Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 Svavar A. Jónsson „Ríðum heim til Hóla“ Það var snemma á fostudagsmorgni sem næstum full rúta af eldhress- um unglingum lagöi af stað frá umferðarmiðstöðinni í Keykjavík. Sumir í rútunni þekktust en aðrir ekki. Ferðinni var heitið á æskulýðsmót að Hólum í Hjaltadal. Á leiðinni voru fleiri eldhressir unglingar teknir upp í. Á Hólum var fyrir hið hressasta lið víðsvegar að af Norðurlandi. Yfirskrift þessa æskulýðsmóts var „Ég vil starfa fyrir hann“ og var tekin úr þekktum söng, „Kristur hann býr í mér og ég vil starfa/lifa/syngja fyrir hann.“ Á mótinu var fjallað um for- sendur þess að vera kristinn, af- leiðingar þess og um að þjóna Guði, hvernig, hvenær og hvers vegna. Á mótinu var margt til gam- ans gert. Þar voru söngstundir, þar sem lærðir voru nýir söngv- ar og hvernig hægt væri að vinna með þá, t.d. skipta stórum hóp í nokkra smærri hópa: Fyrsti hópurinn syngur textann, annar laglínuna, þriðji klappar, fjórði smellir fingrunum o.s.frv. Kenndur var m.a. söngurinn „Lífíð gefur Guð“ úr söngbókinni „í lífi og leik“ sem æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar gaf út 1984: Lífið gefur Guð, í Ijósi býr hann. Líta fær það enginn né skilja það kann. Guð þó finn ég hér, frelsi, líf og von. Fæddur er, sem Mariu lítill son. Dýrð sé þér, ó, Guð, í himnanna hæð, í heiminn að þú komst í fátækt og smæð. Já, Guð fmn ég hér frelsi, líf og von. Fæddur er, sem Maríu lítill son. Merlin — Kristján Valur Ingólfsson Ginnig voru Bibliulestrar þar sem teknir voru fyrir textar úr Biblíunni og ræddir í hópum. Kvöldvökur voru þar sem æsku- lýðsfélögin voru kynnt en flestir af þátttakendum mótsins voru úr æskúlýðsfélögum víðvegar að af landinu. Auk þess var farið í leiki, sund, gönguferðir o.s.frv. Á sunnudeginum var messa. Þessi messa var að því leyti sér- stök að allir höfðu undirbúið hana. Skipt var i fjóra hópa: Fyrsti hópurinn samdi predik- unina, annar valdi söngvana, þriðji gerði bænirnar og sá fjórði undirbjó kirkjuna fyrir mess- una. Þátttakendur völdu þann hóp sem þeir vildu. Þetta var lífleg messa þar sem allir voru virkir þátttakendur en ekki að- eins áhorfendur. Þarna kom skýrt í ljós hinn tvíþætti til- gangur messunnar sem er þjón- usta Guðs við manninn og þjón- usta mannsins við Guð. Það voru þreyttir en ánægðir unglingar sem héldu af stað frá Hólum hver til síns heima. 1 rút- unni til Reykjavíkur hljómaði söngurinn af krafti en þess á milli notfærðu ferðalangarnir sér síðustu stundirnar til að ræða saman. Síðustu helgina í ágúst á næsta ári verður annað svona mót og ef til vill verða þá fleiri unglingar saman komnir því enn er verið að stofna ný æskulýðs- félög. Hólar í Hjaltadal. Þátttakendur að leik. f baksýn sést hluti af yfirskrift mótsins sem þeir hönnuðu. Áhrif kristins æskuiýðsstarfs — spjallað við Jeanette Snorrason Það var fullt af bílum fyrir framan Hallgrímskirkju á mánudagsmorguninn. Þétt bíla- umferðin sveigðist gætilega um Eiríksgötuna og Njarðargötu. En fólkið, sem var á stjái hljóp við fót af því að stórkarlaleg rigning tók til að drjúpa hátt af himni. Ég gekk niður Skóla- vörðustíginn, ætlaði til aðvent- istanna, sem hafa þar skrif- stofur sinar og verzlun. Ég ætl- aði að hitta þar einhvern og taka tali um þýðingu kristins æsku- lýðsstarfs. Hallgrímskirkja gnæfir tignarleg yfir Skóla- vörðustíginn, yfir alla borgina. Hún og allar hinar