Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985
manni, fyrirtækið sjálft né fólk-
ið sem setur fjármagn í fyrir-
tækið.
Ég tók sæti í stjórn Cargolux
ásamt lögfræðingi frá Lúxem-
borg fyrir hlutafélagið Matza
þegar það keypti hlut í fyrirtæk-
inu. Eigendur Matza voru fjár-
málamenn og það er rétt að einn
þeirra var fæddur í Lýbíu og
heitir Ali Nayed. Ég held að
hann hafi flust frá Líbýu af fús-
um og frjálsum vilja þegar það
urðu stjórnarskipti þar fyrir
mörgum árum. Hann hefur höf-
uðstöðvar í Róm og Kanada,
synir hans búa þar, og er aðal-
lega í fjármálaviðskiptum í
sambandi við byggingu hótela
og slíkra fasteigna út um allan
heim. Hann og synir hans eiga
t.d. örugglega sæti í stjórn Int-
ercontinental-hótelsins í Lúx-
emborg. Ég sat stundum fundi
þegar var verið að ræða bygg-
ingu þess en er hvorki í stjórn
þess né hluthafi í því. — Það
hafa orðið einhver eigendaskipti
í Matza og satt að segja þá veit
ég ekki hverjir eru helstu eig-
endur þess núna.
Það gerðist nú margt þarna á
sama sólarhringnum í júlí 1982.
Mönnum ber kannski ekki sam-
an um hvernig málin voru leyst
en þau voru leyst. Ég tók mér
tveggja mánaða frí við Mið-
jarðarhafið og ákvað að fara út í
Flugrélaflotinn
fyrir utan
Air Xport í vor
sem var búið að tapa eins miklu.
Það var orðið eins og veikur
maður, þegar allur kraftur er úr
líkamanum þá getur maður ekki
gert nein stórátök. En starfs-
mennirnir eru búnir að rétta
fyrirtækið við og mér finnst það
mjög, mjög gott hjá þeim. Þeir
sem voru helstu keppinautar
Flugleiða fyrir nokkrum árum
eru allir komnir út úr myndinni,
Laker og Capitol eru t.d. bæði
farin á hausinn.
En ég hef aldrei hugsað um
þann möguleika að kaupa hluta-
bréf í Flugleiðum. Ég held að
eins og málin standa í dag þá sé
það ekki góð fjárfesting. Ekki
fyrir mig. Ég held að það hafi
verið rétt hjá ríkinu að selja
Flugleiðum þessi bréf til baka
vegna þess að það eykur styrk
framkvæmdastjórnar fyrirtæk-
isins töluvert. Þessir piltar eru
búnir að vinna mikið verk og
hafa lagt mikið á sig og þess
vegna er rétt að styrkja þá. Ef
framkvæmdastjórnin er ekki
sterk þá verður erfitt að taka
þau nýju skref sem þarf að taka
á næstu tveimur til þremur ár-
um.
Það var tími til kominn að
þetta sem ég er að gera núna. Ég
áleit að það væru möguleikar
fyrir menn með sérmenntun og
þekkingu á þessum hlutum til að
hjálpa fjárfestingarmönnum að
kaupa og selja flugvélar, alveg
eins og það eru sérhæfðir menn
sem sjá um kaup og sölu á skip-
um, íbúðum og öðru.“
Rétt hjá ríkinu að selja
Flugleidum hlutabréfin
Samband Gunnars við Island
hefur minnkað nokkuð síðan
hann hætti að starfa hjá ís-
lensku fyrirtæki og hætti að
fara þangað í viðskiptaerind-
um. „Ég hef þó ágætis sam-
band við Flugleiðir," sagði
hann. „Ég þekki mjög
marga stráka sem byrjuðu
að vinna þar um svipað
leyti og ég og eru núna
komnir í mismunandi
störf innan fyrir-
tækisins. Mér líst
mjög vel á rekstur
Flugleiða, það er
ekki auðvelt að
rétta við
- fyrirtæki
Morgunbladid/ab.
hlutabréf ríkisins væru seld.
