Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 B 11 i AltarisUflan sem Ásgrímur Jónsson málaði. ið lokaður inni í lúkar bátsins þeg- ar hann sökk en beið rólegur þar til vatnið rétt að segja fyllti lúkar- inn. Þegar loftþrýstingurinn hafði þannig jafnast tókst honum að opna og komast út. Hann hafði fest á sig björgunarvesti meðan á biðinni stóð og skaut upp fljótlega. Eftir klukkustundar volk í brim- inu urðu menn hans varir og björguðu honum. Ég varð þarna vitni að hvernig djúp sorg konu hans snérist upp í óumræðilega sælu, sneggri umskipti hef ég ekki séð á æfi rninni." HALDIÐ MÍNU STRIKI í STARFINU Séra Jóni telst svo til að hann hafi skírt rúmlega 1200 börn í prestskapartíð sinni í Grindavík, fermt rúmlega 960 börn, gift um 300 brúðhjón og jarðsett tæplega 240 sóknarbörn sín. „Mér finnst kirkjulegar athafnir hafa lítið breyst frá því ég varð prestur, allt hefur verið í föstum skorðum," segir Jón Árni íhugandi. „í mínu predikunarstarfi hef ég reynt að reynast trúr þvi heiti er ég vann í heilagri vígslu. Á þessum tíma hef ég kannski ekki alltaf verið alveg á sama máli og kirkjuyfirvöld en það hefur aldrei komið til árekstra okkar í milli. Ég hef haldið mínu Séra Jón Arni að koma frá messu í gömlu kirkjunni í Grindavík striki í starfinu og ekki elt nein tískufyrirbæri. Vinátta mín við fé- laga í prestastétt hefur verið mér mjög mikils virði og kynni mín af prestum almennt verið góð.“ Gamla kirkjan í Grindavík SKILNUÐUM HEFUR FJÖLGAÐ Það kemur fram i samtalinu að Jón hefur í sínu starfi talið það skyldu sína að reyna að leiða hvert Kirkjan í Höfnum. mál til lykta á sem farsælastan hátt. „Ég hef reynt eftir því sem mér hefur verið unnt að sætta hjón. Ég lít á hjónaskilnað sem algert neyðarúrræði en réttlæt- anlegt neyðarúrræði," heldur hann áfram. „Með vaxandi mann- fjölda hefur skilnuðum fjölgað hér. Lengi framan af var fremur lítið um skilnaði en þeim hefur fjölgað á síðari árum.“ KANNSKF TIL BÓTA AÐ BREYTA FERMINGARALDRI Fermingarundirbúning kveðst séra Jón hafa reynt að rækja vel en hann kvaðst ekki líta á ferm- inguna aðallega sem skilningsat- riði heldur sem trúaratriði og ávallt leggja á það áherslu við börnin að þau séu ekki skyldug til að fermast. „Kannski væri ekki verra að ferma börn annað hvort tveimur árum fyrr eða seinna en nú er gert,“ segir prestur hugs- andi. „Ég hugsa að sumir prestar séu á sama máli og ég að það gæti verið til bóta að hækka fermingar- aldurinn en síður vildu þeir lík- lega lækka hann sem ég er þó al- veg eins á.“ Nú kveikir prestur sér í vindli og blár reykurinn líður mjúklega út í andrúmsloftið. „Prestur á að geta blandað geði við hvern sem er, eða svo að segja hvern sem er,“ bætir hann við eft- ir örlitla umhugsun. „Ég segi fyrir mig, ég hef ákaflega gaman að græskulausri kímni og húmor. Það er hins vegar skoðun mín að á erf- iðum kveðjustundum eigi prestur- inn ekki að spila á tilfinningar fólks heldur að reyna að vera til uppörvunar og huggunar. Það hef- ur aldrei hvarflað að mér að ég hefði verið betur kominn í öðru starfi. Jafnhliða prestsstarfinu kenndi ég stundakennslu við barna- og unglingaskólann í um 20 ár. Ég held að ég hefði ekki lent á réttri hillu sem kennari.” NÝJAN KIRKJAN HEFUR BREYTT MÖRGU Hvað gestagang á heimilum presta áhrærir segir Jón að hann hafi alltaf verið töluverður hjá sér, þó ekki sé saman að líkja því sem gerist til sveita þar sem öllum þarf helst að gefa kaffi eftir messu. Hann kveður þó ýmislegt hafa breyst í þessum efnum í Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljóm: Benedikt Jónsson Séra Jón Árni og kona hans Jóna Sigurjónsdóttir. Fyrir ofan þau er málverk af gömlu kirkjunni að Stað í Reykhóla- sveit. Gamli prestsbústaöurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.