Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER1985
71
„Ætli ég sé ekki svona mikil
ævintýramanneskja í mér“
— segir Guðrún Högnadóttir, 19 ára, sem næsta hálfa árið
mun dvelja í S-Afríku við ýmis störf
ÓHÆTT er að fullyrða að næsta
hálfa árið verði ævintýri líkast
fyrir Guðrúnu Högnadóttur, 19 ára
frá Reykjavik, sem í lok þessa mán-
aðar heldur til Afriku þar sem hún
mun vinna að ýmsum verkefnum
næstu sex mánuðina, ásamt 49 öðr-
um ungmennum viðsvegar að úr
Evrópu.
Ferðin er skipulögð af EEE-sam-
tökunum (Educational Experience
in Europe) í tilefni af ári æskunnar,
undir einkunnarorðunum „Þróun,
þátttaka, friður". EEE-samtökin
voru stofnuð fyrir þremur árum og
er markmið þeirra að stuðla að
samskiptum milli æsku Evrópu og
annarra þjóða heims. Höfuðstöðvar
samtakanna eru i Vestur-Berlin en
Afrikuferðin er skipulögð frá
skrifstofu samtakanna i London.
Ferðin var auglýst í vor fyrir
ungmenni í Evrópu á aldrinum 20
til 25 ára, og sett sem skilyrði að
þau væru bæði ensku- og frönsku-
mælandi. Um 2000 umsóknir bárust
og voru 50 valdar. Var Guðrún eini
umsækjandinn frá Norðurlöndum
þeirra á meðal. Blm. hafði tal af
Guðrúnu á dögunum og spurði hana
fyrst hvað hefði orðið til þess að
hún sótti um að fara þessa ferð.
Ævintýraþrá
„Ætli ég sé ekki svona mikil
ævintýramanneslda í mér“, sagði
Guðrún og hló. „Eg hef alltaf haft
mikinn áhuga á Afríku og því þró-
unarstarfi sem þar er unnið. Frá
því ég lauk stúdentsprófi um síð-
ustu jól, hef ég unnið hjá Rauða
krossi íslands og líkar mjög vel í
því starfi. Þar rakst ég á auglýsingu
frá EEE-samtökunum þar sem Afr-
íkuferðin var kynnt.Ég hugsaði mig
ekki um tvisvar heldur sótti strax
um, þó að ég væri ekki orðin tvítug.
Reyndar var ég frekar vonlitil um
að ég kæmist vegna þess að ég hafði
áður sótt um vinnu hjá öðrum
hjálparstofnunum en hvergi komist
að þar sem ég var of ung.
I þessu tilviki virðist þó hafa ver-
ið veitt undanþága þvi ég fékk svar
frá samtökunum þar sem ég var
beðin að koma til London i viðtal i
júní. Þar var ég ásamt 200 öðrum
látin gangast undir ýmis próf og
send i alls kyns viðtöl, þar sem ég
var spurð um ástæður fyrir áhuga
mínum á verkefninu, um stjórn-
mála skoðanir o.fl. Sjálfri mér til
mikillar furðu var ég bara róleg
miðað við það að alþjóðleg nefnd
væri að spyrja mig spjörunum úr!
Skömmu siðar fékk ég svar um að
ég væri „ein af útvöldum" og ætti
að hitta hin 49 ungmennin i London
1. október".
Björgun síðustu hvítu
nashyrninganna í Zaire
1 hverju verða verkefnin f Afríku
fólgin?
„Við verðum látin vinna með
ungmennum frá Afriku, sitja ráð-
stefnur með þeim og kynnast dag-
legu lífi þeirra, í von um að slik
kynni stuðli að sterkari tengslum
milli æskufólks í heimsálfum Evr-
ópu og Afríku. Segja má að það sé
liður í friðarbaráttunni að stuðla að
jákvæðum samskiptum milli æsku
viðkomandi þjóða.
Hópurinn hittist i London 1.
október. Þar er meiningin að við
kynnumst hvert öðru auk þess sem
við verðum undirbúin undir förina.
Þar hittum við fylgdarfólk okkar,
fjóra frá EEE-samtökunum sem
þekkja leiðina og auk þess verða
laeknar og hjúkrunarfólk með i för-
inni, ef eitthvað skyldi út af bregða.
Ffa London höldum við svo viku
sfðar til Alsír þaðan sem ekið verð-
ur áleiðis ti Suður-Afriku. Á leið-
inni tökum við að okkur ýmis verk-
efni i samvinnu við stofnanir eins
og Alþjóða Rauða krossinn, World
Wildlife Foundation, UNICEF og
ýmsar aðrar stofnanir Sameinuðu
þjóðanna svo dæmi séu nefnd.
