Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 20

Morgunblaðið - 19.10.1985, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR19. OKTÓBER Í985 Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 7 skúrir Amslerdsm 5 15 skýjað Aþena 10 15 skýjað Barcelona 21 skýjað Berlín 6 12 skýjað Brúsael 4 14 skýjaó Chicago 6 22 rigning Dublín 7 12 skýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 5 13 skýjað Genf 4 14 skýjað Helsinki 3 5 skýjað Hong Kong 23 28 skýjað Jerúsalem 10 21 heiðskírt Kaupmannah. S 11 skýjað Las Palmas 24 léttskýjaö Lissabon 14 25 skýjað London 12 13 skýjað Los Angeles 19 24 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Malaga 25 léttskýjaö Mallorca 24 léttskýjað Miami 24 29 skýjað Montreal 0 11 skýjað Moskva rl 7 heiðskýrt NewYork 8 17 heiðskýrt Osló 5 10 heiðskýrt París 10 17 heiðskýrt Peking 4 17 heiöskýrt Reykjavík 9 rigning Ríóde Janeíro 19 31 skýjað Rómaborg 9 21 heiðskirt Stokkholmur 5 11 skýjað Sydney16 26 rigning Tókýó 13 15 skýjað Vínarborg 7 13 skýjað Þórshöfn 9 skýjað Aftakan gæti orðið snara um háls stjórnvalda í S-Afríku Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda fordæmir aftöku Moloise Osló, 18. október. AP. Utanríkisráðherrar Norður- landa, sem nú sitja fund í Osló, fordæmdu aftöku suður—afríska skáldsins Benjamin Moloise harðlega í gær og hafa samþykkt nýja áætlun ura að draga úr öllum samskiptum við Suður—Afríku. „Það var hreinnt brjálæði að hengja Moloise,“ sagði nýskipað- ur utanríkisráðherra Svíþjóðar, Sten Andersson, á fundi með fréttamönnum. „Þessi aftaka, sem gerð var þrátt fyrir mótmæli Cardiff, Wales, 18. október. AP. JAMES Callaghan lýsti yfír því í dag að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum frá og með næstu kosn- ingum. Callaghan var forsætisráð- herra Verkamannafíokksins á Bret- landi á árunum 1976 til ’78. Callaghan gerði blaðamönnum grein fyrir ákvörðun sinni í kjör- dæmi sínu í Wales, hann yrði 75 ára í næstu kosningum og kominn væri tími til fyrir yngri manni að spreyta sig. Callaghan hefur verið þingmaður Verkamannaflokksins í 40 ár. „Það verður erfitt að slíta sig frá stjórnmálunum, en ég er sann- um allan heim, gæti hæglega orðið snara um háls stjórnarinnar í Suður—Afríku," sagði hann. Stjórn Suður—Afríku hefur sniðgengið grundvallarmann- réttindi og framkvæmt verknað er auka mun spennuna í Suð- ur—Afríku," sagði Svenn Stray utanríkisráðherra Noregs. „Af- taka Moloise sýnir berlega að nauðsynlegt er að beita stjórn- völd Suður—Afríku meiri þrýstingi ef þau eiga að fást til færður um að ákvörðun mín er rétt, sérstaklega þar sem ég hef verið beðinn um að halda áfrarn," sagði Callaghan. Callaghan var formaður Verka- mannaflokksins þegar flokkurinn tapaði í þingkosningunum 1979 fyrir Margréti Thatcher. Callag- han kveðst þess fullviss að Verka- mannaflokkurinn komist til valda í næstu kosningum undir forystu Neils Kinnocks. Callaghan stærir sig af því að vera eini Bretinn, sem gegnt hefur fjórum mikilvægustu ráðherra- embættunum á Bretlandi á þessari að hverfa frá aðskilnaðarstefn- unni.“ Norska fréttastofan NTB hefur gefið út tilkynninu þar sem segir að Norðurlöndin muni „gera ráðstafanir til að minnka samskipti við Suður—Afríku". Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland og ísland munu banna eða hindra allar nýjar fjárfest- ingar í Suður—Afríku og hvetja norræn fyrirtæki til að draga úr viðskiptum sínum við landið. öld. En hann hefur verið forsætis- ráðherra, fjármálaráðherra, inn- anríkisráðherra og utanríkisráð- herra. „Við hefðum kosið að stöðva öll viðskipti við Suður—Afríku en bindandi samningar og ólík löggjöf í landinu kemur í veg fyrir það,“ sagði Svenn Stray. GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn lækkar London, 18.október. AP. BANDARÍSKI dollarinn féll nokkuð á gjaldeyrismörkuðum í dag og er það talið afíeiðing af því að á fímmtu- dag buðu seðlabankar iðnríkjanna talsvert magn dollara til sölu. Þeir hafa ekki boðið jafn mikið magn dollara til sölu frá því samkomulag iðnríkjanna um að halda gengi doll- ars niðri 22. september var gert. Verð á gulli stóð að mestu í stað. Hér fer á eftir gengi dollars gagnvart nokkrum helstu gjald- miðlum heims. f sviga er gengið frá því í gær. Sterlingspundið kostaði 1.4290 dollara (1.4157). Dollarinn kostaði 215.45 yen (217.25), 2.6345 vestur-þýsk mörk (2.6460), 2.1655 svissneska franka (2.1752), 8.0350 franska franka (8.0750), 1778.50 lírur (1785.50) og 1.3655 kanadíska dollara (1.3660). Callaghan hyggst hætta þingmennsku Loksins höfum við eignazt leiðtoga Með gagnrýni sinni á öfgamenn til vinstri treysti Kinnock stöðu sfna Er Neil Kinnock stóð upp til þess að ávarpa ársþing