Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985
til að ná Rainbow Warrior, skipi
Greenpeace-samtakanna, upp á
yfirborðið eftir að því var sökkt í
höfninni í Auckland á Nýja-Sjá-
landi, telur til dæmis að nota megi
stækkaða útfærslu á þeirri aðferð
sinni við að ná flakinu upp. Þetta
telja margir fráleitt og benda á
að ekki sé því saman að jafna að
ná litlum togara upp af grunnsævi
inni í höfn og að ná 46.328 lesta
skipi upp af 4 kílómetra dýpi úti
á rúmsjó.
Ætla að kafa niður
næsta sumar
Hver svo sem framtíð flaksins
af Titanic verður, er óhætt að segja
að deilur um það hafi ekki látið á
sér standa. Hér að framan var
minnzt á óvissuna um þaö hver
eigi flakið. í framhaldi af því ligg-
ur ekkert fyrfir um það hvort hver
sem er geti reynt að slæða upp
verðmæti úr flakinu. Vísinda-
mennirnir sem fundu flakið hafa
látið í ljós þá ósk sína að flakið
og minning þeirra rúmlega 1.500
sem þar fórust fái að hvíla í friði
í kaldri gröf sinni. Þó hefur dr.
Ballard lýst áhuga á að reyna að
kafa niður að flakinu á næsta
sumri í kafbátnum Alvin, sem
bandaríski flotinn á. Þetta er 16
tonna kafbátur, l'h metra langur
og tekur þriggja manna áhöfn,
skipstjóra og tvo vísindamenn.
Báturinn getur kafað mjög djúpt,
og er skrokkurinn úr tftani. Þrjú
kýraugu eru á skrokknum, hvert á
stærð við undirskál og tveir grip-
armar eru utan á skrokknum, og
með þeim má taka upp hluti sem
eru allt upp í það að vera á stærð
við væna ferðatösku. Ekki kveðst
þó Ballard vilja ná sér í minja-
gripi, heldur aðeins fá að líta flakið
augum.
Annað er upp á teningnum hjá
olíukóngnum Jack Grimm frá
Texas. Hann segist vera staðráð-
inn í því að kafa niður að flakinu
næsta sumar í sex manna kafbáti
til að reyna að ná þar einhverjum
verðmætum. Hann bendir á að
flakið liggi á opnu úthafi, þar sem
engin þjóð eigi lögsögu og hver og
einn geti athafnað sig eftir eigin
getu. „Hér er um að ræða björg-
unaraðgerðir, og björgunarréttinn
hlýtur sá sem fyrstur verður til
að nýta sér hann,“ segir Grimm.
Og fleiri hafa lýst áhuga á að
reyna. Það er því ekki ótrúlegt að
til tíðinda kunni að draga á næsta
sumri.
„Grófasti myndastuldur
í blaðasögunni“
En deilurnar eru ekki aðeins um
flakið sjálft og það sem í því er.
Þær hófust strax og fyrstu mynd-
irnar bárust til lands. Lögfræðing-
ur einn í Toronto í Kanada, Mic-
hael Levine, skýrði frá því þegar
þyrla kom til Woods Hole með
fyrstu myndirnar frá vísinda-
mönnunum um borð í Knorr að
fyrir nokkrum mánuðum hefði
kanadíska fréttastofan Can-
adawide samið við Dr. Ballard um
einkarétt þar í landi á öllum
myndum varðandi leiðangurinn.
Þegar fyrirspurnir bárust
Canadawide frá evrópskum blöð-
um, var fyrirspyrjendum vísað til
Alain Ayache ritstjóra vikuritsins
Le Meilleur í París, en hann kvaðst
hafa einkarétt í Evrópu á öllum
Ijósmyndum af flakinu. Símalín-
urnar milli Parísar og London voru
logandi, því öll brezku blöðin vildu
verða fyrst með myndirnar, bæði
svart-hvítar og litmyndir.
Orðsending
tíl fyrirbekja
og einstaklinga í atvinnurekstri
Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðið að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga í
viðskiptum sinum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu
viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn. Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27
atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstjóra ( þessu skyni.
Könnunin nær til fyrirtælga úr eftirtöldum atvinnugreinum-.
Númeratvlnnu- grelnar: Heltf atvinnugreinar:
261 Trésmíði, húsgagnasmíði
262 Bólstrun
332 Gleriðnaður, speglagerð
333 Leirsmíði, postullnsiönaður
339 Steinsteypugerð, steiniðnaður
350 Málmsmíöi, vélaviðgerðir
370 Rafmagnsvörugerð, raftækjaviðgerðir
383 Bifreiðaviðgerðir, smurstöðvar
385 Reiöhjólaviðgerðir
395 Smlði og viðgerð hljóöfæra
410 Verktakar, mannvirkjagerö
420 Bygging og viögerð mannvirkia
491 Húsasmlði
492 Húsamálun
493 Múrun
494 Plpulögn
495 Rafvirkiun
496 Veggfóðrun, dúklagning
497 Teppalögn
719 Ferðaskrifstofur
826 Tannlækningar
841 Lögfræðiþjónusta, fasteignasalar
842 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun
843 Tæknileg þjónusta
847 Innheimmtustarfsemi
867 ijósmyndastofur
869 Persónuleg þjónusta ót. a.,t.d. heilsuræktarst.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
Fyrstu tilboðin sem Ayache bár-
ust voru upp á 20 þúsund pund
(rúmlega 1,1 milljón króna), en
fóru ört hækkandi, og að kvöldi
4. september hafði Lundúnablaðið
Daily Express að sögn Ayache
boðið 210 þúsund pund fyrir einka-
rétt á myndunum á Bretlandi
(tæplega 12 milljónir króna). En
fótunum var kippt undan Ayache
daginn eftir þegar Evening Stand-
ard í London birti fyrstu myndirn-
ar, en þær hafði blaöið tekið af
sjónvarpsskerminum. Önnur blöð
hættu þá samningaumleitunum
við Ayache og fylgdu fordæmi
Evening Standard, enda af nógu
að taka því brezku sjónvarpsstöðv-
arnar sýndu fréttamyndir sem
sendar voru um sjónvarpshnetti
frá Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu
var Ayache lítt hrifinn af þessu
tiltæki brezku blaðanna, sem hann
sagði að væri „grófasti mynda-
stuldur í blaðasögunni". Hann
hefur nú höfðað mál gegn brezka
sjónvarpinu BBC, Associated
Press-fréttastofunni og þeim blöð-
um sem birtu myndirnar.
Ekki fer þó Ayache alveg slypp-
ur og snauður frá viðskiptunum,
því hann hefur selt franska tíma-
ritinu Paris-Match tvö sett af lit-
myndum fyrir sem svarar 116 þús-
und pundum (um 6,6 milljónir
króna) og auk þess selt birtingar-
réttinn á ítaliu og Spáni fyrir
samtals 85 þúsund pund (rúmlega
4,8 milljónir).
Þessar deilur um myndirnar
komu flatt upp á vísindamenn við
Woods Hole-hafrannsóknarstofn-
unina, og sagði talsmaður þar að
stofnunin hefði enga samninga
gert og ætlaði alls ekki að selja
neinar myndir. „Myndirnar sem
við tókum eru almenningseign,"
sagði talsmaðurinn, og bætti því
við að þær yrðu afhentar fjölmiðl-
um ókeypis eftir því sem þær yrðu
handbærar.
Þótt Titanic hafi iegið á hafs-
botni í 73 ár er skipið nú enn í
sviðsljósinu. Enginn harmleikur á
sjónum hefur valdið jafnmiklum
viðbrögðum um heim allan og
sögurnar um örlög skipsins
ósökkvandi og þeirra rúmlega
1.500 karla, kvenna og barna sem
fórust þessa aprílnótt 1912. En
fáar sögur hafa verið jafn ásæknar
og frásögn þeirra sem björguðust
af því þegar þeir sátu í björgunar-
bátunum og heyrðu óminn frá
skipshljómsveitinni, sem lék
„Hærra minn Guð til þín“ meðan
risaskipið seig ljósum prýtt niður
í dýpið.
(Heimildir: Observer, New York Times,
Time, Newsweek, o.fl.)
umar
gleðin
15 ára
Eittaf
afmælis-
börnunumi
Broadwayum
næstu heígi.
Maggiog16
aörirskemmti-
kraftar.
Miða- og borðapant-
anir í síma
77500