Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 B 3 W — þágu. Sumir álíta að vélarnar hækki í verði við að vera skráð- - ar á íslandi frekar en í Afríku- löndum. Gunnar vildi ekki bera ísland saman við einhver Afr- íkulönd en gaf lítið út á að sölu- gildi vélanna ykist við íslensku skráninguna. „Það er nú farið að setja hljóðdeyfa á þessar vélar og þá verður spurningin um skráning-, una úr sögunni. Fyrsta DC-8 63-vélin með hljóðdeyfi er t.d. að fara í loftið núna á næstu dög- um. Hún er skráð á írlandi. Það tekur tíma að fá deyfana af- greidda og eigendur þessara véla sem Air Arctic er með komu frekar seint inn í myndina svo að þeir þurfa að bíða fram á næsta ár eftir þeim. Það er betra fyrir þá ef það er hægt að nýta vélarnar í leigu á meðan þeir bíða en láta þær standa al- veg ónotaðar. Hljóðdeyfarnir kosta svona 3 milljónir dollara. Það er ekki mikil fjárfesting þegar völin er að kaupa þá eða kasta vélunum. ’Fyrir flugfélag eins og Flugleið- ir sem ætlar kannski ekki að fljúga vélunum í nein tíu ár enn þá borgar sig samt að kaupa hjóðdeyfana af því að það eykur endursöluverðið á vélunum seinna meir, sérstaklega ef þær verða seldar í fraktflug til Bandaríkjanna en markaðurinn fyrir DC-8-vélarnar verður lík- lega einna stærstur þar.“ Þegar Gunnar segir „við“ í sambandi við þessi flugvéla- viðskipti þá á hann við nokkur fyrirtæki og þrjá mismunandi hópa sem hann starfar aðallega með. Einn mannanna heitir Bob Koronzkinski og er Bandaríkja- maður af Úkraínuættum. Gunn- ar starfaði mikið með honum eftir að hann fór út í eigin við- skipti. „Hann rak fyrirtæki í Þýskalandi. Við höfðum oft áhuga á sama hlutnum og ákváðum þá að vinna sameigin- lega að honum frekar en að keppa hvor við annan. Það er oft auðveldara að taka hálfa kök- una heldur en heila. Við vinnum enn mikið saman, hann er stjórnarformaður i Air Xport og er þar alltaf einn til tvo daga í viku en ég fer þangað einu sinni til tvisvar í mánuði." Air Xport á stórt flugvéla- skýli á Zaventem-flugvellinum í Brussel. Gunnar skoðaði það áð- ur en það var keypt en eigendur þess voru viðriðnir „þef-flug- vélahneykslið" í Frakklandi í hittifyrra. „Skýlið var búið að vera til sölu í tvö ár þegar við keyptum það,“ sagði Gunnar. „Það var búið að skrifa mikið um það í blöðin og velta fyrir sér hvað ætti sér stað í því. Það er einfalt og skrifstofuhúsið ágætt. Við fengum það fyrir gott verð af því að það var búið að vera í sölu svo lengi." Fjármunir fyrri eigenda þornuðu upp þegar það kom í ljós að franskir ráðamenn höfðu verið plataðir hrapallega og engin von var á að „þef-olíu- leitarflugvél" yrði framleidd á næstunni. Ein stærstu flugvélaviðskipt- in sem Gunnar hefur átt aðild að til þessa voru kaup á tveimur Boeing 747 af Swissair sem Norðmenn og Svíar keyptu. „Ég hef auk þess séð um kaup og sölu á vélum bæði frá Frakk- landi og Bretlandi," sagði Gunn- ar. Hann situr nú í stjórn þriggja fyrirtækja, Avex, Air Xport og Cargolux. Avex keypti 11 þotur af United Airlines skömmu áður en fyrirtækið sem Gunnar er aðili að ákvað að kaupa hlut í fyrirtækinu og hann fékk sæti í stjórninni. Hann vildi þó sem minnst segja um þessi fyrirtæki og viðskipti þeirra — frumskógur flugvéla- viðskiptanna er jafndimmur eft- ir sem áður. ab ISLENSK Um er aö ræöa þrjú myndbönd — klukku- stundarlangt hvert. LEIKFIMI I Æfingar ætlaðar fólki sem þjáist af bakveiki, vöðvabólgu og/eða gígt LEIKFIMI II Æfingar ætlaðar byrj- endum og eldra fólki. LEIKFIMI III Æfingar ætlaðar fólki í góðri lík- amlegri þjálfun. LEIKFIMI Á MYNDBÖNDUM Útsölustaöur í Reykjavík: Hagkaup Skeifunni 15. Sendumípóstkröfu. Heilsa og sport sf. Sími 18054 Enn einu sinni komum við ó óvart og bjóðum GoldStar heimilistölvu og skjá fyrir aðeins 13.980 kr. eða 5000 kr. út og eftirstöðvar á 5mán. GoldStar ö' GoldStar FC-200 tölvan er á MSX- staðli og getur því notað öll jaðartæki og hugbúnað með þennan staðal, sem japanskir framleiðendur hafa komið sér saman um. IFC-200 er 64 KB RAM og 32 KB ROM, hefur 16 liti, góða teikni- getu (256x192), frábæra tónlistar- hæfileika, tengimöguleika fyrir stýri- pinna, prentara, Ijósapenna og seg- ulband. S1E3EHEH MBM-2233 skjárinn er afar þægilegur , grænn 12" skjár með góða stafaupplausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.