Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 19.10.1985, Síða 18
18 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985 Útganga Kennarasam- bandsins úr BSRB — eftir Valgeir Crestsson Úrsögn Kennarasambands ís- lands úr BSRB hefur orðið tilefni mikillar umræðu og blaðaskrifa. Fulltrúaþing KÍ 1984 valdi þá lýð- ræðislegu Ieið að félagsmenn tækju afstöðu til aðildar KÍ að BSRB í allsherjaratkvæðagreiðslu í byrjun maí sl. að undangenginni rækilegri kynningu málsins meðal félags- manna. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mikil, 75,3% greiddu atkvæði og tóku 70,6% félagsmanna afstöðu. Úr BSRB sögðu 1572, áfram í BSRB 719, auðir seðlar voru 151. Þar sem lög BSRB kveða svo á að % hlutar greiddra atkvæða þurfi að fylgja úrsögn svo hún teljist lögleg ræðst niðurstaða atkvæðagreiðslunnar af því hvort auðu seðlarnir eru taldir með þegar hlutfallstölur eru reikn- aðar út. Meirihluti fulltrúaráðs og stjórn- ar KÍ lýsti því yfir þegar eftir að úrslit lágu fyrir, um miðjan maí, að auðir atkvæðaseðlar gætu ekki ráðið úrslitum málsins og tilkynntu stjórn BSRB úrsögn frá og með 1. janúar 1986. Sú afstaða byggist m.a. á því að hefði fulltrúaþing KÍ tekið afstöðu til aðildar að BSRB og atkvæði verið greidd með handa- uppréttingu teldist hjáseta ekki greitt atkvæði og jafnframt að í þingsköpum BSRB (19. gr.) segir: „Auður seðill telst ekki til greiddra atkvæða." Fjórir lögmenn hafa skilað áliti um gildi auðu seðlanna og eru á öndverðum meiði tveir og tveir. Steinn í götu kjörstjórnar Framkvæmd atkvæðagreiðslunn- ar var í höndum þriggja manna kjörsjórnar samkvæmt ákvæðum í lögum BSRB. Skipaði stjórn KÍ tvo fulltrúa og stjórn BSRB einn. í tilkynningu kjörstjórnar um úrslit atkvæðagreiðslunnar ve ekki tekin afstaða til gildis auðu seðla Ýmsir, þ. á m. lögmaður BSRB, töldu að kjörstjórn ætti að fella úrskurð en enginn fór formlega fram á slíkt fyrr en 23. ágúst sl. er fulltrúaráð KÍ óskaði eftir úrskurði kjörstjórn- ar. Þá brá svo við að fulltrúi í kjörstjórn, tilnefndur af stjórn BSRB, sagði af sér og stjórn BSRB hafnaði síðan beiðni um að skipa annan fulltrúa. llrskurður stjórnar BSRB og kjörstjórnar Stjórn BSRB úrskurðaði á fundi sínum 2. september sl. að auðu seðlarnir skuli taldir með og telur þar með úrsögn KÍ ógilda. Megin- rökin eru að „greidd atkvæði" þýði j af nan að telj a beri öll atkvæði. Tveir af þremur kjörstjórnar- mönnum felldu eftirfarandi úr- skurð 7. október: „Kjörstjórn telur að ekki skuli telja auð og ógild atkvæði sem greidd atkvæði þegar reiknað er út hvort fjöldi þeirra sem greiddu atkvæði með úrsögn hafi náð til- skildum % meirihluta. Kjörstjórn lítur svo á að niður- staða allsherjaratkvæðagreiðslu 2.-3. maí sl. um úrsögn KÍ úr BSRB hafi verið sú að 68,62% hafi verið greidd með úrsögn en 31,38% hafi verið greidd gegn úrsögn. í samræmi við 7. grein laga BSRB telst því Kí hafa samþykkt í alls- herjaratkvæðagreiðslu að sam- bandið segi sig úr BSRB.