jöfnunar og
samhyggju, sem hann kvað ríkj-
andi í skólunum. Hljóta orð hans
og samþykktir SUS að verða ýms-
um flokksmönnum, ekki síst kenn-
urum og öðrum þeim sem starfa f
skólum, umhugsunarefni.
Heilsutryggingafélög
Sú samþykkt SUS-þingsins, sem
felur líklega í sér mest nýmæli,
varðar heilbrigðisþjónustuna.
„Öflug heilbrigðisþjónusta og það
fyrirkomulag sjúkratrygginga,
sem gefur almenningi kost á þess-
ari þjónustu svo til án beinna fjár-
útláta, hefur um áratugaskeið ver-
ið eitt af þjóðfélagslegum mark-
miðum íslendinga," segir i ályktun
SUS. „Ungir sjálfstæðismenn
telja brýnt, að tryggja að sá
árangur, sem náðst hefur í heil-
brigðismálum verði varanlegur og
að þjónustan í framtíðinni eins og
best gerist með öðrum þjóðum.“
En SUS gagnrýnir hins vegar
núverandi ríkisskipulag heilbrigð-
ismála: „Á siðustu árum hafa
mönnum orðið æ ljósari ókostir
þess að hið opinbera veiti og fjár-
magni meginhluta heilbrigðis-
þjónustunnar. ókostirnir felast
fyrst og fremst í því, að kostnað-
urinn við þjónustuna hefur vaxið
gífurlega, án sýnilega aukins
árangurs. Þannig hafa útgjöldin
til islenska heilbrigðiskerfisins
tvöfaldast að raungildi á siðustu
fimmtán árum ... Ókostir ríkis-
rekstrarins koma ekki síst í ljós,
þegar heilbrigðiskerfið þarf að
laga sig að nýjum aðstæðum,
nýrri tækni og nýjum ófyrirséðum
heilbrigðisvandamálum. Hið opin-
bera kerfi er fangað og heft í netju
laga og reglugerða, skrifræðis-
bákns og hagsmunatogstreitu
stéttarfélaga heilbrigðisstarfs-
manna, sem sifellt taka til sin
stærri hluta útgjaldanna án þess
að það komi sjúklingum beint til
góða.“
Hugmyndir SUS til lausnar
þessum vanda felast m.a. í því, að
stuðlað verði sem víðast að einka-
rekstri í heilbrigðisþjónustunni og
honum sköpuð lífvænleg skilyrði,
þannig að valkostir sjúklinganna
séu ætíð tryggir. En sú tillaga,
sem er frumlegust, lýtur að svo-
nefndum „heilsutryggingafélög-
um“, sem SUS segir að séu „sér-
stakrar athygli verð“ og hafi
„reynst vel þar sem þau hafa verið
reynd og njóta vaxandi vinsælda."
Félög þessi eru fyrirtæki, rekin af
einstaklingum eða með samvinnu-
sniði, sem veita viðskiptavinum
sínum alhliða heilbrigðisþjónustu
fyrir fyrirfram ákveðna upphæð.
Féð kemur ýmist beint frá ein-
staklingum eða hinu opinbera. Þar
er líka unnt að beita ávísanakerfi
eins og lagt er til að gert verði í
skólamálum. í rökstuðningi með
tillögunni segir: „Heilsutrygg-
ingafélög hafa tvíþætta sérstöðu í
samanburði við önnur rekstrar-
form í heilbrigðisþjónustunni, þar
sem fjármögnunarleiðin er í formi
fyrirframgreiddra tryggingar-
iðgjalda. Þá flyst áherslan, sem
hingað til hefur verið á sjúkdóm-
inn, yfir á heilsuverndina, þ.a.
fyrirtækin hafa hag af því að
viðskiptavinirnir séu sem allra
heilbrigðastir og leggja því
áherslu á fyrirbyggjandi starf.
Hins vegar verður það sami aðil-
inn, sem veitir þjónustuna og ber
fjárhagslega ábyrgð á henni. í
heilsutryggingafélögum er þannig
innbyggður hvati til kostnaðar-
aðhalds og því munu þau leitast
við að leysa heilbrigðisvandamál-
in á sem hagkvæmastan hátt.“
Hugmyndir fyrir framtíðina
„Þetta eru hugmyndir fyrir
framtíðina og baráttan fyrir
framgangi þeirra getur tekið
tíma,“ sagði dr. Vilhjálmur Egils-
son í ávarpi á þinginu eftir að til-
kynnt var að hann hafði verið
kjörinn formaður Sambands ung-
ra sjálfstæðismanna. Ég hygg að
þetta sé raunsætt mat. Tillögur
SUS-þingsins munu mæta and-
stöðu innan Sjálfstæðisflokksins
og utan hans. Til þess liggja marg-
víslegar ástæður; sumpart munu
unni Svavari Sigurðssyni, lækni,
Guðmundi Heiðari Frímannssyni,
Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni,
framkvæmdastjóra fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna f Reykjavík,
Hreini Loftssyni, aðstoðarmanni
viðskiptaráðherra, Sigurbirni
Magnússyni, framkvæmdastjóra
þingflokksins o.fl. mönnum) og ég
hygg að margir lesendur kannist
við grein hans „Félagsleg aðstoð
við fullfrískt fólk“, sem birtist i
tímaritinu Storð fyrr á þessu ári.
Þar benti hann á, að sjálfar hinar
siðferðislegu undirstöður velferð-
arkerfisins hér á landi væru í
hættu vegna þess að á nokkrum
sviðum hefðu myndast „velferð-
argildrur". Það gæti m.ö.o. borgað
sig fyrir fullfriskt fólk, að draga
úr vinnu sinni og tekjuöflun til
þess að njóta félagslegrar aðstoð-
ar.
Stjórnmálasamtök, sem höfða
til kjósenda sem ábyrgra, hugs-
andi manna, eiga einatt erfiðara
uppdráttar, en samtök sem beita
fyrir sig lýðskrumi. Og samtök,
sem stefna að róttækum breyting-
um og ögra hagsmunahópum, eiga
að sama skapi erfiðan róður.
Hverjir eru þá möguleikar Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna að