Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Fólksbíll fyrir erfiða færð — Mitsubishi Tredia með aldrifi Bílar_____________ Guöbrandur Gíslason Nú eru bflar með aldrifl að verða álíka vinsælir meðal bifreiðaframleiðenda og Duran Duran hjá unga fólkinu. Hér áður fyrr tilheyrði aldrifið heimi jepp- anna. Sá sem setti aldrif á fólks- bifreið hlyti að hafa villst inn í verksmiðjuna frá Massey Fergu- son. Það var svo sem vitað að aldrif var gott í hálku og gerði sitt gagn þegar snjóaði, en það var ekki fyrr en AUDI-verksmiðjurnar settu aldrifsbflinn Audi Quattro (quattro þýðir 4 á ítölsku) á mark- aðinn að veruiegur skriður komst á framleiðslu fólksbifreiða með drifl á öllum hjólum. Mitsubishi hefur nú sent frá sér Tredia-fólksbílinn með al- drifi. Fyrirtækið framleiddi fólksbifreið fyrir einum fimmtíu árum með drifi á öllum hjólum en hefur þó getið sér hvað mest frægðarorð fyrir Pajero-jeppana sem vitaskuld eru búnir aldrifi. Aldrifs-Tredían lítur eins út og framhjóladrifin systir hennar að öðru leyti en því að lægsti punkt- ur er 30 mm hærra frá jörð, felgurnar eru stærri, eða 14 tommur og merkið 4WD er á hliðum og að aftan. Að auki er aldrifsbíllinn búinn vökvastýri. Sú bifreið sem ég reynsluók var rauð einsog nýrunnið kálfs- blóð en eftir því sem litasálfræð- ingar (jú, þeir eru víst til) segja er það eftiriætislitur þeirra sem vilja komast greitt áfram hvort sem er á vegi eða í atvinnu. Jafnvel stuðararnir eru rauðir en hvort liturinn helst lengi þegar farið er að nudda þeim upp við aðra bíla í stæðum skal ósagt látið. Þegar litið er framan á bílinn er hann rennilegur, en séður frá hlið er hann heldur kubbslegur og á þar nokkurn hlut að máli hve hár hann er frá jörðu, 19 sentimetrar. Það er hinsvegar ótvíræður kostur á íslenskum vegum, ekki síst eftir að snjóa tekur. Hægt er að sprauta vatni á framljósin en ljósaþurrkur eru engar. Speglar eru á báðum hliðum. Sá bíll er ég ók var búinn álfelgum sem setja skemmtilegan svip á hann. Hurðir falla vel að stöfum enda virðist í alla staði vandað til bílsins. Þó tísti í mælaborðinu þegar ekið var á malarvegi. Það fer vel um ökumann undir stýri svo og farþega frammí, og eru stólarnir vel stillanlegir. Heldur er þröngt aftur í bílnum, a.m.k. fyrir hávaxið fólk, og maður verður að gæta þess að reka sig ekki uppundir þegar sest er aftur í bílinn. Sætisáklæði eru vönduð og hlýleg, grá í þessum bíl, en heldur eru þau skítsæl. Hægt er að læsa öllum hurðum með lykli í bílstjórahurð og sparar það æði mörk handtökin þegar til lengdar lætur (þetta fyrirbrigði er kallað „central locking" á ensku, sem mætti e.t.v. þýða sem miðlæsing á íslensku. Ef einhver lumar á hentugra orði yrði það þegið með þökkum). Farangursrými er þokkalegt fyrir bíla af þessari stærð, en heldur finnst mér varadekkinu illa fyrir komið. Það stendur upp á rönd fyrir aftan sætin og stytt- ir farangursrýmið talsvert, auk þess sem erfitt er að seilast til þess yfir endilangt skottið. í framhjóladrifsbílnum er dekkið á botni farangursgeymslnnar, en tengibúnaðurinn fyrir aldrifið á afturhjólunum er það fyrirferða- mikill að grynnka varð farang- ursrýmið. En nú fer að líða að góðu frétt- unum. Þegar bíllinn er ræstur þýtur hann í gang hvort sem hann er kaldur eða heitur og þægilegt burrhljóð berst manni til eyrna frá kraftmikilli fjög- urra strokka vélinni. Þessi vél sem framleiðir 90 DIN hestöfl hentar aldrifs-Tredíunni mæta- vel og skilar mestum krafti á milli þrjú til fjögur þúsund snún- ingum á mínútu en það má vel snúa henni hraðar án þess að hún pínist og verði of hávær. Bíllinn er fimm gíra og er skipting nokkuð nákvæm, en oft þarf að skipta ef aka á greitt innanbæjar, því seigla vélarinn- ar virðist ekki mikil og hún