“ Hvort fleiri úrskurðir eða jafnvel dómar verði felldir um gildi auðu seðlanna breytir því ekki að félags- legar forsendur fyrir áframhald- andi starfi KÍ innan BSRB eru brostnar. Það væri gerræði að ætla Kí að starfa innan BSRB eftir svo afgerandi viljayfirlýsingu svo mik- ils hluta félagsmanna og afdráttar- lausar samþykktir fulltrúaráðs og stjórnar KI sem telur úrsögnina löglega samkvæmt lögum BSRB. Á að knýja KÍ til að endur- taka atkvæðagreiðsluna? Stjórn BSRB fór þess tvívegis á leit við stjórn KÍ að atkvæða- greiðslan yrði endurtekin þrátt fyrir að fulltrúaráð KÍ hefði fellt tillögu þess efnis 18. maí. Fulltrúa- ráðið hafnaði þeim tilmælum stjórnar BSRB endanlega 23. ágúst og ítrekaði jafnframt fyrri sam- þykkt um úrsögn. Fjöldi félags- manna KÍ, jafnt úr hópi þeirra sem fylgdu úrsögn sem og hinna er fylgdu áframhaldandi aðild að BSRB, taldi það skrípaleik að end- urtaka atkvæðagreiðsluna eftir svo greinileg úrslit. Fyrir þingi BSRB, sem haldið verður 22.-26. október nk., liggur tiliaga frá stjórn BSRB þess efnis að knýja stjórn KÍ til þess að endur- taka atkvæðagreiðsluna. Vandi BSRB vegna útgöngu KÍ er félags- legur og verður ekki leystur með valdbeitingu bandalagsþings. Von- andi bera fulltrúar á þingi BSRB gæfu til þess að takast á við þann vanda án þess að ánetjast þrákelkni stjórnar BSRB og reyna að knýja Valgeir Gestsson „Hvort fleiri úrskurðir eða jafnvel dómar verði felldir um gildi auðu seðlanna breytir því ekki að félagslegar for- sendur fyrir áframhald- andi starfi KÍ innan BSRB eru brostnar. Það væri gerræði að ætla KÍ að starfa innan BSRB eftir svo afgerandi vilja- yfirlýsingu svo mikils hluta félagsmanna og afdráttarlausar sam- þykktir fulltrúaráðs og stjórnar KÍ sem telur úrsögn löglega sam- kvæmt lögum BSRB.“ fram endurtekna atkvæðagreiðslu félagsmanna Kí. Fjármál og eignir KÍ Þeim sögusögnum hefur verið komið á kreik að KÍ verði eigna- laust við útgönguna er hrein fjar- stæða. Kl er meðeigandi BSRB og fleiri félaga í Grettisgötu 89 og getur því selt þá eign eða átt áfram að vild. Orlofsíbúð í Þingholtsstræti 30 er séreign KÍ, kjaradeilusjóð (verkfallssjóð) stofnaði KÍ á þessu ári. Verði ekki samkomulag um áframhaldandi eignaraðild KÍ að orlofshúsum BSRB á KÍ rétt á endurgreiðslu þess hluta sem það hefur lagt í húsin úr eigin sjóðum, framreiknað samkvæmt byggingar- vísitölu að frádreginni fyrningu um '/25 fyrir hvert ár sem KÍ hefur notað húsin. Þetta kom fram er félagsmönnum var kynnt aðild KÍ að BSRB fyrir atkvæðagreiðsluna. Ríkissjóður greiðir reglulega framlög í starfsmenntunarsjóð BSRB og orlofsheimilaframlag til félaga ríkisstarfsmanna. Framlög- in miðast við laun félagsmanna í viðkomandi félagi. Hvort þessi framlög koma til með að renna í sérstaka sjóði fyrir félagsmenn KÍ eftir útgönguna úr BSRB eða áfram í sameiginlega sjóði fer eftir samkomulagi KÍ við fjármálaráð- herra og BSRB. Samkvæmt ákvæðum í kjara- samningum tekur fjármálaráðu- neytið að sér innheimtu félags- gjalda fyrir félög ríkisstarfs- manna. Innifalið í félagsgjaldi KÍ er gjald til BSRB, 0,3% fastra launa, og munu félagsgjöld KÍ því lækka er því nemur er KÍ gengur úr BSRB. Klofningur eða samstaða Ljóst er að margir