Morgunblaðið - 19.10.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1985
19
Stöndum heldur saman
— eftir Álfheiði
Ingadóttur
Samtök um kvennaathvarf hafa
á undanförnum þremur árum
sannað tilverurétt sinn. Almenn-
ingur sem og opinberir aðilar
sýndu strax í upphafi skilning á
ætlunarverki samtakanna og
studdu það. Fjöldi þeirra kvenna og
barna sem notið hefur skjóls í at-
hvarfinu staðfestir, svo ekki verður
um villst, þörfina sem fyrir hendi
var og er. Allir þessir aðilar hafa
borið traust til samtakanna og ég
fullyrði að þau hafa verið þess
trausts verð.
í samtökum um kvennaathvarf
tókust í hendur konur úr öllum
stjórnmálahreyfingum landsins og
utan flokka til að hrinda í fram-
kvæmd áformum sem við vorum
ekki einasta sammála um, heldur
töldum ákaflega brýn. Með Sam-
tökum um kvennaathvarf vorum
við ekki að búa til nýjan pólitískan
orrustuvöll handa frammákonum í
stjórnmálaflokkum til að rjúka
fylktu liði af fundum eða senda
hver annarri tóninn í fjölmiðlum.
Slíkir orrustuvellir eru nógir fyrir.
Með Samtökum um kvennaathvarf
vorum við hins vegar að feta okkur
„Nýleg blaðaskrif um
málefni samtakanna eru
til þess eins fallin að
tvístra hópnum og grafa
undan trausti á kvenna-
athvarfinu í Reykjavík.
Af þeim ástæðum leyfi
ég mér að átelja þau
harðlega og skora hér
með á aðstandendur at-
hvarfsins að hætta þess-
um Ijóta leik. Stöndum
heldur saman.“
til samstöðu um málefni sem við
vissum allar að snertir ekki konur
eftir pólitískum litarhætti og þar
við liggur framtíð athvarfsins að
okkur takist að halda þeirri sam-
stöðu.
Nýleg blaðaskrif um málefni
samtakanna eru til þess eins fallin
að tvístra hópnum og grafa undan
trausti á kvennaathvarfinu í
Álfheiður Ingadóttir
Reykjavík. Af þeim ástæðum leyfi
ég mér að átelja þau harðlega og
skora hér með á aðstandendur at-
hvarfsins að hætta þessum ljóta
leik. Stöndum heldur saman.
Hér hefur sannast sem fyrr þeg-
ar menn bera „ágreiningsefni" sín
á torg að hálfur sannleikur er verri
en enginn. í samræmi við áskorun
mína hér að framan beini ég ekki
orðum mínum frekar til starfs-
manna athvarfsins eða samstarfs-
kvenna minna í samtökunum. Þess
í stað vil ég benda velunnurum at-
hvarfsins meðal almennings og
opinberra aðila á eftirtalin þrjú
efnisatriði:
1. Fjárreiður Samtaka um kvenna-
athvarf eru í röð og reglu og
bókhald allt endurskoðað af
löggiltum endurskoðanda. Eng-
um, hvorki stuðningsmönnum
athvarfsins né opinberum aðil-
um er meinað eftirlit með fjár-
málum samtakanna. Ársreikn-
ingar eru sendir hverjum þeim
sem beðinn er um fjárstyrk um
leið og þeir hafa verið endur-
skoðaðir og samþykktir á aðal-
fundi.
2. I haust kom upp alvarlegt ósætti
meðal 13 starfsmanna kvenna-
athvarfsins. Allar tilraunir
framkvæmdanefndar og ein-
stakra félagsmanna til að sætta
starfsmennina urðu því miður
árangurslausar. Meirihluti
framkvæmdanefndar lagði ekki
mat á hvor deiluaðila hefði rétt
fyrir sér en taldi að þeir yrðu að
leysa ágreining sinn utan veggja
athvarfsins og víkja allir úr
starfi til þess að deilan bitnaði
ekki frekar en orðið var á rekstri
athvarfsins. Þá málsmeðferð
studdi ég. Þessi niðurstaða hláut
hins vegar ekki samþykki fé-
lagsfundar, þar sem ákveðið var
að víkja einni konu úr starfi.
3. Gildi kvennaathvarfsins felst
fyrst og fremst í því að það er
ekki stofnun þar sem „skjól-
stæðingar" eða „sjúklingar" eru
lagðir inn og skrifaðir út eftir
ákveðna „meðferð". Þvert á móti
er bundið í 4. gr. laga samtak-
anna að athvarfið sé heimili sem
allar konur eiga rétt á að leita
til, telji þær sér ekki vært heima
vegna andlegs eða líkamlegs
ofbeldis. Þangað koma konurnar
sjálfar undir fullkominni nafn-
leynd og dvelja þar uns þær
kjósa að fara. Mikils er um vert
að friður haldist um þessa starf-
semi svo athvarfið sé það skjól
sem því er ætlað að vera.
Að lokum: Markmið okkar er að
uppræta það ofbeldi sem nú hrekur
konur af heimilum sínum. Fyrr en
því marki er náð getum við ekki
lokaö kvennaathvarfinu. Fram til
þess tíma verðum við að standa
saman og starfa saman. Samtaka-
mátturinn og traustið sem við höf-
um hvarvetna notið í krafti hans
varð til þess að kvennaathvarf var
opnað í Reykjavík 6. desember 1982
— aðeins 6 mánuðum eftir að sam-
tökin voru stofnuð. Látum ekki
kvennaathvarfið verða sundrungu
að bráð. Stöndum heldur saman.
Reykjavík 17. október 1985.
Höfundur er blaðamaður rið Þjóð-
riljann.
pVI EÞlbTsJúcZiJ SkZPTX'R
TiL MlkLU_ MÁLI
. .. GÆBZ OCc
Gob HonþJuþJ
TRYCcúcJA TQVoTA
"BÍt-aM
LfittJúcAiJ y <
LÍFTXMA
± SOLLLSkOí>LOs/ Á KJöTUbUM
BTLUM ER FARXÍi X SAuMAk/A
;A ÖlLUM HLLLTUM - OGt GcERT
\JZb þAb SEM pAKFiJAST -
V'Xf)(xER-bAR S
pU bORGAR 90 pu>S. UT
OGL GrETUR SVO FEJj&Tb
AFúcAtJCcTiJiJ ^
lAnJADAní X r
HEXLT 'AR ) \
ÞECcAR pi'l kAuPlR níotaDAM
BrL - Æ.TTTRbU AD ATHbUÍA
SELTAiJDAsJhJ Y
JAFnÍ VLL
BTLIMnJ
TOYOTA
Nybylavegi 8 200 Kopavogi S 91-44144
essemm