Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLABIÐj SUNNUDAQUfi 8> SEPTEMBER 1985,
45 |
Hnuggin kona fær himnasendingu
Jenny Hayden og Stjörnumaðurinn í kapphlaupi sfnu ri) tímann og banda-
rfska landherinn í hinni vel leiknu mynd Aðkomumaðurfnn.
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Aðkomumaðurinn
(Starman) ★ ★ ★
Leikstjóri John Carpenter. Tónlist
, Jack Nitzsche. Kvikmyndataka
Donald N. Morgan, A.S.C. Klipping
Marion Rothman. Hljóðupptaka Don
S. Walden og Michael Redbourn.
Handrit Bruce A. Evans og Raynold
Gideon. Tæknibrellur Roy Arbogast.
Framleiðandi Larry J. Franco. Aðal-
leikendur Jeff Bridges, Karen Allan,
Charles Martin Smith, Richard Ja-
eckel, Robert Phalen. Bandarísk,
frá Columbia Pictures. Frumsýnd í
árslok ’84. Ath.: Columbia fékk Dean
Riesner til að endurrita handrit
þeirra Gideons og Evans, og er sagt
að hann eigi mestan heiðurinn at
þrí. Samtök handritahöfunda ákríðn
samt að halda nafni hans utan
myndarinnar. Carpenter þótti það
slík hneisa að hann tileinkar þessum
flinka höfundi myndina, en hann
skrifaði, m.a. bandrit myndanna
Dirty Harry og Charley Varrick.
Skip utanúr geimnum kemur til
jarðar í Wisconsin í Bandaríkjun-
um. Vera sem er innanborðs kemst
af og brýst inní hús í nágrenninu.
Þar býr ekkjan Jenny Hayden,
(Karen Allen), en geimveran finn-
ur hárlokk af nýlátnum manni
hennar, Scott, (Jeff Bridges). Það
dugar henni til að líkamnast í
fullkomið útlit eigandans, aðeins
hreyfingarnar eru aðrar. Jenny
fylgist með í forundran er veran
breytist úr fóstri i Scott, fullskap-
aðan, á stofugólfinu hjá henni.
Þannig upphefst fyrsta ástar-
sagan á milli geimveru og jarðar-
búa á hvíta tjaldinu. Það er svosem
engum sérstökum frumlegheitum
fyrir að fara í efnistökunum, en
leikstjórinn, John Carpenter, legg-
ur meira uppúr mannlega þættin-
um en tæknilegum brellibrögðum
og sagan rennur áfram með síauk-
inni rómantík.
Scott/Starman, getur á bjagaðri
ensku, upplýst Hayden að koma
hans til jarðar sé tilkomin vegna
heimboðs af plötunni sem send var
út í geiminn með Voyager II. Hann
verði síðan heimtur aftur um borð
í móðurskipið á ákveðnum stað í
Arizona-fylki eftir fjóra sólar-
hringa. Lengur haldi hann ekki
lífi á jörðinni.
Hayden bæði skelfist og hrifst
af þessari samsetningu í fyrstu,
gerir nokkrar flóttatilraunir á
meðan þau þeysast á bíl hennar
vestur til Arizona. En smásaman
takast með þeim ástir, nokkuð sem
er nýtt fyrir stjörnumanninum.
Hernaðaryfirvöld komast strax
á slóð þeirra og ætla að hafa
hendur f hári stjörnumannsins.
En hann og Hayden eru ávallt með
nokkurt forskot og velviljaður
vísindamaður, (Charles Martin
Smith), bjargar þeim yfir loka-
hjallann.
Svo sannarlega óvenjuleg mynd
frá hrollvekjumeistaranum John
Carpenter. Og hún sýnir og sannar
að hann kann að fást við fleira en
að hræða líftóruna úr fólki. Hér
slær hann á glaðværa og róman-
tíska strengi. Tengir saman, á ljúf-
sáran hátt, hinar ólíku verur. Hinn
hnuggna jarðarbúa og saklausu,
lítið eitt vélmennislegu geimveru
— en bæði eru þau einmana, hvort
á sinn hátt.
Það eru mörg bæði bráð-
skemmtileg og vel unnin atriði í
Aðkomumanninum, þau tengjast
flest hinu sínánara sambandi
söguhetjanna í gegnum myndina.
Aftur á móti er annað nokkuð
flausturslegt, þó einkum upphafs-
atriði sem ekki er nægjanlega
upplýsandi. Þá kemur á óvart að
öll meiriháttar tæknibrögð, sem
löngum hafa einkennt myndir af
þessari gerð, láta bæði lítið yfir
sér, sem er i góðu lagi, en eru auk
þess mörg áberandi illa gerð.