brezka verka- mannafíokksins gerðu fáir sér grein fyrir því að hann var í þann veginn að varpa sprengju. Áhrifamikil gagn- rýni hans á herskáa vinstri sinna í flokknum varð til að skapa einingu á meðal stuðningsmanna hans en glundroða á meðal andstæðinganna og jók á ný gengi fíokksins í skoðana- könnununum. Sjaldan mun pólitísk ræða hafa haft svo bein og afdráttarlaus áhrif. „Maður fann tilfinninga- bylgjuna, sem fór um salinn,“ var haft eftir verkalýðsforingja ein- um, er hann rifjaði upp, hvernig Kinnock hafði fordæmt herskáa vinstri sinna á ársþinginu. Á aðra verkaði hún eins og lík- amlegur skellur. Felmtri sleginn gekk Eric Heffer með þjósti úr fundarsal, studdur af starfsmönn- um flokksins, inn í bakherbergi, þar sem hann settist niður til að jafna sig fyrir utan seilingu sjón- varpsvélanna. Einhver rétti honum tebolla, en hendur hans skulfu svo, að hann hellti því beint niður á fötin sín. „Náið í Doris, náið í Doris," end- urtók hann og átti þar við hina smávöxnu, trygglyndu konu sína. Atlaga Kinnocks á vinstri arminn í sínum eigin flokki kom Heffer nefnilega algerlega á óvart, eins og flestum öðrum á ársþinginu. Þeir voru aðeins fáir, sem höfðu hugmynd um, að eitthvað þessu líkt væri í vændum. Laugardaginn þar á undan hafði Kinnock þó gert það ljóst, að hann hefði ekki í hyggju að þola neina vitleysu af hálfu stækustu vinstri sinnanna innan flokksins. Þá var hann staddur í móttöku, sem fréttamenn héldu fyrir hann í Royal Bath Hotel í Bournemouth. Kinnock var þar afslappaður en ákveðinn og yfir glasi lét hann hörðustu ummæli sín falla í garð Derek Hattons, varaleiðtoga Verkamannaflokksins í Liverpool. Við þetta tækifæri var það rifjað upp, að á fundi þeirra nýverið hafði Hatton lagt til, að allsherjar- verkfall gæti orðið til þess að greiða götu Kinnocks inn í Down- ingstræti 10, embættisbústað for- sætisráðherra Bretlands. „Vissu- lega vil ég komast þar inn,“ svaraði Kinnock stuttur í spuna, en svar hans sýndi álit hans á hugmynd Hattons. „Ég held, að ég myndi hafa betri möguleika á að komast þangað inn með því að fara ríðandi á baki fíls og reyna þannig að stökkva yfir Buckinhamhöll." Á ársþingi Verkamannaflokks- ins var alls ekki búizt við þvi, að Kinnock ætti eftir að ítreka þessa gagnrýni. Þeir voru aðeins fáir, sem vissu um það. Þeirra á meðal var kona hans, Glenys, og nokkrir nánir aðstoðarmenn hans. Ræðan, sem Kinnock flutti þar, var að mestu leyti samin af honum sjálf- um og áður en hann flutti hana skýrði hann aðeins Larry Whitty, framkvæmdastjóra flokksins, og Roy Hattersley, varaformanni flokksins, frá efni hennar. Það var allt og sumt. Greinilegt er, að hann hefur aðeins skýrt þeim frá efni ræðunn- ar, en ekki verið að ráðfæra sig við þá. Að lokum var það hans eigin eðlisávísun, sem réð ákvörð- un hans um að hika ekki, ákvörðun, sem var mjög persónuleg. Stórsigur Ræðan varð stórsigur fyrir Kinnock ef litið er á þær undirtek- ir, sem hún hlaut í hægri armi og miðarmi flokksins á þinginu. „Loksins höfum við eignast leið- toga,“ var haft eftir einum gamal- reyndum þingmanni flokksins. Roy Hattersley lýsti ræðu Kinnocks sem „sögulegri ræðu, sem á eftir að breyta atburðarás- inni í brezkum stjórnmálum". Glenys Kinnock lét í ljós stolt sitt yfir eiginmanninum með því að lýsa því yfir, að þetta hefði verið stærsta stundin í lífi hans og símhringingum linnti ekki frá fólki alls staðar að, sem vildi óska Kinnock til hamingju. Þeir, sem voru í vinstri armi flokksins, voru ekki eins vissir. Sumir kvörtuðu yfir því að fram- koma Kinnocks minnti á Rambo í samnefndri kvikmynd, þar sem heyra mætti enduróminn af: „Mað- ur verður að gera það sem hann verður að gera.“ Fyrir utan ráð- stefnuhöllina mátti heyra nokkra þingfullrúa hrópa: „Stéttasvikari." Og daginn eftir er Kinnock jók enn á gagnrýni sína þannig að nú náði hún einnig til kolaverkfallanna, þá var tortryggnin í hans garð jafn vel enn berari. Sjálfur var Kinnock hins vegar ekki í nokkrum vafa um, að timi væri kominn til þess að hann talaði hreinskilningslega út. Ákvörðun hans um að snúast gegn leiðtoga námamanna, Arthur Scargill, má rekja allt til Brecon- aukakosninganna í júlí sl. er Verkamannaflokkurinn varð að láta í minni pokann fyrir frjáls- lyndum. Kinnock og aðrir forystu- menn Verkamannaflokksins töldu þá, að það hefði verið að kenna Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannafíokksins í Bretlandi í ræðustól á fíokksþinginu í Bournemouth. Þar beindi hann spjótum sínum einkum gegn vinstri öfgamönnum innan fíokksins. Við hlið hans situr Eric Heffer úr vinstri armi fíokksins og yglir sig mjög á meðan Kinnock fíytur ræðu sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.