kirkjunar, öll kristilegu félögin, bæði í borg- inni og úti um allt landið, fara nú að kalla saman fólkið sitt og bjóða nýju fólki í hópana. Góði hirðirinn safnar saman fólki sínu, eins og Ásdis skrifaði um á sunnudaginn var. 1 Frækorninu er Jeanette Snorrason að afgreiða. Hún er bandarísk en hefur búið hér i 12 ár og talar afbragðsgóða ís- lenzku. Hún tekur erindi mínu vel. Er það vegna áhrifa frá æsku þinni sem þú ert játandi og starfandi í kristinni kirkju núna? Já. Ég var kaþólsk fyrst. En for- eldrar mínir gerðust aðventistar þegar ég var 8 ára. Ég hélt samt áfram að fara með ömmu minni í kaþólsku kirkjuna við og við. Það var auðvitað mikið áfall fyrir hana og alla fjölskylduna, sem var kaþólsk, að við skyldum verða aðventistar. Ég skil það fjarskalega vel. Það myndi líka verða áfall fyrir mig ef börnin mín færu í aðra kirkjudeild. Já, ég er sannfærð um að það var vegna áhrifanna, sem ég varð fyrir á þessum árum, að ég er kristin núna. Eru það áhrif frá kaþólsku kirkj- unni eða aðventkirkjunni? Það eru áhrifin frá aðvent- kirkjunni. Kaþólska kirkjan hafði ekki mikil áhrif á mig vegna þess að ég var svo ung þegar ég var þar. En ég man mjög vel eftir mér þar. En þegar ég var komin í aðventkirkjuna var ég orðin stærri og gat skilið umræður um trúmál. Hvað var það þá í kirkjunni, sem mótaði þig? Það var mikið skátastarf, starf aðventskáta. Og hvíldar- dagsskóli. Þar starfaði stórkost- legt fólk. Og okkur var boðið í heimboð til kennaranna. Ég gekk líka i barnaskóla aðvent- ista. Þetta var stór skóli, um 400 nemendur. Vinir mínir voru þar líka. Þetta var líf okkar. Ég hélt áfram alla tíð í aðventskólum og tók þaðan háskólapróf. Hvað lastu í háskóla? Uppeldisfræði. Ég kenni í barnaskóia aðventista hérna og kenndi fyrst í skóla aðventista í Bandaríkjunum. Ég hef starfað hjá aðventistum í 20 ár. Geturðu sagt mér nánar hvað er svo gott við það að alast svona upp í kirkjunni sinni? Það er erfitt að útskýra það. Mér kemur fyrst í hug hvað það er hlýlegt. Umhverfið, sem við sköpum þessum börnum, er vernd. Við teljum að það sé nauðsynlegt að vernda þau gegn reykingum t.d. og áfengi og öðr- um vímuefnum. Við getum sýnt þeim kærleika Guðs og hjálpað þeim til að skilja að það er nauð- synlegt fyrir þau að hjálpa öðr- um. Það liggur beint við að spyrja hvort þið óttist ekki að það verði þeim erfitt að mæta áhrifunum, sem ríkja fyrir utan þennan verndaða heim. Ég er alveg viss um að það verður þeim erfitt. Það er mín skoðun. Við reynum að útskýra fyrir þeim að þau þurfi ekki að hafa neitt með ýmsa hluti að gera, tóbak og áfengi t.d. Og við reynum að útskýra að við viljum gefa þeim það, sem er svo gott og Jeanette Snorrason mikilvægt að þau vilji ekki hafa neitt með þessa hina hluti að gera. En sumum er ekki nóg það sem kirkjan vill gefa þeim. Það er ekki svo að öll börnin, sem alast upp í aðventkirkjunni, haldi þar áfram. Það er sameiginlegt allri kristinni kirkju að sumir hverfa frá henni. En flestum er það mikil hjálp að hafa alizt upp í krist- inni trú. BENIDORM.SUMARAUKI ISOUNNI 2S.740t 27.500t TVÆR VIKUR/TVEIR IIBÚÐ Beint leiguflug í báðar áttir, eða með viðkomu í London í baka- leið. Góð gisting, íbúðir eða hótel. Að venju verður hjúkrunar- fræðingur með í ferðinni til aðstoðar við aldraða. Kynnið ykkur ferðatilhögun og verð hjá okkur. ÞRJÁR VIKUR/TVEIR IÍBÚÐ FERÐAMIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.