Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 67
67 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 8. SEPTgMW:R,1985 Minning: Óskar Petersen Faeddur 12. september 1917 Dáinn 29. ágúst 1985 Þín náðin Drottinn nóg mér er þvi nýjaveröld gafstu mér í þinni birtu hún brosir öll í bláma sé ég lífsins fjöll. (EinarH. Kvaran.) Kynslóðir koma og fara, það lðgmál lífsins haggast ekki þó flest annað í mannlífinu sé breytingum háð. Oskar Petersen fæddist á ísafirði. Hann átti norskan föður sem féll frá þegar óskar var á barnsaldri. Eftir það ólst hann upp hjá móðurforeldrum sínum. Krist- ínu Þórðardóttur og Gísla Glsla- syni á Héðinshöfða á ísafirði. Oskar dáði mjög afa sinn og ömmu alla tíð og reyndist þeim eins og best mátti verða til þeirra hinstu stundar. Til Reykjavíkur fluttist óskar ungur að árum. Nokkru síðar réðst hann til Rafveitu Reykjavíkur, og má segja að þá hafi ekki verið tjaldað til einnar nætur. Því við það fyrirtæki starf- aði hann til hinsta dags, eða yfir fjörutíu ár. Og lýsir það manninum betur en orð hver starfsmaður hann hefur verið. óskar átti mjög haga hönd og mátti segja að hann gæti gert allt, og var fljótur að færa í lag það sem aflaga fór. Og voru dóttursyn- ir og sonardætur hans mjög hænd að honum, sem var alltaf tilbúinn að lagfæra þeirra dót þegar með þurfti. óskar var einstaklega barn- góður maður og hafði einstaka ánægju af barnabörnum sínum. Einnig dáði hann mjög tengdabörn sín, Erlu Pétursdóttur og Björn Gunnlaugsson, sem reynst hafa tengdaforeldrum sínum mjög vel. Óskar var einstakt snyrtimenni á öllum sviðum. Það var gaman að koma á litla verkstæðið í bílskúrn- um og sjá snyrtimennsku á öllu. 1945 giftist óskar systurdóttur minni Ingibjörgu Finns., og taldi hann það sitt mesta gæfuspor að eignast hana að lífsförunauti. Þau voru mjög samrýmd alla tíð og studdu hvort annað ef erfiðleikar steðjuðu að. Þau eignuðust þrjú börn: tvær stúlkur og einn dreng. Elsta dóttirin Sigrún er gift Birni Gunnlaugssyni, og eiga þau þrjá syni. Kristín ógift. Gisli sonur þeirra er giftur Erlu Pétursdóttur. Þau eiga tvær dætur. Börn þeirra Ebbu og óskars eru mesta mindar og reglufólk, og hafa þau komið sér upp fallegum heim- ilum. Þau hafa reynst foreldrum sínum mjög vel, og fjölskyldan haldið mjög vel saman. Fljótlega eftir giftinguna fóru þau hjón Ebba og óskar að koma sér upp heimili. Þau byggðu mynd- arlegt hús i Sörlaskjóli 72. Þetta eru tvær íbúðir, myndarlegt hús utan og innan. Og snyrtimennskan leinir sér ekki hvert sem litið er. Ég sem þessar línur festi á blað kynnist Oskari fyrst verulega þegar ég og kona mín fluttum til Reykjavíkur eftir gosið í eyjum. Þá dvöldum við hjá þeim Ebbu og óskari um mánaðarskeið, á meðan við vorum að koma okkur fyrir. Og mátti segja að þau hjón bæru okkur á höndum sér. Hjá þeim hjónum mættum við ætíð því sem í þessum orðum felst. Verið í bróð- urkærleikanum ástúðlegir hver við annan. Heimili Ebbu og óskars var sterkmótað af lífsreynslu, virðu- leika og snyrtimennsku. Þau hjón voru búin innri kærleika og lífs- gleði, sem veitti þreyttum frið og hvíld. óskar var einstakur heimil- isfaðir. Það veit ég að óskari fylgir góður hugur vina og samstarfs- manna yfir landamæri lífs og dauða. Og það er gott föruneyti að minni hyggju, þegar þessi heið- ursmaður er kvaddur skilur hann aðeins eftir sig góðar minningar um mann sem var búinn mörgum þeim eiginleikum sem flestir gætu