Hlutverkavalið er óaðfinnan-
legt. Þau Allen og Jeff Bridges eru
bæði tvö framúrskarandi leikarar.
Allen hefur örugglega ekki verið í
annan tíma betri en í tilfinninga-
heitri tjáningu sinni á hinni ringl-
uðu ekkju og Bridges vinnur enn
einn leiksigur sem gesturinn utan-
gátta. Þá túlka af jafn mikilli
sannfæringu gáska og gleði jafnt
sem viðkvæmni og trega.
Ekki er síður vel valið í auka-
hlutverkin. Sá gamli jaxl, Richard
Jaeckel, sem löngum hefur mátt
halda sig í skugga stjarnanna, oft
i vanþakklátum hlutverkum skit-
seyða, fær hér eitt talsvert matar-
meira hlutverk en hann á að venj-
ast og skilar því vel. Sama er að
segja um Charles Martin Smith,
hann smellur í hlutverk vísinda-
mannsins. Minni hlutverk eru öll
áberandi vel mönnuð. Þá er og
ástæða að geta tónlistar Nitzsches
og töku Morgans.
Hlý og manneskjuleg meðferð
Carpenters á efniviðnum afsakar
nokkra hnökra og þokukennda
kafla í annars bráðhnyttnu og
velskrifuðu handriti. Hin hlýlegu
og jákvæðu áhrif Aðkomumanns-
ins endurspeglast ágætlega i
spurningu sem ungur sonur minn
varpaði fram að sýningu lokinni;
„Heldurðu að þeir geri ekki St&r-
man 11?“
ÚTSALA
Á mánudaginn hefst útsala á
áklæðum og alls konar fata-
efnum.
Mikið úrval. Allt alullarefni
Einstakt tækifæri til
kaupa á vandaöri
vöru á ótrúlega
lágu veröi.
/
Hvaö skeöur þegar
útsöludagar enda
á föstudaginn?
/
&
/
Álafossbúðin
Vesturgötu 2,
sími 22090
Vetrarönn K.V.R.
hefst mánudaginn
9. september.
Fnstir timar fyr't liðakeifu verða frá
manudögum tii fóstudagn.
kl. 18 20. kl 20 22 og kl. 22- 00.30
Vcgnn einstíikni samningíi K V.R. vid
Öskjuhltd sf. vt'tður 20°o ódýrara ad keila á
toslum timum en i opinni keilu.
Timarnir frá kl. 18—20 og 20—22 kosta
1200 kr. og tímar frá 22—00.30 kosta 1400 kr.
Keilutíma er aðeins hægt að bóka að
frágengnum samningi og greiðslum.
Þrír valkostir eru á greiðslufyrirkomulagi:
1. Hver mánuður greiddur fyrirfram.
2. Hálf vetrarönn greidd fyrirfram. sem gefur
10 % viöbótarafslátt.
3. Öll vetrarönnin greidd fyrirfram. er gefur
20% viðbótarafslátt.
Hafið samband við Ásgeir Pálsson eða Helgu
Sigurðardóttur í keilusalnum Öskjuhlið eöa
síma 621599/621513. Hinir fyrstu ad bóka fá
bestu valkosti.
Stærri hópar, samstarfsmenn, skólafélagar
o. fl. ættu aö gefa gaum aö blokkpöntun
brauta. Það veitir meiri ánægju og eflir
tengslin aö leika með hópnum á samhliða
brautum.
FJÖLSK YLDUTÍMAR 35% AFSLÁTTURH
Fastir fjölskyldutimar verða alla laugardaga og
sunnudaga kl. 9—10.30, kl. 10.30—12,
kl. 12—13.30 og kl. 13.30—15.
STAÐFESTIÐ STRAX, verðið er aðeins 700 kr.
hvert sinn.
KVENNATÍMAR
Alla virka daga frá kl. 10—17 verða sérstakir
(vin)kvennatimar. Húsmæður, þetta er
tækífærið til að skreppa úr skurnum, leika
ódýrt á föstum tímum, og gleymid ekki
barnaheimilinu okkar.
ÖKEYPIS! Kynningar
Sérstakar ókeypis kynningar fyrir félög, klúbba
og samstarfsmenn verða allar helgar í vetur.
Æskileg stærð hópa er 5—25 manns. HRINGIÐ
OG PANTIÐ ókeypis kynningu. Haldið hópinn.
KEILU OG VEGGBOLTAFÉLAG
REYKJAVÍKUR