Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 2

Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 2
2___________~______________________________________MORG UNBLADIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Borgarstjóri um strætisvagnafargjöld framhaldsskólanema: Þessi hús hafa verið auglýst til sölu; efst er Vesturgata 10A, þar sem verslunin Rafmagn hf. er til húsa, þá Vesturgata 10 þar sem skrifstofur veitingahússins Naustsins eru og loks sjálft Naustið. HÚSEIGNIRNAR Vesturgata 6-8-10 og lOa hafa verið auglýstar til sölu. í Vesturgötu 6-8 er veitingahúsið Naust til húsa, skrifstofur Naustsins eru í númer 10 og verslunin Rafmagn hf. í númer lOa. Eignarlóðin öll er 1250 fermetrar og er til sölu í heild eða hlutum hjá fasteignasölunni Eignamiðlunin. Sögufrœg hús til sölu Það eru erfingjar Geirs Zoega, sem bjóða húsið til sölu. Ómar Hallsson, veitingaraaður Naustsins, hefur gert samning um ieigu húsnæðisins að Vesturgötu 6-8 til 15 ára og hefur hugsanleg sala ekki áhrif á rekstur Naustsins. Við erum ekki að biðja um nýjan háskóla á Akureyri — segir Halldór Blöndal alþingismaður „AUÐVITAÐ er rekstur Háskóla íslands, Menntaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans á Akureyri háður fjárveitingu úr ríkissjóði,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður er hann var spurður álits á ummælum Sigmundar Guðbjartssonar háskólarektors um kennslu á háskólastigi á Akureyri. „Hinsvegar er það mjög þröngt sjónarmið að meta kostnað við kennslu eingöngu út frá því hvað það kostar ríkissjóð, vegna þess að það kostar þá sem í hlut eiga verulegt fé að fara úr einum lands- hluta i annan að leita sér mennta. Hugmyndir mínar um háskólanám á Akureyri, sem ég hef þegar gert grein fyrir, fara mjög saman við skoðanir fyrrverandi rektors, Guðmundar Magnússonar, og ýmissa annarra prófessora sem ég hef talað við. Við teljum eðilegt að kennt sé upp í sjötta bekk í menntaskóla og að fitja upp á tækninámi fyrir norðan. Við telj- um á sama hátt eðlilegt að hægt sé að kenna til dæmis meira í erlendum tungumálum heldur en nú er á Akureyri og að það nám gæti nýst sem stig í háskólanámi í Reykjavík. Og okkur finnst eðli- legt úr því að það er nauðsynlegt að kljúfa viðskiptafræðideildina að athuga möguleika á að kenna hluta af fyrsta ári fyrir norðan. Ég þykist vita að háskólarektor sé ekki á móti þessum hugmyndum því ég get ekki ímyndað mér að hann sé á móti því að menn njóti jafnra tækifæra til menntunar ef við gerum hlutina í hófi og vel. Við fyrir norðan erum ekki að biðja um nýjan háskóla á Akureyri til að keppa við háskólann í Reykjavík, við erum að biðja um útibú frá Háskóla Islands fyrir norðan. Eg bendi sérstaklega á þann kost sem Sigmundur Guð- bjarnarson benti á í Morgunblað- inu, að taka upp styttra og hagnýt- ara nám fyrir norðan, til dæmis tveggja ára nám sem tengist þörf- um atvinnuveganna. En við þurf- um að byggja upp skóla á Akureyri því það býr tíundi hver maður við Eyjafjörðinn og það er miskilning- ur og úrelt hugsun ef menn halda að við sættum okkur við að eftir efsta bekk menntaskóla sé klipp og skorið á það sem kenna má á Akureyri. Það er kennsla á há- skólastigi á Akureyri og hefur verið lengi. Háskólinn í Reykjavík getur ekki komist hjá því að leita hjálpar Akureyringa við að mennta fólk í heilbrigðisstéttum. Þannig að mér finnst að háskólinn hljóti að vera mjög jákvæður fyrir samstarfi við okkur fyrir norðan Eg sá í Morgunblaðinu að há- skólarektor taldi upp margar stofnanir við háskólann, sem þyrfti að byggja myndarlega yfir. Til allrar hamingju er háskólinn vaxandi stofnun en sú staðreynd á ekki að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun annars staðar. Það datt til dæmis engum manni í hug á Akureyri, að ónógt húsnæði Menntaskólans og verkmennta- skólans þar, ætti að standa í vegi fyrir uppbyggingu annastaðar svo sem á Sauðaárkróki eða í Breið- holtinu," sagði Halldór að lokum. MAÐUR höfuðkúpubrotnaöi þegar harður árekstur varð á mótum Elliðavogs og Holtavegar skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn ók bifreið sinni norður Elliða- vog og hugðist beygja til vesturs inn Holtaveg, en bifreiðin varð fyrir vörubifeið sem ekið var suður Elliðavog. Ökumaður vörubifreiðarinnar reyndi að forða slysi, en hemlar bifreiðarinnar biluðu og skullu bifreiðarnar saman af miklu afli. Draga þurfti fólks- bifreiðina af vettvangi. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus í slysa- deild Borgarspítalans. Hann komst til meðvitundar síðdegis og er ekki talinn í lífshættu. •mÆ * I A| r w m * • Morgunblaðið/Jón Svavarsson. Maður hofuðkupuhrotnaði Óeðlilegt að borgar- sjóður niðurgreiði „VIÐ höfum skrifað mennta- málaráðuneytinu bréf þar sem spurt er um afstöðu þess. Fram- haldsskólarnir eru reknir af rík- inu og ef þessi hópur á að fá niðurgreiðslur á fargjöldum, umfram aðra borgarbúa, verður Stjórnarflokkar deila: Átök um for- mennsku í utanríkis- málanefnd ALLT BENDIR til þess að til átaka komi á milli stjórnar- flokkanna í utanríkismálanefnd Alþingis, þegar kosinn verður formaður nefndarinnar á fyrsta fundi hennar, sem að líkindum verður nk. þriðjudag. Fram- sóknarmenn telja sig eiga rétt á formanni nefndarinnar, og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra staðfesti það í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, þar sem hann sagðist líta svo á að þetta mál væri frá- gengið þannig að Haraldur ól- afsson yrði formaður nefndar- innar. Heimildir Morgunblaðs- ins herma hins vegar að Eyjólf- ur Konráð Jónsson, sem var formaður nefndarinnar á síð- asta þingi, hafi fullan hug á að gegna formennskunni áfram. ríkið að taka það á sig, sem rekstraraðili að framhaldsskól- unum,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, er hann var spurður um áskorun frá framhaldsskóla- nemum um ódýrari fargjöld með strætisvögnum Reykjavíkur. í bréfi, sem stjórnir nem- endafélaga framhaldsskólanna í Reykjavík hafa skrifað borg- aryfirvöldum er þess farið á leit, að nemendum framhalds- skólanna verði gefinn kostur á ódýrari fargjöldum með stræt- isvögnunum en nú er. í bréfinu segir ennfremur að þessi hópur sé stærsti notendahópur SVR og þeir sem þurfi að taka stræt- isvagna úr og í skóla verji til þess um 11 þúsund krónum árlega. Davíð Oddsson sagði, að hér væri um að ræða hluta af kostnaði við framhalds- skólamenntun og því væri ekki eðlilegt að borgin greiddi niður þennan kostnað. „Það er eðli- legra að menntamálaráðuneyt- ið fjalli um það, hvort það vill greiða þetta niður. Hins vegar fá framhaldsskólanemendur, sem og aðrir borgarbúar, nú þegar mikinn afslátt af stræt- isvagnafargjöldum. Þeir fá um 50% afslátt þegar allt er talið, miðað við rekstur SVR og eignabreyti ngar,“ sagði borg- arstjóri. Launamálaráð BHM krefst 3 % hækkunar FORYSTUMENN launamálaráðs BHM gengu í gær á fund fjármála- ráðherra og fóru fram í 3% launa- hækkun eins og aðrir launþegar í landinu hafa almennt fengið í kjölfar samnings BSRB og fyrrverandi fjár- málaráðherra. Ákvörðun um þetta var tekin á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar launamálaráðsins á miðvikudag- inn, að sögn Þorsteins A. Jónsson- ar, formanns ráðsins. „Krafa okk- ar er sú að þessi hækkun gildi frá 1. október, eins og hjá öðrum ríkis- starfsmönnum," sagði Þorsteinn. „Fjármálaráðherra mun væntan- lega svara okkur i næstu viku.“ Hann sagöi það misskilning, að BSRB-samningurinn hafi verið gerður til að samræma laun ríkis- starfsmanna í BSRB við laun ríkis- starfsmanna í Bandalagi háskóla- manna. Fjármálaráðherra: „Engir aukafjár- munir fyrir hendi „ÞAÐ ER ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu í þessu skyni, þannig að eigi Háskólinn fé aflögu til ráðstöf- unar í þetta verkefni, þá er það athugasemdalaust af minni hálfu, en það eru engir viðbótarfjármunir fyrir hendi, til þess að stofnsetja nýja háskóladeild,“ sagði Þorsteinn Páis- son fjármálaráðherra er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gær hvort fyrirhuguð væri aukafjárveit- ing á fjárlögum næsta árs, til þess að hægt væri að hefja kennslu á háskólastigi á Akureyri á næsta ári, eins og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefur lýst yfir að verði gert. Fjármálaráðherra sagði að ekki yrði um neina aukafjárveitingu að ræða vegna þessa verkefnis, a.m.k. ekki eins og sakir stæðu. Útvarpið: Fjórir frétta- menn ráðnir GENGIÐ hefur verið frá ráðningu fjögurra fréttamanna við ríkisút- varpið, hljóðvarp. Fastráðið er I tvær stöður en tvær eru til 6 mán- aða. Þeir Páll Benediktsson og Bjarni Sigtryggsson hafa verið fastráðnir, en þau Hjördís Finn- bogadóttir og Þórir Guðmundsson til 6 mánaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.