tileinkað sér. Hann hvorki barði bumbur né hrópaði á torgum, held- ur vann markvisst að því að þjóna lífinu og framförum í þágu þjóðar- heildarinnar. Slíkir menn fá sjald- an kross eða umbun i veraldlegum gæðum. En það skiptir þá engu þeir hafa verið trúir því hlutverki sem þeim var úthlutað. Þeir lifa áfram í niðjum sínum og munu ávallt verða hina styrku stoð í þjóðfélagsbyggingunni. óskar er horfinn til upphafs síns inn í Guðs eilífðar ljós. Við skulum ætið hafa það hugfast að jarðneskt sólarlag er himnesk afturelding. Stefnan er ekki til grafar heldur til himins. Að síðustu óskum við hjónin óskari allrar Guðsblessunar og ástvinum hans sem eftir lifa. Þess má geta að Óskar Petersen verður jarðsunginn frá Neskirkju á morgun, mánudag, kl. 3. Friðfinnur Finnsson fri Oddgeirshólum. Mánudaginn 9. september verð- ur til moldar borinn óskar Peter- sen sem lést 29. ágúst. Mig langar dameð nokkrum orðum að kveðja umág minn, elskulegan og mikið góðan dreng, sem alltaf var sama prúðmennið. Ég man fyrst fyrir rúmum 40 árum þegar við heima í Eyjum sáum fyrst tilvonandi manninn hennar Ebbu systur, hvað okkur fannst hann glæsilegur og hvað þau pössuðu vel hvort fyrir annað, því hún var svo góð og falleg líka. Mikið var svo gleðin þegar lítil stúlka kom í heiminn og fékk nafnið hennar mömmu okkar, Sigrún. Þá kom í ljós hvað óskar var mikið fyrir börn og kom sér það mikið vel í veikindum Ebbu er hún gekk með börnin sín þrjú. Svo kom önnur lítil stúlka, Kristín, og svo sonurinn Gísli og eru þau öll mjög vel gerð og góðar mann- eskjur og öil barnabörnin auga- steinar afa síns og ömmu. Að lokum viljum við hjónin þakka fyrir alla þá tryggð og vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Góð- ur Guð styrki þig, Ebba mín, og börnin öll á þessum erfiðu stund- um og biðjum við Guð einnig um að blessa minningu hans. Ó, blessuð von, að bráðum endi fær vortbölogstríð. Þú signuð vonin sorgartár burt þvær, hvesælogblíð. í hverri þraut í dauðans skugga dal oss dýrðar vonin halda uppi skal. (C.H. Purday. — Elínborg Guðmundsd.) ída Hanleysdóttir og Smári Guðmundsson. Okkur bræðrunum langar til þess að minnast hans afa okkar, og ekki bara afa okkar heldur besta vinar okkar allra. Við áttum heima í sama húsi og afi og amma í mörg ár. Alltaf gátum við leitað til afa og aldrei brást afi. Ef hjólin okkar biluðu þá stóð ekki á honum afa að hjálpa okkur. Stundum þurftum við ekki að biðja um aðstoð. Afi var búinn að gera við að morgni ef bilaði að kvöldi. Afi kenndi okkur að tefla og spila. Og alltaf gaf afi sér tíma til þess að tefla við okkur. Og þegar afi var orðinn veikur þá lét hann á engu bera, og náði í taflið eða spilin þegar við komum í heimsókn, til hans eða hann til okkar. Svona var afi. Marga sunnudaga fór afi með okkur í bíltúr. Eins fórum við með afa í fyrrasumar vestur á Snæ- fellsnes með tjald og veiðistangir Minning: Hermann Andrés Kristjánsson Fæddur 7. nóvember 1917 Díinn 28. ágúst 1985 Hann var fæddur í Skinnes í Suð- ur-Noregi. Foreldrar hans voru Kristján Hallgrímsson, dáinn 29. september 1941, frá Kaplastöðum, Skagafirði, og Amanda Petersen dáin 1919, frá Skinnes í Suður- Noregi. ' Hermann flyst til Islands 1925, ásamt föður sínum og settist að á Siglufirði. Unnusta Hermanns var Krist- rún Ingibjörg Clausen, dáin 24. april 1962, átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og dvaldi langtímum saman á sjúkrahúsum. Einkasonur