Ríkið á ekki að vera í rekstri
fyrirtækja. Það hefur nóg á
sinni könnu samt og ætti að
beita allri sinni orku í að sjá um
almenn málefni þjóðarinnar en
láta einkaframtakinu eftir að
sjá um flugvélarekstur, sem-
entsverksmiðjur, áburðarverk-
smiðjur og annað. Það er sér-
stök stétt í þjóðfélaginu sem á
að sjá um slíkan rekstur og get-
ur gert það betur en ríkið.“
Gunnar sagðist ekki hafa
stundað nein viðskipti með öðr-
um íslendingum. „Ég kann nú
ekki svo mikið á viðskipti," sagði
hann. „Það eina sem ég kann er
í sambandi við þessar flugvélar
og markaðurinn í þeim er nú
ekki stór á Islandi." Hann hefur
þó átt viðskipti við Arnarflug af
og til. „Arnarflug hefur leigt hjá
okkur vél og við höfum séð þeim
fyrir varahlutum. Ég held að
það sé núna með einn mótor í
leigu sem við eigum. En ég sé nú
ekki um þessi viðskipti. Ég sit í
stjórn Air Xport fyrir eitt af
þremur hlutafélögum sem eiga
það og Arnarflug hefur átt
viðskipti við það.“
Hann hefur einnig verið eig-
endum íslenska leiguflugfélags-
ins Air Arctic innan handar.
„Ég þekki Arngrím Jóhannsson
flugstjóra síðan ég vann eitt
simar við síldarleit fyrir norðan.
Addú var þá radíóviðgerðar-
maður hjá ríkinu í flugturninum
á Akureyri. Hann hjálpaði mér
oft við að gera við vélina sem ég
var með við síldarleitina, hún
var ekki alltaf í sem bestu ásig-
komulagi. Við höfum haldið
sambandi síðan og þegar hann
sagðist hafa áhuga á að byrja
með sitt eigið fyrirtæki og
nefndi hvort ég gæti leigt hon-
um flugvél þá tók ég því vel. Ég
reiknaði með að sumar af þess-
um vélum yrðu standandi og það
er betra að nýta þær í eitthvert
flug en hreyfa þær ekkert. Hann
leigði þrjár vélar hjá Air Supply
Avation í Brússel, eigandi þess
er góður vinur minn og býr hér í
Liechtenstein, og hefur notað
tvær í farþegaflug en það vantar
enn stykki í fraktvélina. Far-
þegavélarnar hafa báðar verið
seldar til Salena í Stokkhólmi.“
Air Arctic-vélarnar eru af
Boeing 707-gerð og eru skráðar
á íslandi. Það er eitt af fáum
löndum í Evrópu sem skrá þá
gerð af vélum, en þær þykja of
háværar og fá því t.d. ekki
skráningu í Evrópubandalags-
löndunum og mega ekki fljúga
til Bandaríkjanna án undan-
Fór út til tveggja ára
Gunnar er fjörutíu og sex ára,
hár og þrekinn, með ljóst hrokk-
ið hár og útitekinn. Hann er
fæddur og uppalinn í Reykjavík
og gekk í Miðbæjarskólann.
Hann fór út til Noregs árið 1955
og lærði flugvirkjun hjá Braath-
ens í Stavanger í tvö ár en lauk
prófinu í Tulsa í Bandaríkjunum
1958. Hann vann hjá Flugfélag-
inu í skamman tíma eftir að
hann kom heim úr námi en
flutti sig yfir til Loftleiða í nóv-
ember 1959 og starfaði við við-
gerðir á DC-4- og DC-6-vélum
þeirra í Reykjavík. „Ég fór svo
til Hamborgar fyrir Loftleiðir
1961 og var megnið af árinu þar.
Það var mikið flogið inná Ham-
borg þetta ár og skoðanirnar á
vélunum voru gerðar þar. Það
vantaði mann þangað með öll
réttindi á sexurnar. Ég var ein-
hleypur og auðveldast fyrir mig
að pakka, ég setti niður í plast-
pokann og fór til Hamborgar,"
sagði Gunnar.
Eftir Hamborgardvölina fór
hann í þjálfun flugvélstjóra á
DC-6 og flaug sem slíkur í eitt
ár. „Árið var ekki liðið þegar yf-
irmenn Loftleiða báðu mig að
fara út til Lúxemborgar og setja
stöðina upp á meðan verið var
að koma einhverjum öðrum inní
starfið þar. Þá var verið að auka
flugið til Lúxemborgar og það
átti að vinna svipuð störf þar og
við höfðum unnið í Hamborg. Ég
fékk frí frá störfum í tvö ár og
fór til Lúxemborgar í janúar
1963. Ég var þar enn tuttugu ár-
um seinna."
