Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 4
rsfr***’• 'y ■'**»*• "*•- •< ■•< ♦?«*** •**•■- .. ; i. — i ~:rii'... uj , rCTj^r^i^l^Vr] 4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 i | I ' I I > 1» Gengið til kosninga um hjúskaparlög frá 1907 Kosningar verða haldnar í Sviss, einu sinni sem oftar, sunnudaginn 22. september. Að þessu sinni eiga landsmenn að láta í Ijósi vilja sinn varðandi þrjú áhugaverð mál. Þeir munu greiða atkvæði með eða á móti breytingum á hjúskaparrétti, ákveða hvort skólarnir í landinu eigi allir að byrja á sama árstíma eða ekki og hvort ríkið eigi að leggja til fé í tryggingu fyrir áhættulánum til ungra uppfinningamanna. Kosningabarátt- an er hörð og mjög erfitt að spá nokkru um úrslit. Mikill meirihluti þingsins greiddi atkvæði með breytingum á hjúskaparréttinum í vetur. Einn þingmaður, Christoph Blocher, úr hópi þingmanna gamla bændaflokksins, SVP, var þó harður á móti og stóð fyrir undirskriftasöfnun ásamt sam- tökum smærri atvinnurekenda til að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það þarf 100.000 und- irskriftir í tilviki eins og þessu til að fá fram þjóðaratkvæða- greiðslu. Blocher telur að breyt- ingarnar á hjúskaparréttinum kippi gömlu stoðunum undan hjónabandinu og geri það að samningsbundnu samlífi þar sem enginn má lengur ráða og það þarf stöðugt að kalla á dómara til að ráða fram úr hversdagsleg- um ákvörðunum. Hjúskaparrétturinn hefur ekki verið endurskoðaður síðan 1907 og er ekki lengur alveg í takt við tímann. Samkvæmt núgildandi lögum er karlmaðurinn hús- bóndinn á heimilinu og konan undirmanneskja hans. Hann á lögum samkvæmt að vinna fyrir heimilinu en konan á að hugsa um börn og bú. Hún verður að taka sér nafn hans við giftingu, hann ákveður hvar þau búa og hvað þau gera. Hann þarf ekki að upplýsa hana um peningaað- stæður, laun sín, eignir eða skuldir. Hún verður að fá leyfi hans til að fara út í eigin við- skipti en má halda launum sínum og sparifé. Ef þau skilja þá fær maðurinn 2/3 af eignum þeirra og konan 1/3, við andlát manns- ins erfir hún 1/4 af eignunum. Ef nýju lögin verða samþykkt þá munu Svisslendingar stíga stórt skref í átt að jafnrétti kynjanna og inní nútimann. Hjónin bera þá bæði ábyrgð á rekstri heimilisins og koma sér saman um hver og hvernig þau vinna fyrir því. Þau verða bæði að skrifa undir samninga um stærri fjárútlát og leigusamn- inga. Konan þarf áfram að taka nafn eiginmannsins en getur haldið gamla nafninu og notað það. Við skilnað verður eignum hjónanna skipt jafnt á milli þeirra og konan erfir helming eigna eiginmannsins við andlát hans. Mikil herferð með breytingunum á hjúskaparréttinum er í gangi í flestum útbreiddustu blöðun- um. Blaðamaður á víðlesnasta blaðinu í Sviss, Blick, sagðist þó vera alveg undrandi á lesenda- bréfunum sem blaðinu berast, þau væru flest svo hörð á móti breytingunum. Byrjun skólaársins er annað mál sem snertir alla og allir hafa ákveðnar skoðanir á. Kantónurn- ar 26 eru alveg sjálfráða um skólamál sín. Helmingur þeirra byrjar skólaárið á haustin, eins og gerist og gengur í Evrópu yfirleitt, en hinn helmingurinn byrjar skólaárið á vorin. Þetta fyrirkomulag er mjög slæmt fyrir fólk sem flyst með börn á skólaaldri milli kantóna og einn- ig fyrir lengra komna nemendur sem vilja sækja framhaldsnám i annarri kantónu og þurfa þá annað hvort að hætta námi í einum skóla fyrr til að geta byrjað í hinum nýja á réttum tíma eða lokið skólanum og beðið svo í marga mánuði eftir að geta haldið áfram námi í nýja skólan- um. Zúrich er meðal kantónanna þar sem skólarnir hefjast á vorin. Hún telur flesta íbúa og býður uppá mesta möguleika. Nemend- ur úr öðrum kantónum hafa oft hug á að sækja nám þar en upphaf skólaársins veldur oft vandræðum. Skólarnir í Bern, sem hefur næst flesta íbúa, byrja einnig flestir á vorin. Málið er flóknara þar af því að skólarnir í öllum frönskumælandi kantón- unum byrja á haustin og frönskumælandi skólarnir í Bern byrja því einnig á haustin. Það hefur verið rætt lengi að láta alla skólana byrja á sama árstíma. Fyrir fjórum árum var 104.750 undirskriftum safnað og ákveðið að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Margir eru á móti breytingu af einskærri íhaldssemi og andúð á afskiptum alríkisstjórnarinnar af málefn- um kantónanna. En aðrir benda einnig á að það mun kosta mikið fé og fyrirhöfn að breyta