bankar ef stigið er á bensínið, t.d. í fjórða gír og snúningshraði er lítill. Það hve vélin snýst skemmtilega hvetur ökumann heldur til þess að aka bílnum hátt í gírunum. Vindgnauð með samskeytum heyrist ekki ef menn fara að lögum um há- markshraða. Vökvastýrið á bíln- um er í þyngra lagi, sem fyrir minn smekk er ótvíræður kostur. Það er ekki það þungt að erfitt sé að stýra bílnum í stæði en hæfilega þungt til þess að öku- maður hefur alltaf góða svörun við stýringu. Miðstöðin er hrað- virk og hiti góður. Einfalt er að velja hitastig við hæfi, og ekki spillir það fyrir að í mælaborðinu er teikning sem sýnir hvert hit- inn streymir inn í farþegarýmið. Við venjulegar aðstæður er hagkvæmast að aka bílnum í framdrifinu einu saman. Gildir þá einu hvort ekið er á malarvegi eða á malbikinu því bifreiðin hagar sér eins og aðrar fram- Mitsubishi Tredia 1800 GLS 4W árgerð 1986 Slagrými 1755 rúmsenti- metrar, hestöfl 90 DIN, eigin þyngd 1135 kg, heildarþyngd 1600 kg (hlass 465 kg), breidd 1,66 m, lengd 4,28 m. Far- þegar 4, þar af einn hjá ökumanni. Aldrif eftir vali. Bifreiðin kostar kr. 597.000, en Super-geröin, sú sem reynsluekið var kostar kr. 619.000, án ryðvarnar og skráningar og miðað við að gengi japanska yensins sé 0,19022. Umboðið veitir 2% staðgreiðsluafslátt, en lánar einnig söluverð bílsins að bluta eða tekur notaðar bif- reiðir frá umboðinu uppí. Mitsubishi Tredia er til á lager hjá umboðinu, Heklu hf., Laugavegi 170—72, sími 91-21240. hjóladrifnar bifreiðir, er rásföst og lætur vel að stjórn í beygjum. Drifið er tengt á afturhjólin með því að ýta á hnapp sem er ofan á gírstönginni. Smá tíst og ljós í mælaborði gefa þá til kynna að nú sé bíllinn með aldrifi. Afturhjóladrifið er aftengt með því að ýta aftur á hnappinn og þá hverfur Ijósið. Hægt er að tengja drifið þegar bíllinn er á ferð svo fremi að framhjólin vísi beint áfram, og er það kostur. Aldrifið í Mitsubishi Tredia er 14 tommu felgur gera Tredíuna vígalega. Guðspjall dagsins: Matt.: Brúökaupsklæðin. DÓMKIRKJAN: Laugardag 19. okt.: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurö- ardóttir. Sunnudag 20. okt.: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friö- riksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Foreldrar flytja bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laugardaginn 19. okt. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaöarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaöarheimilinu kl. 14. Organ- leikari Jón Mýrdal. Framhaldsaö- alfundur Árbæjarsafnaöar aö lokinni messu. Miövikudag 23. okt. Fyrirbænasamkoma í safn- aöarheimilinu kl. 19.30. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Þriöjudag 22. okt. kl. 20 — Fræöslukvöld í safnaöarheimil- inu. Sigurbjörn Einarsson biskup fjallar um bænargjörð. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Barnasamkoma laugardag 19. okt. kl. 11. Messa sunnudag kl. 14 í Breiöholtsskóla. Ferming- arbörn aöstoöa. Sr. Lárus Hall- dórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Barnasam- koma kl. 11. Báöir prestarnir. Messa kl. 14. Fermdir veröa Helgi Björn Ormarsson, Þing- hólsbraut 63, Kópavogi, og Magnús Ólafur Garöarsson, Þinghólsbraut 63, Kópavogi. Organisti Guöni Þ. Guömunds- son. Bræðrafélagsfundur mánu- dagskvöld. Æskulýösfélagsfund- ur þriöjudagskvöld. Félagsstarf aldraöra miðvikudagseftirmiö- daga. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös- þjónusta kl. 14.00. Sr. Kristinn Ágúst Friöfinnsson messar. Fé- lag fyrrverandi sóknarpresta. DIGR ANESPREST AK ALL: Barnasamkoma í safnaöarheimil- inu v/Bjarnhólastíg kl. 11. Guös- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Laugardagur 19. okt.: Kirkjuskóli fyrir börn 5 ára og eldri í kirkj- unni við Hólaberg 88 kl. 10.30. Sr. Helga Soffía Konráösdóttir. Barnasamkoma í Hólabrekku- skóla kl. 14. Sunnudagur 20. okt.: Guösþjónusta kl. 14. Organleikari Guöný Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjart- arson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa með altaris- göngu kl. 14. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Þriöjudag 22. okt.: Bibliulestur kl. 20.30. Fimmtudag 24. okt.: Almenn samkoma á vegum UFMH kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 19. okt.: Félagsvist í safnaöarsal kl. 15. Sunnudag 20. okt.: Barna- samkoma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kvöld- messa kl. 17. Sr. Karl Sigur- björnsson. Þriöjudag 22. okt.: Fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30. Miövikudag 23. okt.: Náttsöngur kl. 22. Fimmtudag 24. okt.: Opiö hús fyrir aldraöa kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.00. Barnaguösþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Fermd veröa: Bjarnþóra Maria Pálsdóttir, Barmahlíö 35, og Atli Þorbjörnsson, Laugateig 46. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguösþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. LANGHOLTSKIRKJA: Óska- stund kl. 11. Söngur — sögur — leikir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr. Sigurður Haukur Guöjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag 19. okt.: Orgeltónleikar kl. 17. Ann Toril Lindstad og Þröst- ur Eiríksson leika verk eftir ýmsa höfunda. Sunnudag 20. okt.: Fjölskylduguösþjónusta kl. 11. Skólafólk Kársnesskóla syngur. Fermingarbörn aöstoöa viö guösþjónustuna. Þriöjudag 22. okt.: Bænaguösþjónusta kl. 18. Altarisganga. Föstudag 25. okt.: Síödegiskaffi kl. 14.30. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Laugardag 19. Okt. Félagsstarfiö kl. 15.00. „Reykja- vík vorra daga“. Davíö Oddsson borgarstjóri kemur í heimsókn. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag 20. okt.: Barnasam- koma kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Fyrirbænamessa miö- vikudag kl. 18.20. Sr. Guömund- ur Óskar Ólafsson. Föstudag kl. 16.00: Umræöa um guöspjall næsta sunnudags. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. Æsku- lýösstarfiö nk. mánudag kl. 20. Þriöjudaga og fimmtudaga opiö hús fyrir aldraða. SELTJARNARNESSÓKN: Guös- þjónusta í sal Tónlistarskólans kl. 11. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guö- spjalliö í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælis- börn boöin sérstaklega velkom- in. Framhaldssaga. Viö píanóiö Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns- son. ÓHÁDI SÖFNUÐURINN: Kirkju- dagurinn er sunnudag 20. okt. og veröur messaö kl. 14. Kaffisala á vegum kvenfélags safnaöarins veröur aö messu lokinni og einn- ig veröa sýndar kvikmyndir fyrir börnin. Sr. Þórsteinn Ragnars- son. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Safnaöarguös- þjónusta kl. 14. Almenn guös- þjónusta kl. 20. Samskot til trú- boðsins. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. I októbermánuöi er lesin Rósakransbæn eftir lágmessuna kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- daga—föstudags kl. 18. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg: Almenn samkoma á vegum Samb. ísl. kristniboösfél. kl. 20.30. Ræöumaöur Halla Bachmann. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Samsæti fyrir heimilasambandssystur kl. 17. Bænastund kl. 20 og hjálpræö- issamkoma kl. 20.30. Gunnar Akerö og frú prédika en foringjar frá Færeyjum og heimilasam- bandssystur taka þátt í samkom- unni. AÐVENTKIRKJAN Rvík: f dag laugardag, biblíurannsókn kl. 9.45 og guösþjónusta kl. 11. Eric Guömundsson prédikar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.