þeirra er Kristján Svavar, fæddur 28. desember 1947, vinnur nú við verslunarstörf. Hermann vann mestan hluta ævi sinnar við verslunarstörf og nú síðast hjá Miklagarði, Reykja- vík. Við hjónin nutum þeirrar ánægju að hafa þekkt þennan hægláta og siðprúða mann um 20 ára skeið. Ætíð var hann ræðinn og fylgdist vel með öllu er var að gerast í þjóðlífinu hér sem erlend- is. Hann hafði ágæta kímnigáfu, sem hann fór þó dult með. Aldrei heyrði ég hann nota hnjóðsyrði um nokkurn mann, þó kannski ástæða væri til. Hann var sérstakt snyrti- menni og birtist þessi eiginleiki hans á heimili hans, vinnustað sem og öðru er hann fékkst við. Barnabörnum sínum reyndist hann ágætur afi, gjafmildur og nærgætinn en gat þó vandað um við þau, ef ástæða var til og þá á sinn hógværa hátt. Við vitum, að við getum mælt fyrir munn barnabarna Hermanns og dóttur okkar er við þökkum honum samveruna, sem gleymist aldrei. Við vottum Kristjáni einlæga samúð okkar og vonum að minn- ingin um föður hans megi létta honum föðurmissinn. Blessuð sé minning Hermanns. Jakobína E. Björnsdóttir, Árni Einarsson. Útför Hermanns fer fram á morgun, mánudag, kl. 13.30 frá Neskirkju. meðferðis. Veðrið var leiðinlegt þessa helgi, rigning og kalt. En afi gerði gott úr öllu. Sofum bara I bílnum allir saman og það var mikið hlegið þessa helgi. Elsku afi, hann mundi alltaf eftir öllu. Alltaf kom hann með kassa fullan af bollum á bolludag- inn. Og eins kom hann alltaf með blóm til ömmu og mömmu á mæðradaginn, og páskaegg á pásk- um. Þá fengu amma og mamma vönd af páskaliljum. Og svo var alltaf á jólunum einn harður pakki frá afa sér til okkar, og svo var mjúkur frá ömmu. Afa fannst eins og okkur ekkert skemmtilegir þessir mjúku pakkar. Svona var afi okkar. Hann pabbi okkar hefur líka sagt okkur frá því þegar hann kom inn á heimili afa og ömmu, þá aðeins sautján ára gamall. Hvað afi og amma tóku vel á móti hon- um. Afi reyndist honum eins og annar faðir. Pabbi gat alltaf leitað til afa með allt. Afi var alltaf boðinn og búinn. Afi og pabbi fóru saman eitt sumar i kringum landið, og eins fóru þeir saman á gæsaveiðar, og út á sjó að veiða fisk. Og þá var farið á bát sem afi smiðaði sjálfur i bfl- skúrnum sínum. Það var hans lif og yndi að hafa alltaf nóg að starfa. Pabbi og afi voru alltaf^_ miklir vinir. Og ekki þurfti hann"^^ pabbi okkar að biðja hann afa að hjálpa til þegar við byggðum okkur hús i Garðabæ. Afi kom á hverjum degi þegar hann var búinn að vinna. Og frá því húsið var fokhelt og þangað til við fluttum inn var afi alltaf störfum hlaðinn og áhugasamur um að allt yrði sem „ best i haginn búið fyrir okkur þegar flutt yrði i nýja húsið okkar. Afí átti fimm barnabörn og það sjötta á leiðinni. Afi var mikill barnavinur. Það er sárt að fá aldr- ei að sjá afa aftur, en sárast er-> -» það fyrir ömmu að sjá á bak ást- kærum eiginmanni og vini. Megi elsku afi hvíla í friði. Frið- ur guðs blessi hann. Oskar, Björn, Birgir og Orri. Stefanía Eðvarðs- dóttir — Minning Á laugardag var til moldar borin sæmdarkonan Stefanía Eðvarðs- dóttir. Hún lést úr hinum illa vá- gesti og mikla faraldri, sem krabbamein er orðið og hriáir og veldur dauða mikils fjölda Islend- inga, sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þessi sjúkdómur virðist orsakast af því að krabbameins- valdur, sem er gjarnan eitthvað efni og utanaðkomandi kemst í snertingu við veikleika í frumu- byggingunni og breytir