Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
3
Gunnar Helgi Hálfdánarson fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingafélags íslands:
„Þessar hugmyndir
eru stórhættulegar“
óskilahross kjaftskoöuö
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þessi er örugglega níu vetra,“ sagdi Stefán frá Möðrudal spámannlega, viðstöddum áhugamönnum um hesta
til mikillar kátínu. Myndin var tekin á föstudagskvöldið á uppboði á óskilahrossum hjá Fáki. Hesturinn sem
Stefán er að kjaftskoða hafði nýlega verið sleginn Guðmundi Björnssyni, sem stendur á bak við Stefán, á 7
þúsund krónur. Þrír aðrir hestar voru seldir á uppboðinu, þar arf einn sex vetra foli á 30 þúsund. Sá er bæði
gullfallegur og mikið gaeðingsefni, að dómi hestamanna.
Bónusviðræður á Austfjörðum:
Tillaga um 15—20% hækk-
un frá fellda samningnum
„MÉR ÞYKJA hugmyndir um að
skattleggja raunvexti sparifjár sem
eru umfram verðbólgu, stórhættuleg-
ar og að þaer eigi alls ekki við hér á
landi, þó þetta sé tíðkað sumstaðar
annars staðar,“ sagði Gunnar Helgi
Hálfdánarson framkvæmdastjóri
Fjárfestingarfélags fslands í samtali
við Morgunblaðið í gær, um hugleið-
ingar stjórnvalda að skattleggja vexti
sparifjár, sera eru umfram verðbólgu.
Gunnar Helgi benti á að sparifjáreig-
endur hefðu mjög áleitinn valkost,
Stefán hafnar
bónorði Jóns
„STÓLASKIPTI sjálfstæðismanna
eru náttúrlega ekki tilefni til þess að
menn fari almennt út í slíkar aðgerð-
ir,“ sagði Stefán Benediktsson, þing-
maður Bandalags jafnaðarmanna, er
blaðamaður Morgunblaðsins spurði
hann í gær hvernig honum litist á þau
orð Jóns Baldvins Hannibalssonar í
útvarpsumræðum f fyrrakvöld, þar
sem hann hvatti til þess að þingflokk-
ar jafnaðarmanna sameinuðust í einn
þingflokk á Alþingi. Sagði Jón Bald-
vin að slíkt væri verðugt svar við stóla-
skiptum sjálfstæðismanna.
Stefán sagði að ekki væri hægt
annars vegar að gagnrýna tilgangs-
leysi slíkra aðgerða og jafnframt
að telja það nauðsyn fara sjálfur í
slíkar aðgerðir.
„Hugmyndir um samruna Al-
þýðuflokksins og Bandalags jafnað-
armanna eru náttúrlega ekki nýjar
af nálinni," sagði Stefán, „en af-
staða okkar bandalagsmanna til
þeirra hugmynda er algjörlega
óbreytt, þannig að við munum ekki
taka þessu bónorði Jóns Baldvins."
er þeir ákvæðu hvernig þeir ráðstöf-
uðu sparifé sínu, þ.e. að ákveða að
verja sparifé sínu í mjög fánýtar fjár-
festingar, frá þjóðhagslegu sjónar-
miði, svo sem í fasteignir eða í hreina
eyðslu, sem yki við innflutning og þar
af leiðandi viðskiptahalla. Þessi val-
kostur yrði ugglaust enn áleitnari, ef
stjórnvöld tækju ákvörðun um að
skattleggja vexti sparifjár.
„Ástæðan er einfaldlega sú að
framboð fjármagns hér hefur verið
ónógt," sagði Gunnar Helgi, „hér
hefur ekki fengist fjármagn til ný-
sköpunar atvinnulífsins og það
hlýtur að vera markmið ríkisstjórn-
arinnar að efla innlendan sparnað
eins mikið og hægt er, í þeirri von
að meira fjármagn fáist til nýsköp-
unar atvinnulífsins og að þannig
megi draga úr viðskiptahallanum,
svo að lífskjör geti batnað hér á
næstu árum.“
Gunnar Helgi sagði að ef menn
vildu auka framboð áhættufjár-
magns hér á landi, þá ætti að ívilna
því enn frekar, til dæmis með
skattaafslætti. „Það sem skiptir
höfuðmáli fyrir okkur Islendinga,
er að efla ráðdeildarsemi og sparn-
að. Með auknum sparnaði þá náum
við fram aukinni efnahagsstarf-
semi síðar og þar með auknum
skatttekjum fyrir ríkissjóð. Þetta
gerist auðvitað ekki alveg strax, en
menn verða að geta séð skóginn
fyrir trjánum. Ég er þess fullviss
að skattlagning á sparifé myndi
eyðileggja þann vísi að sparnaði
sem myndast hefur hér á sl. tveim-
ur árum,“ sagði Gunnar Helgi.
Hann sagði að vel mætti hugsa sér
að afstaða til slíkrar skattlagningar
yrði einhverntíma í framtíðinni
endurskoðuð, þegar og ef sparnaður
yrði of mikill, en í dag væri of lítill
sparnaður vandamálið sem við
blasti.
ATVINNUREKENDUR á Austfjörð-
um hafa nú til athugunar nýja tillögu
verkalýðsfélaganna í Neskaupstað, á
Breiðdalsvík og Stöðvarflrði um nýja
útfærslu á bónussamningunum, sem
þessi félög felldu nýverið, eins og
fram hefur komið í Morgunblaðinu.
Nýja tillagan gerir ráð fyrir um
15-20% hækkun frá þeim samn-
ingi, sem felldur var 1 þessum
þremur verkalýðsfélögum, að sögn
Sigfinns Karlssonar, forseta Al-
þýðusambands Austurlands.
„Hugmyndin hjá okkur er að
hækka þá, sem verst fóru út úr
samningnum - þá, sem hafa góða
nýtingu en minni hraða," sagði
hann. „Þetta jafnast svo út eftir
því sem ofar dregur, þannig að
toppurinn er óbreyttur frá þeim
samningi, sem víðast hvar er i
gildi."
Tillaga þessi var lögð fram á
fundi aðila í gærmorgun. Sigfinnur
kvaðst reikna með að næsti fundur
yrði haldinn fimmtudaginn 24.
október.
Sumir versla dýrt
— aðrir versla hjá okkur...
Opið til ki. 16 í dag í Mjóddinni
en til kl. 12 í Starmýri og Austurstræti