Verkpfnin vpWÍI! f ^
við björgun síðustu hvftu nashyrn-
inganna í Zaire, en þeir eru aðeins
11 talsins. 1 Kenýa munum við
vinna að matvæladreifingu og
endurbyggingu þorpa og i Botswana
munum við vinna með Þjóðminja-
safni landsins við uppgröft forn-
leifa. Auk þess munum við sitja
ráðstefnur með æskufólki Afriku í
tilefni af ári æskunnar.“
Erfítt að búa sig í slíka ferð
Og hvað hefur maður svo með sér
f hálfs árs ferðalag um S-Afriku?
„Við fengum lista yfir allt það
sem nauðsynlegt var að hver og
einn hefði með sér, af fatnaði og
öðru. Kom það sér mjög vel þvf
skiljanlega er erfitt að búa sig i
slfka ferð. Hins vegar er ýmislegt
sem við þurfum að afla okkur i
sameiningu þegar út er komið, s.s.
torfærujeppar, tæki, matvæli o.fl.
Við borgum ferðina sjálf og kostar
hún hvern og einn um 150 þús. kr.
ísl. Vissulega er þetta dýr ferð en ég
Morgunblaðið/Arni Smborg
Guðrún Högnadóttir
hef verið dugleg að spara f sumar.
Svo hef ég sótt um styrk hjá ýmsum
fyrirtækjum og fengið jákvæðar
viðtðkur.
Að ferðinni lokinni er ætlast til
þess að við miðlum reynslu okkar,
hver f sínu heimalandi. Ég mun þvi
væntanlega fara i ýmsa skóla og
segja frá þvi sem fyrir augu bar i
ferðinni sem er í vændum. Ferðin
hefur þegar fengið mikla umfjöllun
hjá evrópskum fjölmiðlum og
breskur kvikmyndahópur hyggst
kvikmynda ferðina. Þá hyggjast
EEE-samtökin gefa út bók um ferð-
ina að henni lokinni."
Guðrún kvaðst ekki geta neitað
þvi að mikill ferðahugur væri kom-
inn í hana. „Fyrst fannst mér til-
hugsunin um ferðalagið spennandi.
Núna þegar farið er að nálgast það
að ég haldi „út í óvissuna" er ekki
laust við að yfir mig færist hálf-
gerður kvfði. En það verður ekki
aftur snúið úr þessu svo nú er bara
að duga eða drepast," sagði þessf
hressilega stúlka að endingu.
RF
BEINT ÚR FKYSTINUM -TILBÚIÐ ÁÍO MÍN.
SUNNUDAGSTILBREYTING
Brúnið 375 g af sveppum í 5
. mín í 30 g af smjöri. Blandið
250 g af grænum baunum
saman við. Kryddið með salti
og 1 tsk af múskati. Berið fram
með steiktum KJÚLLETTUM og ristuðu franskbrauði
eða rúgbrauöi.
KJÚLLETTUR Á ÍTALSKAN MÁTA
Stráið basilikum yfir KJÚLL-
ETTURNAR. Steikið’á annarri
hliðinni í 2 mín. í 73 g af smjöri.
Snúið og þekið KJÚLLETT-
URNAR með feitum, mildum
osti. Steikið í 5 mín. (hafið lok á pönnunni) eða þar til
osturinn er bráðinn. Gott er að hafa með soðið spag-
hetti í smjöri.
DÁLÍTIÐ LÉTT OG GOTT
Setjið heita KJÚLLETTU á sal-
atblað ásamt rækjum og
sveppum. Hellið salatsósu
yfir, t.d. sýrðum rjóma, bland-
aðan persillu, salti, pipar og
hvítlauk ef vill. Berið fram með hituöu snittubrauði.
PAPRIKU KJÚLLETTUR MEÐ HRÍGRJÓNUM
Mýkið 12 perlulauka í 25 g af
smjöri. Setjið 2 tsk af papriku
og örlítinn kanil út í, síðan 2 dl
af tómatpúrru og 2 dl rjóma.
Hellið þessu yfir hrisgrjónin.
Raðið síðan léttsteiktum KJÚLLETTUM ofan á.
HEITAR KJÚLLETTUR MEÐ FRÍSKANDI
KARTÖFLUSALATI
Hrærið saman 2 dl jógúrt, 2 dl
rjóma, 2 tsk sítrónusafa, salti
og pipar. Sneiðið 400 g af
soðnum kartöflum út í. Bragð-
bætið með fínt skornu dilli.
KJÚLLETTUR í HÁDEGINU
Heit eða kæld KJÚLLETTA á
smurðu rúgbrauði. Skreytt
með salatblaði, tómötum,
gúrkusneiðum. Einnig má
bragðbæta með súrmeti eða
fleski og brúnuðum sveppum.
KJÚLLETTUR í HAMBORGARABRAUÐI
Hitið hamborgarabrauð. Setjið
salatblað, remúlaði og KJÚLL-
ETTU í brauðið, ásamt sinnepi
og tómatsósu, einnig hráan
eða steiktan lauk.
Viö kynnum KJÚLLETTUR
á sýningunni Heimiliö 85.
ísfugl
fremstur
1
Varmá Reykjavegi 36 Mosfellssveit
Sími: 666103
r