erfðaeigin- leikum hennar. Stökkbreyting á sér stað, en það tekur oftast langan tíma fyrir sjúkdóminn að komast á það alvarlegt stig að hann valdi dauða. Eina örugga leiðin til að komast hjá krabbameini er að forðast krabbameinsvaldinn, sem er í sumum tilfellum þekktur og er þá um nokkurt sjálfskaparvíti að ræða, eða þá eins og oft er að hann er eða hefur verið óþekktur og standi jafnvel í sambandi við það, sem fólk hefur talið vera hollar lífsvenjur þ.m.t. mataræði. Þannig leggst þessi sjúkdómur líka á fólk, sem að öllu leyti hefur hagað liferni sínu á þann veg að mikið fordæmi væri af, ef ekki kæmi til vanþekkingin um upp- sprettu sjúkdómsins. Einstaklingurinn ris hæst, þeg- ar hann berst fyrir lífsskoðun sinni og reisn hans getur verið mest þegar við mikla erfiðleika er að stríða s.s. alvarlega sjúkdóma. Hafi einhver glatað trú á mannin- um og skapara hans, þá ætti hann að fylgjast með dauðastriði góðs fólks, sem ekki æðrast eða bugast og slakar hvergi á i hinni góðu baráttu lifsins, þó kringumstæður séu eins erfiðar og þær geta orðið lifi á jörðinni. Maður getur bara beðið um að maður verði sjálfur jafnsterkur, þegar kallið kemur. Stefanía Eðvarðsdóttir og mað- ur hennar, Guðmundur Jónasson fjallabilstjóri, bjuggu á hæðinni fyrir neðan okkur á Miklubraut 5 í meira en 10 ár. Þau voru ákaflega samhent og tóku því bæði mikinn þátt i rekstri fyrirtækis þess, sem ber nafn Guðmundar. Hún eldaði m.a. kjötsúpu og þvoði sængurföt, en Guðmundur ók um fjöll og firn- indi. Stefania sá þó um rekstur heimilisins. Guðmundur gekk ekki heill til skógar. Hann var með mjaðmarmein, en lét ekki slíka smámuni há sér. Hann lést fyrr þessu ári og hafði þá verið van^^ heill um skeið. Ég rabbaði við hann stundum, þegar hann var meira heima við. Hann bauð mér hönd- ina, sem var eins og skrúfstykki eftir áratuga erfiði og ræddi um áform sín, sem snérust að fram- kvæmdum, sem í ljósi stöðu sjúk- dóms hans hefðu virst fjarrænar fyrir aðra, en áhuginn gat ekki dofnað. Stefanía var mjög raunsæ og athugul manneskja. Eftir að Guð- mundur dó hafði hún áform um^' að kaupa íbúð í húsi fyrir aldraða, en jarðvist Hennar lauk fáum mán- uðum eftir Guðmundar. Eitt áhyggjuefni hennar í banalegunni var, að hún átti eftir óuppgerða smáupphæð vegna hitaveitureikn- ings. Öll samfelld reynsla mannsins og reyndar það, sem aðskilur hann örugglega frá dýrum er vissan um dauðann og framhaldslíf. Hvort það sé til staðar eða ekki, þá skipt- ir það örugglega miklu máli hvern- ig lífinu á jörðinni er háttað. Guðmundur og Stefanía sköpuðu og skiluðu miklum verðmætum með að opna fegurð Islands fyrir innlendum og erlendum gestum. _ lifðu vammlausu lífi, og þarf því ekki að hafa áhyggjur af hvernig þeim vegnar nú. Þeim fylgja hlýjar hugsanir og samúðarkveðjur til aðstandenda. Ásgeir Leifsson Leiðrétting í viðtali við Kristin Siggeirsson bónda á Hörgslandi á Síðu, sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins fyrir viku urðu þau mis-^ tök er sagt var frá bátsstrandi aSP ruglað var saman nöfnum tveggja vélbáta frá Vestmannaeyjum. Hið rétta er að það var Katrín VE 47 sem strandaði á Skeiðarársandi um áramótin 1980, en Þórunn Sveinsdóttir VE 401 dró Katrinu á flot. Kristinn Siggeirsson var meðal björgunarsveitarmanna sem komu áhöfn Katrínar til að- stoðar. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sfmi 81960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.