Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER1985 „Trúin er ekki einhver draumkennd sælmíma Rœtt við séra Jón Árna Sigurðsson sóknarprest í GrindavíP Á Suðurnesjum, þar sem heitir JárngerÓar- staðahverfi er helsti byggðakjarni Grinda- víkur. í Þérkötlustaða- hverfi er fremur lítil byggð og hið forna Staðahverfi, þar sem stóð kirkja í sjö hundr- uð ár, er nú í eyði. Hin nýja og glæsta kirkja Grindvíkinga stendur ofarlega í þorpinu, rétt við rætur Ránargötu. í húsi númer eitt við þá götu er bústaður sékn- arprestsins. Séra Jón Árni Sigurðs- son hefur verið prestur í Grindavíkurpresta- kalli í rúm 37 ár en læt- ur nú senn af störfum. Síðla dags fyrir skömmu fór blm. Mbl. á fund séra Jóns til að eiga við hann viðtal. Séra Jón Árni er tæplega með- almaður á hæð en svarar sér vel, sléttur á hörund og fremur smá- felldur í andliti, hæglátur í fram- göngu og varkár í orðum. Hann býður komumönnum að gera svo vel að ganga til stofu. Embættis- bústaður sóknarprestsins er stórt hús og vistlegt. Húsbúnaður er smekklegur og ber vott um natnar húsmóðurhendur prestfrúarinnar, Jónu Sigurjónsdóttur. Alúðlegt viðmót hjónanna gerir það að verkum að samræðurnar ganga greiðlega. MISSTI MÓÐUR SÍNA UNGUR Séra Jón Árni fæddist 30. des- ember 1917 að Auðshaugi á Barða- strönd, yngsta barn Sigurðar Pálssonar cand phil og bónda og konu hans Valborgar Elísabetar Þorvaldsdóttur. Sigurður var son- ur Páls Pálssonar bónda og al- heldur aö hún var góð og gegn manneskja og svo vinsæl meðal fólks við Breiðafjörðin að margar litlar stúlkur voru látnar bera nafn hennar þegar hún var öll.“ Enn á ný gengur prestur um gólf. NÁNUSTU VINIRNIR URÐU ALLIR PRESTAR „Ég ólst upp við almenn sveita- störf og var heima lengst af, en eftir að ég fór í Menntaskólann á Akureyri fór ég í hina og aðra vinnu sem til féll á sumrin," held- ur Jón áfram frásögninni. „Skóla- árín voru skemmtileg enda naut ég öll menntaskólaárin fyrir- greiðslu Árna Þorvaldssonar menntaskólakennara, móðurbróð- ur míns. Hjá honum og konu hans, Jónasínu Hallgrímsdóttur bjó ég þessi ár. Árni var mikill málamað- ur og kenndi bæði ensku og latínu en áldrei lenti ég í bekk hjá hon- um, Mínir helstu félagar á menntaskólaárunum urðu seinna allir prestar, þeir voru séra Guð- mundur Guðmundsson á Útskál- um, séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu, séra Stefán Egg- ertsson prestur á Þingeyri, séra Pétur Sigurgeirsson núverandi biskup, séra Trausti Pétursson sem var á Djúpavogi og séra Sig- mar Torfason á Skeggjastaö. Við vorum allir samstúdentar nema Pétur sem lauk sínu námi við Menntaskólan í Reykjavík vegna þess að þá var faðir hans orðinn biskup. Eftir stúdentspróf sett- umst við allir í guðfræðideild í Háskóla íslands. Guðfræðiprófi lauk ég 1944 og vígðist 18. júní sama ár ásamt átta öðrum kandidötum. Ég vígð- ist að Stað á Reykjanesi og þar var ég prestur í fjögur ár. Þrítug- asta júní 1945 kvæntist ég Jónu, dóttur Sigurjóns Jónssonar bók- sala í Reykjavík og konu hans Guðlaugar Árnadóttur. Við eigum þrjú börn, Valborgu Ólínu, sem er gift, búsett í Reykjavík og á þrjú börn, Guðlaugu Ragnhildi sem er gift, búsett í Grindavík og á þrjú Prestsbústaðurinn í Grindavík. Séra Jón Árni Sigurðsson. Nýj. kirkjan í Grindavík. þingismanns að Dæli í Víðidal en Valborg var dóttir séra Þorvaldar Stefánssonar prests að Hvammi í Norðurárdal, komin út af Högna sem kallaður var prestafaðir. Valborg dó ung, rétt fertug, frá sjö börnum, þá var Jón á öðru ári. Hann var skömmu seinna tekinn í fóstur að Stað í Reykhólasveit til séra Jóns Þorvaldssonar móður- bróður síns, sem var prestur þar og konu hans Ólínu Kr. Snæ- björnsdóttur Kristjánssonar í Hergilsey. „Þau