félagsmenn KÍ hefðu fremur kosið áframhald- andi starf innan BSRB. Sá hópur sem vill, hvað sem það kostar, vera áfram í BSRB og jafnvel kljúfa sig frá Kí við útgönguna, er þó mjög fámennur og vonandi velur hann þann kost að standa með kennara- stéttinni sem heild. Með úrsögninni hefur Kf tekið þá ákvörðun að berjast fyrir sjálfstæðum samn- ings- og verkfallsrétti og vinna að stofnun nýrra heildarsamtaka kennara. Heildarsamtök kennara á dagskrá Stéttarfélög kennara, KÍ og HÍK, hafa í rúmlega 20 ár starfað hvort í sínum heildarsamtökum opin- berra starfsmanna, BSRB og BHM. Kjara- og réttindamál stéttarinnar svo og ýmis stefnumarkandi skóla- mál knýja á um sameiningu kenn- ara í heildarsamtök. Fulltrúaráð KÍ hefur tekið undir tillögur um stofnun heildarsamtaka kennara þar sem gert er ráð fyrir bandalagi sjálfstæðra skólastigsfélaga fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla. Tillögurnar verða ræddar á þingi HÍK um næstu mánaðamót. Hvort heildarsamtök kennara verða stofnuð á næstu mánuðum, á næsta þingári KÍ 1987 eða síðar breytir því ekki að Kennarasam- bandið býr sig nú undir að starfa utan heildarsamtaka frá 1. janúar 1986. Samningsréttur KÍ utan BSKB Þær raddir hafa heyrst að erfitt verði fyrir KÍ að fá sjálfstæðan samningsrétt. Ýmsir sterkir aðilar munu leggjast gegn sjálfstæðum samningsrétti fyrir kennara. Það eru þau öfl sem vilja spyrða laun- þegahreyfinguna sem fastast sam- an, forræðis- og miðstýringaöflin innan verkalýðshreyfingarinnar, studd af stjórnmálaflokkum og vinnuveitendasambandinu, sem að undanförnu hefur beitt mjög harðri miðstýringarstefnu. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra fer með samningsumboð rík- isins gagnvart ríkisstarfsmönnum. Ekki verður öðru trúað en hann sýni sjálfstæðisbaráttu Kennara- sambandsins fullan skilning, taki tillit til vilja meirihlutans og for- ystu KÍ en láti ekki undan þrýstingi miðstýringaraflanna. í viðræðum fulltrúa KÍ við ráðherra á næstu dögum mun reyna á hvort frjáls verkalýðsfélög fá að starfa á fs- landi. Samstarf og sam- staða með BSRB Engum sem til þekkir blandast hugur um að úrsögn KÍ úr BSRB veikir BSRB verulega. Að undan- förnu hafa fámennir hópar yfirgef- ið BSRB, t.d. fréttamenn ríkisfjöl- miðlanna og hópar tæknimanna, sem vilja starfa í sínu „fagfélagi" utan BSRB. Úrsögn KÍ hefur verið á dagskrá frá því í júní 1984. Þrátt fyrir þessi umbrot hafa orsakir þeirra lítið sem ekkert verið ræddar á vett- vangi BSRB, t.d. á bandalagsráð- stefnu í ársbyrjun. Úr því sem komið er verður útganga KÍ ekki stöðvuð. Ýmsir brestir eru í uppbyggingu, samningsrétti og starfi BSRB. Framtíð BSRB tel ég fremur öðru ráðast af því hvort BSRB tekst að berja í innri bresti og bregðast við breyttri félagslegri stöðu með breyttu og bættu eigin starfi. I samþykkt fulltrúaráðs KÍ frá 23. ágúst sl. segir m.a.: „Fulltrúaráð Kl skorar á stjórn BSRB að viðurkenna úrsögn Kí úr BSRB enda engar félagslegar forsendur fyrir áframhaldandi aðild eftir jafn ótvíræða vilja- yfirlýsingu félagsmanna og úrslit atkvæðagreiðslunnar bera með sér. Kennarasambandið óskar eftir því að úrsögnin verði í fullri vinsemd og lýsir vilja sínum til samstarfs og samstöðu með BSRB sem og öðrum samtökum launafólks hér eftir sem hingað til.