Gunnar gifti sig franskri konu
frá Lorraine í lok 1963. Þau eiga
tvo syni, sautján ára og þrettán
ára, sem eru í heimavistarskóla
í Lausanne í Sviss. Hann ákvað
að taka lúxemborgskan ríkis-
borgararétt fyrir nokkrum ár-
um. „Það kemur að því þegar
maður er búinn að búa í ein-
hverju landi í langan tíma að
maður verður að gera upp við
sig hvort maður ætlar alltaf að
vera útlendingur í sínu heima-
landi eða ekki. Ég var búinn að
búa mjög lengi i Lúxemborg og
sá ekki fram á að ég myndi flytj-
ast þaðan þegar ég ákvað að fá
ríkisborgararéttinn fyrir mig og
fjölskylduna. Á þeim tíma gat
maður fengið hann ef maður var
búinn að búa í landinu í fimm-
tán ár en nú hefur því verið
breytt í tíu ár.
Við fluttum frá Lúxemborg til
Liechtenstein í lok júní í fyrra,
hér á ég mitt lögheimili og
borga mína skatta. Ég er þó
mjög mikið í sumarhúsinu í Nice
á sumrin, veðráttan í Suður-
Frakklandi er mjög góð og við
kunnum vel við okkur þar.“
Liechtenstein er þekkt fyrir
að vera skatta- og póstkassafyr-
irtækjaparadís. Vel stætt að-
komufólk getur samið við yfir-
völd um skattagreiðslur og
borgar þá ákveðna upphæð í
skatta á hverju ári hvort sem
viðskipti ganga vel eða illa.
Gunnar sagðist hafa þurft að
semja um þessa hluti eins og að-
rir en sagðist hafa flutt frá Lúx-
emborg til Liechtenstein af því
að Liechtenstein er vel staðsett í
hjarta Evrópu, skammt frá
bönkunum í Sviss og flugvellin-
um í Zúrich.
Gunnar á skyldmenni á ís-
landi og marga góða kunningja.
Hann fór áður fyrr alltaf einu
sinni til tvisvar á ári til landsins
en hefur ekki komist í ár. „Ég
var tvisvar lagður af stað en
plönin breyttust hjá mér í bæði
skiptin," sagði hann. „Ég hef
farið til íslands að veiða lax, ég
hef ekki farið í neina sérstaka á
heldur leigt mismunandi á í tvö
til þrjú ar í röð, en ákvað að
nota sumarfríið í annað í
sumar." Hann fór í staðinn í
siglingu um Miðjarðarhafið með
ættingjum frá íslandi og lét vel
af ferðinni.
Cargolux tók við viðgerðar-
deild Flugleiða þegar Flugleiðir
áttu í fjárhagsvandræðum á síð-
asta áratug. Gunnar varð þá
starfsmaður Cargolux og var yf-
ir tæknideildinni. Viðskiptavin-
ir alls staðar úr heiminum komu
með vélar í viðgerð og skoðun
hjá Cargolux og Gunnar og sam-
starfsmenn hans öðluðust mikla
reynslu og þekkingu í sambandi
við flugvélar og komust í góð
sambönd í heimi flugvélavið-
skiptanna.
„Viðgerðarþjónustan hjá
Cargolux var 10% af heildar-
veltunni á sínum tíma,“ sagði
Gunnar. „Það segir þó lítið um
mannaflann sem var í þessu.
Það er ekki gert við flugvélar
með vélum heldur þarf í það
mannskap, það störfuðu 200
manns við viðgerðir þegar við
vorum flestir. Á kreppuárum
flugrekstursins dróst allt saman
í sambandi við flugvélar, við-
gerðir sem annað. Ég held að
það séu ekki nema um 100
manns við viðgerðarstörf hjá
Cargolux núna.“
Gunnar tók sæti í stjórn
Cargolux í júlí 1982 þegar mikl-
ar sögur fóru af því að Líbýu-
maður hefði keypt sig inní fyrir-
tækið, og hætti sem starfsmað-
ur þess. „Ég var búinn að vera í
viðgerðum i mörg ár þegar mér
bauðst tækifæri til að gera
eitthvað annað og mér fannst
tími til kominn að breyta til.
Það voru margir yngri menn
sem ég vissi að gátu tekið við
mínum störfum og gert betur en
ég. Það er alls ekki gott aö vera
of lengi í sæti stjórnanda,
hvorki fyrir þá sem starfa með
Erfiðara að ná í
hann en páfann