til og hefja skólaárið allt í einu á haustin í kantónum sem þekkja ekki annað en að hefja það á vorin. Þriðja málið er pólitískara og hefur með fjármál ríkisins að gera. Sviss hefur orðið á eftir í tæknibyltingunni og fáar nýj- ungar hafa verið fundnar upp í landinu undanfarin ár. Kurt Furgler, núverandi forseti lands- ins og viðskiptaráðherra, telur að þetta sé af því að ungum og upprennandi uppfinningamönn- um hefur reynst erfitt að fá áhættufé að lá.ii í bönkum og lánastofnunum. Hann leggur því til að ríkið gangi í tryggingu fyrir uppfinningum sem því líst vel á og stuðli þannig að vissu öryggi fyrir lánastofnanirnar og auki framboð á áhættufé. Hann vill nota 100 milljónir sv. franka í þetta næstu 10 árin og setja á fót nefnd sem mun ákveða hvaða uppfinningar eru þess virði að tryggja. Ritstjóri viðskiptasíðu Neue Zúricher Zeitung, Willi Linder, hefur barist hart gegn þessari tillögu og telur hana fullkomlega út í hött. Hann bendir á að skip- aðar nefndir geti ekki verið full- færar um að dæma um gæði og gróðamöguleika vissra uppfinn- inga og þessi mál séu betur geymd í höndum sérhæfðra fjár- málamanna. Stjórnarflokkarnir fjórir eru á öndverðum meiði um þetta mál, Frjálslyndi flokkurinn og Gamli bændaflokkurinn eru á móti tillögunni en sósíaldemó- kratar og kristilegir demókratar eru með henni. Þeir sem telja hugmyndina góða en eru á móti ríkisafskiptum benda á að hér sé ekki um mikið fé að ræða og því saki ekki að ýta dálítið við bankamönnum og auka áhuga þeirra á þátttöku í nýjum fram- förum. ab. . Hún er falleg, einföld og varanleg Stálklæöningin frá Vírneti hf. er unnin úr fyrsta flokks hráefni og ætlaö að þola fullkomlega það álag sem fylgir íslensku veðurfari. Pú færð hana tilsniðna með öllum fylgihlutum og klæðir húsið á auðveldan og varanlegan hátt. • Mikið litaúrval • Hagstætt verð • Stuttur afgreiðslufrestur VÍRNETf BORGARNESI - SÍMI 93-7296 Umboðs- og sðluaðllar: Trésmiðian Akur hf., Akranesi 93-2666 Jón Fr. Einarsson, Byggingaþjónusta. Bolungarvik 94-7351,7353 Verslun Sigurðar Fanndal, Siglufirði 96-71145 Trésmiðja Fijótsdalshéraðs, Hlöðum 97-1450 Hamrar hf ., Cnjndarfirði 93-8808 Byggingaval hf., Keflavfk 92-4500 iðnverk hf„ Patreksfirði 94-1174 Sambandið, byggingavörur 91-82033 BB. byggingavörur hf. 91-33331 Sindra stál 91-27222 JL-byggingavórur 91-28600, 671100 Byko 91-41000 Húsasmiöjan hf. 91-687700 Carðar Clslason hf 91-11500 Slippfélagiö i Reykíavlk hf 91-10123 kaupfélög um land allt. Sr Iranir gera loft- árásir á raforkuver Nicosía, Kýpur, 20. september. AP. ÍRANIR gerðu loftárásir á raforkuver í Norðaustur-lrak í morgun að sögn opinberu írönsku fréttastofunnar og ollu miklum skemmdum, en írakar bera þessar fregnir til baka og segjast hafa hrakið brott íranskar flugvélar sem reyndu að rjúfa lofthelgi íraks. írakar segja þessar fregnir tilkomnar til að draga úr sálfræðilegum áhrifum af loftárásum íraka á olíuhöfn Irana á Kharq-eyju á fimmtudag. Fregnum ber ekki saman um skaðann sem loftárásir Iraka á Kharq-eyju ollu, en talað er um miklar skemmdir á olíuhöfninni á vesturströnd eyjarinnar og að hún hafi jafnvel eyðilagst. Meginhluti olíuútflutnings írana fer um þá höfn. Þá er einnig talað um að 260 þúsund tonna risaolíuskip skráð í Líberíu, standi í ljósum logum og mögulega einnig annað minna skip. Tveir skipverjar létust í loft- árásunum. Þá segja fregnir að íranir hafi neytt tvö skip á leið til hafnar í írak til íran. Fyrr í þessari viku leyfðu þeir skipi frá Kuwait, sem hafði verið á leið til frak, að láta úr höfn, eftir að hafa gert farm þess upptækan, sem samanstóð af vélum og varahlutum í vígvélar. Moskva: Handtekinn fyrir njósn- ir fyrir CIA MoNkvu, 20. seplember. AP. SOVÉZKA leyniþjónustan KGB til- kynnti í dag, að hún hefði handtekið aovézkan mann fyrir meintar njósnir í þágu bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA. Hefði maðurinn látið af hendi hernaðarleyndarmál. Maður þessi heitir A. G, Tolk- achev og var honum líst sem „starfsmanni einnar af rannsókn- arstofnunum í Moskvu". íranir hafa aðvarað stjórn Kuwait að áframhaldandi stuðningur við íraka af þessu tagi, geti leitt til þess að þeir skoði þá sér óvinveitta. »umar gleðin 15 ára Eittaf afmaelis- börnunumí Broadwayum næstuheigi. Eyþórog16 aðrirskemmti- kraftar. Míða- on borðapant- anir í síma 77500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.