“ BSRB styrkir ekki stöðu sína með því að reyna að halda Kl nauðugu innan sinna vébanda. Höfundur er skólastjóri Álftanes- skóla oe formadur Kennarasam- bands íslands. Félag velunnara Borgarspítalans: Handbók um kransæðasjúk dóm komin út MorgunblaðiA/Júllus Frá vinstri: Gunnar Sigurðsson yfirlæknir lyflækningadeildar og Guðmundur Oddsson hjartasérfræðingur, sem rituðu formála að bókinni og lásu yfir handrit. Þýðandinn Anna Sigríður Indriðadóttir deildarstjóri á hjartadeild og Hafsteinn Guðmundsson hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu. Kirkjudagur Óháða safnaðarins Á MORGUN, sunnudaginn 20. október, er Kirkjudagurinn haldinn hátíðlegur í kirkju Óháða safnaðar- ins og byrjar hann með messu kl. 14:00. Kirkjudagurinn er hátiðisdagur fjölskyldunnar hjá Óháða söfnuð- inum. Þann dag hittist safnaðarfólk, hlýðir á messu og á saman góða stund eftir guðsþjónustuna. Þá mun kvenfélag safnaðarins vera með sína árlegu kaffisölu til styrktar safnaðarstarfinu og fleiri góðum málefnum. Kvikmyndasýn- ing verður fyrir börn og unglinga og er vænst þátttöku allrar fjöl- skyldunnar á þessum fjölskyldu- degi Óháða safnaðarins. Sr. Þórsteinn Ragnarsson, safnaðarprestur. FÉLAG velunnara Borgarspítalans hefur gefið út bók, sem ber nafnið „Listin að lifa með kransæðasjúk- dóm“. Bókin er einkum ætluð þeim, sem orðið hafa fyrir þvi að fá krans- æðasjúkdóm og aðstandendur þeirra. í henni eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að lifa nokkurn- veginn eðlilegu lífi þrátt fyrir að viðkomandi hafi fcngið hjartasjúk- dóm. Egill Skúli Ingibergsson for- maður Félags velunnara Borgar- spítalans sagði að með þessari út- gáfu væri félagið að reyna að gera sjúkdómnum nokkur skil og jafn- framt leiðbeina sjúklingum um hvers ber að gæta þegar lifa þyrfti með kransæðasjúkdóm. Þessi bók er fyrsta bókin í röð annarra með sama hlutverk þar sem fjallað verður um aðra sjúkdóma og mein- ingin er að komi út síðar. Bókin er bandarísk, gefin þar út af félagi sem hefur gefið út svipaðar bækur um aðra sjúkdóma. Formaður stjórnar Borgarspít- alans, Páll Gíslason læknir, sagði það lofsvert framtak að gefa út þessa bók. Fólk vill vita meira um sjúkdóma í dag og leitar eftir upplýsingum um þá. Upplýsingar um sjúkdóma hafa lækningarlegt gildi í sjálfu sér og ýta frá hræðslu og kvíða. Það væri því þarft verk að gefa út fleiri bækur sem þessa þar sem tekinn væri út viss hluti algengs sjúkdóms og fólki kennt að lifa með honum. Tíðni kransæðasjúkdóms hér á landi er svipuð og í öðrum vestræn- um Iöndum og er talið að um 5.000 manns beri einkenni sjúkdómsins en hann dylst með fleirum auk þeirra sem hafa hjartakveisu, sem er algengasta einkenni kransæða- sjúkdóms. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð sjúklinganna og hefur dánarorsök af völdum krans- æðasjúkdóms lækkað um 15% á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.