Morgunblaðið - 08.09.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1985
47
Of gamall
fyrir hjarta-
flutnings-
aðgerð
í Noregi
Ósló, 6. september. Frá Jan Erik Laure,
fréttaritara Morgunblaðsins.
57 ára gamall Norðmaður, Adolf
Sörensen, dvelst um þessar mundir
á sjúkrahúsi í London og bíður þess,
að nýtt hjarta verði grætt í hann. I
Noregi fær svo „gamalt“ fólk ekki
að gangast undir slíka aðgerð.
Þó að Adolf Sörensen væri að
þessu leyti settur út á guð og
gaddinn var hann ekki á því að
gefast upp. Hann veðsetti húsið
sitt, tók lán að upphæð 300.000
norskar krónur (um 1.500.000 ísl.
kr.) og hélt til London á eigin
kostnað.
„Mér þykir þetta hart aðgöngu.
Eg hef greitt skatta og skyldur
alla mína starfsævi og finnst for-
kastanlegt, að mér skuli ekki
standa til boða að lengja líf mitt
með því að fá þjónustu á norsku
sjúkrahúsi, sem annast hjarta-
flutninga."
Adolf hefur nú beðið í u.þ.b. tvo
mánuði í London. Hann er eftir-
væntingarfullur og kvíðir engu
með aðgerðina.
„Mér þætti að sjálfsögðu hábölv-
að að þurfa að selja húsið. En
hvernig sem allt veltist, þá er lífið
mér mikilvægast," segir hann.
Sjálfvirk
peninga-
skiptivél
Bnmsel, 5. september. AP.
SJÁLFVIRK pcningaskiptivé!
hefur verið tekin í notkun í
Brussel og lætur hún ferðamenn
hafa belgíska franka fyrir brezk
pund, vestur-þýzk mörk, hol-
lenzk gyllini og franska franka.
Framleiðandi vélarinnar segir
hana vera þá fyrstu sinnar teg-
undar í heiminum. Hefur vélinni
verið komið fyrir í aðal ferða-
mannamiðstöðinni í miðborg
Brussel.
Vélin getur ekki tekið við
bandarískum dollurum sökum
þess, að hún getur ekki greint á
milli ófalsaðra og falsaðra
dollaraseðla. Það er belgíska
fyrirtækið Cable Print, sem
hefur framleitt vélina, og
hyggst framleiða um 20 slíkar
vélar á þessu ári, aðallega til
útflutnings. Einni þeirra hefur
þegar verið komið fyrir í Zúr-
ich í Sviss.
Sprenging-
ar í París
Pará, 5. Hcptember. AP.
FJÓRAR sprengjur sprungu í
París snemma í morgun. Urðu
sprengingarnar allar hjá fyrir-
tækjum, sem leggja áherzlu á
viðskipti við Suður-Afríku. Eng-
inn týndi lífi í þessum sprenging-
um, en þrír menn særðust. Eigna-
tjón varð hins vegar talsvert.
Frönsku hryðjuverkasamtök-
in „Action direct" lýstu í dag
yfir ábyrgð á þessum spreng-
ingum. Þessi hryðjuverkasam-
tök hafa þegar lýst yfir ábyrgð
sinni á 11 sprengingum á þessu
ári, þar af einni, þar sem fólk
beið bana.
XJöföar til
XI fólks í öllum
starfsgrcinum!
|H*t$tsitÞIafeife
copco----
ELDHÚSÁHÖLDIN
gömul hugmynd
Copco eldhúsáhöldin eru fram-
ieidd hjá N.A. Christensen &
Co. AS. í Danmörku. Copcö
eldhúsáhöldin eru framleidd úr
potti í þremur lita útfærslum,
þ. e. í svörtu, hvítu og svart
hvítu. Nýja Copco línan er
hönnuð af Bernadotte & Björn
og Michael Lax sem eru
fremstu hönnuðir á þessu sviði
í Danmörku og í Bandaríkj-
unum.
nútíma hönnun
Copco eldhúsáhöldin má nota
hvort sem er á hellu, vfir opn-
um eldi eða inní ofni Copco
eldhúsáhöldin hitna mun fvrr
en áhöld í öðrum ga.'ðaflokk-
um, þannig sparar Copco um-
talsverða orku og tíma.
Opið laugardaga.
Póstsendum.
ELDHÚSÁHÖLD ÚR rOTTI
gomui hugmvnd - nutima honnun.
KÚNÍGUND
HAFNARSTRÆT111 RVIK S15469
Áttu hlaupaskó ? Þú mátt búast við því að nágranninn banki uppá hjá
þérog spyrji að þessu þegarhann fréttir af nýja SHARP vídeotækinu
þínu. Það ermikið kapphlaup um nýju SHARP VC-384 N vídeotækin
okkarenda eru þau núna á sprenghlægilegu tilboðsverði:
kr. 37,755.-stgr.
• Dolby Framhlaðið • Tveggjarása • VHS
Efþetta erekkigott tilboð, hvað erþá gott tilboð ?
P.S. Skóna færðu kannski aldrei aftur
en mundu að láta hann skila spólunni!!!
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999