gengu mér í foreldrastað og ég kallaði þau aldrei annað en pabba og mömmu,“ segir séra Jón. „Þau áttu þrjú börn, öll eldri en mig. Ég leit á þau sem systkini mín. Það var svo mikið prestablóð í móðurætt minni að ef sonur fóstra míns hefði orðið prestur hefði hann orðið sá ellefti í röðinni í beinan karllegg." Þegar hér var komið sögu hafði blaðamaður komið sér fyrir með gögn sín við borðstofuborð og skrifaði niður jafnóðum og frásögninni fleytti fram en prestur reyndist lítið gef- inn fyrir kyrrsetur og gekk stöð- ugt um gólf meðan hann sagði frá. Hafði enda haft við orð i upphafi samtalsins, grínagtugur, að hann áskildi sér rétt til að sitja og standa eins og hann vildi meðan á spjallinu stæði. Hann gengur litla stund þegj- andi fram og aftur um stofuna en segir svo alvarlegur í bragði: „Það var mikill missir fyrir föður minn að missa konuna svo unga frá hópi barna og þess þá börn og Árna Þorvald sem er kvæntur, á tvö börn og er við nám í Frakklandi ásamt konu sinni." HEITAR PRESTS- KOSNINGAR Nú er þar komið lífshlaupi séra Jóns Árna að hann sækir um Gríndavíkurprestakall í árslok 1947 ásamt þeim séra Emil Björnssyni, seinna fréttastjóra Sjónvarps, og séra Þorsteini Björnssyni, seinna fríkirkjupresti. „Ég var kosinn lögmætri kosn- ingu,“ segir Jón. „Þátttaka í þeim prestskosningum var mikil, rúm- lega 85 prósent. Mér var veitt embættið frá fardögum 1948. Mér var strax tekið mjög vel af öllum mínum sóknarbörnum og var á engann hátt látinn gjalda þess að töluverður hiti var í prestskosn- ingunum." ALDREI HVARFLAÐ AÐ OKKUR AÐ SÆKJA HÉÐAN „Við fluttum í frekar lítið hús rétt hjá gömlu kirkjunni," heldur prestur áfram. „Það hús stendur nálægt sjónum og hét þá Þor- valdsstaðir. Þar bjuggum við í 18 ár, þá var byggður nýr embættis- bústaður og hér höfum við verið í 19 ár. Atvinnuástand var heldur að glæðast þegar við komum hingað en hafði verið ákaflega dauft á stríðsárunum. Þá voru íbúar innan við 500 en eru nú um það bil 2000, íbúafjöldinn hefur rúmlega fjórfaldast á þessum 37 árum. Þá eins og nú var útgerð og fiskvinnsla aðalatvinnuvegur fólks hér. Við höfum unað okkur vel hér og það svo að það hefur aldrei hvarflað að okkur að sækja héðan og leita eftir öðru.“ TRÚIN ER EKKI EINHVER DRAUM- KENND SÆLUVÍMA Nú er prestur tekinn að þreytast á göngunni og fær sér sæti í hæg- indastól. Þáttaskil verða í frá- sögninni, talið berst frá ytri at- burðum að innviðum prestsstarfs- ins sjálfs. „Ég hef aldrei efast um tilveru guðs, en ég hef oft efast um heilindi mín gagnvart honum. Þó maður geri sitt besta þá sækir alltaf að manni sú hugsun „ég hefði átt að gera betur". Trúin er ekki einhver draumkennd sælu- víma heldur stöðug barátta manns við sjálfan sig. I prestsstarfinu kynnist maður fólki vel í gleði og í sorg. Það erfiðasta í þessu starfi er að þurfa að tilkynna aðstand- endum svipleg slys og dauðsföll. Mér hefur stundum flogið í hug að það sé engu líkara en einhver hul- in hönd verndi bátanna frá Grindavík. Á mínum ferli hér hafa tiltölulega sjaldan orðið al- varleg sjóslys. Stærsta slysið í minni prestskapartíð hér var þeg- ar vélbáturinn Grindvíkingur fórst hér nálægt innsiglingunni með allri áhöfn, fimm mönnum, 18. janúar 1952. Fjórir mannanna voru frá Grindavík. Tvö minni slys urðu hér á þessum árum. í einu þessara slysa gerðist sá atburður að maður sem talinn var af bjarg- aðist. Ég hafði þá nýskeð gengið þau þungu spor að tilkynna konu hans að hann hefði farist og orðið vitni að sárri sorg hennar. Rétt í því var hringt og tilkynnt að sést hefði til mannsins á reki í björg- unarvesti í briminu og tekist hafi að bjarga honum. Hafði hann ver-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.